Morgunblaðið - 05.06.1980, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ1980
Píanó-
snillingur
Tónllst
eftir JÓN
ÁSGEIRSSON
Alicia de Larrocha er hrika-
legur píanósnillingur. Ein-
kenni á túlkun hennar er
skírleiki, sem nálgast algjöran
gaidur, samtvinnun andstæðna
krafts og mýktar og sérkenni-
legrar hófsemi. Henni lætur vel
að leika sér með verkefnin, gefa
þeim tignarlegt yfirbragð, sem
slær hlustandann út af laginu í
fyrsta takinu, en er á líður
kemur í ljós að hún nær ekki
lengra inn í viðfangsefnið, þ.e.
hún leikur sér með viðfangsefn-
ið en ekki í því. Tónleikarnir
hófust á Sjö Bagatellum eftir
Beethoven og þar naut tækni
hennar sín vel. Annað verkefn-
ið Ensk svíta í a-moll eftir
Bach var ótrúlega vel leikin,
sérstaklega fyrsti þátturinn,
Prelude. í miðþáttunum Alle-
mande, Courante og Sarabande
hefði mátt að ósekju létta ögn á
hraðanum, sérstaklega í Sara-
bande þættinum. Bourrée þætt-
irnir og síðasti þáttur svítunn-
ar, Gigue var fluttur af sama
glæsileik og fyrsti þátturinn.
Þriðja verkefnið Chaconne, sem
Busoni vinnur út fyrir píanó er
síðasti þátturinn í annari sólo-
partítu Bachs. Þarna sýndi
Larrocha ásláttartækni sína
svo, að fáu mun þar við hægt að
bæta. Tvö síðustu verkin voru
Fantasia betica, eftir De Falla,
en betica mun vera forn-róm-
verskt nafn á Andalus (samið
sérstaklega fyrir Artur Rub-
instein) og Þrjár næturstemn-
ingar fyrir píanó, úndir titlin-
um Gaspard de la nuit, eftir
Ravel. Verkið er þrískipt og
heita kaflarnir „Ondine", er
túlkar vatnaleik hafgyðjunnar,
„Le Gibet" tónmynd gálgans,
umvafinn hljómi dómsdags
klukkunnar og „Scarbo" sem er
hljóðgerð eða eftirlíking á ljós-
flökti, draugalegu mýrarljósi.
Allt þetta var sterklega dregið
fram í flutningi píanósnillings-
ins og þessum stórkostlegu tón-
leikum lauk með „standandi"
lófaklappi, sem mjög er komið í
tísku undanfarið.
Saura á Listahátíð
Hlutdeild Listasafns íslands í
Listahátíð 1980 er því sannarlega
til sóma. Sýning sú, er þar stendur
yfir á verkum hins þekkta spánska
málara Antonio Saura, er mikill
viðburður hér í sveit. Hann er hér
í annað sinn og hefur nú í farangri
sínum myndröð, sem tileinkuð er
heimsókn hans hingað til lands á
fyrra ári. Þessi myndröð hefur
ekki verið sýnd opinberlega áður,
og er því um merkan atburð að
ræða, eingöngu vegna þessa.
Saura er afar spánskur í myndlist
sinni, og má í verkum hans vel
merkja þá hefð, sem svo sterkt
spilar í öllum góðum málurum af
þeirri ætt. Mætti til sönnunar
nefna Picasso og Miro, en ekki er
langt síðan við fengum að sjá
vinnubrögð þeirra heiðursmanna.
Ekki get ég að því gert, að mér
finnst Saura standa furðu nær
Goya í þeim verkum, er hann
sýnir hér. Ég á ekki við neinar
stælingar með þessum orðum,
síður en svo, en tengsl og ættar-
mót leynir sér ekki, og ætti Saura
að una vel við. Það vill nú þannig
til á þessari Listahátíð, að einmitt
Goya er til sýnis á öðrum stað, og
hver og einn getur gert þann
samanburð, sem dugar til að
sanna mitt mál.
Gunnlaugur heitinn Scheving
var mikill aðdáandi spönsku
meistaranna. Hann hafði mikla
ánægju af að tala um verk þeirra
og hafði þann háttinn á, þegar rök
hans voru öll, að segja eitthvað á
þá leið, að aðalsmerki Spánverj-
anna væri hin þunga togstreita
milli lífs og dauða, hin ögrandi
mystík, hrollvekja litar og forms.
Ég tilfæri þetta hér vegna þess,
hve vel einmitt þessi athugasemd
fellur að myndlist Antonios
Saura. Ef til vill mætti segja um
þennan listamann, að einasti
munur á verkum hans og hinna
gengnu forfeðra, væri tímamunur-
inn. Saura er ósvikinn tuttugustu
aldar maður, og öll meðferð hans í
þá átt á viðfangsefnum og
myndsköpun. Hann er að mínu
áliti mjög spánskur í list sinni
eins og áður segir, og það hefur
efalítið gert hann að því, sem
hann er. Það er að segja einum af
þekktustu listamönnum samtíðar
sinnar. Greinilega má merkja í
verkum Saura hina ofsafengnu
Flamenco hrynjandi, hina angur-
Myndllst
eftir VALTÝ
PÉTURSSON
Eitt af verkum Antonio Saura.
væru kyrrð hinnar spönsku nætur,
hið sterka trúarlega andrúmsloft
katólskrar kirkju, sterka kyn-
hneigð suðursins og ekki má láta
ónefnda þá dulúðgu strengi, er
klingja hér og þar í þessum
verkum. Hér er merkilegur lista-
maður á ferð, sem betur og betur
nær tökum á manni við nánari
kynni af verkum hans.
Á þessari sýningu eru 45 núm-
eruð verk í sýningarskrá, en sum
þessara verka eru í fleiri þáttum.
Þannig eru myndraðir og grafík,
allt upp í 9 blöð undir sama
númeri. Þarna er grafík og yfir-
málaðar myndir (myndir gerðar
yfir eftirprentanir af verkum
meistara, en gerbreyttar og farið
með þær að vild listamannsins,
blönduð tækni, kínablek, krít og
klippmyndir. En enda þótt Saura
noti margar aðferðir við mynd-
gerð sína, hefur þessi sýning hans
nokkuð grafískan blæ, ef þannig
mætti að orði kveða. Sá er þetta
ritar hefur fylgst með málverkum
Saura um lengri tíma, og á
seinasta ári sá hann sýningu á
verkum hans, einnig snemma á
þessu ári. Þegar maður þekkir
olíumálverk þessa merka lista-
manns, verður maður fyrir von-
brigðum með sýningu hans í
Listasafninu. Þarna er ég að
benda á mjög sterk olíumálverk,
sem hafa miklu sterkari áhrif en
þær myndir, er við fáum nú að sjá.
Þarna er að finna margar
myndraðir, sem ég fer ekki að
gera upp á milli hér. í einstaka
tilfellum sýnir Saura hér nýja hlið
á myndlist sinni, og má þar til
nefna þann flokk mynda, er hann
kallar „íslenska myndaflokkinn".
Ég verð að játa, að ekki finnst mér
þessi myndröð með því besta, sem
ég hef séð eftir Saura, og satt að
segja held ég, að maður verði að
fara til Grænlands, eða hálfa leið
þangað, til að verða fyrir jafn
sterkum áhrifum frá rekísnum,
sem svo hefur brennt sig í vitund
Saura. En hvað um það, þetta er
skemmtileg myndröð. „Spakmæli
Lichtenbergs" er myndröð, sem
gefur afar vel Saura sem málara
og er nátengd því, er ég hef séð af
olíumálverkum hans. „Garður
Þjóðanna" er önnur hressileg
myndröð og „Aðalpósthúsið" er
mjög aðlaðandi. Þarna hef ég
nefnt nokkur verk, en það sem
mér fannst það besta á þessari
sýningu eru tvímælalaust nokkrar
af smámyndunum, sem eru hrein-
ustu gersemar margar hverjar.
Nú hef ég sett saman mikið hól
um Antonio Saura, en því verður
heldur ekki neitað, að þessi sýning
er ekki öll jafn góð að mínum
dómi. Það er afar sterkur svipur á
þessum verkum, og þau bera
sannarlega blæ þess heimslistar,
sem þetta allt er partur af. Hin
undarlega togstreita, er ég minnt-
ist hér á að framan og hafði eftir
vini mínum Gunnlaugi Scheving,
er sannarlega í þessum verkum.
En það er einnig meir: Eitthvað er
ég kann ekki að nefna nema þá að
ég grípi til gamals húsgagns þarna
í suðrinu og segi: Að það sé blóð og
sandur í þessum verkum.
Forsíða
á
sýning-
arskrá.