Morgunblaðið - 05.06.1980, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 1980
Feiagsmiostoðin prottDeimar við Sœviðarsund.
Náttúruverndarráð og Landvernd
í samstarfi:
Verndun villtra
dýra, plantna og
heimkynna þeirra
Ný félagsmiðstöð
fyrir unglinga
tekin í notkun
í GÆR tók Æskulýðsráð Reykja-
vikur í notkun nýja íélaKsmið-
stöð, Þróttheima við Sæviðar-
sund. í ársbyrjun 1977 sam-
þykkti æskulýðsráð og borgarráð
að hefja samstarf við Þrótt um
byggingu þessarar félagsmið-
stöðvar með þeim hætti að borgin
t_æki á leigu efri hæð hússins.
Áætlaður kostnaður við húsið
nemur u.þ.b. 200 milljónum, en
mun Reykjavíkurborg hafa lagt
áætlað 87 milljónir króna i bygg-
ingu hússins. Leigan sem borgin
er talin hafa tryggt sér er milli
10 og 20 ár.
Húsnæði það sem félagsmið-
stöðin hefur nú fengið til afnota er
431m2, sem er öll efri hæð hússins.
Hæðin skiptist í stóran sal sem
unnt er að nota fyrir kvikmynda-
sýningar, dansleiki o.s.frv., 2 fönd-
urherbergi, stóran fundarsal sem
hægt er að breyta í tvo minni ef
þörf er á, eldhús, aðstöðu fyrir
forstöðumann og hreinlætisað-
stöðu. Umsjón með starfi félags-
miðstöðvarinnar hefur í umboði
Æskulýðsráðs, fimm manna sam-
starfsnefnd sem skipuð er tveimur
fulltrúum, tilnefndum frá Æsku-
lýðsráði og einum af Knattspyrnu-
félaginu Þrótti. Auk þess fram-
kvæmdastjóri Æskulýðsráðs
Reykjavíkur og formaður Þróttar.
Forstöðumaður félagsmiðstöðvar-
innar hefur verið ráðinn Skúli
Jóhann Björnsson.
Félagsmiðstöðin Þróttheimar
verður til sýnis fyrir almenning
sunnudaginn 7. júní kl. 14.00—
17.00.
Á ÞESSU ári efnir Evrópuráðið
til kynningar á villtum dýrum og
heimkynnum þeirra. í þessu til-
efni hafa Náttúruverndarráð og
Landvernd ákveðið að sameina
krafta sina til að reifa umgengni
við villt dýr og plöntur hér á
landi.
Aðildarlönd Evrópuráðsins hafa
samvinnu um umhverfismál og er
verkefni ársins 1980 verndun
villtra dýra og plantna. Mun
Náttúruverndarráð og Landvernd
vinna saman að því að kynna
þessa tegund náttúruverndar hér-
lendis.
Innan Evrópuráðsins hefur ver-
ið gerður sáttmáli um þá stofna
dýra og plantna sem einkum eru í
hættu. Flest aðildarríkin hafa
samþykkt að hlíta ákvæðum sátt-
málans og verður hann e.t.v.
staðfestur af íslenzku ríkisstjórn-
inni á þessu ári.
í þessu sambandi er ætlun
Náttúruverndarráðs og Land-
verndar að leggja áherzlu á eftir-
farandi fimm þætti:
í fyrsta lagi, að stuðla að
skynsamlegri viðhorfum gagnvart
villtum spendýrum og fuglum en
nú eru ríkjandi hér á landi. Af
þessu tilefni er fyrirhugaður
fréttaflokkur í hljóðvarpi. Þar
verður helztu nytjadýrum og
keppinautum manna í hópi spen-
dýra og fugla gerð skil. Reynt
verður að stokka upp gömul við-
horf, endurmeta þau í ljósi núver-
andi þekkingar og skapa ný við-
horf sem samrýmast nútímahug-
myndum um náttúruverðmæti.
í öðru lagi, að vekja áhuga
almennings á verndun villtra dýra
og koma á samstarfi við sveitar-
félög um að skapa þeim betri
skilyrði. Einnig að fá fleiri land-
svæði friðlýst og að vistfræðilegar
rannsóknir verði sem fyrst gerðar
á þeim landsvæðum þar sem
lífríkið er talið í hættu.
í þriðja lagi, að hvetja til betri
umgengni um landið. Ætlunin er
að fá sjónvarpið til að flytja þætti
um þetta efni m.a. um sinu-
brennslu sem oft hefur valdið
miklum spjöllum.
I fjórða lagi, að víta ýmsar
ómannúðlegar veiðiaðferðir sem
tíðkast hafa hér á landi. Allmikið
er um að óalgengar plöntur séu
slitnar upp af plöntusöfnurum og
stafar nokkrum tegundum hætta
Við vígslu Þróttheima í gær reyndi forseti borgarstjórnar Sigurjón
Pétursson sig við billjard, en Hinrik Bjarnason horfði á og beið þess
að reyna kjuðann. Ljósm. Kristinn.
YTRNDUM
v'illt dvT, pítxuur <ig hcimkvniw þeimi,
MVRÖPUIUÍDÍÐ
af þessu. í ráði er að stuðla að
verndun þessara tegunda.
í fimmta lagi, að hvetja til betri
umgengni um varplönd fugla sem
víða hefur verið mjög ábótavant.
Eins og áður segir er fyrirhug-
aður fréttaflokkur í hljóðvarpi um
þessi efni. Byrjað verður á þáttum
um villt dýr en síðan verður
fjallað um fugla. í þessum þáttum
verður gerð grein fyrir líffræði
dýranna og atferli en einnig
minnst á ýmsa aðra þætti, s.s.
stofnstærðir, nytjar, viðbrögð
mannsins við samkeppni þeirra og
hvers konar aðgerðir muni henta
bezt við verndun þeirra. Að lokum
mun Árni Reynisson, fram-
kvæmdastjóri Náttúruverndar-
ráðs, flytja erindi um viðhorf
manna til villtra dýra hér á landi.
Landvernd hyggst birta þessi
erindi í tveim næstu ritum sínum.
Hið fyrra mun fjalla um villt
spendýr hér á landi og kemur út í
sumar en hið síðara um fuglana og
er væntanlegt að ári.
JNNLENT,
Þorvaldur Garðar Kristjánsson:
Almenna veðlánakerfið
Fyrir aldarfjórðungi voru
fyrstu lögin sett um Húsnæðis-
málastjórn og almenna veðlána-
kerfið tók til starfa. Þetta mark-
aði þáttaskil í lánamálum hús-
byggjenda í landinu. Síðan hefur
almenna veðlánakerfið verið
grundvöllur opinberra aðgerða til
fjármögnunar íbúðarhúsabygg-
inga. Á þessu tímabili hefur verið
lyft Grettistaki í húsakosti lands-
manna. Eru þær framfarir eitt af
undrum þeim, sem þjóðin hefur
upplifað á þessum tíma. Almenna
veðlánakerfið eða Byggingarsjóð-
ur ríkisins hefur lánað til 90—
95% af öllum íbúðarhúsabygging-
um landsmanna þennan tíma.
Almenna veðlánakerfið var ekki
fullkomið, þegar það hóf starfsemi
sína og ýmsu var ábótavant. En
menn vissu, hvað þeir vildu og
höfðu markmið að stefna að.
Viðfangsefnið var frá upphafi að
efla veðlánakerfið. Það þurfti að
bæta lánskjörin, lengja lánstím-
ann, lækka vexti og umfram allt
að hækka lánin og auka hlutfall
þeirra í byggingarkostnaðinum.
Forsenda þessa alls er fjár-
magnið. Það hefur verið megin
vandinn frá fyrstu tíð að afla
aukins fjármagns í þágu húsnæð-
ismálanna. Það hefur líka verið
aðalatriðið, því að ekkert hefur
verið hægt að sækja fram á þessu
sviði nema með auknu fjármagni.
Þess vegna hefur endurskoðun
húsnæðislöggjafarinnar venjulega
beinst fyrst og fremst að fjáröfl-
uninni. í þessum efnum hefur
verið sótt fram. Byggingarsjóði
ríkisins hafa verið fengnir fastir
tekjustofnar, svo sem með skyldu-
sparnaði ungs fólks og með launa-
skatti. Samt sem áður hefur ekki
verið nóg að gert.
Lán til nýbygginga eru ákvarð-
andi fyrir húsnæðisástandið í
landinu. Þess vegna var það svo
framan af, að ekki var lánað nema
til nýbygginga og enn í dag er það
sá þáttur, sem meginhluti af
lánsfjármagni Byggingarsjóðs
ríkisins gengur til. Þegar staðan
er metin varða þessi lán mestu.
Kemur þá í ljós, að hér er ekki af
miklu að guma. Árið 1959 voru
þessi lán Byggingarsjóðs ríkisins
28% af byggingarkostnaði íbúða.
Á sjöunda áratugnum miðaði í
rétta átt í þessu efni, svo að árið
1971 nam þetta hlutfall 42%. En á
áttunda áratugnum sígur í ógæfu-
átt svo mjög, að á árinu 1980
nemur þetta hlutfall aðeins 33%.
Er þá nær allt tapað sem áður
hafði áunnizt. Til grundvallar
þessum útreikningum er lagt hið
svokallaða vísitöluhús, sem Hag-
stofan byggir á útreikninga sína á
byggingarvísitölunni. __
Hvernig stendur á þessari út-
komu? í fyrsta lagi hafa tekju-
stofnar Byggingarsjóðs ríkisins.
aldrei verið efldir eins mikið og
þurft hefði. í öðru lagi hafa
sjóðnum verið fengin ný og aukin
verkefni án þess að séð væri fyrir
sérstökum tekjustofnum til þess
að mæta þeim þörfum. Hér er um
að ræða verkefni eins og t.d.
framkvæmdaáætlunina í Breið-
holti, leiguíbúðir sveitarfélaga og
lán til kaupa á eldri íbúðum. Allt
eru þetta hinar þörfustu fram-
kvæmdir, en það stoðar ekki að
gera Byggingarsjóði ríkisins að
standa undir slíkum verkefnum
nema að veita honum fé til þess að
gera þetta mögulegt. Það er að
fara úr öskunni i eldinn að taka fé
til þessara þarfa frá þeim nýbygg-
ingum, sem mestu varða, þegar á
heildina er litið. Á áratugnum
1960—1970 miðaði áfram samt,
þrátt fyrir allt, en á síðasta áratug
hefur horft í fullkomið óefni í
þessu máli.
Þorvaldur Garðar Kristjánsson
Þó kastar tólfunum í þessum
efnum við þá endurskoðun, sem nú
hefur farið fram á húsnæðislög-
gjöfinni og Alþingi samþykkti nú í
lok þings. Samkvæmt hinni nýju
löggjöf eru lögð stóraukin verk-
efni á Byggingarsjóð ríkisins, án
þess að honum sé séð fyrir nokkr-
um nýjum tekjustofnum til að
mæta þessum þörfum. Nýju verk-
efnin eru margháttuð, svo sem lán
til meiri háttar viðbygginga, end-
urbóta og endurnýjunar á eldra
húsnæði, sérstök viðbótarlán til
einstaklinga með sérþarfir, lán til
orkusparandi breytinga á hús-
næði, lán til tækninýjunga í bygg-
ingariðnaði, svo að eitthvað sé
nefnt. í greinargerð með frum-
varpi að lögum þessum var gert
ráð fyrir, að árlega þyrfti um 10
milljarða króna aukið framlag til
íbúðalánakerfisins á verðlagi árs-
ins 1978 til að mæta þessum
þörfum, þegar lögin væru að fullu
komin til framkvæmda. Og til
þessara þarfa eru engir nýir fastir
tekjustofnar ætlaðir.
Á Alþingi var ágreiningur um
þessi vinnubrögð. Við sjálfstæð-
ismenn erum sammála því, að
íbúðalánakerfið sjái um þær þarf-
ir, sem hér er um að ræða. En við
teljum, að þeirri afstöðu fylgi
engin alvara nema gerðar séu
jafnframt tillögur um fjáröflun til
þess að gera þetta mögulegt.
Raunar sé annað blekking og svik
gagnvart húsbyggjendum. Með til-
liti til þessa lögðum við sjálfstæð-
ismenn til, að tekjustofnar Bygg-
ingarsjóðs ríkisins væru stóraukn-
ir frá því sem nú er.
Samkvæmt lögum um launa-
skatt skal leggja á launagreiðend-
ur almennan launaskatt að fjár-
hæð 3Vfe% af greiddum vinnulaun-
um. Skattur þessi skiptist þannig,
að 2% renna í Byggingarsjóð
ríkisins sem stofnfjárframlag og
l'k% rennur í ríkissjóð. Við sjálf-
stæðismenn gerðum þá tillögu, að
launaskatturinn allur skyldi
renna í Byggingarsjóð ríkisins,
ekki einungis þau 2%, sem nú gera
það, heldur og þau 1'á%, sem nú
renna í ríkissjóð. Með þessari
aðgerð hefðu tekjur Byggingar-
sjóðs ríkisins verið auknar á ári
um 7—8 milijarða króna. Þannig
var skapaður grundvöllur fyrir því
að leggja á Byggingarsjóð ríkisins
ný verkefni. Þessu hafnaði ríkis-
stjórnin og stuðningsmenn henn-
ar, þó að launaskatturinn hafi
upphaflega verið lagður á ein-
göngu til fjáröflunar fyrir Bygg-
ingarsjóð ríkisins.
I staðinn fyrir að efla Bygg-
ingarsjóð ríkisins, eins og við
sjálfstæðismenn lögðum til, fór
ríkisstjórnin þveröfuga leið og
rýrði stórlega fasta tekjustofna
sjóðsins. Ríkisstjórnin fékk sam-
þykkt að svipta Byggingarsjóð
ríkisins öðru prósentinu af launa-
skattinum sem í hans hluta féll,
þannig að eftirleiðis skal sjóður-
inn ekki hafa nema 1% af launa-
skattinum. Hér er um bein fjörráð
að ræða við hinn almenna hús-
byggjanda í landinu. Það er
beinlínis verið að grafa undan
þeim lánasjóði, sem lánað hefir til
megin hluta allra íbúðarhúsa-
bygginga i landinu.
En hér er meira um að tefla en
sjóðinn. Það er vegið að þeim
viðhorfum og lífsskoðun, sem er
grundvöllur þess átaks, sem þjóð-
in hefur gert í húsnæðismálum
sínum á undanförnum áratugum.
Það er vegið að þeirri sjálfsbjarg-
arviðleitni og einkaframtaki, sem
skilað hefur okkar glæsilega ár-
angri i húsnæðismálunum. Það
sem mest á reið nú, var að styrkja
þetta framtak með því að bæta
íbúðarlánin til fólksins í landinu,
lengja lánstímann, lækka vexti og
hækka hlutfall lána af bygg-
ingarkostnaðinum. Það þurfti að
festa í sessi þá skipan, sem svo vel
hefur reynzt okkur, með því að
tryggja betur, að öllum almenn-
ingi í landinu væri gert fært að
byggja og standa undir þeim
lánskjörum, sem hið almenna
íbúðalánakerfi hefur upp á að
bjóða. í stað þessa lagði ríkis-
stjórnin áherzlu á að fá tvo menn
skipaða af Alþýðusambandi Is-
lands í Húsnæðismálastjórn. Það
var að gefa steina fyrir brauð.