Morgunblaðið - 05.06.1980, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 1980
JU^fpíi! Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fróttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 5.000.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 250
kr. eintakiö.
Fiskverðið komið
— en hvað svo?
Þar til í gærkvöldi var allt í óvissu um fiskverð. Ein
helzta ástæða þess var sú, að Steingrímur Hermanns-
son, sjávarútvegsráðherra, taldi þessa daga og vikur
hentugasta tímann til þess að fara til útlanda og hefur
bersýnilega talið erindi sín þar mikilvægari en þau verkefni,
sem heima fyrir bíða, þ.e. að ganga frá fiskverði. Tómas
Árnasori, viðskiptaráðherra, sem vafalaust hefði getað lagt
hönd á plóginn við ákvörðun fiskverðs fór einnig utan,
þannig að báðir ráðherrar Framsóknarflokksins, sem fjalla
þurftu um fiskverð og mál tengd því eru fjarstaddir. Þessi
framkoma framsóknarráðherranna er auðvitað í hæsta máta
gagnrýnisverð. Um allt land biðu sjómenn og útgerðarmenn,
fiskvinnslan og aðrir starfshópar, tengdir sjávarútvegi, eftir
fiskverðsákvörðun, sem dróst úr hófi vegna utanferða
tveggja ráðherra Framsóknarflokksins.
Raunar eru þessi vinnubrögð Steingríms Hermannssonar
og Tómasar Árnasonar í samræmi við önnur vinnubrögð
núverandi ríkisstjórnar. Áform hennar um aðgerðir gegn
verðbólgu hafa þegar runnið út í sandinn. Um þessi
mánaðamót hækkaði allt kaupgjald í landinu um 11.7%.
Búvöruverð hækkaði um rúmlega 12% og gerð var krafa um
16% fiskverðshækkun og alla vega ekki minni hækkun
sjómönnum til handa en 11.7%. Væntanlega er mönnum Ijós
aðstaða fiskvinnslunnar til þess að standa undir slíkri
hækkun fiskverðs. Frystingin á við mikla erfiðleika að etja.
Birgðir af óseldum frystum fiskafurðum hlaðast upp í
frystihúsum hér heima og í frystigeymslum íslenzku
verksmiðjanna í Bandaríkjunum. Frystihúsin verða að hætta
flakaframleiðslu fyrir Bandaríkjamarkað og auka blokkar-
framleiðslu, sem í raun jafngildir verulegri verðlækkun fyrir
frystihúsin.
Á hinn bóginn gera sjómenn kröfu til þess, að laun þeirra
hækki til jafns við laun annarra starfshópa í þjóðfélaginu.
Ríkisstjórnin hefur enga tilburði haft uppi til þess að
takast á við þessi vandamál. Niðurtalningarleið hennar er
dæmd til að mistakast og raunar bendir ekkert til þess, að
ríkisstjórnin muni nokkru sinni hefja niðurtalninguna.
Fyrirsjáanlegt er að sagan mun endurtaka sig. Fiskverðið
hækkar, gengið heldur áfram að síga, eftir þrjá mánuði
hækkar kaupgjaldsvísitalan á ný og ríkisstjórnin hefur
hvorki þrek né dug til þess að takast á við vandann.
Athyglisvert er, að hið eina raunhæfa, sem ríkisstjórnin
hefur samþykkt í viðureign hennar við verðbólguna er tillaga
Seðlabankans um vaxtahækkun hinn 1. júní sl. En það segir
sína sögu um núverandi ríkisstjórn, að vaxtahækkun er í
beinni andstöðu við stefnu beggja stjórnarflokkanna,
Framsóknarflokks og Alþýðubandalags. í áratugi hefur
Framsóknarflokkurinn verið andvígur þeirri vaxtapólitík,
sem nú er rekin. Og þótt hún sé kennd við Ólaf Jóhannesson
var það Alþýðuflokkurinn, sem knúði þessa vaxtastefnu í
gegn í síðustu vinstri stjórn. Formaður Álþýðubandalagsins,
Lúðvík Jósepsson, lýsti því yfir í sjónvarpi á dögunum, að
vaxtahækkun nú væri eintóm vitleysa og í andstöðu við
stefnu Alþýðubandalagsins. Daginn eftir samþykktú ráð-
herrar Alþýðubandalagsins vaxtahækkunina í ríkisstjórn-
inni. Sem sagt: Það eina, sem ríkisstjórnin hefur gert að viti
í efnahagsmálum fram til þessa er í beinni andstöðu við
stefnu beggja stjórnarflokkanna!
Allur ferill ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum frá því að
hún var mynduð og fram á þennan dag sýnir, að hún hefur
ekkert þrek til þess að taka á þeim hrikalegu vandamálum,
sem við blasa í efnahagslífi okkar íslendinga. Innan
ríki istjórnarinnar er vissulega sterk samstaða um að sitja
sem fastast í ráðherrastólunum. En innan þessarar ríkis-
stjórnar er ekki samstaða um neitt annað. Enda skortir
ríkisstjórnina pólitískar forsendur og pólitískan styrk út í
þjóðlífinu til þess að ráðast til atlögu við verðbólguna á þann
hátt, sem líklegur er til nokkurs árangurs. Nú ríkir mikil
óvissa um framvindu mála í efnahags- og atvinnulífi okkar.
En í þessari óvissu geta menn verið öruggir um eitt:
Verðbólgan mun halda áfram að vaxa og núverandi
ríkisstjórn mun enga tilraun gera til þess að ráða bót á því —
ekki einu sinni tilraun.
Síðastliðinn föstudag gekkst Krabbameinsfélag fslands fyrir ráðstefnu
að Hótel Loftleiðum um krabbamein. Rætt var um nokkra þætti í starfsemi
Krabbameinsfélags íslands og litið til framtíðarverkefna félagsins varðandi
leit og rannsóknir, auk þess sem skýrt var frá þeim vonum, sem bundnar
eru við nýbyggingu fyrir krabbameinslækningar á íslandi. Ráðstefnan
bar yfirskriftina „Ifvað getum við betur gert?“ Erindi á ráðstefnunni
fluttu þeir dr. Gunnlaugur Snædal, formaður Krabbameinsfélags íslands,
Guðmundur Jóhannesson, yfirlæknir leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins,
Hrafn Túliníus, yfirlæknir Krabbameinsskrárinnar og Þórarinn E.
Sveinsson, læknir á geisladeild Landspítalans. Mbl. birti á þriðjudag
erindi þeirra dr. Gunnlaugs, Hrafns og Guðmundar. í dag birtir Mbl. erindi
þeirra Þórarins E. Sveinssonar og Gunnlaugs Geirssonar.
Ráðst
meins
Þórarinn
Sveinsson,
læknir á geislalækninga-
deild Landspítalans
Aárinu 1978 greindust á
íslandi um 600 ný
krabbameinstilfelli.
Hefur tíðni farið vax-
andi, en þótt ekki sé tekið tillit til
þess eða hækkandi meðalaldurs
og/eða fólksfjölgunar sést, að á 75
árum greinast a.m.k. 45 þús ný
krabbameinstilfelli. Tölur þessar
þýða, að 5. hver landsmanna muni
fá krabbamein á meðalævi íslend-
ings.
Meðferð krabbameina, að frá-
töldum skurðaðgerðum, er geislun
og lyfjameðferð. Aætlað er, að um
50% þeirra, er föst æxli hafa,
þurfi geislameðferðar við á sjúk-
dómsferli sínum og ómældan
fjöjda lyfjagjafa.
Árið 1969 var keypt til landsins,
fyrir gjafafé Oddfellowa og að
tilstuðlan Krabbameinsfélags
íslands, Kobolt-tæki. Áður hafði
geislun verið gefin með eldri
tækjum. í framhaldi þar af var
byggt yfir tækið 180 fm úthýsi frá
Röntgendeild Landspítalans.
Frá árslokum 1977 hefur auk
geislunar verið sinnt á Geisladeid
lyfjagjöfum og reglubundnu eftir-
liti allra þeirra er meðferð hafa
fengið. Vex komufjöldi sjúklinga
ört og var á sl. ári um 13 þús. Má
geta þess, að búast má við stöðug-
um vexti á næstu árum þar eð
jafnvægi mun að öllum líkindum
fyrst nást við um 30 þús. sjúkl-
ingakomur á ári, að óbreyttum
meðferðarleiðum.
Kobolt-tæki, sem gefið var af
mikilli rausn, þjónar nú ekki
lengur að öilu leyti þeim tilgangi,
sem það hafði í byrjun, vegna
mikilla framfara í gerð geisla-
tækja á síðastliðnum árum.
Stendur tækjakostur nú geisla-
meðferð fyrir þrifum en ekki er
unnt að kaupa nýtt meðferðartæki
vegna skorts á húsnæði.
Af framansögðu sést, að hús-
næðisvandi Geisladeildar er mikill
og má það undra hvernig hægt
hefur verið að þjóna sjúklinga-
fjölda þessum. Er þá vert að hafa
í huga að sjúklingaeftirliti og
lyfjagjöfum hefur verið sinnt í
geislunarherbergi og skrifstofu
prófessors deildarinnar en nauð-
synlegt húsnæði til tæknilegs und-
irbúnings geislameðferðar og eft-
irlits á geislun er ekkert, þótt hér
sé um að ræða eina tæknivædd-
ustu lækningameðferð nútímans.
Eftir viðræður við stjórnendur
spítalans í byrjun árs 1978 var í
samráði við yfirstjórn mann-
virkjagerðar á Landspítalalóð
fenginn til íslands Bretinn John
Weeks en fyrirtæki hans gerði á
árunum 1971 til 1972 þróunaráætl-
un bygginga á Landspítalalóð. Var
verkefni hans að finna hentuga
staðsetningu viðbótarbyggingar
yfir geislameðferðartæki.
í fyrstu skýrslu hans var eink-
um fjallað um tvo möguleika,
annars vegar norð-vestur enda
Geðdeildarhúss svo og nýbyggingu
við vesturenda Landspitalans.
Taldi hann síðari kostinn betri en
benti þó jafnframt á að bygg-
ingatími gæti orðið vandamál.
Samtímis þessari könnun kom
skýrt fram að aðstaða ýmissa
annarra þjónustuþátta Land-
spítalans var þröng og beindist því
áframhaldandi starf hans og ann-
arra ráðgjafa að sameiginlegri
lausn þessara þátta. Lauk vinnu
hans á árinu 1979.
Á fjárlögum þessa árs er varið
100 milljónum króna til lokahönn-
unar áfangans en hins vegar var
synjað um fjármagn til byrjunar
jarðvegsvinnu.
Ljóst er að þótt fjárstreymi til
og byggingarhraði K-áfanga fari
að björtustu vonum verður ekki
hægt að flytja þangað neina með-
ferðarþætti fyrr en 3 árum eftir
að byggingarvinna hefst. Varð því
að finna bráðabirgðalausn til þess
að meðferðin legðist ekki hér
niður.
Að tillögu formanns stjórnar-
nefndar Rikisspítalanna var at-
huguð möguleg nýting á gamla
fæðingargangi Kvennadeildar í
þessum tilgangi. Ekki reyndist þó
unnt, vegna þarfa Kvennadeildar-
innar að nýta nema rúma 200 fm
en aðstaðan mun batna hvað
varðar lyfjagjafir, eftirlit og
tæknivinnu fyrir geislun en lausn
þessi leysir ekki vanda geislameð-
ferðarinnar. Mun því verða nauð-
synlegt að senda vaxandi fjölda
sjúklinga utan, þar til aðstaða í
K-byggingu er fengin. Til fróðleiks
má nefna, að kostnaður við legu-
dag á Krabbameinsdeildum á
Norðurlöndum er u.þ.b. 140—150
þúsund krónur, meðferðartíminn
oftast nálægt 6 vikum. Er því
beinn meðferðarkostnaður einar 6
Likan af norðurhorni Landspital
verða næsta stórverkefni á lóðinni
ingar, skurðstofur, rannsóknarstof
Rannsóknarstofu Háskólans (bráða
væntanleg viðgerðaraðstaða, V er (
hluti spitalans og tengiálman sjást i
milljónir fyrir hvern sjúkling.
Sést af þessu, að ef geislalækn-
ingar legðust hér niður, þótt ekki
væri nema um tíma, yrði meðferð-
arkostnaður vegna utanfara 1,5
milljarður á ári. Ætla ég að fáar
framkvæmdir séu eins þjóðhags-
lega hagkvæmar og hröðun bygg-
ingar Krabbameinsdeildar, þar eð
kostnaður byggingar K-álmu
eyddist á fáum árum, ef senda
þyrfti geislasjúklinga utan.
Hver er árangur Krabbameins-
meðferðar á seinni árum hér?
Líftími sjúklinga með brjósta-
krabbamein hefur batnað veru-
lega, eftir eitt ár frá greiningu
aukist úr 81,3% á árunum ’55—’60
í 91,3% á árunum ’73—’78. Eftir 2
ár aukist úr 72,2% í 82,1%, eftir 5
ár úr 48,1% í 60,4% fyrir fyrr-
nefnd tímabil.
Líftími allra er krabbamein fá,
Á árinu 1978 greindust 600
ný krabbameinstilfelli.
Hefur tíöni farið vaxandi, en
þótt ekki sé tekið tillit til þess,
eða hækkandi meðalaldurs og/eða
fólksfjölgunar sést, að á 75 árum
greinast a.m.k. 45 þúsund ný
krabbameinstilfelli. Tölur þessar
þýða að 5. hver landsmanna
muni fá krabbamein
á meðalævi
íslendings. ' '
• • Á árinu 1978 greindust á íslandi
'' um 600 ný krabbameinstilfelli
... Áætlað er, að um 50% þeirra, er
föst æxli hafa, þurfi geislameðferðar
við á sjúkdómsferli sínum ... kostn-
aður við legudag á krabbameinsdeild-
um á Norðurlöndum er u.þ.b. 140—150
þúsund krónur, meðferðartíminn er
oftast nálægt 6 vikum. Er því beinn
meðferðarkostnaður einar 6 milljónir
fyrir hvern sjúkiing. Sést af þessu, að
ef geislalækningar legðust niður hér,
þótt ekki væri nema um tíma, yrði
meðferðarkostnaður vegna utanfara
1,5 milljarðar á ári. Ætía ég að fáar
framkvæmdir séu eins þjóðhagslega
hagkvæmar og hröðun byggingar
K-álmu þar eð kostnaður byggingar
K-álmu eyddist á fáum árum ef
senda þyrfti geisla- aa
sjúklinga utan. 7/
M Kal
var a
ar nú ekk
þeim tilgí
byrjun, ve
í gerð geis
um árum
kostur g
þrifum
kaupa n