Morgunblaðið - 05.06.1980, Page 23

Morgunblaðið - 05.06.1980, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ1980 Edward Kennedy, ásamt Joan konu sinni, veifar til stuðnings- manna í Washington. Símamynd AP. Ronald Reagan, ásamt konu sinni og dóttur i Los Angeles. Simamynd AP. Carter vinnur í þremur ríkjum, Kennedy í fimm Carter búinn að tryggja sér nægan f jölda kjörmanna Frá Önnu Bjarnadóttur, frótta- ritara Mbl. í Los Angeles. FORKOSNINGAR bandarísku stjórnmálaflokkanna. sem hófust i New Hampshire í febrúar eru yfirstaðnar. Ronald Reagan er sig- urvegari Repúblikanaflokksins. Jimmy Carter hefur hlotið fleiri fulltrúa en hann þarf á að halda á landsþingi demókrata í sumar til að hljóta útnefningu flokksins við fyrstu atkvæðagreiðslu, en kappin- autur hans um útnefningu flokks- ins, Edward Kennedy, er þó ekki tilbúinn til að samþykkja úrsiit forkosninganna. Kennedy vann forkosningarnar í Kaliforníu. New Jersey, Rhode Island. Nýju-Mexikó og Suður-Dakota á þriðjudag. en Carter í Ohio, Vestur-Virginíu og Montana. Carter fagnaði sigrinum og lokum baráttunnar innan flokksins. Hann heimsótti gleðskap stuðningsmanna sinna í Washington á þriðjudags- kvöld og minnti á að fyrir 8 mánuðum var hann langt undir andstæðingi sínum í skoðana- könnunum. Hann kallaði úrslit kosninganna „undraverð" og þakk- aði starfsmönnum sínum gott starf. í svari við spurningu fréttamanns sagði Carter að Kennedy væri góður frambjóðandi. Hann óskaði honum heilla og sagðist hlakka til að starfa með honum í baráttunni sem fram- undan er. En Kennedy er ekki tilbúinn til að viðurkenna ósigur sinn. Á kosninga- hátíð stuðningsmanna hans í Wash- ington sagði hann að baráttan hefði rétt byrjað og hann væri ákveðinn í að vinna sigur í forsetakosningun- um í nóvember. Hann sagði að úrslit kosninganna á þriðjudaginn sýndu að kjósendur væru ekki sáttir við Carter sem frambjóðanda flokksins. Kennedy sagðist vera ákveðinn í að fara fram á kappræður við Carter fyrir landsþing demókrata og gefa fulltrúum sínum frjálsar hendur um að kjósa eins og samviskan byði þeim að kappræðunum loknum og sagðist ætlast til hins sama af Carter. Carter virðist því ekki eins og Reagan geta snúið sér strax óskiptur að undirbúningi baráttunn- ar fyrir forsetakosningarnar. Hann reyndi að ná í Kennedy í síma á þriðjudagskvöld en árangurslaust, en talsmenn Kennedy sögðu að hann myndi tala við forsetann í dag. Veruleg hætta er á að Repúblik- anaflokkurinn gangi klofinn til kosninga. í kosningunum 1976 barð- ist Reagan gegn Gerald Ford alveg fram að atkvæðagreiðslu lands- þingsins fyrir útnefningu flokksins. Ford hlaut útnefninguna en margir kenna baráttu Reagans um ósigur Fords fyrir Carter í forsetakosning- unum. Á fimmtudaginn mun Reag- an heimsækja Ford í von um að geta grætt sárin frá 1976 endanlega svo flokkurinn gangi sameinaður til sigurs í nóvember. Lítill áhugi var á forkosningunum í Kaliforníu, stærsta og fjölmenn- asta ríki Bandaríkjanna, og þátt- taka var sú minnsta síðan 1956. Búist hafði verið við mikilli þátttöku vegna þriggja tillagna á kjörseðlin- um, sem höfðu vakið mikla athygli. Tillögurnar, sem voru um lækkun tekjuskatts, afnám takmarka á hús- aleigu og aukinn skatt á ágóða stórra olíufyrirtækja, voru allar felldar. Þrátt fyrir litla aðsókn, var nóg að gera við talningu atkvæða í Los Angeles. Þar voru tvær milljónir atkvæða taldar og með helming atkvæðanna var komið í þyrlu, sem gaf staðnum annan blæ en ríkir yfir Austurbæjarskólanum á kosninga- nótt á íslandi. Þótt Kennedy sé ekki tilbúinn til að hætta baráttu sinni, eru flestir á einu máli um að Ronald Reagan og Jimmy Carter verði forsetafram- bjóðendur bandarísku stjórnmála- flokkanna í haust. Skoðanakannanir sýna að mikil óánægja ríkir meðal kjósenda með þann valkost sem þeir standa frammi fyrir. Mikil forvitni leikur á John Anderson, en flestir kjósendur segja að þeir viti ekki nægilega mikið um hann til að geta gert upp hug sinn varðandi framboð hans. I skoðanakönnunum CBS-sjónvarpsstöðvarinnar á þriðjudag, kom hins vegar í ljós að Ronald Reagan á nú mestu fylgi að fagna meðal kjósenda sem næsti forseti Bandaríkjanna. 23 Norska sjónvarpið: Útsendingum frá ÓL f ækkað Ósló, 4. júni. AP Norska sjónvarpið hefur ákveðið að senda út mun minna efni frá Ólympiuleikunum i Moskvu en ráðgert hafði verið. Aðeins verður sent út efni frá leikunum í 25—30 stundir en upphaflega var ráðgert að senda út efni frá leikunum í 90 klukkustundir. Samkvæmt heimildum frá Stokkhólmi og Kaupmannahöfn þá hugleiða ríkisfjölmiðlarnir þar að minnka verulega útsendingartíma frá Ólympíuleikunum í Moskvu. Veður víða um heim Akureyri 13 akýjað Amaterdam 24 heióskírt Aþana 23 skýjaó Barcelona 21 heióakirt Berlín 20 heiðakírt BrUssel 25 heióskirt Chícago 20 skýjaó Feneyjar 23 heióakírt Frankfurt 18 skýjaó Fssreyjar 10 alskýjaó Genf 22 hslóskírt Helsinki 24 heiöskírt Jerúsalem 27 heióakírt Jóhannesarborg 16 heiðskírt Kaupmannahöfn 19 heiðskírt Las Palmas 24 haióskírt Lissabon 31 heiöskirt London 29 heióakirt Los Angeles 22 skýjaó Madríd 29 heióskírt Malaga 25 léttskýjaó Mallorca 24 hsiðskírt Miami 28 skýjaö Moskva 25 rigning Naw York 29 heióskírt Ósló 24 heióskírt París 24 hsióskirt Reykjavík 8 alskýjaö Rio ds Janeiro 19 skýjaó Rómaborg 22 heiðakirt Stokkhólmur 23 heiðskírt Tel Aviv 24 heiðskírt Tókýó 25 haiðakirt Vancouver 16 rigning Vínarborg 18 akýjað Korvald sezt í helg- an stein Frá fréttaritara Mbl. i Ósló i gær. LARS Korvald, leiðtogi þing- flokks Kristilega flokksins og einn kunnasti stjórnmálamað- ur Noregs, hefur ákveðið að hætta afskiptum af stjórnmál- um. Korvald var forsætisráðherra 1972—73 og hefur sagt að hann muni ekki gefa kost á sér til endurkjörs í kosningunum til Stórþingsins 1981. Korvald segir að hann hafi verið 20 ár í stjórnmálum og það sé nóg. Hann mun þó áfram gegna nokkrum minniháttar pólitísk- um embættum í heimafylki sínu Östfold. Lars Korvald hefur verið for- maður Kristilega flokksins í 10 ár og hefur verið einn þeirra sem kæmu til greina í embætti forsætisráðherra ef borgara- flokkarnir fengju meirihluta í Stórþingskosningunum 1981. í dag vildi Korvald ekki svara því, hvort hann yrði forsætisráð- herra ef sigur ynnist í kosning- unum. Nokkrir aðrir norskir stjórn- málamenn hafa tilkynnt að þeir muni draga sig í hlé í næstu kosningum. Mörgum finnst vinnuálagið í Stórþinginu of mikið. A hverjum degi verða þeir að lesa skjöl sem vega mörg hundruð kíló. Og þeir verða að ferðast og mæta á fundum allt Lars Korvald árið. Margir þeir stjórnmála- menn, sem ætla að hætta, segja að þeir hafi engan tíma til fjölskyldulífs. — Lauré Þetta gerðist 1975 — Súez-skurður opnaður ( fyrsta skipti síðan í sex daga stríðinu 1967. 1968 — Robert F. Kennedy öld- ungadeildarþingmaður særist ban- vænu sári í tilræði se/r. honum var sýnt ( Los Angeles. 1967 — Sex daga stríð ísraels- manna og Araba hefst. 1947 — Marshall-áætlunin boðuð. 1934 — Flokkur J.C. Smuts og stuðningsmenn J.B.M. Herzog sam- einast í Suður-Afríku, en aðrir þjóðernissinnar fylkja sér um D.F. Malan. 1916 — Uppreisn Araba gegn Tyrkjum hefst. 1915 — Konur fá kosningarétt í Danmörku. 1900 — Bretar taka Pretoriu í N ato-ráðher r ar skora á Rússa Bodö. 4. júní. AP. Landvarnaráðherrar NATO skoruðu á Rússa i lok fundar kjarnorkunefndar bandalagsins í Bodö í Noregi í dag að sam- þykkja tafarlaust itrekuð tilboð Bandarikjamanna um takmark- anir undir eftirliti á langdrægum eldflaugum Rússa og Bandarikja- manna. Ráðherrarnir hörmuðu, að Rússar hefðu hafnað tveimur fyrri tilboðum Bandaríkjamanna um alvarlegar viðræður um takmörk- un kjarnorkuvopna og sett í þess stað fram óaðgengileg fyrirfram skilyrði fyrir samningaviðræðun- um. Ellefu ráðherrar sóttu fundinn, þar á meðal portúgalski land- varnaráðherrann í fyrsta skipti. Fundurinn hófst síðdegis á þriðju- dag í bækistöð norska flughersins í Bodö með yfirlitsræðu Harold Brown, landvarnaráðherra Banda- ríkjanna, um stöðuna í alþjóða- málum og hermálum. Itrekuð var nauðsyn endurbóta á öllum greinum herafla NATO og stefna bandalagsins í varnarmál- 5. júní um var einnig ítrekuð. Ráðherr- arnir ítrekuðu jafnframt stuðning sinn við skjóta staðfestingu Salt- II. Áherzla var lögð á ugg vegna þe§s að Rússar héldu stöðugt áfram að tefla fram SS-20-eld- flaugum og Backfire-sprengju- flugvélum og sagt að það gæti leitt til jafnvel enn meiri yfirburða Rússa um miðjan þennan áratug. Rannsókn krafa vina Sakharovs Moskvu, 4. júní. AP. NÍU nánir vinir sovézka andófs- leiðtogans Andrei Sakharov hafa hvatt til skipunar sérstakrar þingnefndar til að rannsaka að- stæðurnar sem hann býr við. Vinirnir halda því fram í bréfi til Leonid Brezhnev forseta að lagalegur grundvöllur útlegðar Sakharov í Gorky sé óljós. Meðal þeirra sem undirrita áskorunina eru Georgy Vladimov, forstöðumaður Moskvu-deildar Amnesty International, Lev Kop- elev, rithöfundur sem hefur sætt harðri gagnrýni í sovézkum blöð- um, og nokkrir aðrir virkir and- ófsmenn. Suður-Afríku. 1865 — Frakkar innlima Co- chin-Kína samkvæmt Saigon- samningnum við Annam. 1863 — Innlimun Ióna-eyja í Grikkland ákveðin með bókunum Breta, Frakka og Rússa. 1827 — Tyrkir taka Akropolis og sækja inn í Aþenu. 1806 — Louis Napoleon verður konungur ( Hollandi. 1741 — Breslau-sáttmáli Frakka og Prússa um skiptingu Hins heilaga rómverska ríkis. 754 — Heiðingjar myrða Boni- facius trúboða í Fríslandi. Afmæll. Adam Smith, skozkur hag- fræðingur (1723-1790) - Igor Stravinsky, rússneskt tónskáld (1882-1971) - J.M. Keynes, brezk- ur hagfræðingur (1883—1946) — Jean-Paul Sartre, franskur heim- spekingur (1905—1980). Andlát. 1625 Orlando Gibbons tónskáld — 1826 Carl Maria von Weber tónskáld — 1900 Stephen Crane rithöfundur — 1916 Kitchei,- er lávarður, hermaður, fórst í hafi. Innlent. 1696 d. Vísi-Gísli — 1691 Stokkurinn með bréfi Hítar- nesprests til Danadrottningar finnst í „Kríumálinu” — 1849 Danir fá grundvallar-stjórnarskrá — 1886 „Unga þingið“: 15 nýir þingmenn kosnir af 30 — 1964 „Júnísamningarnir" — 1974 ólafur V í heimsókn — 1979 d. Árni Óla. Orð dagsíns. Við höfum tvö eyru og eina tungu til að heyra meira og tala minna — Diogenes, grískur heimspekingur (um 412—323 f.Kr.).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.