Morgunblaðið - 05.06.1980, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.06.1980, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ1980 27 Guðjón F. Teitsson: Kröfur um fullkomnari öryggisbúnað RO-RO-skipa Á alþjóðavettvangi gætir nú vaxandi þrýstings að þvinga fram aukinn öryggisbúnað á svonefnd- um RO-RO-skipum. Hefir nýlega birzt í hinu þekkta siglingamálariti Fairplay athygl- isverð skýrsla um þetta samin af þrem nafngreindum mönnum und- ir fyrirsögninni RO-RO-ships and their market role. Vitnar sigl- ingamálafréttaritari LLoyd’s List til nefndrar skýrslu og bendir á, að samkvæmt henni megi telja brýnt að setja fyllri öryggisreglur um nefnda gerð skipa. Virðist sýnt fram á það, að jafnvel minni háttar aukinn öryggisbúnaður eða öryggisráðstafanir hefðu í 10—12 tilvikum að undanförnu getað forðað frá því að RO-RO-skip færust. En talið er mjög alvarlegt hversu mörg RO-RO-skip hafi á skömmu árabili farizt með skyndi- legum hætti, og megi því ekki dragast að IMCO (nefnd á vegum alþjóða-siglingamálastofnunar- innar) setji fullkomnari öryggis- reglur, enda jafnvel búizt við að spor yrðu stigin í þessa átt þegar á fundi nefndarinnar seint í þessum mánuði (maí). Smátjón og stórtjón Rannsóknir, sem gerðar hafa verið, sýna, að jafnvel óveruleg tjón á RO-RO-skipum við að leggjast að bryggjum eða bólvirkj- um geta orsakað stórtjón. í sumum tilvikum myndu fleiri vatnsheld skilrúm, langskips og/ eða þverskips undir fríborðsþil- fari, hafa forðað frá tjónum, og einnig myndi tvöfaldur byrðingur að því þilfari hafa aukið öryggið til muna. Flest óhöpp tengdust því, að skipin glötuðu stöðugleika og flothæfni við að sjór komst inn um stafn-, skut- eða hliðardyr lesta. Ýms nafngreind skip ultu um og sukku vegna leka um eihverjar af hinum nefndu dyrum lesta. Önnur fórust, og þar á meðal ferjuskipið Skagerak, vegna þess að ekki var nógu vel gengið frá lokun farm- dyra, eða vegna þess að þung stykki köstuðust til og brutu farmdyralokur eða festingar. Hjá sumum tjónum hefði mátt komast með hærri þröskuldum í farmdyrum. Á ýmsum skipum er þröskuldur farmdyra skuts aðeins einum metra ofan sjólínu á hlöðnu skipi, og getur því lítils háttar slagsíða leitt til þess að sjór renni inn um slíkar dyr, og það í þeim mæli, að dælur fái ekki við ráðið. Kemur ósjaldan fyrir, að lítil RO-RO-skip með þungar farmein- ingar, t.d. allt að 100 tonna, um borð, fái slagsíðu. En bent er á það í umræddri skýrslu, að slíkar þungar farmeiningar geti valdið sveigju í búnaði farmdyra, einkum þær sem notaðar eru sem brúar- hlerar við lestun og losun, og það er algengast í sambandi við skut- dyr, verða oft fyrir yfirálagi, og er því talið mikilvægt að hafa innri vatnsþéttar hurðir fyrir slíkum dyrum, enda hafi nokkur hin stærri RO-RO-skip þegar þann öryggisbúnað. Guðjón F. Teitsson Skoðun farms eða binding og eftirlit Bent er á að röskun farms af hreyfingu í sjó valdi oft meiri hættu í RO-RO-skipum en í öðrum farmflutningaskipum, en oft ræðst það beinlínis af afgreiðslu- viðstöðu í höfnum hvort flutning- ur skilar hagnaði eða tapi, og getur slíkt beinlínis leitt til þess, að sú áhætta sé tekin — og einkum ef tala skipverja er í lágmarki — að ganga ekki tryggi- lega frá farmi áður en látið er úr höfn. — Hafa franskir fulltrúar farið þess á leit við IMCO að setja ákveðnari reglur um þetta atriði og eftirlitsskyldu. I umræddri skýrslu er lögð áherzla á það, að aðgengilegt skuli vera fyrir skipverja að komast í lestarúmin til eftirlits með skorð- un og festingum farms og til eftirlits varðandi eldhættu eða til beinna slökkvistarfa. Sé t.d. að- eins ‘A metri milli farmeininga, og fjöldi staga og festinga á milli, kann að vera erfitt ef ekki ómögu-' legt að framkvæma nauðsynlegt reglubundið eftirlit án óverjandi áhættu. Þetta á einnig við þar sem bílar standa þétt á þilfari og varla hægt að fara um til eftirlits nema skríða eftir þökum bílanna. Heimildir og umhugsunarefni hérlendis Framanritað er að mestu byggt á grein í Norges Handels og Sjöfartstidende hinn 12. maí sl., sem vert þótti að vekja athygli á vegna hugmynda um áukna útgerð RÓ-RO-skipa á vegum Islendinga. Eru m.a. kunnar tillögur Guð- mundar Einarssonar, núverandi forstjóra Skipaútgerðar ríkisins, um sölu núverandi strandferða- skipa (Heklu og Esju) og smíði 3-ja RO-RO-skipa í staðinn, en talið er líklegt, að fjárfesting í þessu sambandi myndi liggja ein- hvers staðar á bilinu 5—8 þúsund millj. kr. Hafa tillögur um hin nýju strandferðaskip verið mjög á reiki. Upphaflega var gert ráð fyrir skipum með nokkru minni bol og minni vélaorku en núver- andi strandferðaskip. Vörurými skyldi þó svipað, og það fengið með minna farþegarými og rými fyrir aðeins ca. hálfa tölu skip- verja miðað við núverandi strand- ferðaskip. Síðasta áætlun um ný strand- ferðaskip, sem þegar mun kosta milli 50 og 100 millj. kr., án þess beinlínis hafi verið ákveðið að smíða nokkurt slíkt skip fyrst um sinn, virðist hins vegar, sam- kvæmt lauslegum upplýsingum látnum í té, vera um skip, hvert af þrem, með um það bil 70% meira lestarými og 50% meiri aðalvéla- orku en í núverandi strandferða- skipum, og má því telja mjög óeðlilegt ef samþykkt yrði sam- kvæmt lögum og samningum stéttafélaga að hafa færri skip- verja á þessum skipum en á núverandi strandferðaskipum eft- ir að bætt væri við sjálfvirkni véla í þeim, eins og gert var ráð fyrir í upphafi að hægt væri að gera, ef viðhorf breyttust um mönnun. Hinar meiri háttar strandsigl- ingar við ísland árið um kring eru oft erfiðar og hættulegar, og er skylt að taka tillit til þess bæði í gerð og búnaði skipanna sjálfra og mönnun þeirra. Skipaútgerð ríkisins átti 50 ára afmæli um síðustu áramót, og mátti þá ekki sízt fagna því, að ekkert af skipum í eigu útgerðar- innar hafði á þessum starfstíma hennar farizt af siglingaslysi. Er vonandi að saga næstu 50 ára verði eins að þessu leyti. Guðjón F. Teitsson. Leitað að ungum Andra... AÐSTANDENDUR kvikmynd- arinnar „Púnktur, púnktur, komma, strik“ sem gerð er eftir sögu Péturs Gunnarsson- ar, leita nú að strák, sem líkist drengnum á meðfylgjandi myndum. Viðkomandi á að fara með hlutverk Andra þegar hann er 9—11 ára gamall. Önnur myndin er tekin þegar hann var um tíu ára aldur og hin fáeinum árum síðar. Drengurinn þarf að vera með brún augu og dökkt hár og er beðið um að þeir sem geta bent á drengi líkum þessum hafi samband við Þorstein Jónsson kvikmyndagerðarmann, s. 43255 eða Þórhall Sigurðsson, s. 18986. Lokaspretturinn í skyndihappdrætti FEF UNDANFARIÐ hefur staðið yfir sala á happdrættismiðum i skyndihappdrætti Félags ein- stæðra foreldra og er nú loka- sprettur sölu að hefjast því að dregið verður um fjölda vinninga þann 16. júní. Mjög margir félag- ar hafa tekið miða i sölu. en eiga ógerð skil og eru þeim hér með send hvatningarorð. Sömuleiðis eru bæði félagar, börn og allir velviljaðir aðilar eindregið hvattir til að leggja fram liðsinni sitt svo að takizt að selja upp hvert miðasnifsi. Miðar verða afhentir á skrifstofu FEF, fimmtu- dag, föstudag og laugardag frá kl. 2—5 alla dagana og eru að sjálf- sögðu greidd góð sölulaun. Mikið ríður á að menn leggi fram lið sitt, því að hér eru verulegir fjármunir í húfi, sem koma FEF til góða ef vel tekst til, að ekki sé nú talað um ef skil eru gerð. (FréttatilkynninK)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.