Morgunblaðið - 05.06.1980, Page 28

Morgunblaðið - 05.06.1980, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 1980 + Faöir minn, JÓNMUNDUR EINARSSON, andaöist aö Hrafnistu þriöjudaginn 3. júní. Fyrir hönd vandamanna, Jóna Jónmundadóttir. t Móöir okkar GUDNY GUDMUNDSDÓTTIR, Hofsvallagötu 20, andaöist í Landakotsspítala 3. júní. Elísabet Magnúsdóttir, Björn Magnússon. t Faöir okkar, STEINGRÍMUR MAGNÚSSON, fyrrvorandi fiskmatsmaöur, sem andaöist í Vífilstaöaspítala 30. maí, veröur jarösunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík, laugardaginn 7. júní kl. 10.30 f.h. Börnin. t Eiginmaöur minn, ÓLAFUR F. ÓLAFSSON, Víóimel 32, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, föstudaginn 6. júní kl. 1.30. Fyrir hönd vandamanna, Sólveig Stefánsdóttir. t Þökkum innilega sýnda samúö og vináttu viö andlát og útför ERNU ÞORARINSDÓTTUR, Fannarfelli 12. Halldór Bjarnason, Þórarinn Halldórsson, Ragnhildur Brynjólfsdóttir, Margrét Þórarinsdóttir, Sigurfinnur Vilmundarson. t Alúöarþakkír færum víö öllum þeim, er sýndu okkur samúö og vinarhug við andlát og jaröarför JÚLÍU ÁRNADÓTTUR, Ártúni 1, Selfossi. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á deild 13, Landspítalanum. Árni Halldórsson, Rosemary Halldórsson, Sveinn Halldórsson, Gunnlaug Emilsdóttir, Guðni Halldórsson, Lilja Guörún Pétursdóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda vináttu og samúö viö fráfall og jaröarför ÁSTVALDAR HELGA ÁSGEIRSSONAR, Gnoöarvogi 68. Ásta Ágústsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Þökkum af alhug auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför sonar okkar, ÓLAFS ÓLAFSSONAR, Hamrahlíö 33, Reykjavík. Drífa Garöarsdóttir, ólafur Jónsson, Edda Ólafsdóttir, Kristín Hildur Ólafsdóttir, Garöar Ólafsson. I t Þökkum af alhug auösýnda samúö viö andlát og útför mannsins míns, GUOMUNDAR HALLDÓRSSONAR. Fyrir hönd barna minna, tengdabarna oo barnabarna, Gróa Ólafsdóttir. Minning: Guðmundur Einar Guðjónsson kafari, Magnús Rafn Guðmunds- son og Kári Valur Pálmason Guðmundur Einar Guðjóns- son Fæddur 23. marz 1931. Dáinn 23. april 1980. MaKnús Rafn Guðmundsson Fæddur 6. desember 1959. Dáinn 23. april 1980. Kári Valur Pálmason Fæddur 21. desember 1959. Dáinn 23. april 1980. Enn einu sinni hefur sjórinn höggvið skarð í íslenska fjölskyldu og höggvið stórt. Nú eru það feðgar sem farast ásamt þriðja manni, er bát þeirra hvolfir út af Vestmannaeyjum þann 23. apríl síðast liðinn. Faðirinn, Guðmundur Einar Guðjónsson, var lands-þekktur sem einn af bestu sjókortagerðar- mönnum landsins og einnig og ekki síður var hann jjekktur fyrir köfunarstörf. í báðum þessum sérhæfðu störfum verður slíkt skarð fyrir skildi við fráfall hans, að seint verður fyllt. Guðmundur var fæddur í Reykjavík 23. marz 1931, sonur hjónanna Guðjóns Sveinbjörns- sonar vélstjóra, sem starfaði nær allan sinn vélstjóraferil hjá S.V.F.Í. og andaðist þann 18.3. s.l., og Oddnýjar Guðmundsdóttur, til heimilis að Ásvallagötu 10, Reykjavík. Guðmundur ólst upp í foreldrahúsum og hlaut þaðan veganesti sem reyndist vel. Hann heillaöist snemma af sjónum og fannst hann verðugt rannsóknar- efni fyrir ungan íslending. Ungur fékk hann starf á sjó- mælingabátnum Tý, og vann þar jafnframt gagnfræðanámi eftir því sem tími leyfði. Það kom fljótt í ljós, hver efniviður í honum var og því hvöttu forráðamenn Vita- og Hafnarmálaskrifstofunnar hann til að fara til Danmerkur og læra þar sjókortagerð, en það fag var þá ónumið hér á landi. Árið 1950 fer svo Guðmundur til Kaupmannahafnar og kemst þar að sem nemandi hjá „Det Konge- lige Sökort Arkiv". Þaðan lauk hann prófi fjórum árum síðar, með frábærum námsárangri og þegar hann hóf störf árið 1954, hjá Vita- og Hafnarmálaskrifstof- unni, var hann fyrsti íslenski sjókortagerðarmaðurinn. Meðan á námi hans í Kaup- mannahöfn stóð, kynntist hann þáverandi frægasta manni dana í köfun, Jan Uhre, en hann var af mörgum talinn besti froskkafari Evrópu, og vann meðal annars það afrek að synda neðansjávar yfir Eystrasalt, en þar er 22ja km leið. Guðmundur hreyfst samstundis af þessari nýju köfunaraðferð og sá þegar í hendi sér þá möguleika sem hún skapaði heima á Islandi. Hann hóf því að læra köfun hjá Jan Uhre og með þeim þróaðist einlæg vinátta, sem entist til dauðadags. Jan Uhre dáði mjög þennan unga og kjarkmikla nem- anda sinn og gerði hann að nánasta samstarfsmanni sínum og aðstoðarkennara. Um þetta leyti hitti hann eftir- lifandi eiginkonu sína, Björgu Björgvinsdóttur, sem starfaði í Kaupmannahöfn, en þau giftust er þau komu heim til Islands, árið 1954. Björg er kona sem ekki gleymist þeim sem kynnast heill- andi persónuleika hennar. Hún er ættuð í föðurætt úr Langadal við ísafjarðardjúp og móðurætt úr Hreppum, báðar ættir stofnar, sem ekki er hætt við að brotna þótt á móti blási. Hún hefur verið manni sínum sá styrkur og sú stoð sem er hverjum manni nauðsyn í þeim ýmsu erfiðleikum, sem lífið býður öllum að kynnast meira og minna, á löngum ferli. Hún bjó manni sínum og börnum yndislegt heimili að Bogahlíð 18, og jafn- framt heimilisstörfum stjórnar hún og starfar við fyrirtæki, Efnalaugina Hreinn, sem þau hjónin opnuðu að Hólagarði í Breiðholti árið 1976, en þau höfðu áður átt og rekið efnalaug í Starmýri 2, um tveggja ára skeið, en selt hana. Er Guðmundur kom heim frá Danmörk, hóf hann þegar störf hjá Vita- og Hafnarmálaskrif- stofunni við sjókortagerð, en sjó- kort höfðu ávallt áður verið gerð og gefin út af dönum, og kom fyrsta kortið eftir hann út árið 1956 og er jafnframt fyrsta kortið sem fullgert er hér á landi. Hann vann störf sín af slíkri alúð og vandvirkni, að sjómenn telja kort hans einhver þau bestu sem þekkjast af íslenska land- grunninu og ber þar sennilega hæst kort sem hann gerði af Húnaflóa, en hann er ein af varasömustu siglingaleiðum í kringum landið. Þar sem Guðmundur var fyrsti og eini froskkafari landsins, bár- ust fljótlega beiðnir að frá ungum mönnum, sem vildu læra þessa íþrótt. Hann stofnaði því skóla sem kenndi froskköfun og var námið bæði bóklegt og verklegt, en bóklega kennslan var aðallega lífeðlisfræði kafara, en hún er undirstöðuþekking og algjör lífsnauðsyn þeim sem ætla sér að starfa við köfun. Ekki leið á löngu þar til hann útskrifaði stóran hóp nemenda og eru margir froskmenn landsins útskrifaðir úr þessum skóla. Hann stofnaði síðan Kafarafélag Islands, en árið 1966 stofnar hann eigið fyrirtæki, Kafaraþjónusta. Guðmundar Guðjónssonar. Hann tók að sér mörg af vandasömustu verkefnum sem unnin hafa verið neðansjávar hér á landi, svo sem við lagningu á vatnsveituleiðslu til Vestmannaeyja og einnig viðgerð og lögn á rafstreng til Eyja, sem varð fyrir miklum skemmdum vegna eldsumbrotanna 1973, sem hann raunar kortlagði án þess að um væri beðið. Þrek hans var nánast ótrúlegt, enda sögðu danir þeir sem unnu með honum við þessi störf við Eyjar, hann vera einn af örfáum mönnum í heimin- um sem þyldi að starfa sem froskkafari niður á 40 metra dýpi. Leiðir okkar Guðmundar lágu fyrst saman er hann kom heim frá Danmörku og ég varð fyrir þeirri gleði að eignast vináttu hans, en hana áttu fáir. Hann var mjög sterkur og um margt sérstæður persónuleiki sem laðaði fólk að og t.d. bjó hann yfir mjög fínlegri og oft á tíðum heillandi kímnigáfu. Hann hafði margháttaða hæfi- leika og allt sem hann gerði bar vott um alúð og snilld. T.d. teiknaði hann og gaf út barnalita- bók með myndum og hefst hún á sköpun heimsins og endar á kross- festingu Jesú. Hann kallaði hana Biblíulitabókina og séra Bjarni Jónsson heitinn, vígslubiskup skrifaði um bókina og hrósaði henni. Það eitt nægir sem með- mæli. Magnús Rafn, sonur þeirra Guð- mundar og Bjargar, sem fórst með föður sínum, var glæsilegur drengur, á þeim aldri sem lífið er í raun og veru að hefjast. Hann er fæddur þ. 6.12. 1959 í Hafnarfirði en foreldrar hans bjuggu þá að Brekkugötu 8 þar í bæ, en fluttist með þeim til Reykjavíkur og átti þar heimili sitt síðan. Hann hafði hafið nám við versl- unardeild Ármúlaskóla, en hafði ekki lokið því námi. Honum var í blóð borin brennandi áhugi fyrir sjónum og vildi því læra köfun. Faðir hans tók hann því sem nemanda sinn og þar sem dreng- urinn hafði erft hæfileikana til starfsins og sýndi oftsinnis bæði snarræði og örugga hugsun, gerði faðir hans hann að aðstoðarmanni sínum. Orðtakið segir að þeir sem guðirnir elska deyi ungir. Sé svo að Almættið kalli sér frekar þjónustumenn úr röðum hinna ungu, þá er áreiðanlegt, að Magn- ús Rafn frændi minn, verður ekki sístur í þeim hóp. Þau Björg og Guðmundur gift- ust þann 30.10. 1954 og eignuðust þrjú börn, Guðjón Rafn f. 6.3. 1955, Magnús Rafn f. 6.12 1959, Guðrún f. 21.12. 1962. Ennfremur átti Guðmundur dóttur, Sigríði Rögnu, sem búsett er á Akranesi. Eg vil ásamt eiginkonu minni, að loknum þessum alltof fáu orðum, votta eiginkonu og móður, ásamt börnum og systkinum, ennfremur eftirlifandi móður Guðmundar, sem einnig hefur nýlega orðið að sjá á bak manni sínum og lífsförunaut, svo og öðrum ættingjum, innilega samúð okkar hjónanna og bið Guðs al- mætti að gefa þeim styrk í sorg þeirra. Ragnar Magnússon. Það var blíðskaparverður síðasta vetrardag 23. apríl, er kafarabáturinn Jökultindur fórst í fiskidrætti við Vestmannaeyjar, og með honum Guðmundur Guð- jónsson, kafari, 49 ára, eigandi og skipstjóri bátsins, sonur hans og aðstoðarkafari, Magnús Rafn, 20 ára, og líflínumaðurinn Kári Val- ur Pálmason, 20 ára. Þeir höfðu frá áramótum verið að störfum við neðansjávarvinnu við lagningu rafstrengs í Vestmannaeyjahöfn. Við eídsumbrotin 1973 urðu skemmdir á vatnsleiðslum og rafstrengjum sem frá landi liggja til eyja, en mannvirki þessi eru Eyjabúum afar mikilvæg. Guð- mundur hafði unnið við lagningu vatnsleiðslunnar og rafstrengjana er fyrst var hafist handa um gerð þessara óvenjulegu mannvirkja, og vann síðar að viðgerð og endurnýjun þeirra. Þetta voru vandaverk sem unnin voru við erfiðar aðstæður og oft á miklu dýpi. og ekki á færi annarra en hæfustu kafara og þrekmanna. Vorblíðuna og frídaginn sem í hönd fór hefur Guðmundur viljað nota til þess að fara til fiskjar. Sjómennska og hafið heillaði hann. Guðmundur var á árunum 1947 til 1949 háseti á mælinga- bátnum Tý, sem Sjómælingadeild Vita- og hafnamálastofnunar gerði út til sjómælinga, undir stjórn Péturs Sigurðssonar, nú- verandi forstjóra Landhelgisgæsl- unnar. Pétur veitti athygli góðum gáfum Guðmundar, listrænum teiknihæfileika og vandvirkni. Vegna jarðarfarar SIGRÍÐAR E. KRISTJÁNSDÓTTUR veröa skrifstofur vorar lokaöar fimmtudaginn 5. júní frá kl. 10—12. Slippfólagið í Reykjavík h.f.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.