Morgunblaðið - 05.06.1980, Page 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 1980
MORödKf
kaf r/Nö
fc
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Af hverju gerði hann þetta, er
spurning, sem stundum gerist
áleitin og krefst jafnan svars. Það
finnst stundum og þá er mótleikur
hugsanlegur.
Norður gaf, allir voru á hættu.
Norður
S. 9875
H. ÁD5
T. DG6
L. Á86
Vestur Austur
S. D6 S. 1042
H. G10842 H. K93
T. 102 T. K875
L. KDG10 Suður S. ÁKG3 H. 76 T. Á943 L. 932 L. 754
Suður varð sagnhafi í 4 spöðum
eftir þessar sagnir: Norður 1
tígull, suður 1 spaði, norður 2
spaðar, suður 3 tíglar, norður 3
spaðar og suður 4 spaðar.
Útspilið var laufkóngur, fékk
slaginn en drottningin var tekin
með ás, trompi spilað á ásinn og
síðan hjartadrottningu svínað.
Austur tók með kóng, næsta slag
fékk vestur á lauftíu og hann
losaði sig úr spilinu með hjarta-
gosa, sem tekinn var með ásnum.
Þessu næst spil’aði sagnhafi
tíguldrottningu frá blindum. Hún
fékk slaginn og tígulgosinn þann
næsta. Einkennilegt!
Spurningin vaknaði. Af hverju
lagði austur ekki kónginn á gos-
ann. Hvers vegna hélt hann
dauðahaldi í kónginn? Og svarið
kom fljótlega. Eina hugsanlega
skýringin var, að austur vildi að
sagnhafi þyrfti að spila frá blind-
um.
En hvers vegna vildi hann það?
Aftur þurfti að svara og eina
svarið, sem vit var í virtist: Hann
vill, að trompinu sé svínað. Og
minnugur orða Culbertsons, að
lítið gagn væri að góðri tækni án
þekkingar í sálfræði, spilaði
sagnhafi næst trompi á kónginn
og vann sitt spil þegar drottningin
kom í.
Líkindareikningur stærðfræð-
innar mælti mjög gegn þessari
spilamennsku en mannlegi þáttur-
inn vó þyngra og réð úrslitum í
þetta sinn.
COSPER
Vi
Hann er heldur framlágur um þessar mundir. blessaður.
.. gamlir þorskar
gleyma sérw
I stuttum þætti í Kastljósi
sjónvarpsins 30. maí kom fram, án
þess að mótmælt væri, harla
alvarleg ásökun í garð skóla og
kennara. Það var sem sé fullyrt að
krakkar í grunnskólum fengju
enga fræðslu um áfengi og áfeng-
ismál annað en það sem kæmi frá
Áfengisvarnaráði eða S.Á.Á. Sé
þetta rétt er um að ræða stór-
kostlega vanrækslu hjá skólunum
svo að ekki væri ofmælt að þeir
svikjust um það sem þeim er falið
og trúað til.
Annað mál er það að ég hélt að
siðir manna og hættir í Reykjavík
væru nú þannig að verulegur hluti
skólabarna hefði nokkra beina
reynsluþekkingu af því hver áhrif
áfengisneyslu eru. Fróðlegt væri
að kanna í 11 og 12 ára bekkjum
hvort einhverjir nemendur telja
sig þekkja til einhvers sem háður
er áfengi.
Kennarar, skólastjórar og
fræðsluskrifstofur svara að sjálf-
sögðu fyrir sig og skal sú hliðin
ekki frekar rædd hér. En annað
langar mig að nefna í þessu
sambandi.
Einu sinni samþykkti Alþingi
ályktun um að nýta sjónvarpið í
þágu áfengisvarna í samráði við
áfengisvarnaráð og aðra sem
sinna vilja áfengisvörnum. Þessi
Kastljósþáttur hefur kannski átt
að vera þáttur í þvi. En nú spyr ég:
Hefur sjónvarpið leitað eftir þessu
samráði sem Alþingi bauð?
Hvernig væri nú að stjónvarpið
tæki að birta fréttir um áfengis-
mál? Áfengisvarnaráð kemur
ýmsu á framfæri við fjölmiðla.
Það er sitthvað fréttnæmt sem
þessi mál varðar og mætti vekja
til umhugsunar. Það mætti láta
sjonvarpinu í té ýmislegt sem á
Húsmæðraskólinn á Laugum 50 ára
Fimmtugasta starlsári IIús-
mæðraskólans á Laugum var að
Ijúka. sunnudaginn 11. maí sl. Við
skólaslitin voru margir gestir,
þ.á.m. skólanefndin. en hana
skipa sr. Sigurður Guðmundsson,
Grenjaðarstað. formaður, Teitur
Björnsson. oddviti. Brún, Ilelga
Jósepsdóttir. Laugahrekku. Helga
Valborg Pétursdóttir. Reynihlíð.
og Jónína Hallgrímsdóttir, Húsa-
vík. Fulltrúar voru frá Kvenfé-
lagasamhandi Suður-Þingeyinga.
fulltrúar frá Kvenfélagi Reyk-
dæla. fyrrverandi kennarar o.fl.
velunnarar skólans.
Skólinn hefur starfað samfellt í
hálfa öld. Þessi ár hafa verið
misjafnlega blómleg, og með dálítið
mismunandi starfsemi, sérstaklega
nú hin síðari ár. Flestum er
kunnugt um það að húsmæðraskól-
arnir í landinu hafa átt við vissa
erfiðleika að stríða undanfarin ár,
bæði vegna nemendafæðar og einn-
ig vegna vandkvæða á ýmissi fyrir-
greiðslu frá æðri stofnunum. Hafa
því nokkrir skólar orðið að leggja
niður sína starfsemi. Þeir sem fara
með stjórn menntamála í þessu
landi eru ekki á eitt sáttir hvaða
stefnu eigi að taka varðandi hús-
mæðrafræðslu í næstu framtíð.
Húsmæðraskólinn á Laugum hefir
reynt að breyta starfshátíum
sínum í samræmi við breyttan
tíðaranda, og í því skyni skipt
starfsári skólans í 2 námstímabil.
Fyrra námstímabilið er frá
hausti til áramóta. Þá er nemend-
um úr Laugaskóla og Barnaskólan-
um á Litlulaugum heimilisfræði, en
á kvöldin eru ýmiskonar námskeið
fyrir fólk úr héraðinu. Þessi nám-
skeið eru mislöng, allt frá einu
kvöldi uppí 10 kvöld. En þau eru
eingöngu ætluð til þess að fylla upp
í kennsluskyldu fastra kennara, svo
að færri komast að en vilja.
Seinna námstímabilið er frá ára-
mótum fram í miðjan maí. Þá er
starfrækt 4 mánaða hússtjórnar-
námskeið, þar sem allir nemendur
eru í heimavist (24). Þessum
námstíma er í stórum dráttum
skipt þannig niður, að nemandinn
fær 1 viku í algengum haustverkum
og sláturgerð, 2 vikur í vefnaði, 2
vikur í fatasaum, 3 vikur í al-
mennri handavinnu og 7 vikur í
almennri hússtjórn. Auk þessa
næringafræði, heilsufræði, uppeld-
isfræði, heimilishagfræði, áhaida-
fræði, vöruþekkingu, híbýlaum-
gengni, leikfimi, o.fl.
Á þessu námstímabili, sem er að
ljúka, útskrifuðust 19 nemendur, en
samtals hafa um 90 manns notið
kennslu í skólanum í vetur.
Föstudaginn 9. maí sl. heimsóttu
skólann 10, 20 og 30 ára nemendur,
um 60 að tölu og færðu honum
góðar gjafir.
Laugardaginn 10. maí héldu
nemendur handavinnusýningu í
skólanum, og seldu kaffi. Ágóðann
gáfu þeir í hljómtækjasjóð skólans.
Um 130 manns skrifuðu sig í
gestabók skólans þennan dag.
Hæstu einkunn við brottfarar-
próf hlaut að þessu sinni Vala
Eiðsdóttir frá Vogum á Vatns-
leysuströnd, 8,75. Einnig hlaut hún
árlega viðurkenningu Lionsklúbbs-
ins Náttfara fyrir prúðmannlega
framkomu og ástundun í námi.
Húsmæðraskóla Þingeyinga á
Laugum hafa þegar borist margar
veglegar gjafir í tilefni 50 ára
afmælisins.
Halldóra Sigurjónsdóttir, fyrr-
verandi skólastjóri, sendi skólanum
kr. 500.000.- er verja skyldi í
skrúðgarðinn.
Sl. haust afhentu erfingjar
Kristínar og Unnar Jakobsdætra
frá Hólum í Reykjadal bókasafn
þeirra systra, en Kristín var lengi
vefnaðarkennari við skólann. Við
skólaslitin afhenti Hólmfríður Pét-
ursdóttir, fyrir hönd Kvenfélaga-
sambands S-Þing., mynd af Jónínu
Sigurðardóttur frá Draflastöðum,
en það var einmitt hún sem átti
einn mestan þátt í því að Hús-
mæðraskóli Þingeyinga komst á
fót.
Við sama tækifæri afhenti Aðal-
björg Pálsdóttir gjafabréf kr.
1.000.000 frá Kvenfélagi Reykdæla,
sem varið skyldi til kaupa á 10
stólum og 2 sófaborðum í bókastof-
una, sem Kvenfélagasambandið
(þ.e.a.s. kvenfélögin í sýslunni)
hefur gefið fjárframlög til á undan-
förnum árum.
Páll H. Jónsson hefur ritað sögu
skólans. Þau hjónin Páll og Fanney
Sigtryggsdóttir, fyrrverandi kenn-
ari, hafa afhent skólanefnd hand-
ritið og gefið skólanum það í tilefni
afmælisins.
Áætlað er að saga Húsmæðra-
skólans komi til birtingar í næstu
árbók Þingeyinga.
Miklar framkvæmdir eru nú að
hefjast við skólann. Er það endur-
nýjun á vatnslögnum í húsinu og
algjör endurnýjun í eldhúsálmunni.
Undanfarin ár hefur staðið yfir
endurnýjun á gluggum. Þessum
breytingum á að vera lokið fyrir
haustið.
Umsóknarfrestur um skólavist
næsta vetur verður til 1. september
nk., en umsóknir eru þegar farnar
að berast.
Skólastjórinn, Hjördís Stefáns-
dóttir, Laugabóli, tekur á móti
umsóknum og veitir upplýsingar
varðandi skólann. (Frá Húsmæðra-
skólanum á Laugum).