Morgunblaðið - 05.06.1980, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ1980
37
E w /->
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 13-14
erindi til almennings ef það hefði
vit og vilja að taka við.
Þhð var mikið umhugsunarefni í
Kastljósinu af hverju blessuð
börnin færu að neyta áfengis. Mér
heyrðist telpan segja að þau gætu
ekkert sagt af viti ódrukkin. Karl
Liebknecht sagði á sinni tíð:
Hugsandi verkamaður
drekkur ekki.
Drekkandi verkamaður
hugsar ekki.“
Ætli við getum ekki sagt:
Drekkandi krakki hugsar ekki.
En hvað um feður og mæur
þessara barna. Til hvers drekka
þau? Þar kann ég ekki svör en
minnist þess sem Jónas Hall-
grímsson kvað forðum um þorsk-
inn:
Hvað mun hugsa þessi þorri
þilju sem að undir vorri
háskatólin hremma fer?
Þótt þeir sjái að séu dregnir
synir þeirra, beitufegnir
gamlir þorskar gleyma sér.
Gamlir, beitufegnir þorskar
gleyma sér. En af hverju byrja þá
börnin að drekka?
H.Kr.
Þessir hringdu . . .
• „Lögreglan
kom vel fram“
P.S. hringdi:
„Mikið hefur verið skrifað um
atburð þann er lögregluþjónar
handtóku nokkur ungmenni í
Austurstræti góðviðrisdag nokk-
urn. Ég var á gangi í Austurstræti
þennan umtalaða dag og sá ung-
mennahópur sem hér um ræðir er
hluti af því vandræðafólki sem er
að gera okkur, venjulegum borg-
urum, ókleift að sækja Austurvöll
eða nota göngugötuna á góðviðris-
dögum. Þarna voru t.d. tvær ungar
stúlkur sem sátu upp við Útvegs-
bankann og var önnur með „kviku-
hlaup" mikið frá maga upp í kok
og hin raulaði fyrir munni sér.
Þarna var og hópur ungmenna
sem voru mjög furðuleg útlits og
undir áhrifum einhverra vímu-
gjafa.
Einn þessara ungu manna hjól-
aði innan um- mannfjöldan, veg-
farendum til mikillar hættu. Var
það rétt gert að kalla lögregluna á
vettvang, meðal annars til að
koma þessum ungmennum undir
læknishendi.
Lögreglan kom mjög vel fram
eins og hennar er vandi. Hátterni
þess vegfaranda er réðist að lög-
reglunni var í þeim stíl sem þessir
ribbaldahópar sýna lögum og regl-
um og almenningi yfirleitt. Eg hef
oftar séð lögreglu fjarlægja vand-
ræðafólk og ég vil sérstaklega
undirstrika það að framkoma
hennar hefur ávallt verið mjög til
sóma hennar starfsemi. Ef ég sem
einstaklingur hefði þurft að
blanda mér í mál þessara unglinga
hefði ég tekið þá mun harðari
tökum en lögreglan gerði því það
SKÁK
Umsjón: Margeir Pétursson
í Evrópukeppni landsliða í
Skara í Svíþjóð í janúar kom þessi
staða upp í skák alþjóðameistar-
ans Sykora, Tékkóslóvakíu, sem
hafði hvítt og átti leik, og búlg-
arska stórmeistarans Spassov.
26. g6! — hxg6, 27. Hxg6+ —
Bxg6,28. Dxg6+ - Kf8, 29. e5! og
svartur gafst upp. Eftir að peðið á
f6 hefur verið valdað hótar hvítur
óverjandi 30.Dh6+.
áttu þau skilið. Miðbærinn og
göngugatan eru að verða bænum
til mikils ósóma vegna þess
óþurftarlýðs sem þar safnast sam-
an. Maður hreinlega skammast sín
vegna þeirra útlendinga sem
ganga um miðbæinn á sumrin því
hann er Reykjavík og þjóð vorri til
mestu vansæmdar."
• „Alvarlegt
ástand“
H. Sn. hringdi og vildi vekja
athygli á því alvarlega ástandi
sem væri að skapast vegna sýn-
ingar á sjónvarpsmyndinni „Dauði
prinsessu".
“„Ég efast um að þjóðin geri sér
ljóst hve mikið vandamál er hér á
ferð. Við erum að reyna að taka
upp stjórnmálasamband við
Saudi-Araba en það þýðir ekki
eftir sýninguna. Við erum að
reyna að semja um olíukaup við
Saudi-Araba, það þýðir ekki að
tala um það eftir á og Flugleiðir
verða að öllum líkindum að hætta
flugi fyrir þá. í fyrra kom prins
frá Saudi-Arabíu í sumarfri til
íslands og eyddi hér tugum millj-
óna en hann kemur ekki hingað
aftur. Þetta er mál sem ekki er
hægt að hundsa og verður að taka
alvarlega.
Ég sá þessa umræddu mynd í
London. Hún er alls ekki það
sérstök að íslendingar geti ekki
verið án þess að sjá hana. í raun
og veru held ég að við þolum alls
ekki að sjá myndina. í hvert sinn
er eitthvað sem ekki gerist hér
dags daglega birtist á skjánum
hjá íslenska sjónvarpinu fyllast
lesendadálkar af kvörtunum frá
fólki sem er algjörlega miður sín
vegna þess ósóma sem börnum er
boðið upp á. Það verður örugglega
eitthvað svipað uppi á teningnum
eftir sýningar á „Dauða prins-
essu“.“
HÖGNI HREKKVÍSI
29. JÚNÍ
Pétur J. Thorsteinsson
Aöalskrifstofa stuöningsfólks Péturs J. Thorsteinssonar
í Reykjavík er á Vesturgötu 17, símar:
28170 — 28518
★ Utankjörstaöaskrifstofa símar 28171 — 29873.
★ Allar upplýsingar um forsetakosningarnar.
★ Skráning sjálfboöaliöa.
★ Tekiö á móti framlögum í kosningasjóö.
Nú ffylkír fólkiö sór um Pótur Thorsteinsson.
Stuöningsfólk Péturs.
/
NÝ NILFISK
Nú er
sterka ryksugan
ennþá sterkari.
Nýr súper-mótor:
áour óþekktur
sogkraftur.
auðvelt að
tempra kraftinn.
Nýr ennþá stærri
pappírspoki með
hraðfestingu.
Ný kraftaukandi
keiluslanga með
nýrri festíngu.
Nýr vagn sameinar
kosti hjóla
og sleða.
Auðlosaður í stigum.
SOGGETA I SERFLOKKI
Linstakur mótor. efnissæöi. mark-
vissl hyggingarlag. afhragös s»>g-
stykki — já. hvert smáatriói stuölar
aö soggetu i sérflokki. fullkominni
orkunýtingu. fyllsta
notagildi og
dæmalausrí endingu.
GERIÐ SAMANBURÐ
Sjáió t.d. hvernig stæró. lögun og
staösetning nýja
Nilfisk-rísapokans
tryggir óskert sogafI j
þott i hann safnist.
GÆÐI BORGA SIG:
Nilfisk er vönduð og tæknilega
ósvikin. gerð til að vinna sitt verk
fljótt og vel. ár eftir ár. með lág-
marks truflunum og tilkostnaðí.
Varanleg: til lengdar ódýrust.
Afborgunarskilmálar.
Traust þjónusta
1^11 CICIT ^imsins ryksuga
l^lkl Stór orð, »em reynslan réttlætir. ff LJI II^V.
FYRSTA FLOKKS FRA FÖNIX
HATUNI — SIMI 24420