Morgunblaðið - 05.06.1980, Page 40

Morgunblaðið - 05.06.1980, Page 40
Síminn á afgreiöslunni er 83033 Síminn á ritstjórn og skritstofu: 10100 Jnorjjunblattib FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ1980 Ólafur Gunnarsson í Neskaupstað um vanda frystiiðnaðarins: Það gengur ekki að reka fyrirtæki með 18—19% tapi Verulegur samdráttur í framleiðslu þorskflaka vegna söluerfiðleika BANDARÍSKUR ökumaður Range Rover-jeppa (nær á myndinni) fótbrotnaði og kjálkabrotnaði og islenzkur ökumaður Bronco-jeppa meidd- ist á fæti og í andliti í geysi- hörðum árekstri i Hafnarfirði í gær, á Reykjanesbraut á móts við Lækjargötu. Range Rover- bílinn kom sunnan að og skyndilega sveigði hann yfir á hinn vegarhelminginn, beint i veg fyrir Bronco-iennann. FRYSTIIÐNAÐURINN er nú rekinn með 18—19% tapi að mati Ólafs Gunnarssonar, fram- kvæmdastjóra i Neskaupstað. Hann telur að 11,7% launa- og fiskverðshækkun geri afkomuna um 10% verri en áður. óhagræði við framleiðsluna þýði 5—6% tap og að auki telur hann Þjóðhags- stofnun ekki gera ráð fyrir 3% vaxtakostnaði í útreikningum sinum. Jón Páii llalldórsson, framkvæmdastjóri á ísafirði, sagði um stöðu frystihúsanna. að þau væru „rekin með hullandi tapi“, en vildi ekki nefna tölur í þvi sambandi. Fram hefur komið að vegna söluerfiðleika á Bandaríkjamark- aði verði framleiðsla á þorskflök- um fyrir þann markað dregin verulega saman. Jón Páll sagði í gær, að fyrst í stað yrði miðað við, að framleiðsla á þorskflökum færi ekki yfir 40% af því, sem framleitt var af þessari afurð í hverjum mánuði í fyrra. Hann sagði enn- fremur að verið væri að vinna að „kvótaskiptingu" á milli frystihús- anna. Samkvæmt upplýsingum Mbl. hyggst Sjávarafurðadeild Sambandsins einnig draga veru- lega úr framleiðslu þorskflaka. Miklar birgðir eru nú af fryst- um fiski um allt iand. Haraldur Sturlaugsson á Akranesi, sagði að þar væri frystirými fram í miðja næstu viku og ekki væri ljóst hvort fiski yrði afskipað fyrir þann tíma. í Neskaupstað hefur Síldarvinnslunni tekizt að fá frystiklefa hjá kaupfélögunum í Neskaupstað, Eskifirði og Reyð- arfirði. Margir hafa áhuga á að setja fisk í skreið, en góðir markaðir eru fyrir skreið í Nígeríu. Sá böggull fylgir þó skammrifi, að nú fer sá árstími í hönd þegar hæpið er að hengja upp skreið vegna maðks nema menn vilji „sjá að- eins beinin hangandi á hjöllunum í haust" eins og Haraldur Stur- laugsson orðaði það í gær. Sjá blaðsíðu 22: Vandi frysti- iðnaðar. Ferðamanna- dollar yfir 500 krónur Ferðamannadollarinn er nú kominn yfir 500 krónur í fyrsta sinn, en sölugengi hans er nú 500.61 króna. Hið almenna sölu- gengi dollarans er hins vegar 455.10 krónur og hefur það hækkað frá gengisfellingu ríkis- stjórnarinnar 31. marz sl. um tæplega 5.7% úr 430.60 krónum. Þriggja ára fangelsi fyrir hasssmygl Söluverðmæti yfir 200 milljónir KVEðlNN hefur verið upp i Sakadómi i ávana- og fíkniefna- málum dómur í máli ákæruvalds- ins gegn Birgi Bótólfi Guð- mundssyni fyrir umfangsmikinn innflutning og dreifingu á fikniefnum, aðallega hassi. Var hann dæmdur í þriggja ára fang- elsi óskilorðsbundið og til að greiða eina milljón króna í sekt til ríkissjóðs. Þetta er þyngsti dómur, sem kveðinn hefur verið upp yfir íslendingi fyrir fíkniefnamisferli, en Birgir mun hafa verið á einn eða annan hátt viðriðinn dreifingu og innflutning á um 19 kílóum af hassi. Þórður Þórðarson fulltrúi við Sakadóminn kvað upp dóminn. Samkvæmt upplýsingum hans hafa verið kveðnir upp 20 fangels- isdómar í Sakadómi í ávana- og fíkniefnamálum það sem af er þessu ári. Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér læt- ur nærri að söluverðmæti eins kílós af hassi sé í dag 10—15 milljónir króna og söluverðmæti 19 kílóa er því á bilinu 190—280 milljónir króna. I.jósm. Mbl. Arnór. 11,7% fiskverðshækkun: Jafngildir 10% gengisfellingu — segir Eyjólíur ísfeld Eyjólfsson forstjóri SH ODDAMAÐUR yfirnefndar Verð- lagsráðs sjávarútvegsins, Jón Sigurðsson, og fulltrúar seljenda, Ingólfur Ingólfsson og Kristján Ragnarsson, náðu i gær sam- komulagi um 11,7% hækkun fisk- verðs frá og með 1. júní sl. Fulltrúar kaupenda, Arni Bene- diktsson og Eyjólfur ísfeld Eyj- ólfsson greiddu atkvæði gegn verðákvörðuninni. Engar bókan- ir voru lagðar fram við úrslit málsins. Eyjólfur ísfeld Eyjólfs- son sagði í samtali við Mbl. eftir verðákvörðunina, að honum væri ekki kunnugt um neinar fyrir- hugaðar aðgerðir ríkisstjórnar- innar vegna hennar, en spurn- ingu blaðsins um það, hversu mikla gengisfellingu þyrfti að hans dómi til að mæta verðhækk- uninni með slíkri aðgerð einni saman, svaraði hann, að það þyrfti að minnsta kosti 10% gengisfellingu til þess eins að mæta þessari hækkun fiskverðs- ins. „Þessi fiskverðshækkun er í samræmi við þær verðlags- og verðbótahækkanir, sem orðið hafa Almenna bókafélagið 25 ára: Veitir 10 milljón króna bókmenntaviðurkenningu ALMENNA bókafélagið hefur í tilefni af 25 ára afmæli sínu ákveðið að verja 10 milljónum króna til bókmenntaviðurkenn- ingar. Skal hún veitt vegna frumsamins íslenzks bók- menntaverks, áður óprentað, sem gefa má út sem bók. Upphæðina má veita einu verki eða skipta henni milli tveggja til þriggja verka eftir því, sem dómnefnd ákveður. Þó skal hæsta viðurkenning aldrei nema lægri upphæð en 5 millj- ónum króna. Þetta kemur fram í fréttatil- kynningu, sem Morgunblaðinu hefur borizt frá Almenna bóka- félaginu en aðalfundur þess og Stuðla var haldinn í gær. A liðnum 25 árum hefur félagið selt um 2 milljónir eintaka af bókum. Mesta meðalsala var í Alfræðisafni AB, sem kom út í 21 bindi og seldist í yfir 220 þúsund eintökum. Ritsafn Gunn- ars Gunnarssonar hefur selzt í 120 þúsund eintökum í tveimur mismunandi útgáfum. í tilefni af afmæli bókafélags- ins og Stuðla hf. hefur stjórn félagsins ákveðið að félagið kaupi afsteypu af brjóstmynd, sem Sigurjón Ólafsson hefur gert af dr. Bjarna Benediktssyni, fyrsta formanni félagsins. Dómnefnd vegna 10 milljóna bókmenntaviðurkenningar AB skipa þeir Eiríkur Hreinn Finn- bogason, Gísli Jónsson og Krist- ján Karlsson. Sjá ennfremur: Almenna bókafélagið 25 ára, bls. 19. og því bara áframhaldandi upp- gjöf fyrir verðbólgunni," sagði Eyjólfur. „Persónulega tel ég ekk- ert annað fyrir frystihúsin að gera nú en að loka sem allra fyrst.“ Mbl. spurði Eyjólf, hvort geng- isfellingin frá síðustu fiskverðs- ákvörðun hefði ekki dugað frysti- húsunum. „Ekki betur en það, að það var komið í bezta falli á núllpunkt fyrir þessa ákvörðun, sem er í raun ekki viðunandi grundvöllur fyrir heildina, allra sízt þegar þess er gætt að þar að auki hafa verið útborganir úr verðjöfnunarsjóði," sagði Eyjólf- ur. Ingólfur Ingólfsson fulltrúi sjó- manna í yfirnefndinni sagði, að hann teldi sjómenn eftir atvikum geta sætt sig við þessa hækkun. „Það er ekki hægt að segja, að við höfum fengið allt sem við vildum. En það gafst þarna færi á þessu samkomulagi og ef af því hefði ekki orðið, þá hefðu aðrir og verri kostir fyrir sjómenn orðið ofan á,“ sagði Ingólfur. „Þetta samkomu- lag er viðurkenning á því sjónar- miði okkar að ekki skuli hverju sinni skemmra gengið fyrir sjó- menn en sem nemur almennum launabreytingum, en hins vegar teljum við okkur hafa farið hall- oka við tvær síðustu fiskverðs- ákvarðanir, þannig að 2,21% hafi vantað upp á áramótaverðið og 2,67% við síðustu verðákvörðun á undan þessari."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.