Morgunblaðið - 28.06.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.06.1980, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR 143. tbl. 67. árg. LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Risu gegn Rússum Nýju Dclhi. 27. júní. AP. AFGHANSKIR hermenn felldu 10 rússneska skriðdrekahermenn og kveiktu i vopnabúri i uppreisn skammt frá Kabul fyrir einni viku samkvæmt fréttum frá Af- Khanistan i dag. Um 15 Rússar og rúmlesa 30 Afghanir særðust og ótiltekinn fjöldi Afghana beið hana i bar- daganum sem var háður í Pol-I- Charki þar sem 4. sovézka bryn- varða herfylkið hefur bækistöð. Nokkrir afghanskir og sovézkir skriðdrekar og brynvagnar urðu eldi að bráð samkvæmt fréttinni. Skriðdrekarnir voru af sömu gerð og Rússar fluttu burtu þar sem þeir henta ekki til hernaðar í hrjóstrugu landslagi. 81 fórst með DC-9 Palermo, 27. júní. AP. DC-9 flugvél ítalska flugfélagsins Itavia virð- ist hafa farizt í kvöld með 81 manni um borð, þar af 77 farþegum, á leið frá Bologna til Pal- ermo á Sikiley. Ferja var í kvöld á leið á slysstað- inn norður af Sikiley. Þegar ekkert hafði spurzt til flugvélarinnar þremur tímum eftir áætlaðan lendingartíma sagði flugfélagið að hún væri talin af. Hermenn hafa lagt undir sig háskólann í San Salvador, eitt helzta vígi vinstrisinna í E1 Salvador. Hér sjást hermenn hafa gætur á hópi stúdenta. Minnst 100 voru handteknir eftir tveggja tíma skotbardaga, sem kostaði minnst þrjá lífið. Stjórnin segir að leitað verði í hverju herbergi stofnunarinnar. Khomeini hótar nýju öngþveiti Tchcran. 27. júni. AP. KHOMEINI trúarleiðtogi gerði óvenjuharða hríð að stjórn Abolhass- an Bani-Sadr forseta í dag og gaf sterklega í skyn að hann mundi fyrirskipa nýtt stjórnmálaumrót i Iran ef stjórnin yndi ekki bráðan bug að þvi að leysa fjölmörg vandamál landsins. Bandaríkin heita Thailandi aðstoð Kuala I.umpur. 27. júnl AP. BANDARÍKIN hafa lofað að veita Thailandi aukna hernaðaraðstoð frá og með næstu viku að því er utanríkisráðherra Thailands, Siddhi Savatsila, til- kynnti í dag. Ilann sagði að Edmund Muskie utanríkis- ráðherra hefði heitið þessu í viðræðum sem þeir áttu í dag. í Washington sögðu starfsmenn bandaríska utanríkisráðuneytisins að í athugun væri að senda flugleiðis létt vopn, skotfæri og stórskotavopn í stað vopna sem Thailendingar hefðu notað í landamærahar- dögum við Víetnama að undanförnu. og Kambódíu, þar sem kyrrt var í dag eftir fjögurra daga bardaga. Utlendingarnir eru tveir starfs- menn Rauða krossins, Bretinn Robert Ashe og Frakkinn Pierre Starfsmenn Alþjóða Rauða krossins rannsökuðu í dag fréttir um að víetnamskir hermenn hefðu tekið fjóra útlendinga til fanga á landamærum Thailands Perrin, og tveir bandarískir ljósmyndarar, George Lienamann og Richard Franken. Víetnamar og Rauðir Khmerar börðust í dag nálægt flótta- mannabúðunum Nong Chan og bardagar halda áfram milli Víet- nama og stuðningsmanna Pol Pot suðvestur af landamærabænum Aranyaprathet. Thailendingar afléttu í dag að hluta banni frá því á mánudag við sendingu matvæla og lyfja til Kambódíu á sjó, en bann við loftflutningum er enn í gildi. Víetnamar héldu því fram í dag að Kínverjar héldu áfram ögrun- um og ykju stríðsundirbúning á landamærum Kína og Víetnams. Viðvörun Khomeini kom fram í ræðu sem' hann hélt á fundi með fórnarlömbum fyrrverandi ír- anskeisara á heimili sínu. Honum virðist hafa sérstaklega gramizt fréttir um að tákn fyrrverandi stjórnar sé enn að finna í stjórn- arskrifstofum. Hann sakaði ráðu- neyti um „dugleysi" og sagði að þau væru „óguðleg" og „keisara- leg“. Meiriháttar breytingar á æðstu forystunni gætu haft áhrif á horfurnar á því að gíslunum verði sleppt. Bani-Sadr telur að gísla- málið dreifi athyglinni frá alvar- legum innanlandsvandamálum ír- ans og vill sleppa gíslunum eins fljótt og hægt er. Khomeini hefur látið í ljós vaxandi áhyggjur af vandamálum landsins. í ræðu sinni i dag sagði hann að stjórnin hundsaði óskir „auðmjúkra múhameðstrúar- manna." Rússar missa njósnaflugvél Tokyo, 27. júni. AP. SOVEZK TU-16 sprengjuflugvél („Badger“), sem talið er að hafi verið i könnunarferð. hringsóiaði yfir japönsku herflutningaskipi i dag og hrapaði síðan i sjóinn út af Niigata, 300 km norður af Tokyo. Flugvélin var önnur tveggja flugvéla sem sáust í ratsjá og um borð í herflutningaskipinu 110 km út af Sado-eyju. Fjórar japanskar F-4 orrustuþotur voru sendar á vettvang og voru níu km frá sovézku flugvélinni þegar hún hrapaði. Hin sovézka flugvélin hringsól- aði yfir svæðinu í eina og hálfa klukkustund eftir slysið. Samsæri gegn Mugabe uppvíst Salishury. 27. júni. AP. SAMSÆRI hægrisinnaðra hvítra manna um að myrða Roberto Mugabe forsætisráðherra og erlenda leiðtoga við sjálfstæðistöku landsins var bælt niður að sögn öryggismálaráðherra Mugabe, Emmerson Mnangagwa, í dag. Hann sagði að samsærið hefði verið bruggað í Suður- Afríku, en vildi ekki saka ríkis- stjórn málsins um að vera viðriðin -málið. Hann sagði að fulltrúum Suður-Afríkustjórn- ar hefði verið skýrt frá samsær- inu í dag, en engin mótmæli voru borin fram. Mnangagwa sýndi ýmis vopn og sprengiefni er fundizt hefði í vöruflutningabifreið sem hefði komið til landsins frá Suður- Afríku — þar á meðal sovézk smíðaðar SAM-7 loftvarnaeld- flaugar og Claymore-jarð- sprengjur smíðaðar í Banda- ríkjunum. Ráðherrann sagði að starfs- menn öryggismála hefðu komizt á snoðir um samsærið og fundið vopnin aðfaranótt sjálfstæðis- tökunnar 18. apríl. Hann neit- aði að svara því hvort einhverj- ir hefðu verið handteknir, en sagði að mennirnir sem komu með vörubílnum hefðu verið hvítir. Óljóst er hvers vegna hann lét tvo mánuði líða áður en hann sagði frá samsærinu, en tilkynning hans fylgir í kjölfar nær daglegra staðhæfinga Mug- abe um að stjórn hans sæti árásum frá ýmsum aðilum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.