Morgunblaðið - 28.06.1980, Síða 2

Morgunblaðið - 28.06.1980, Síða 2
2 MORGUNBLAÐÍÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ1980 UnniA að slökkvistarfi í Heiðmörk i gær. Ljósm. Júlíus. ELDUR 1 MOSA í HEIÐMÖRK ELDUR kom í gær upp í mosa austast í Heiðmörk og vann Slökkvilið Reykjavíkur ásamt starfsfólki Skógræktar Reykja- víkur að því að ráða niðurlögum eidsins. Eldurinn mun hafa kviknað vegna þess að barn fór ógætilega með eldspýtur en mos- inn er þarna skraufþurr. Engar skemmdir urðu á skógi vegna þessa elds en mosi á svæði, sem er um 40 metrar á hvorn veg brann. Slökkviliðið var kallað út rétt eftir klukkan tvö og fóru menn með tvo siökkvibíla upp í Heið- mörk en þar sem eldurinn var á svæði, sem var töluvert frá veginum, var ekki hægt að koma bílunum að því. Starfsfólk Skógræktarinnar var á staðnum, þegar eldurinn kom upp og vann það að slökkvistarfinu ásamt slökkviliðsmönnunum. Grafnir voru skurðir umhverfis svæðið og á sjötta tímanum fóru slökkviliðsmenn af staðnum en starfsfólk Skógræktarinnar varð eftir til að gæta þess að eldurinn breiddist ekki út. Fóðurbætisskatturinn Bóndi með 30 kýr þarf að greiða 1 milljón á mánuði Ræða skatt- inn við ráðherra ALIFUGLA- og svínabændur áttu í gær fund með fram- kvæmdanefnd Framleiðsluráðs landhúnaðarins til að ræða hugs- anlegar endurgreiðsiur til þeirra á nýálögðum fóðurbætisskatti. Engar formlegar tillögur komu fram á þessum fundi en Pálmi Jónsson landbúnaðarráðherra, hefur áður lýst því yfir að hann telji rétt að endurgreiða framleið- endum eggja, kjúklinga og svína- kjöts hluta skattsins en þó ekki þann hluta, sem svarar til niður- greiðslna Efnahagsbandalagsins á fóðrinu. Alifugla- og svínabændur eiga í dag fund með Pálma Jónssyni, landbúnaðarráðherra og á þriðju- dag er fyrirhugaður fundur í Framleiðsluráði landbúnaðarins, þar sem þetta mál verður til umræðu. INNLENT BÓNDI með 30 kýr í fjósi, sem hafa um 20 kg nyt og fá daglega 6 kg af kjarnfóðri, þarf að nota 5,4 tonn af fóðurblöndu á mán- uði. Sé tekið dæmi af svonefndri B-kúafóðurblöndu kostuðu þessi 5,4 tonn fyrir álagningu 200% fóðurbætisskattsins bóndann 799 þúsund krónur en eftir að skatt- urinn var lagður á kosta þau hann 1.831 þúsund krónur. Þessi mjólkurframleiðandi þarf því að greiða vegna fóðurbætisskattsins 1 milljón og 32 þúsund krónur og hefur kostnaður hans vegna fóð- urbætiskaupanna aukist um 129%. óvíst er hversu mikið þessi bóndi kann að draga úr fóður- bætisgjófinni í kjölfar fóðurbæt- isskattsins. Þessar upplýsingar fékk Morg- unblaðið hjá Sigurði Á. Sigurðs- syni hjá Innflutningsdeild SÍS í gær. Sé tekið dæmi um hækkun á einstökum fóðurvörutegundum vegna álagningar fóðurbætis- skattsins hækkar verð á hverju tonni af íslenskri A-kúafóður- blöndu, köggiaðri og sekkjaðri, úr 15.000 kr. í 333.900 kr. eða um 126%. Dönsk A-kúafóðurblanda, köggluð og sekkjuð, hækkar úr 131.200 kr. í 373.100 kr. tonnið eða um 185%. Danskt svínaeldisfóður 16% hækkar frá SÍS úr 147.300 kr. tonnið í 391.900 eða um 166% en danskt heilfóður 13% fyrir hænsni hækkar úr 158.300 kr. tonnið í 409.300 kr. eða um 159%. Sem kunnugt er hefur verið rætt um að endurgreiða svína- og alifuglabændum hluta fóðurbætis- skattsins en landbúnaðarráðherra hefur lýst því sem skoðun sinni að ekki beri að endurgreiða þeim þann hluta skattsins, er svarar til Telpa fyrir bíl LAUST eftir hádegi í gær var 11 ára telpa fyrir bíl á gatnamótum Bræðraborgarstígs og Sólvalla- götu. Telpan var á reiðhjóli og hjólaði vestur Sólvallagötu og lenti fyrir bíl, sem kom norður Bræðraborgarstíg. Telpan meidd- ist á höfði og fæti. niðurgreiðslna Efnahagsbanda- lagsins á fóðrinu. Sé tekið dæmi af dönsku svínaeldisfóðri, sem hækk- ar við 200% fóðurbætisskattinn úr 147.300 kr. í 391.900 kr., má ætla að ef sá hluti skattsins sem er umfram niðurgreiðslurnar verði endurgreiddur kosti tonnið af svínafóðrinu um 210 þúsund krón- ur. Nemur hækkunin þá 43% en Eins og fram hefur kom- iö í fréttum samþykkti rík- isstjórnin nokkra hækkun á brauðinu á fimmtudag, en bakarameistarar telja þær hækkanir ganga of skammt. Franskbrauð kostar nú 228 krónur, en samkvæmt ákvörðun ríkis- gera má ráð fyrir að hún kunni að hafa áhrif á verð á afurðum alifugla og svína. Meðal bænda hafa heyrst áhyggjuraddir um að erfiðleikar kunni að skapast við greiðslu á fóðurbæti eftir álagningu skatts- ins. Fyrirhugað mun að veita fóðurseljendum þriggja mánaða gjaldfrest á fóðurbætisskattinum stjórnarinnar myndi franskbrauð hækka í 260 krónur. Bakarameistarar vilja hins vegar að verðið verði 303 krónur. Normal- brauð færi úr 200 krónum í 220 krónur ef farið verður en reglugerð um það efni lá ekki fyrir í gær. Óvíst er, hvort veittur verður 3 eða 6 mánaða greiðslu- frestur á skattinum á svonefndu hafíssvæði, sem nær frá Horni austurum að Hornafirði, en á þessu svæði er heimilt að flytja inn fóðurvörur með 6 mánaða gjaldfresti erlendis. Fram að þessu hafa lán sem þessi verið vaxtalaus. Almennt fá bændur 45 daga greiðslufrest á fóðurvöruút- tektum sínum eða 1 mánuð og það sem eftir er af úttektarmánuðin- um. Greiðslufresturinn er þó mis- langur eftir viðskiptafyrirtækjum. í sumar hefur verið innheimt svonefnt innvigtunargjald á mjólk og er það nú 16 krónur á lítir en hækkar 1. júlí n.k. í 28 kr. á lítir. Gunnar Guðbjartsson, fram- kvæmdastjóri Framleiðsluráðs landbúnaðarins sagði í gær, að ætlunin væri að innheimta þetta gjald áfram, þar sem enn væri með öllu óljóst hversu miklar tekjur fengjust af fóðurbætis- skattinum. eftir samþykkt stjórnvalda, en í 272 krónur fái bakara- meistari að ráða. Seytt rúgbrauð kostar nú 250 krónur, en hækkaði í 274 krónur samkvæmt sam- þykkt ríkisstjórnar, en yrði 302 krónur samkvæmt hækkun bakarameistara. Skákmeistar- arnir áttu undir högg að sækja HELGARSKÁKMÓT hófst á hót- elinu í Borgarnesi siðdegis í gær og meðai 28 þátttakenda eru margir af sterkustu skák- mönnum íslendinga. Tveir þeirra fengu óvænta mótspyrnu í fyrstu umferðinni frá tveimur 13 ára Bolvikingum, bráðefnilegum skákmönnum. Þannig mátti Frið- rik ólafsson gera sér að góðu jafntefli við Halldór Einarsson og Margeir Pétursson varð að sætta sig við jafntefli í skák sinni við Július Sigurjónsson. í dag verða tefldar tvær um- ferðir og hefst sú fyrri klukkan 9. Á morgun verða siðustu tvær umferðirnar tefldar, sú fyrri klukkan 8.30, en sú síðari klukkan 14. Teflt er eftir Monrad-kerfi og má því búast við mörgum spenn- andi skákum í dag og á morgun. Það er tímaritið Skák, sem gengst fyrir þessu móti eins og öðrum helgarskákmótum, sem haldin verða í sumar. Portisch vill ekki tefla hér BLIKUR eru nú á lofti varð- andi skákeinvigi þeirra Lajos Portish og Roberts Húbners, sem halda átti i Kópavogi i næsta mánuði. Portisch hefur lýst sig mótfallinn því að tefla á íslandi og setur einkum fyrir sig, að Guðmundur Sig- urjónsson, aðstoðarmaður Húbners, verði á heimavelli og eigin ókunnugleika á landinu og öllum aðstæðum hér. Portisch hafði sjálfur mest- an áhuga á að einvígið færi fram á Spáni, en þar sem enn hefur ekki tekizt að finna stað fyrir keppnina, hefur Portish verið að kanna möguleika á að tefla á Ítalíu. Enn er ekki útséð um hvort tekst að finna stað undir keppnina þar, en Friðrik Ólafsson, forseti FIDE, hefur gefið Portish og hans mönnum frest fram yfir helgi. Fari svo að Portish finni ekki stað undir keppnina, sem Hubner getur sætt sig við, kemur málið til kasta Friðriks Ólafssonar á ný. Dr. Ingimar Jónsson formaður Skáksam- bands íslands, sagði í gær, að undirbúningi fyrir einvígið hefði verið hætt fyrir nokkru. r- Fari svo, að Islendingum verði á ný boðið að halda mótið, verður staðan skoðuð upp á nýtt og alls ekki er víst, að SÍ verði þá tilbúið að halda mótið, sagði Ingimar. Sáttafundur á mánudaginn „ÉG reikna með að launaliðirnir, eins og aðrir þættir, verði ræddir bæði milli ríkisstjórnarflokkanna og við þá BSRB-menn fljótlega eftir helgina," sagði Ragnar Arnalds, fjármálaráð- herra, er Mbl. spurði hann, hvort unnið væri að nýju tilboði varðandi launaliði í samningaviðræðum við BSRB, en næsti fundur með sátta- semjara er boðaður klukkan 16 á mánudaginn. Haraldur Steinþórsson formaður sjömannasamninganefndar BSRB, sem fer með kjaramálin, sagði í samtali við Mbl. í gær, að nefndin væri að vinna að ýmsum smærri atriðum, en stærri málin hefðu ekkert verið rædd milli aðila síðustu dagana. Mbl. spurði Harald, hvort og þá hvaða áhrif staðan í samningamálum VSÍ og ASÍ hefði á samningamál BSRB. „Ég veit það bara ekki,“ svaraði Haraldur. „ Hún þarf ekki að hafa nein áhrif. Við getum út af fyrir sig samið hennar vegna, ef grundvöll- ur er til samninga. En þegar við erum ekki farnir að ræða þessi meiriháttar mál, þá er útilokað að leggja eitthvert mat á málið." 14% „gengisaðlög- un“ á 3 mánuðum 28. MARS kostaði hver banda- í dag 28. júní kostar einn ríkjadollar kr. 415,20 en 30. bandaríkjadollar kr. 473,60. Á mars kostaði hver dollar kr. innan við viku hefur gengið sigið 429,70. Breytingin er 3,5%. Síð- um tæp 2%. an þá hefur gengi islensku , , , . , , . krónunnar sigið jafnt og þétt Á þremur manuðum hefur þvi gagnvart bandaríkjadollar, og ^engi íslensku krónunnar gagn- var verðið á dollarnum komið í vart bandaríkjadollar fallið um kr. 465.00 23. júní. rúmlega 14%. Enn óljóst hversu mikið brauð hækka BAKARAMEISTARAR halda félagsfund á sunnudaKskvöld þar sem fjallað verður um þá beiðni stjornvalda, að bakarar falli frá ákvörðun sinni um hækkun verðs svonefndra vísitölubrauða án samþykkis ríkisstjórnarinnar. Stjórnvöld munu vera tilbúin að koma til móts við ýmsar óskir bakarameistara og er ekki ólíklegt að ákvörðun bakarameistara um allt að 39% hækkun brauða verði a.m.k. frestað um sinn. \ ..

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.