Morgunblaðið - 28.06.1980, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 28.06.1980, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ1980 Hlutur vist- manna á Ránargötu 6 VEGNA greinar sem birtist í Mbl. á fimmtudaginn var (26. júní) og ber yfirskriftina: verndarheimili fyrir áfengissjúklinga, leyfir ég mér að biðja Mbl. fyrir eftirfar- andi línum: I greininni er rætt um Líknarfé- lagið Skjöld. — Orðrétt er sagt: Félagið hefur nú gert 30 áfengis- sjúklinga að nýtum þjóðfélags- þegnum, í stað þess að vera verulegur baggi á samfélaginu o.s.frv." Undirritaður er einn af 20 mönnum, sem nú búa í húsinu Ránargötu 6 og 6A. Ég hefi búið þar nú samfellt síðan 6. janúar 1979. • Mér þykir hlutur áfengissjúkl- inga í nefndri grein, vera gerður heldur ómerkilegur. Engu líkara, en að það sé einhver maður eða menn, sem sitja við takkaborð við það að gera einhverja menn, að því sem þeir vilja. — Hlutur áfengissjúklinganna hlýtur þó að skipta miklu máli, — þeirra eigin vilji til þess að læknast. Afengissjúklingar, sem notið hafa hjálpar líknarfélagsins á einn eða annan hátt munu trúlega aldrei fá það fullþakkað. — En ef fara á að nefna einstök nöfn þeirra manna og kvenna, sem þar hafa lagt hönd á plóginn, þá yrði sá nafnalisti ekki bundinn við eitt nafn heldur mörg nöfn. Þetta er ekki sagt til þess að gera lítið úr framlagi hvers og eins (með tilliti til forsetakosninganna) heldur til þess að benda á að hér unnu margir að því að koma miklu mannúðarmáli í höfn. Að endingu vil ég þakka Skjald- arfóiki fyrir hjálpina og húsa- skjólið. Gunnar Friðleifsson Sjónvarp kl. 15.00 Iþróttahátíðin í Laugardal Á dagskrá sjónvarps kl. 15.00 er bein útsending frá Íþróttahátíðinni í Laugardal. Um 10 þúsund þátttakendur frá öllum sérsamböndum ÍSÍ koma fram á þessari íþróttahátíð. Hátíðin á að gefa mynd af fjölbreytni íþróttalífsins í landinu og verða yfir 20 íþróttagreinar á dagskrá. Eru það bæði sýningar- og hópíþróttir og einnig keppnisíþróttir. Auk mikils fjölda íslenskra íþróttamanna og fimleikafólks, kemur 150 kvenna fimleikasveit frá Noregi í heimsókn og sýnir á hátíðinni. Árið 1970 var haldin íþróttahátíð hér á landi með svipuðu sniði og var þá þegar ákveðið að halda þessa að 10 árum liðnum. Kynnir er Bjarni Felixson. Hljóðvarp kl. 20.30: Hestamennska Á dagskrá hljóðvarps kl. 20.30 er þátturinn „Það held ég nú“ í umsjá Hjalta Jóns Sveinssonar. Morgunblaðið hafði samband við Hjalta og var hann inntur eftir efni þáttarins. „Að þessu sinni verður eingöngu fjallað um hestamennsku í þættinum", sagði Hjalti. „Ég ræði um hesta og hestamennsku við þá Eyjólf ísólfsson og Kristján Birgisson, starfsmenn Hestamiðstöðvar- innar í Dal, Mosfellssveit. Síðan tala ég við Berg Haraldsson um ferðalög á hestum og mun hann fara með nokkrar vel valdar hestavísur. Einnig slæ ég á þráðinn til Stykkishólms og ræði þar við Leif Jóhannesson um fjórðungsmót hestamanna sem verður á Kaldármelum 3.-6. júlí.“ Sjónvarp kl. 22.00: Billy the Kid Á dagskrá sjónvarps kl. 22.00 er bandaríska kvikmyndin „Vinstrihandarskyttan" sem var gerð árið 1958. Paul Newman fer með aðalhlutverkið. Morgun- blaðið hafði samband við þýð- anda myndarinnar, Jón O. Edwald, og sagði hann meðal annars. „Þessi mynd fjallar um útlagann fræga, Billy the Kid, — en í þessari mynd leikur ekki um hann sá dýrðarljómi sem maður á annars að venjast. Billy hefur svo sannarlega notið þess að fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla. — Myndin ger- ist á nýbyggjatímanum, tíma hinna hefðbundnu „vestra", en í þessari kvikmynd virðist mér að reynt sé að draga sannleikann fram í dagsljósið og sýna ástandið eins og það var á þessum tímum." Myndin er ekki við hæfi barna. Útvarp Reykjavík L4UG4RD4GUR 28. júní MORGUNINN 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. 7.10 Leikfimi. 7.20 Bæn. 7.25 Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 8.00 Fréttir. Tónleikar. 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Dagskrá. Tónleikar. 8.50 Leikfimi. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.30 óskaiög sjúklinga. Krist- in Sveinbjörnsdóttir kynnir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. 11.20 Að leika og lesa. Jónína H. Jónsdóttir stjórnar barna- tíma. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tiikynningar. SÍODEGIO 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar. 14.00 I vikulokin. Umsjónar- menn: Guðmundur Árni Stef- ánsson. Guðjón Friðriksson, óskar Magnússon og Þór- unn Gestsdóttir. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Vissirðu það? Þáttur í léttum dúr fyrir börn á öllum aldri. Fjallað um stað- reyndir og leitað svara við mörgum skrítnum spurning- um. Stjórnandi: Guðbiörg Þórisdóttir. Lesari: Arni Blandon. 16.50 Síðdegistónleikar. Grig- ori Feigin og Sinfóniuhljóm- sveit Moskvuútvarpsins Ieika Fiðlukonsert í d-moll op. 44 eftir Nicolaj Miask- ovsky; Alexander Dimitrieff stj./ Rcnata Tebaldi og Mar- io del Monaco syngja tvo dúetta úr óperunni „Aida“ eftir Verdi með hljómsveit Santa Cecilia-tónlistarskól- ans í Róm; Alberto Erede stj. 17.50 Líkamsrækt ,og tilbúið megrunarfæði. Ásta Ragn- heiður Jóhannesdóttir talar við Svövu Svavarsdóttur Magnúsdóttur ballettkenn- heilsuræktarþjálfara, Báru ara og dr. Laufeyju Stein- LAUGARDAGUR 28. júni 15.00 Íþróttahátíðin í Laug- ardal. Um 10 þúsund þátttakend- ur frá öllum héraðs- og sérsamböndum ÍSÍ koma fram á þessari iþróttahát- íð, sem á að sýna fjöl- breytni íþrottalífsins í landinu og verða yíir 20 íþróttagreinar á dagskrá. bæði sýningar- og hóp- íþróttir og keppnisiþróttir. Auk hins óvenjumikla fjölda islenskra íþróttamanna og fimleika- fólks kemur 150 kvenna fimleikasveit frá Noregi í heimsókn og sýnir á hátíð- inni. Árið 1970 var haldin íþróttahátið hér á landi með svipuðu sniði og var þá þegar ákveðið að halda þessa að 10 árum liðnum. Bein útscnding. Kynnir Bjarni Felixson. 18.30 Fred Flintstone í nýjum ævintýrum. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. 18.55 Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Shelley. Gamanþáttur. Þýðandi Guðni Kolbeins- son. 21.00 Dagskrá frá Listahátið. 22.00 Vinstrihandarskyttan. s/h (The Left Handed Gun) Bandarískur „vestri“ frá árinu 1958. Aðalhlutverk Paul Newman. Myndin fjailar um útlag- ann fræga, Billy the Kid. Þýðandi Jón O. Edwald. Myndin er ekki við hæfi ungra barna. 23.40 Dagskrárlok. grímsdóttur. Áður útv. 2. f.m. 18.15 Söngvar í léttum dúr. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. KVÖLDID 19.00 Fréttir. Tiikynningar. 19.35 „Babbitt“ saga eftir Sin- clair Lewis. Sigurður Ein- arsson þýddi. Gísli Rúnar Jónsson leikari les (30). 20.00 Harmonikuþáttur. Sig- urður Alfonsson kynnir. 20.30 Það held ég nú! Þáttur með blönduðu efni í umsjá Hjalta Jóns Sveinssonar. 21.15 Hlöðuball. Jónatan Garð- arsson kynnir ameríska kúr- eka- og sveitasöngva. 22.00 1 kýrhausnum. Umsjón: Sigurður Einarsson. 22.15 Veðurfrcgnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.35 Kvöldlestur: „Auðnu- stundir“ eftir Birgi Kjaran. Höskuldur Skagfjörð les (2). 23.00 Danslög. (23.45 Fréttir). 01.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.