Morgunblaðið - 28.06.1980, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ1980
Höfnin, Amsterdam.
Dönsk
■ Sem stendur er sýning á
danskri grafík í Norræna hús-
inu, það er að segja á göngum
uppi. Þarna eru tveir listamenn
á ferð, sem báðir kunna vel til
verka og vita hvað þeir eru að
gera. Báðir hafa einnig skrifað
bækur og lýst. Annar þeirra
mun rekja ættir sínar allar
götur til Islands, og á ég þá við
hinn kunna listamann Sven Hav-
steen-Mikkelsen. Hann er ann-
ars gamalkunnur hér á landi,
eftir að hafa myndskreytt ágæta
íslandsbók eftir þann merka
mann Martin A. Hansen. En svo
langt man ég, að okkur hér á
landi þóttu það góð tíðindi, er sú
bók kom á markað. Sven Hav-
steen-Mikkelsen sýnir þarna á
göngum Norræna hússins 30
litografíur.
Hinn listamaðurinn, sem í
hlut á er Kjeld Heitoft, og hann
er ekki eins þekktur hérlendis og
félagi hans. Hann sýnir 19
myndir gerðar með þurrnál og
stendur sig ágætlega. Þeir félag-
ar hafa hvor sinn háttinn á, en
aðferðir beggja flokkast undir
grafík. Það er skemmtilegt, að
einnig Kjeld Heltoft hefur gert
myndir í bækur og ritað um
myndlist H.C. Andersens, svo að
eitthvað sé til nefnt. Það er
annars óþarft að telja hér fram
kosti þessara manna. Lífshlaup
þeirra er skilmerkilega fram
talið í sýningarskrá, og geta allir
þeir, sem koma í Norræna húsið
kynnt sér það.
Það vill svo til, að ég þekki
svolítið til myndgerðar Sven
Havsteen-Mikkelsen úr ágætum
bókum, sem hann hefur mynd-
skreytt, og ég hafði mikla
ánægju af að sjá þær litografíur,
er hann sýnir. Ég hafði einkum
og sér í lagi ánægju af þeim
myndum, er tengjast Grænlandi,
og einnig mætti nefna það hér,
að mér finnast þessi verk vera
sérlega dönsk í eðli sínu. Það er
raunverulega viss skóli í mynd-
list Evrópu, sem hér er á ferð og
Iöngum hefur verið á döfinni hjá
Dönum. Það má einnig finna
áhuga þessarar myndgerðar hér
hjá okkur. Því ætti þetta að
grafík
koma kunnuglega fyrir sjónir, en
það hvorki rýrir né bætir þessi
verk í sjálfu sér. Sven Hav-
steen-Mikkelsen hefur örugga
hönd á blýantinum, er hann
frjálslega fer með fyrirmyndir
og skapar skemmtileg og hógvær
verk í grafík sinni.
Kjeld Heltoft er nokkuð ólíkur
félaga sínum í þurrnálarmynd-
um þeim, er hann sýnir. Þær eru
mjög gott handverk, og sumar
hverjar erú eins og þrungnar
óvissu og duttlungum mannlífs-
ins. Hann er húmanisti, sem
kann að nota listgrein þannig, að
ekkert verði nema gott um hana
sagt. Ég man ekki eftir að hafa
séð myndir eftir Heltoft áður, en
ég skal fúslega játa, að ég hafði
ánægju og yndi af öllum mynd-
um Heltofts.
Myndllst
eftir VALTÝ
PÉTURSSON
Þetta er í heild skemmtileg
sýning og hefði að mínu viti
mátt hafa meira olnbogarúm.
Það er varhugavert að sýna of
mikið á göngunum þarna í Nor-
ræna húsinu, og ég er viss um, að
betur hefði farið um sumar
þessar myndir, ef ekki hefði
verið eins setinn bekkurinn og
raun ber vitni. Þá verður þetta
ekki lengra að sinni, og ég þakka
fyrir ágæta stund í samveru með
verkum eftir tvo listamenn, sem
gaman var að komast í snertingu
við, eða réttara sagt í snertingu
við verk, sem lofa meistarana.
Hafi þeir félagar báðir þökk
fyrir þessa sýningu og vonandi
lætur fólk þetta ekki fara ÍFam-
hjá sér. Ágætur viðbætir á
Listahátíð.
Eiriksfjörður (nótt).
Nær allir hjúkrunarforstjórar á landinu sóttu stjórnunarnámskeiðið. Út við gluggann standa Ingibjörg R.
Magnúsdóttir deildarstjóri og prófessor Margaret E. Hooton frá Kanada. í fremstu röð f. v.: Pálfna
Sigurjónsdóttir, Heilsugæslustöðinni i Asparfelli i Rvik. Sigriður Ingvarsdóttir, Sjúkrahúsinu Hvammstanga,
Unnur Gigja Baldvinsdóttir, Heilsugæslustöð Vestmannaeyja, Ragnheiður Árnadóttir. Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri, Arnheiður Ingólfsdóttir, Sjúkrahúsi Keflavikur, Guðrún Guðnadóttir, Kleppsspitalanum, Ida
Atladóttir Kleppsspitalanum, Guðrún Marteinsson St. Jósepsspitala, Landakoti.
2. röð: Dagbjört bórðardóttir, Reykjalundi, Bergljót Lindal, Heilsuverndarstöð Reykjavikur, Anna Guðrún
Jónsdóttir, Kristneshæli, Guðlaug Sigmarsdóttir, Sjúkrahúsinu á Húsavik, Steinunn Sigurðardóttir, Sjúkrahúsi
Akraness, Ásthildur Einarsdóttir Sjúkrahúsi Akraness, Konný Kolbrún Kristjánsdóttir, Heilsuverndarstöð
Akureyrar.
3. röð: Sigriður Þorvaldsdóttir, Heilsugæslustöðinni í Árbæ, Sigurveig Georgsdóttir, Heilsugæslustöð Flateyrar,
Jóhanna Brynjólfsdóttir Heilsugæslustöð Suðurnesja. Hrefna Jóhannsdóttir, Landspftalanum. Bjarney
Tryggvadóttir, Vifilsstöðum, Kristjana Ragnarsdóttir, Sjúkrahúsi Selfoss, Selma Guðjónsdóttir, Sjúkrahúsinu i
Vestmannaeyjum, Kristún Guðmundsdóttir, Sjúkrahúsinu ísafirði, Sigurlin Gunnarsdóttir, Borgarspitala,
Vigdis Magnúsdóttir Landspitalanum, Hanna Maria Gunnarsdóttir, Borgarspitalanum.
4. röð: Helga Sigurðardóttir, Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum. Þuriður Ingimundardóttir, Sólvangi i Hafnarfirði,
Gunnhildur Sigurðardóttir St. Jósepsspitala Hafnarfirði. Rannveig Þórólfsdóttir Hrafnistu, Sveinfriður
Sigurpálsdóttir, Sjúkrahúsinu á Blönduósi og Svala Bjarnadóttir, Sjúkrahúsi Siglufjarðar. Á myndina vantar
Elisabetu Ingólfsdóttur, Borgarspitala og Guðrúnu Sigurðardóttur Fjórðungssjúkrahúsinu á Neskaupstað.
Hér standa
framan við
viskufuglinn.
ugluna þær
próf. Marga-
ret Hooton frá
McGill Háskóla,
sem kennir
hjúkrunar-
fræðingunum
stjórnunarfrseði
og Ingibjörg
R. Magnús-
dóttir, deildar-
stjóri i hoil-
brigðisráðun-
eytinu, sem
er námskeiðs-
stjóri.
Ljósm. Ol.K.
Mag.
Stjórnendur hjúkrun-
ar sitja á skólabekk
Um leið og heilsugæsla hverskonar batnar og verður
meiri og tækniþróun vex á sviði læknisfræði, vex
tilkostnaður og umfang þjónustunnar svo hratt, að
allar þjóðir — jafnvel þær rikustu — sjá sig tilneyddar
að leita eftir því að koma þessari mikilvægu þjónustu
betur fyrir. Þar hafa stjórnendur hjúkrunar stóru
hlutverki að gegna. Flestir þeir, sem hafa slíka stjórn á
hendi i sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum um allt
land, hafa setið tvær vikur á námskeiði um stjórnun,
sem heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið og námsbraut í
hjúkrunarfræði i Háskóla Islands efndu til. Þetta er í
annað sinn, sem slíkt námskeið er haldið og áhugi
hjúkrunarforstjóranna er slíkur að 34 voru þar mættir,
en aðeins stjórnendur hjúkrunar í 2 sjúkrahúsum og 3
heilsugæslustöðvum úti á landi sáu sér ekki fært að
koma. Þarna voru hjúkrunarforstjórar frá stærstu
sjúkrahúsunum, svo sem Landspitala og Borgarspítala,
jafnt sem þeir er stýra hjúkrunarstörfum á 30 rúma
spitölum.
Til fyrirlestrahalds á námskeið-
inu var fenginn prófessor Marga-
ret Hooton frá MacGiIl háskólan-
um í Kanada, sem er hér nú í
fjórða skiptið við kennslu í hjúkr-
unarfræði í Háskólanum. Að af-
loknu þessu námskeiði ætlar hún
að dvelja mánuð við endurskoðun
á námsefni í hjúkrunarfræði með
viðkomandi námsefni.
Ingibjörg R. Magnúsdóttir,
deildarstjóri í heilbrigðisráðu-
neytinu og námsbrautarstjóri
H.I., sem var frumkvöðull þessa
námskeiðs og stjórnar því, sagði
Margaretu Hooton mikinn hval-
reka fyrir hjúkrunarmenntun hér.
Hún kvaðst hafa leitað til Ottawa
um aðstoð fyrir 6 árum vegna
kennslu í stjórnun við námsbraut-
ina í Háskólanum. Ráðuneytið
kanadíska sendi Margaretu til
íslands og greiddi fyrir tvær
fyrstu ferðir hennar, en McGill
háskólinn launin hennar. í þetta
skiptið er hún hér í 3 mánuði,
alveg á vegum H.í.
Um tilefni þessa stjórnunar-
námskeiðs fyrir hjúkrunarfor-
stjóra sagði Ingibjörg: — Við
vildum að hjúkrunarforstjórarnir,
sem bera hitann og þungann af
hjúkrunarþjónustunni í landinu
og þá um leið rekstri heilbrigðis-
stofnana, gætu notið fræðslu þess-
arar menntuðu konu. Það vakti
líka fyrir okkur að kynna fyrir
þessum stjórnendum hjúkrunar