Morgunblaðið - 28.06.1980, Síða 15

Morgunblaðið - 28.06.1980, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ1980 15 Matthías Bjarnason: Höldum á lofti okkar baráttufána og vinnum að sigri Péturs Thorsteinssonar íslenska þjóðin velur sér forseta á sunnudaginn kemur. Þetta er í þriðja skiptið í 36 ára sögu lýðveld- isins, sem þjóðin á að velja á milli manna í æðsta embætti landsins. I fyrstu kosningum, sem fram fóru um val forseta, voru þrír frambjóð- endur, en þær kosnir.gar fóru fram 1952. Flokksstjórnir tveggja stærstu stjórnmálaflokka komu sér saman um að styðja sama frambjóðand- ann, valinkunnan sómamann, sem ekkert átti annað en gott skilið. Þó fór svo að hann náði ekki kosningu, þó litlu munaði, og var höfuðástæð- an talin vera sú, að mikill hluti þjóðarinnar taldi að við forseta- kosningar ætti ekki að draga menn í dilka eftir flokkspólitík. I næstu forsetakosningum, sem fram fóru 1969 dugðu flokksbönd harla lítið, og flestir fóru sínu fram, hvað sem líður viðhorfum til ákveðinna stjórnmálaflokka. Nú eigum við að velja á milli fjögurra frambjóðenda á sunnudag- inn kemur og er því ekki úr vegi að líta á hvernig umhorfs er í þeirri veröld, sem við lifum í, um leið og við lítum á ástand og horfur í okkar litla þjóðfélagi, og þau gífurlegu vandamál sem við er að glíma. Framfarir í vísindum og tækni hafa orðið ótrúlegar á síðustu áratugum. Menntun og framþróun menningar meðal hinna svokölluðu menningar- þjóða hefur fleygt fram. En þrátt fyrir allar þessar framfarir búa hundruðir milljóna íbúa jarðarinn- ar við fátækt, hungur og hörmung- ar. Grimmd, ágirnd, kúgun og hvers konar ranglæti er ekki minni nú en fyrir heilli öld. Milljónir manna eru ofsóttar, flýja lönd sín undan óvin- um sínum og kúgurum. Samtök þjóða heims mega sín lítils til að rétta þeim kúguðu og ofsóttu hjálp- arhönd. Þó megum við ekki gleyma því, að Sameinuðu þjóðirnar hafa gert gagn, en engan veginn það gagn, sem siðmenntaðir, friðsamir og friðelskandi menn gerðu sér vonir um, þegar þessi samtök voru stofnuð. I okkar landi eru þrátt fyrir góðæri liðinna áratuga, blikur á lofti. Það er óvenjulegt ástand í stjórnmálum þessa lands. Verð- bólgan flæðir yfir hindrunarlaust. Þeir sem minnst mega sín verða harðast úti. Samdráttur er í sölu afurða okkar, birgðir útflutnings- vöru hrannast upp og menn horfa með kvíða og töluverðri svartsýni til þess, sem framundan er. Ástand- ið á vinnumarkaðinum er lævi blandið, og í útflutningsframleiðsl- unni horfir til samdráttar og jafn- vel stöðvunar. Hvenær er meiri þörf að velja reyndan, vitran og hugrakkan hæfileikamann til for- seta ef ekki nú? Pétur Thorsteinsson er vaxinn upp úr íslenskum jarðvegi, þar þroskaðist hann til mennta, og gerði að lífsstarfi sínu að vera útvörður þjóðarinnar, kynna mál hennar, viðskiptahagsmuni, menn- ingu og sögu, bæði vestan hafs og austan. Hann varð síðar ráðuneyt- isstjóri í utanríkisráðuneytinu í nokkur ar. Enn vildi hann ryðja braut, sem áður var óþekkt að mestu. Hann hefur nú um nokkurt árabil verið sendiherra landsins meðal fjölmennustu þjóða heims í Asíu. Sú mikla óvissa og ófriðar- blikur, sem mest eru áberandi í heiminum hljóta að vekja í hverjum manni þá ábyrgð og skyldu að velja Matthías Bjarnason sjálfum sér og þjóðinni þann for- seta, sem hefur mestu og víðtæk- ustu reynslu í samskiptum víð frammámenn fjölda þjóða og ber um leið kunnugleika á lífskjörum, þörfum og hugsun fólksins sem byggir þessi lönd. Þá er mikils virði fyrir þjóðina og ríkisstjórnir, sem ráða hverju sinni, að eignast þjóð- höfðingja, sem býr yfir allri þessari þekkingu og hefur víðtæka reynslu á sviði utanríkisviðskipta og ger- þekkir markaðsmál fyrir flestar þær afurðir, sem við þurfum að selja til annarra þjóða. Það er nokkuð áberandi hjá sumu fólki að halda því fram, að forsetaembættið sé valdalaust og störf forsetans séu í reynd lítið annað en að halda veislur og að sýna sig við ýmis tækifæri. Það er skiljanlegt að fólk, sem á þennan hátt lýsir starfi og hlutverki forseta íslands telji, að ekki þurfi að gera kröfur til þess að forseti þurfi að hafa hliðstæða þekkingu og ég var að nefna að Pétur Thorsteinsson hefði. Þegar Pétur Thorsteinsson til- kynnti frámboð sitt í byrjun ársins, þá heyrði ég marga segja: „Við þekkjum hann ekki, því hann hefur verið svo lengi erlendis og sama og ekkert komið fram í sjónvarpi." Eftir því, sem Pétur hefur oftar komi fram í sjónvarpi og útvarpi og ferðast um landið, rætt við fólk á fundum og á vinnustöðum, þá hefur þetta hljóð gersamlega breyst. Ég hefi heyrt í mörgu fólki, og komið nokkuð víða í minni heimabyggð. Það er áberandi, að því nær sem dregur kosningunum vinnur Pétur gífurlega á. Við, sem styðjum Pétur Thor- steinsson í þessum forsetakosning- um gerum það vegna þess, að hann hefur marga þýðingarmikla kosti og reynslu í samskiptum sínum við aðrar þjóðir fram yfir keppinauta sína. Hann þorir að svara spurning- um fólks um skoðanir sínar, þó að þær skoðanir séu ekki í samræmi við það, sem allir stuðningsmenn hans óska. En hvers virði er maður, sem ekki þorir að segja hug sinn af ótta við að einhverjum kunni að mislíka? Hvernig getum við ætlast til þess, að við séum sammála og samstiga í Ollum skoðunum og áformum? Ríkisfjölmiðlarnir hafa alls ekki lagt sig nægilega vel fram að kynna forsetaframbjóðendur fyrr en nú, þegar lokasóknin er hafin. Skoðanakannanir síðdegisblað- anna voru snemma á ferðinni og má ekki líta á þær sem neinar stað- reyndir, en þó sýnir síðasta skoð- anakönnunin, sem annað síðdegis- blaðanna stóð fyrir, að sá frambjóð- andinn, sem er í langmestri sókn er Pétur Thorsteinsson. Nokkrir menn hafa að undan- förnu lætt því að fólki, að baráttan standi milli Guðlaugs og Vigdísar. Við, sem styðjum kosningu Péturs, látum það lönd og leið, hvort þeirra fái fleiri atkvæði. Okkar kappsmál er að Pétur fái sem allra flest atkvæði, og fleiri atkvæði en aðrir frambjóðendur. Einn frambjóðandinn segist vera eini sjálfstæðismaðurinn í kjöri, því telji hann að allt sjálfstæðisfólk eigi að kjósa sig. Síðar sagði hann, og raunar hafa allir frambjóðendur sagt, að þeir telji, að hver og einn eigi að kjósa eftir sannfæringu sinni. Og hvers vegna eiga sjálf- stæðismenn að kjósa þennan fram- bjóðanda þó hann sé flokksbundinn, eða réttara sagt, sé meðlimur flokksins? Sjálfstæðismenn kjósa eins og aðrir eftir sannfæringu sinni. Mér hefur orðið tíðrætt um Pétur, hæfileika hans og óbilandi traust, sem ég hef á honum sem manni og væntanlegum þjóðhöfð- ingja, en hann stendur ekki einn að hafa sér við hlið konu eins og Oddnýju, sem hefur fylgt honum og stutt í vandasömum störfum. Hún mun sóma sér með prýði sem húsfreyja á Bessastöðum og rækja skyldur sínar af dugnaði, trú- mennsku og þeirri reisn, sem er henni eðlileg og hefur jafnan fylgt henni. Hvort sem við erum stjórnmála- legir samherjar eða andstæðingar, þá höldum við á lofti okkar baráttu- fánum og vinnum af fullum krafti og sönnum drengskap að sigri Péturs Thorsteinssonar 29. júní undir kjörorðinu að láta raunsæi ráða gerðum okkar og kjósa þann, sem er öruggastur að kosningum loknum að verða forseti allrar þjóðarinnar, en ekki eingöngu þeirra, sem veittu honum brautar- gengi. Heill og hamingja fylgir gerðum þjóðarinnar 29. júní. Tökum öll þátt í íbrótta- hatíóinni Lokahátíð í Lokahátíð íþróttahátíðarinnar hefst kl. 19.30 á morgun sunnudag á Laugardalsvelli, og lýkur í Laugardalshöllinni kl. 2 e.m. með flugeldasýningu. — Kl. 19.30 Hornaflokkur Kópavogs undir stjórn Björns Guöjónssonar. Kl. 19.50 Hestaíþróttir: íslenzki hesturinn sýnir listir sýnar eins og honum einum er lagiö Kl. 20.10 Brimkló i öllu sínu veldi ásamt Björgvin og Pálma leika nokkur lög. Kl. 20.35 Fimleikasýning. Kl. 20.55 Fóstbrseöur syngja nokkur lög af sinni alkunnu snilld. Kl. 21.15 Vélhjólakeppni. Ungir vélhjólakappar leiöa saman hesta sína. Kl. 21.30 Knattspyrna atvinnumanna. Leikarar og alþingismenn keppa. Liöin skipa m.a.: Leikarar: Bessi Bjarnason, Randver Þorláksson. Qísli Rúnar, Gísli Alfreösson, Siguröur Skúlason. Guömundur Pálsson. Gísli Halldórsson, Þórhallur Slgurösson, o.fl. Alþingismenn: Ellert B. Schram, Friörik Sophusson, Árni Gunnarsson, Karvel Pálmason, Finnur Torfi Stefánsson, Siguröur Magnússon, Baldur Oskarsson og Jóhann Einvarös- son, o.fl. HVORT LIDIÐ SÝNIR BETRI LEIK? Kl. 22.00 Hátíöarslit. Kl. 22.00 Lokadansieikur. Hljómsveitin Brimkló og Björgvin Halldórsson ásamt Pálma Gunnarssyni. Kosningasjónvarp. Sjónvarpaö veröur á þremur stööum í Höllinni frá úrslitum forsetakosninþa. Kl. 02.00 Flugeldasýning.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.