Morgunblaðið - 28.06.1980, Síða 17

Morgunblaðið - 28.06.1980, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 1980 17 Magnús Finnbogason bóndi: Óumdeild- ur foringi Þegar ég leiði hugann að eðli og uppbyggingu starfs forseta ís- lands get ég ekki annað en orðið sammála Albert Guðmundssyni alþingismanni og forsetafram- bjóðanda í því að starfið er hápólitískt í eðli sínu. Hitt er annað mál, að ég tel að starfið sé þess eðlis, að það megi undir engum kringumstæðum verða flokkpólitískt. Mér finnst útilokað að þeir aðilar sem hafa helgað líf sitt pólitísku vopnaskaki í þágu einstakra flokka geti í einu vet- fangi upphafið fyrri fortíð og orðið hlutlausir dómarar yfir mönnum og málefnum. Fyrir mér fór eins og mörgum fleirum, að nafn Guðlaugs Þor- valdssonar varð ansi ofarlega í huga. Ég taldi þá og hefi sann- færst um siðan að hann væri sá maður sem líklegastur væri til þess að axla þessa byrði og valda henni. Það sem fyrst vakti athygli mína á Guðlaugi, var þegar hann hlaut yfirburða kosningu í rekt- orsstarf Háskóla íslands. Ég átti þess enga von, að jafn ungur maður og hann var þá, væri jafn óumdeildur foringi eins og kosn- ingin sýndi, en hitt er meira virði, að hann reyndist vandanum full- komlega vaxinn. Ég veit ekki hvort okkur er það öllum ljóst, að í hans rektorstíð varð veruleg stefnubreyting í málefnum Há- skólans, lagður var grunnur að tengingu náms á Háskólastigi við atvinnuvegi þjóðarinnar í miklu ríkara mæli en áður hafði tíðkast, þetta mun þeim mun meira metið sem lengra líður og árangur kem- ur í ljós. Að fá mann í forsetastól sem megnar að setja niður deilur og sameina þjóðina til átaka, það er hvorki meira né minna en lífs- nauðsyn okkar unga lýðveldi. Sá maður, sem slíkur hlutverki á að valda verður að gjörþekkja ís- lenska þjóðarsál, hann verður að þekkja af eigin raun lífsbaráttu til lands og sjávar, hann verður að geta komist milliliðalaust í beint samband við alþýðu þessa lands. Áskorun Undirritaður skorar á alla ætt- ingja og gamla kunningja á Aust- urlandi og víðar, að kjósa afreks- manninn Albert Guðmundsson og frú í embætti forseta á Bessa- stöðum. Með beztu kveðju til allra vina og ættingja. Sigurjón Jónsson, borgarstarfsmaður Asparfelli 8. (Lolli í Val) sem hann hefur til að bera komu vel fram þar, það kom mér því ekki á óvart, þegar hann hvað eftir annað hlaut viðurkenningu fyrir prúðmennsku í leik með liðum stórþjóðanna. Sá baráttuandi og drenglyndi hefur fylgt þessum afreksmanni síðan, og því fagna ég að hann gefur kost á sér í forsetakosning- unum. Við þurfum vandaðan, góðan dreng á Bessastaði. Ég þekki ekki aðra frambjóðendur og vil ekki að þessi orð séu skilin þannig að ég sé að veitast að þeim. En Albert geta menn treyst. Hann er bróðir í hverjum leik. Nú er síðari hálfleikur í þessari kosningabaráttu og ég vil hvetja félaga mína, unga og gamla, til að leggja sig alla fram. Þá vinnst sigur. Jónas Bjarnason lýst sér best í því að hann hefur verið forsvars- og baráttumaður fyrir þá sem minnst mega sín í okkar hörðu lífsbaráttu, sjúka og aldraða. Ég er sannfærður um að drengskapur hans og kjarkur til að taka á málefnum breytist ekki verði hann forseti íslands, heldur magnist þessir eiginleikar hans á þeim víða vettvangi, sem hið nýja embætti spannar. Ég hef hér að framan rætt lítillega um frama Alberts sem íþróttamanns og stjórnmála- manns, en þriðja atriðinu má ekki gleyma í þessari upptaln- ingu, en það er viðskiptavit hans og frami á því sviði. Ég held að það væri ómetanlegur styrkur fámennri þjóð okkar að hafa í embætti forseta mann, sem hefur vit á og opin augu fyrir viðskipta- hlið tilverunnar. Gæti hann, væri rétt á málum haldið, haft víðtæk áhrif í rétta átt. Ég sagði áðan að það hefði gustað af Albert sem stjórnmála- manni og íþróttamanni, og ég efast ekkí um að hann yrði litríkur starfsmaður í embætti forseta íslands. Ég heiti á alla þá, sem vilja hag þjóðarinnar beztan í komandi forsetakosningum, að kjósa Al- bert og Brynhildi til forseta- starfa. Séu kjósendur óráðnir, hugsi þeir sig vel um í kjörklefan- um, áður en þeir setja merki sitt fyrir framan nöfn annarra fram- bjóðenda. Megi Guð og gæfan gefa að Albert og frú Brynhildur verði næstu forsetahjón að Bessa- stöðum. MIKILVÆGUSTU SPURNINGAR LfFSINS Hvers vegna er heimsástandið slæmt? — Hvers vegna stríö? — Hvers vegna hallæri? — Hvers vegna sjúkdómar? — Átt þú sök aö máli? Islaivd fyrir Krist NÝTT — NÝTT — NÝTT Ljósastofa JSB OPNUM mánudaginn 14. júli glæsilega ljósastofu í nýjum húsakynnum aö Bolholti 6, 4. hæö. Við bjóðum upp á: hina viöurkenndu þýzku Sontegra ljósabekki, góÖa baðstöÖu með nuddsturtum frá Grohe. Saunabaö, setustofa. 7 daga kúrar Ath. verð aðeins 20 þús. Þeir sem þegar eiga pantaða tíma, staðfesti pantanir sínar sem fyrst. Hjá okkur skín sólinn allan daginn — alla daga. Líkamsræk tin Jassballettskóla Báru sími 83730.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.