Morgunblaðið - 28.06.1980, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ1980
Guðjón B. Ólafsson, framkvæmdastjóri í Bandaríkjunum:
„Barnaskapur að tala um að
leita nýrra markaðsmöguleika“
„ÉG fer ekkert dult með þá
skoðun mína, að ætli menn að
gera einhverjar breytingar á því
sölukerfi, sem ríkjandi er hér i
Bandaríkjunum, i þá átt, að
fjölga þeim aðilum. sem hér
vinna. þá er ég ekki í minnsta
vafa um það, að það verður
neikvæð niðurstaða á þvi. Um
það er ekki nokkur spurning.
Allt tal um að brjóta niður þessi
samtök, ef menn eru með það í
huga, er mjög varhugavert og
held ég að menn ættu að fara
varlega í að mynda sér skoðanir
á þvi, nema að mjög vel athug-
uðu máli,“ sagði Guðjón B.
ólafsson, framkvæmdastjóri Ice-
landic Seafood Corporation,
dótturfyrirtækis SÍS i Banda-
rikjunum i samtali við Morgun-
blaðið i fyrradag.
Erindi Morgunblaðsins við
Guðjón var að fá umsögn hans á
frétt í Tímanum í fyrradag um að
Bæjarútgerð Reykjavíkur hygðist
leigja í Bandaríkjunum frysti-
geymslur fyrir fisk til þess að
rýma til í frystigeymslum fyrir-
tækisins hér í Reykjavík. Jafn-
framt sagði í fréttinni, að útgerð-
arráð BÚR hafi falið fram-
kvæmdastjóra BÚR að leita
nýrra leiða í sölu á framleiðslu
fyrirtækisins.
Morgunblaðið spurði Guðjón,
hvort þetta gæti verið lausn á
vanda fyrirtækja hér heima, að
geyma fisk í Bandaríkjunum og
hvort slíkt myndi geta haft áhrif
á markaðinn. Hann svaraði:
„Þar sem ég er spurður að
þessu, vildi ég gjarnan fá að
koma því að, að mér finnst þetta
tal heima um vandamál frystiiðn-
aðarins, sölutregðu í Bandaríkj-
unum o. fl., sem ég hefi séð af
blöðum heima, sem berast mér
yfirleitt hálfs mánaðar gömul,
verulega villandi. Ég tel, að
frumorsök þess vanda, sem nú er
hjá frystihúsunum sé tilkominn
vegna þess að allt of mikill hluti
aflans kom á land á allt of
stuttum tíma á árinu. Ég held að
það sé afskaplega óhagkvæmt á
þrennan hátt. í fyrsta lagi neyðir
það fyrirtækin bæði heima og hér
til þess að taka á sig ónauðsyn-
legan og óeðlilegan geymslu- og
vaxtakostnað. 1 Oðru lagi, og m.a.
las ég það í viðtali við togaraskip-
Markaðurinn er
erfiður, en ekki
eins svartur og
ætla mætti af
lestri
íslenzkra blaða
stjóra, sem veit það betur en ég,
og mér fannst það mjög athygli-
vert, að hann lýsti furðu sinni á
því að sjómönnum væri leyft að
veiða ótakmarkað í janúar, febrú-
ar og marz, þegar veður væru
vond og kostnaður við útgerðina
verulega hár vegna skilyrða, en
síðan væri slegið á alla veiði á
sumrin, þegar aðstaða væri betri
og kostnaður lægri.
Þetta lýsir kannski vandamál-
inu bezt. Markaðurinn hér vestra
er þess eðlis, að við verðum að
hafa þessa vöru á boðstólum alla
12 mánuði ársins. Við getum ekki
farið til viðskiptavinarins og
sagt: Kauptu nú allt núna, af því
að það er búið að veiða svo mikið
heima og í næstu 7 mánuði höfum
við lítið sem ekkert handa þér. —
Markaðurinn hér og uppbygging
hans byggist á því að viðskipta-
vinurinn geti treyst okkur, þegar
þeir nota vöruna og það gerir
hann allt árið.
Það er því búið að búa til
þennan mikla vanda, fyrst og
fremst með því demba öllu þessu
magni af þorski á land á þessum
stutta tíma ársins. Það er mesti
hluti vandans. Hitt er svo líka
staðreynd, að við verðum því
miður að beygja okkur fyrir í bili,
að efnahagsástand almennt í
Bandaríkjunum hefur leitt af sér
samdrátt á bókstaflega öllum
sviðum. Það er nú ljóst öllum, að
það hefur orðið umtalsverður
samdráttur í bílaiðnaðinum. Það
hefur leitt til umtalsverðs sam-
dráttar í stálvinnslu og er talið að
einn af hverjum 6 eða 7 vinnandi
mönnum í Bandaríkjunum hafi
atvinnu beint eða óbeint af þess-
um aðalatvinnuvegi landsmanna,
stál og bílaiðnaði og nú í maí-
mánuði var talið að um það bil
ein milljón manna hafi misst
atvinnuna. Þetta þýðir samdrátt
á öllum sviðum. Það hefur líka í
för með sér samdrátt hjá veit-
ingahúsum og það þýðir almenn-
an samdrátt í matvælaneyzlu í
landinu og þar af leiðandi í sölu á
öllum matvælum. Margir eiga
erfitt með að skilja þetta, fólk
þurfi eftir sem áður að borða, en
skýringin er sennilega sú að fólk
kastar minna af mat nú, fer betur
með hann, en Bandaríkjamenn
eru þekktir af því að fara mjög
ósparlega með matvæli. Þá getur
þetta einnig komið fram í sölu-
aukningu á tiltölulega ódýrari
magafyllandi matartegundum
eins og t.d. spagetti og makkarón-
um, en almennt hefur þó orðið
samdráttur í sölu á öllum mat og
það er svolítill samdráttur hér í
markaðinum hjá okkur.
Ég held að það sé alveg sama
hvað við gerum, það er þegar búið
að reyna aliar leiðir, sem mögu-
legar eru af þeim mönnum sem
lifa við að stunda þennan mark-
að. Að bæta við einhverjum
nýjum afurðum til að gera ein-
hverjar kúnstir, það er að mínum
dómi ekkert minna en hreinasti
barnaskapur. Og tal um það nú að
það sé skyndilega hægt að finna
einhverja nýja markaði, sem hafi
verið okkur huldir á undanförn-
um árum er jafnmikill barna-
skapur. Menn verða bara að
sætta sig við það, að þeir menn,
sem vinna að útflutningi í sjávar-
útvegsmálum á íslandi, hafa þeg-
ar fundið þá markaði, sem hafa
skilað okkur beztum árangri. Það
eru engir felustaðir til í heimin-
um. Allt tal um að gera einhverj-
ar skyndiráðstafanir núna, annað
hvort að flytja fisk með flugvél-
um eða eitthvað annað, tel ég að
sé fáranlegt."
„Hitt er svo annað mál,“ sagði
Guðjón B. Ólafsson, „að úr því að
búið er að skapa þennan vanda,
með því að landa hlutfallslega
allt of miklum fiski á þessum
stutta tíma, þá liggur það fyrir að
það þarf að geyma fiskinn. Það er
engin kúnst að fá geymslurými í
Bandaríkjunum af því er meira
en nóg fyrir frystan fisk. Þá er
það bara spurningin — er ódýr-
ara að geyma hann hér fyrir
vestan eða flytja hann á milli
Guðjón B. Ólafsson
húsa á íslandi? Og það er einfalt
reikningsdæmi og engin kúnst að
reikna það. Mér finnst þó ekkert
ólíklegt að það geti verið ódýrara,
að geyma fisk hér fyrir vestan
um þennan tímá. Ég reikna
fastlega með því að meirihlutinn
af þessum birgðum, sem valda
þessum vanda heima í dag, verði
kominn í magann á einhverjum
viðskiptavini áður en árið er liðið.
Á það er ég ekki svartsýnn. Ég
get t.d. nefnt það að salan hjá
okkur er afskaplega lík því, sem
hún var á sama tíma í fyrra og í
fyrra voru allir ánægðir með
söluna. Hið eina, sem hefur
breytzt er að framleiðslan var
þetta miklu meiri heima."
Morgunblaðið spurði Guðjón,
hvort það gæti haft áhrif á verðið
í Bandaríkjunum, ef birgðasöfn-
unin ykist frá því sem væri. „Það
má segja," sagði Guðjón, „að það
hjálpar ekki. Vikulega birta opin-
berir aðilar í Bandaríkjunum
upplýsingar um birgðastöðu. Það
segir sig sjálft á frjáisum mark-
aði, þar sem verðmyndun ræðst
af framboði og eftirspurn, að
eftir því sem meiri birgðasöfnun
er þá veikist markaðsstaðan. í
tilfelli BÚR geri ég ekki ráð fyrir
að verið sé að tala um meira en
eina til tvær milljónir punda og
slíkt magn getur ekki haft veru-
leg áhrif á markaðinn.
Eitt af því, sem við höfum til
athugunar, er það, hvort væri
skynsamlegra að byggja viðbót-
argeymslur við flest okkar frysti-
hús. Það liggur fyrir að flest af
frystihúsum á okkar vegum eru
með of litlar geymslur. Við erum
með yfir 30 frystihús. Ef við
gerum okkur það dæmi, að 30
frystihús bæta þriðjungi eða
helmingi við sínar geymslur, eru
við að tala um gífurlega fjárfest-
ingu og það er vandamál að finna
fjármagn til hennar. Þar af
leiðandi erum við að velta fyrir
okkur og skoða það, hvort við
eigum að ráðast í þetta, eða reisa
frystigeymslur hér í Bandaríkj-
unum til viðbótar þeim, sem eru í
dag. Hér er fjármagnið fáanlegt
með þokkalegum vaxtakjörum og
til tiltölulega langs tíma. Þetta
kemur mjög til athugunar og
kemur einnig til góða við vaxandi
framleiðslu í framtíðinni. Erum
við þá að tala um geymslu, sem
tæki 10 til 20 milljón pund af
fiski.“
„Þar á móti kemur að þetta
gæti hugsanlega haft áhrif á
markaðinn, en það færi þó eftir
því, hvernig haldið yrði á málun-
um. Ef við upplýstum það hér, að
þetta væri til að flytja geymslu-
aðstöðu hingað sem annars væri
á íslandi, þá ætti að að hafa
minni áhrif. En allir hér vita um
þær birgðir sem hér eru. Menn
vita svolítið seinna um birgðir,
sem eru heima, en þó eru hér
engin leyndarmál í þessum
bransa. Sá sem vill vita um
birgðastöðuna heima, getur feng-
ið það allt úr blöðunum heima.
Því er þetta bara spurningin um
daga eða vikur, sem tekur fyrir
fréttirnar að berast.
Markaðurinn er anzi erfiður,
en hann er þó ekki eins svartur og
ætla mætti af lestri íslenzkra
blaða. Heima virðist vanta þann
skilning að þetta hér vestra er
tímabundið vandamál. Menn tala
um að bandaríski markaðurinn
hafi brugðizt. Af hverju tala
menn ekki um það, að það er ekki
hægt að selja meira til Rúss-
lands, Bretlands eða Þýzkalands.
Eftir sem áður stendur Banda-
ríkjamarkaður upp úr öllu saman
sem okkar bezti markaður og ég
held að hann verði það áfram á
næstu árum,“ sagði Guðjón B.
Ólafsson.
Þorsteinn Gíslason, forstjóri Coldwater í Bandaríkjunum:
Nauðsynlegt að fyrirbyggja
tímabundna offramleiðslu
„FRYSTIHÚSIN hafa á undan-
förnum mánuðum framleitt veru-
lega umfram sölumoguleika og
þvi safnað birgðum. Markaður
fyrir frystan fisk er alls staðar
tregur um þessar mundir,“ sagði
Þorsteinn Gislason, forstjóri
Coldwater Seafood Corporation,
sölufyrirtækis Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna i Bandarikj-
um i vjðtali við Morgunblaðið i
fyrradag, er borin var undir
hann frétt i Timanum i fyrradag
um að útgerðarráð Bæjarútgerð-
ar Reykjavikur hefði falið fram-
kvæmdastjóra fyrirtækisins að
kanna nýja sölumöguleika á fiski
og hefði i undirbúningi að leigja
geymslur i Bandarikjunum til
þess að leysa frystigeymslu-
Coldwater hefur
boðið að útvega
frystigeymslur í
Bandaríkjunum
þrengsl fyrirtækisins hér i
Reykjavik.
„Þorskflök frá íslandi eru í
mjög háu verði,“ sagði Þorsteinn,
„og það er nauðsynlegt að fyrir-
byggja tímabundna offramleiðsiu
þeirra, sem myndi valda verð-
hruni, og ef markaðinum yrði
ofboðið þannig, gæti það tekið
mörg ár að ná verðinu upp aftur.
Hins vegar er engin fyrirstaða á
að framleiða þorskblokkir úr
þorskflökum, sem þó gefa minna
verð. Sú stefna hefur verið tekin
og kostar miklu minna í verðmæt-
istapi en verðhrun á þorskflökum.
Coldwater hefur næga notkunar-
og sölumöguleika fyrir þorsk-
blokkir, sem framleiddar eru
núna, og afskipanir verða án tafa,
að minnsta kosti fyrst um sinn.“
„Það er mikil þörf á að auka enn
verulega sölur á karfa og ufsa til
Bandaríkjanna, einkum vegna
þess, að aðrir markaðir hafa
lokazt. Sala Coldwater á þessum
tegundum hefur margfaldazt á
undanförnum árum og er í sífelld-
um vexti. Hraðari söluaukningu,
en verið hefur er tæplega unnt að
ná, án þess að kolfella verðlagið."
„Birgðasöfnun, sem starfar af
Þorsteinn Gíslason
því, að framleiðendur taka ekki
tillit til takmarkana á sölumögu-
leikum, eru alvarlegt vandamál,"
sagði Þorsteinn, „sem setja verð-
lagið í hættu. Hins vegar getur
stundum verið nauðsynlegt, að
jafna út framleiðslu og sölusveifl-
ur með talsverðu birgðahaldi um
takmarkaðan tíma. Coldwater
hefur boðið upp á að útvega
frystigeymslur í Bandaríkjunum
fyrir slíkar birgðir, þegar þess er
óskað. Það leysir vandann um
geymslurýmið, þegar slíkt birgða-
hald er réttlætanlegt. Raunar hef-
ur S.H. þegar hagnýtt sér slíka
möguleika að nokkru leyti og
reiknað er með, að það verði gert í
talsvert ríkari mæli á næstu
mánuðum, fyrir birgðir frá ýms-
um frystihúsum innan Sölumið-
stöðvar hraðfrystihúsanna."
„Flutningur birgða frá geymsl-
um á íslandi í geymslur í Banda-
ríkjunum hefur sem slíkur engin
áhrif á markaðinn. Hins vegar er
það augljóst, að framboð, sem fer
langt fram úr því, sem markaður-
inn getur tekið við, leiðir ævinlega
til verðlækkana, þegar til lengdar
lætur. Það er því algjörlega nauð-
synlegt, að fyllstu samræmingar
sé gætt milli framleiðslu hinna
ýmsu tegunda freðfisks, og mark-
aðsmöguleika þeirra.“