Morgunblaðið - 28.06.1980, Page 20
HVAÐ EB AÐ GERAST UIVI HELGINA?
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 1980
Fjölbreytt dagskrá Systra-
félags Víðistaðasóknar
í DAG milli kl. 14 og 17 verður
Systrafélag Víðistaðasóknar með
Sumargleði á Víðistaðatúni í
Hafnarfirði. Dagskrá verður með
fjölbreyttu sniði. Brynhildur Sig-
urðardóttir formaður systrafé-
lagsins flytur stutt ávarp og
Sigurður Guðmundsson sóknar-
prestur sér um helgistund. Skátar
verða með tívolí o.fl., félagar úr
Hestamannafélaginu Sörla teyma
hesta undir börnum og ýmsir
leikir verða fyrir börn. Auk þess
munu trúðar koma í heimsókn. Þá
mun kór Víðistaðasóknar syngja.
Kaffi og aðrar veitingar verða á
boðstóium í tjöldum á staðnum.
Aðgangur er ókeypis.
Kjarvalsstaðir:
Mikil aðsókn að Listasýningunni
Frá sýningu Gerðar Helgadóttur og Kristínar Jónsdóttur á Kjarvalsstöðum.
LjóKin. Mhl. Emilia.
MJÖG mikil aðsókn hefur verið að Listsýningunni sem nú stendur yfir að
Kjarvalsstöðum. Þar sýnir Kristín Jónsdóttir, málverk og Gerður Helgadóttir
höggmyndir og glugga. Auk þeirra á Ragnheiður Jónsdóttir nokkrar myndir á
sýningunni. Sýningin er opin frá kl. 14 til 22 alla daga og verður henni haldið afram
til 27. júlí.
Íþróttahátíð Í.S.Í:
Kynnisferð um
Reykjanesfólkvang
Laugardaginn 28. júní efna
stjórn Reykjanesfólkvangs og
Ferðafélag íslands til kynnis-
ferðar um Reykjanesfólkvang.
í desember 1975 var Reykja-
nesfólkvangur stofnaður. Að
honum standa eftirtalin sveitar-
félög: Reykjavík, Kópavogur,
Seltjarnarnes, Garðabær, Hafn-
arfjörður, Keflavík, Njarðvík,
Grindavík og Selvogur. Fólk-
vangurinn nær alla leið norður í
Vífilstaðahlíð suður á Krísuvík-
urberg og vestan frá Höskuld-
arvöllum austur fyrir Grinda-
skörð, þar sem Bláfjallafólk-
vangur tekur við. Með þessu
hefur það komist í framkvæmd
að friðlönd og fólkvangar ná alla
leið þvert yfir Reykjanesskag-
ann úr Elliðaárvogi á Krísuvík-
urberg.
Ferðinni verður hagað þannig
í stórum dráttum: ekið inn á
Höskuldarvelli, gengið síðan
meðfram Trölladyngju inn um
Sog, upp á Grænavatnseggjar og
niður á Lækjarvelli. Þar geta
þeir, sem vilja, lokið göngunni og
tekið sér far með bílnum í
Krísuvík, en hinir halda göng-
unni áfram yfir Móhálsadal um
Ketilstíg, yfir Sveifluháls og
koma niður hjá Seltúni þ.e.
hverasvæðinu í Krísuvík.
Leiðsögumenn í ferðinni verða
þeir Eysteinn Jónsson frv. ráð-
herra og Jón Jónsson, jarðfræð-
ingur, en þeir eru manna kunn-
ugastir um Reykjanesfólkvang-
inn og Reykjanesskagann.
Stjórn Reykjanesfólkvangsins
vill með þátttöku sinni í þessari
gönguferð kynna betur notagildi
Fólkvangsins til gönguferða og
útiveru fyrir almenning. í sumar
verður unnið að því að merkja
Fólkvanginn og ýmsa þekkta
staði og verður að mestu unnið
að þessu í Móhálsadal. Haldið
verður áfram að lagfæra veg um
dalinn í framhaldi af vegi þeim,
sem lagður hefur verið að
Djúpavatni. Akfær vegur um
Móhálsadalinn mun gjörbreyta
notagildi Fólkvangsins og um
leið stöðva frekari náttúruspjöll
af völdum ökuglaðra jeppaeig-
enda. Stjórnin hefur ekki á
dagskrá að gefa út upplýsinga-
bækling og merkja gönguleiðir,
en allt þetta fer að sjálfsögðu
eftir getu og vilja viðkomandi
sveitarfélaga.
Gönguferðir um Fólkvanginn
er liður í Íþróttahátíð Í.S.Í. sem
stendur yfir þessa dagana og fá
þátttakendur í gönguferðinni
sérstakt viðurkenningarskjal
Íþróttahátíðarinnar.
Ferðin verður farin frá Um-
ferðarmiðstöðinni að austan-
verðu og hefst kl. 13.00. Þátttak-
endum er bent á að vera vel
búnir og hafa með sér nesti.
Fjöldi listaverka á sölusýningu
í GÆR var opnuð í Safnaðarheim-
ili Árbæjarsóknar, sölusýning á 29
listaverkum eftir 24 þekkta og
óþekkta listamenn. Þar er að
finna verk m.a. eftir Katrínu
Ágústsdóttur, batik, Ragnar
Kjartansson, höggmynd, Sólveigu
Eggerts, Ingvar Þorvaldsson, Jón
Jónsson, bróður Ásgríms, auk
margra annara listamanna. Til að
mynda nokkra úr Árbæjarhverf-
inu.
Allir hafa listamennirnir gefið
verk sín Bræðrafélagi Árbæjar-
sóknar, sem stendur fyrir þessari
sýningu, og rennur allur ágóði til
byggingar Safnaðarheimilis.
Sýningin er opin í dag frá kl.
13.00 til 23.00 og á morgun á sama
tíma og þá mun Kvenfélagið vera
með kaffisölu.
Sölusýningin stendur aðeins
þessa helgi.
Eden
Málverka-
sýning
Gunnar Gestsson listmálari
á Stokkseyri hefur opnað mál-
verkasýningu í Eden í Hvera-
gerði. Á sýningunni verða 25
olíumálverk, og er þetta átt-
unda einkasýning hans.
Gunnar hefur málað í 40 ár,
og hafa málverk hans verið
mjög eftirsótt, m.a. til tæki-
færisgjafa.
Sýningunni lýkur sunnudag-
inn 6. júlí.