Morgunblaðið - 28.06.1980, Page 22

Morgunblaðið - 28.06.1980, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JUNI1980 Auður Auðuns: Tveim frúm svarað „Eitt rekur sig á annars horn“ má með sanni segja um greinar tveggja stuðningsmanna Vigdísar Finnbogadóttur sem birtust í Morgunblaðinu i dag, föstudag. Ætla ég þar fyrst að nefna grein Svölu Thorlacius. Ég vil áður en lengra er haldið leiðrétta þá túlk- un greinarhöfundar eða misskiln- ing að ég muni ekki styðja Vigdísi eingöngu vegna afstöðu hennar í varnarmálum, og reyndar mundi það mér eitt nægja, en auk þess uppfyllir hún ekki ýmsar aðrar kröfur, sem ég geri til frambjóð- enda. Greinarhöfundur segir svo. „Af- staða Vigdísar til varnarmála er hinS'-vegar ljós. Á öllum þeim fundum sem hún á undanförnum vikum hefur haldið víðsvegar um landið hefur hún ætíð lýst þeirri skoðun sinni að hún væri á móti her hvar og hvenær sem væri.“ Ekki efa ég að þetta sé rétt. Þá kem ég að grein Áslaugar Ragnars, þar sem hún vitnar í frambjóðendakynningu í hljóð- varpi sl. sunnudag til þess að sýna fram á að Vigdís sé fylgjandi aðild að Nató. Ég skal fúslega viður- kenna að mér muni hafa mis- heyrst eða misskilið svör fram- bjóðandans þegar ég í blaðagrein í Mbl., fimmtudag í þessari viku, taldi þau óljós, hefi þá jafnvel verið undir sem ég hafði leilesiðf- rambjoðandans þegar ég í blaðagrein í Mbl., fimmtudag í þessari viku, taldi þau óljós, hefði þá jafnvel verið undir áhrifum af öllum þeim undanbrögðum sem ég hafði lesið og heyrt af hálfu frambjóðandans. Eftir þessa skýr- ingu Áslaugar Ragnars er þá eftir allt ljótt í efni, frambjóðandinn þá líklega varanlega óheiðarleg, sSr. tilvitnun í fyrri yfirlýsingar Vig- dísar i áðurnefndri blaðagrein minni. Kjarni þessa máls er sá að Vigdís Finnbogadóttir fékkst lengi vel ekki til þess að svara einarð- lega spurningum um afstöðu til varnarmála, en þegar eftir langa mæðu var búið að króa hana svo inni, að ekki varð undan komist, kreistist út yfirlýsingin um illa nauðsyn, gefin af illri nauðsyn. Svör frambjóðandans eru að mínu Auður Auðuns. mati gersamlega ósannfærandi um annað en tvískinnung, tví- skinnung, sem lítilsvirðing við kjósendur og jafnvel stuðnings- konur, eins og greinarhöfundarnir tveir, geta ekki fótað sig á afstöðu hennar og fylgt eftir. Áslaug Ragnars er svo sein- heppin að nota eitt af óbjörgu- legum undanbragðasvörum Vig- dísar Finnbogadóttur, að hún fengi sem forseti engu ráðið um utanríkisstefnu íslands, og þurfti hún ekki að fræða landslýðinn um það sem allir vita. En við kjósum bara ekki þjóðhöfðingja út á það, sem hann fær ekki við ráðið í embætti, heldur eftir mati okkar á lífsferli hans, skoðunum og mætti ég bæta við hreinskilni. Greinahöfundar lýsa því báðar yfir að þær vilji varið land, og er gott að vita það, en afstaða þeirra í þeim efnum sýnir einfaldlega að þær leggja drjúgum minni áherslu en ég á það, sem ég tel skipta megin máli. Erna Ragnarsdóttir: I>orum að styðja okkar besta f ólk Margir virðast halda að það sé svo einfalt að lifa og vera til hjá lýðræðisþjóð. Að tala, að skrifa, að búa til kvikmyndir um allt sem okkur dettur í hug er eðlilegur þáttur tilverunnar. En skyndilega stöndum við frammi fyrir svo mikilvægum ákvörðunum að afstaða okkar hvers og eins getur skipt sköpum um ókomin ár. Þá kemur í ljós að allan tímann hefur hvílt á herðum okkar sú ábyrgð að skilja inntak lýðræðisins, forsendur þess og anda. Þá dugar ekki að láta óttann ná tökum á sér. Þá megum við ekki hrekjast af leið og missa sjónar á þeim markmiðum sem við viljum stefna að. Þá skiptir miklu að við getum gert greinarmun á hvað sé hismi og hver kjarninn og að við höfum ícjark til að fylgja eftir málstaðnum sem við trúum á. Stjórnmála- mennirnir þurfa aðhald Við sækjum styrk í menningu okkar forna og nýja en umfram allt til þeirra karla og kvenna sem á öllum tímum sögunnar hafa haldið vöku sinni og vísað okkur veginn. Allar þjóðir þurfa á hæfum einstaklingum að halda til ábyrgð- armikilli starfa, en fyrir litlar þjóðir eins og okkur íslendinga sem hefur fáum á að skipa, er enn meiri nauðsyn að þeir hæfustu sem í boði eru hverju sinni séu valdir til að gegna mikilvægum stöðum. Við þurfum að sýna stór- hug og þora að styðja okkar bestu menn. Það horfir ófriðlega í heim- inum í dag og óvissutímar eru framundan. Hér heima höfum við séð úrræðaleysi stjórnvalda gagn- vart þeim vandasömu verkefnum sem við er að fást. Það er sannfæring mín að við þurfum nú á forystumanni að halda sem getur veitt stjórnmála- mönnunum nauðsynlegt aðhald. Það er ekki nóg að sætta sjónar- mið, forsetinn verður sjálfur að taka eigin stöðu í málum, geta tekið óvinsælar ákvarðanir ef á þarf að halda. En til þess þarf hann að hafa sjálfur nægilega mikilvægt fyrir okkur öll að konur hafi almennt meiri áhrif á sviði þjóðmála, en í lýðræðislegum kosningum þurfa konur jafnt sem karlar að gangast undir óhlutlægt mat kjósenda á hæfni sinni fyrst og fremst til að gegna því hlut- verki sem um ræðir. Aðeins þessi afstaða er að mínu áliti í anda jafnréttis. Einnig hefur sú skoðun verið mjög áberandi í þessari kosn- ingabaráttu að ekki sé til neins að styðja þá frambjóðendur sem samkvæmt skoðanakönnunum hafa minnst fylgið. Hvert er komið lýðræðinu ef þessi afstaða ræður vali fólks í svo mikilvægum kosningum? þekkingu, reynslu og yfirsýn og um leið þá hógværð sem einkennir vitran foringja. Kjósum samkvæmt sannfæringu í þeirri kosningabaráttu sem nú er senn að ljúka hefur sá mál- flutningur stuðningsmanna eins frambjóðandans að sú staðreynd hvers kyns viðkomandi frambjóð- andi er skuli ráða úrslitum í vali manna. Vissulega er það mjög Sá sem ekki kýs samkvæmt sannfæringu sinni fyrst og fremst, þarf ekki á kosningarétti að halda. — hann lætur hvort sem er aðra taka ákvörðunina fyrir sig. Ég hef ákveðið að styðja Pétur Thorsteinsson í þessum 3. for- setakosningum lýðveldisins, vegna þess að ég álít að hann uppfylli best umsækjenda þær kröfur sem okkur beri að gera til embættis forseta íslands. Spurningum og fullyrðingum um skoðanakönnun Vísis svarað Margir hafa orðið til þess að leggja orð í belg varðandi skoð- anakönnun Vísis um fylgi fram- bjóðenda til forsetakjörs. Upp- hafskönnun blaðsins varðandi það efni fyrir tæpum mánuði fékk góða einkunn frá talsmönnum forsetaframbjóðendanna, en framhaldskönnun á fylgi fram- bjóðendanna, sem gerð var um síðustu helgi virðist aftur á móti hafa sett ýmsa úr jafnvægi, — jafnvel svo mjög að menn leyfa sér að halda fram opinberlega, að síðdegisblöðin séu með samsæri gegn ákveðnum frambjóðendum. Fyrr má nú láta taugatitring kosningabaráttunnar rugla sig í ríminu. Svo mikið er víst að Vísir hefur hvorki tekið afstöðu með eða á móti neinum frambjóðanda heldur gert öllum jafnhátt undir höfði. Flest af því, sem þyrlað hefur verið upp varðandi skoðanakönn- un Vísis er ekki svaravert, en í Morgunblaðinu í dag beinir Þor- steinn Egilson til mín ákveðnum spurningum um könnunina, sem ég tel mér skylt að svara á sama vettvangi. Þorsteinn spyr meðal annars hver sé skýringin á því að könnun- in hófst eftir sjónvarpsþátt fram- bjóðenda en fyrir útvarpsþáttinn, og spyr hvort hún hefði ekki mátt bíða. Tímasetning könnunarinnar miðaðist við að hægt yrði að birta hana sem fyrst eftir helgina, en ekki of nálægt kjördegi. Þótt könnunin hafi byrjað á laugar- dagsmorgni stóð hún yfir fram á mánudagskvöld og náði því fram yfir útvarpsþætti framþjóðenda, sem Þorsteinn talar um, og sendir voru út síðdegis á sunnudag. Þorsteinn fullyrðir að prósentu- reikningur í niðurstöðum könnun- ar Vísis sé rangur og birtir síðan sína eigin útreikninga, þar sem reiknaðar eru prósentur af pró- sentum. í útreikningum Vísis voru not- aðar sambærilegar prósentur í öllum töflum, eins og venja er til í skoðanakönnunum, og er þar með- al annars hægt að sjá hverjar breytingar hafa orðið hjá einstök- um frambjóðendum miðað við heildarfylgi á landinu. Hvaða reikningsleikfimi stuðningsmenn Ólafur Ragnarsson. einstakra frambjóðenda vilja beita í 'framhaldi af birtingu könnunarinnar er ekki mál Vísis. Varðandi tilvitnun Þorsteins í ummæli Gunnars Maack í frétt í Morgunblaðinu í fyrradag er ljóst að hann hefur ekki fremur en margir aðrir rekið augun í at- hugasemd vegna fréttarinnar, sem falin var í Morgunblaðinu í gær, en honum til upplýsingar bendi ég á yfirlýsingu Hagvangs um málið í Vísi í dag, föstudag. Þar segir meðal annars: „fyrirsögn og yfir- bragð greinarinnar í Morgunþlað- inu rangtúlkaði þannig persónu- lega skoðun Gunnars Maack um heildargildi könnunarinnar en sú skoðun var síðan illu heilli tengd nafni Hagvangs h.f.“ Þá spyr Þorsteinn um sérfróða menn, sem hafi lagt blessun sína yfir þá aðferð, sem beitt var við skoðanakönnun Vísis. Nærtækast er í því sambandi að vitna til Haralds Olafssonar, Iekt- prs, í félagsvísindadeild Háskóla Islands, sem er meðal fróðustu manna um skoðanakannanir hér á landi. Hann sagði í Vísi í gær: „Þar sem verið er að kanna þær breytingar, sem orðið hafa á fylgi frambjóðenda innan afmarkaðs hóps frá því að síðasta könnun var gerð, auk þess sem verið er að athuga að hve miklu leyti þeir, sem voru óákveðnir síðast hafa nú tekið afstöðu, er fullkomlega eðli- legt að nota sama úrtakið og hafa einungis samband við þá, sem svöruðu síðast. Það, sem verið er að gera er að nota hluta af upphaflegu úrtaki sem svokallað- an „panel" og ég get ekki séð neitt athugavert við það.“ Þessi ummæli Haralds ættu að nægja Þorsteini og ef hann vildi gæti hann aflað sér upplýsinga um það, að slíkar kannanir hafa tíðkast um árabil og erlendis og eru viðurkennd vísindaleg aðferð til þess að kanna afstöðubreytingu tiltekins hóps á ákveðnu tímabili. Stóryrði Þorsteins í minn garð vegna þess sem ég sagði í Morgun- blaðsfrétt í fyrradag hefði hann væntanlega látið ósögð ef hann hefði kynnt sér málið áður en hann geystist fram á ritvöllinn. Ummæli Haralds Ólafssonar, sem vitnað var til hér að framan staðfesta það, sem ég sagði í áðurnefndri frétt og sýna glögg- lega, þegar þau eru borin saman við ummæli ákveðinna forseta- frambjóðenda í sjónvarpinu á dög- unum, að þeir höfðu ekki þekkingu á því, sem þeir voru að dæma frammi fyrir alþjóð. Ólafur Ragnarsson. Stutt svar við athugasemd I Morgunblaðinu í dag birtist „fréttatilkynning frá jafnréttis- ráði“ vegna klausu, sem ég skrifaði í „29. júní“, blað stuðn- ingsmanna Péturs Thorsteins- sonar, sem kom út í gær. I tilkynningunni, sem undirrituð er af framkvæmdastjóra ráðs- ins, er lýst yfir, að það hafi ekki tekið neina afstöðu til einstakra frambjóðenda við forsetakjörið. Þar eð ég hafði ekki blaðið „Þjóðin kýs“ við höndina, þegar ég samdi klausu mína, urðu mér á þau mistök að nefna fram- kvæmdastjóra ráðsins í stað formanns þess, Guðríðar Þor- steinsdóttur og bið ég velvirð- ingar á því. Hún mælti á sínum tíma með Vigdísi Finnbogadótt- ur í áberandi grein, þar sem hún titlaði sig „formann jafnréttis- ráðs“ og gaf þar með ótvírætt í skyn, að hún talaði fyrir og í nafni ráðsins. Ég vil endurtaka það, til hvers er jafnréttisráð, ef það lætur átölulaust, að höfundur greinar- innar „Guðríður Þorsteinsdóttir formaður jafnréttisráðs" skrifi í nafni þess hvatningarorð til ís- lenskra kvenna að kjósa konu forseta, einungis af því að fram- bjóðandinn sé kona. Er þetta það jafnrétti, sem ráðið berst fyrir? Ef svo er ekki, hvers vegna er því ekki mótmælt? Með þökk fyrir birtinguna. Hersteinn Pálsson. P.s. í hinni upphaflegu grein minni stóð átakalaust en átti að vera átölulaust.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.