Morgunblaðið - 28.06.1980, Síða 23

Morgunblaðið - 28.06.1980, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 1980 23 Stjórnin í Hollandi hélt velli Haají. 27. júní. AP. HOLLENSKA rikisstjórnin fór i dag fram á það við rikisstjórnir nágrannalandanna. að þær settu sameiginlega olíubann á S-Afriku. Gerðist það aðeins nokkrum klukkustundum eftir að felld hafði verið i hoilenska þinginu vantrauststillaga vegna sama máls. Vantraustið á stjórnina var flutt vegna þess, að hún hafnaði því að Hollendingar settu einhliða olíubann á S-Afríku vegna stefnu S-Afríkustjórnar í kynþáttamál- um. Ríkisstjórnin hét því hins vegar að fara fram á það við Benelux- löndin, Luxemburg og Belgíu, og Norðurlöndin að þau stæðu saman í víðtækara banni á S-Afríku. 200 drukknuðu í fljótabáti Dacca. Bangladcsh. 27. júní. AP. FLJÓTABÁTUR, með meira en 500 farþega, sökk í dag á Meghna- fljóti, um 30 km frá Dacca, eftir árekstur við oliuskip og er talið að allt að 200 manns hafi drukknað. 100 farþegum tókst að synda i land eftir áreksturinn og öðrum 90 bjargaði áhöfn oliuskipsins. Talið er víst að aðrir hafi farist i fljótinu sem var óvenju straum- þungt um þetta leyti. vj I / Veður víða um heim Akureyri 12 léttskýjaft Amsterdam 19 skýjað Aþena 34 heiðskírt Barcelona 24 léttskýjað Berlín 17 skýjað BrUasel 20 skýjað Chicago 33 skýjað Feneyjar 18 rigning Frankturt 18 rigning Faareyjar 10 skýjað Genf 16 rigning Helsinki 19 skýjað Jerúsalem 32 heiftskírt Jóhannesarborg 19 heiftskirt Kaupmannahöfn 18 heiðskírt Las Palmas 24 léttskýjað Lissabon 25 heiðskirt London 20 breytilegt Los Angeles 32 heiðskfrt Madríd 27 heiðskírt Malaga 25 skýjað Mallorca 23 skýjað Miami 32 rigning Moskva 25 heiðskírt New York 28 skýjað Ósló 15 skýjað París 17 skýjað Reykjavík 12 léttskýjað Rio de Janeiro 28 rigning Rómaborg 27 heiðskírt San Fransico 21 heiðskírt Stokkhólmur 18 skýjað Tel Aviv 28 heiðskfrt Tókýó 28 skýjaft Vancouver 16 skýjað Vfnarborg 19 akýjað Vickers tekur við Rolls London. 25. júní. AP. BREZKA verkfræði og her- gagnafyrirtækið Vickers tekur við rekstri Rolls Royce-bif- reiðafyrirtækisins samkvæmt samkomulagi sem var gert í dag. Sameiningin kostar Vick- ers 354 milljónir punda. Nýja fyrirtækið verður kall- að Rolls Royce-Vickers. Vick- ers varð fyrir barðinu á þjóð- nýtingu skipasmiða- og flug- véladeilda sinna fyrir nokkr- um árum. Arður Rolls Royce lækkaði í fyrra í 7 milljónir punda. 1979 — OPEC samþykkir mestu olíuverðshækkun í fimm ár. 1976 — Seychelleseyjar fá sjálf- stæði. 1974 — Nixon og Brezhnev semja í Kreml um samvinnu í húsnæðis- málum, orkumálum og vísindum. 1966 — Brottflutningur banda- rísks herliðs frá Dóminíkanska lýðveldinu hefst. 1956 — Uppreisn verkamanna bæld niður í Póllandj. 1950.— Norður-Kóreumenn taka Seoul. 1948 — Júgóslavar reknir úr Kominform — Loftflutningar Breta og Bandaríkjamanna til Berlínar hefjast. 1942 — Áttundi herinn hörfar til E1 Alamein. 1941 — Þjóðverjar taka Minsk. 1919 — Þjóðverjar undirrita Versaia-samningana. 1914 — Franz Ferdinand erkihertogi og kona hans ráðin af dögum í Sarajevo. 1910 — Fyrsta Zeppelin-loftskip- ið, „Deutschland", ferst. 1902 — Roosevelt forseti fær heimild þingsins til að kaupa réttindi franska Panama-félags- ins og ná yfirráðum yfir skurðin- um. 1812 — Napoleon sækir yfir Vilnu og Rússar flýja. 1797 — Frakkar taka íónaeyjar. 1787 — Hollenzkir uppreisnar- menn taka Viihelmínu af Hol- landi fasta nálægt Gouda. 1778 — Orrustan um Mon- mouth.New Jersey. 1776 — Árás Breta hrundið við Charleston. 1675 — Ósigur Svía við Fehrbell- in fyrir Brandenborgurum. 1629 — Uppreisn Húgenotta lýk- ur með Alais-friði. 1541 — Gray lávarður tekinn af lífi fyrir landráð á íriandi. Afmæli. Hinrik VII af Englandi (1491-1547) — Jean Jacques Rousseau, franskur heimspeking- ur (1712-1778) - Luigi Pirand- ello, ítalskt leikritaskáld (1867- 1936) — Richard Rodgers, banda- rískt tónskáld (1902-1979). Andlát. 767 Páll páfi I - 1855 Raglan lávarður, hermaður. Innlent. 1851 Þingvallafundur í banni stiftamtmanns — 1655 d. Björn Jónsson á Skarðsá — 1847 f. Sveinbjörn Sveinbjörnsson tónskáld — 1841 Kristján VIII krýndur - 1849, 1853, 1855, 1895 Þingvaiiafundir — 1921 Rafstöð- in við Elliðaár vígð — 1930 Þingslit á Lögbergi — 1947 Land- búnaðarsýning — 1951 íslenzkur sigur í 3ja landa keppni í frjáls- um íþróttum — 1953, 1959 AI- þingiskosningar — 1960 Bretar flytja isl. varðskipsmenn sem fanga úr „Northern Queen“ við Grímsey — 1960 „Drangjökull" ferst við Orkneyjar. Orð dagsins. Eg veit ekki hvort stríð er hlé á friði eða friður hlé á stríði----Georges Clemenceau, franskur stjórnmálaleiðtogi (1841-1929). Frakkar hafa gert nií teindasprengj u P»rís. 26. júní. AP. VALERY Giscard d'Estaing, Frakklandsforseti, sagði á blaðamannafundi i dag. að Frakkar hefðu smiðað og reynt nifteindasprengju og að tekin yrði ákvörðun um framleiðslu hennar á næstu tveimur eða þremur árum. Á blaðamannafundinum vísaði d’Estaing á bug þeim ásökunum sumra Bandaríkjamanna, að Frakkar væru erfiður samherji. Hann sagði að utanríkisstefna Frakka væri sjálfstæð, ekki hlut- laus, og að þeir ætluðu sér að standa vörð um frelsið í heimin- um. Búist er við, að brátt verði teknar um það ákvarðanir hvernig búnaði franska hersins verður háttað á næstu tveimur áratugum og eitthvað fram yfir aldamótin. Einkum er um það rætt hvort leggja eigi áhersluna á árásarmátt kjarnorkuvopnanna eða á tak- markaðri kjarorkuvopn eins og t.d. nifteindasprengjuna. Á árinu 1978 heimilaði Carter Bandaríkjaforseti framleiðslu og geymslu allra nauðsynlegra efna í nifteindasprengju en hefur enn ekki leyft endanlega smíði hennar og notkun. Nifteindasprengjan er að því leyti frábrugðin öðrum kjarnorkusprengjum, að sprengi- máttur hennar er miklu minni en geislunin þeim mun öflugri. Hún drepur því allt kvikt án þess 'að vaida miklu tjóni á mannvirkjum. Óvænt úrslit í Bretlandi Glascow. 27. júni. AP. ÞJÓÐERNISSINNAFLOKK- URINN skoski vann mikinn sigur í aukakosningum sem fram fóru í Glasgow í gær og nærri tvöfaldaði fylgi sitt. Verkamannaflokkurinn, sem hélt þingsætinu, tapaði miklu ásamt íhaldsflokknum. Þjóðernissinnar, sem krefj- ast heimastjórnar og meiri hlutdeildar í olíugróðanum, fengu 2.122 atkv. á móti 1308 í síðustu almennu þingkosning- um. Verkamannaflokkurinn hlaut 4.092 í stað 8.542 og íhaldsflokkurinn 707 í stað 1937 í síðustu kosningum. Úrslitin eru taiin mikið áfall fyrir stefnu stjórnar Margaret Thatchers í innanlandsmálum og ekki síður fyrir Verka- mannaflokkinn, sem hefur verið hrjáður af innbyrðis átökum. „Dauði prinsessu** sýndur í Noregi Ósló 25. júní. Frá fréttaritara Mbl. HIN umdeilda kvikmynd „Dauði prinsessu“ verður sýnd í norska sjónvarpinu um mánaðamótin ágúst—september. Norska ríkis- útvarpið hafði haft myndina til athugunar um næstum tveggja mánaða skeið áður en ákveðið var að sýna hana. Norskur iðnaður. sem á mikilla hagsmuna að gæta i Saudi-Arabiu, óttast mjög afleið- ingarnar af þessari ákvörðun enda hefur s-arabiskur ráðherra þegar aflýst heimsókn til Noregs. Mörg norsk fyrirtæki, sem hafa viðskipti við Saudi-Araba, hafa reynt að fá því framgengt, að myndinni yrði hafnað, en ríkisút- varpið norska segir hins vegar, að myndin sé mjög forvitnileg og vel gerð. Fyrirhugað er, að á eftir sýningu myndarinnar verði um- ræðuþáttur þar sem rætt verður um þau atriði hennar, sem mestum úlfaþyt hafa valdið. Norsk stjórnvöld hafa ekki viljað hafa nein afskipti af sýningu myndarinnar og er haft eftir Reiulf Steen, viðskiptaráðherra, að þau muni reyna að skýra það út fyrir S-Aröbum, að norska ríkisútvarpið sé sjálfstæð stofnun, sem leggi sitt eigið mat á hlutina. Viðbragða S-Araba þurfti hins vegar ekki lengi að bíða og hefur þarlendur ráðherra aflýst opinberri heimsókn SUMARUTSALA &BÍLASÝNING í 3 DAGA Gefum 5% afslátt af verfli allra góflra, notaflra bílal +5% +/5% Sýnum auk þess glæsivagna að austan og vestan Gefum 15 % afslátt af verfli þeirra gegn stafl- /O greiflslu! A M CONCORI) FIAT127 AMEAGLE FIA T132 \ AMSPIRIT FIATRITMO POLONES OG FRUMSYNING A ISLANDI: FtORlNO Snattbíllinn snaggaralegi. EGILL. VILHJALMSSON HF.l IDAV/D S/GURÐSSON HF

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.