Morgunblaðið - 28.06.1980, Page 27

Morgunblaðið - 28.06.1980, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 1980 27 Fjölmenni á fundum Péturs úti á landi STUÐNINGSMENN Péturs Thorsteinssonar hafa undanfarið efnt til ýmissa funda með honum. Fyrir nokkru voru Oddný og Pétur Thorsteinsson á fundi í Hótel Bjarkarlundi. Sóttu hann kringum 10% íbúa í Reykhóla- sveit. Sr. Valdimar Ilreiðarsson talaði fyrir hönd stuðnings- manna i héraðinu. Þá var í síðustu viku efnt til fundar á Selfossi. Á fjórða hundr- að manns var á fundinum. Töluðu þar Guðmundur Daníelsson rit- höfundur, Magnús Karel Hannes- son kennari og Þuríður Pálsdóttir söngkona. Þá komu þau Oddný og Pétur Tjorsteinsson við í Eden í Hveragerði og þágu þar kaffiveit- ingar. Enn var efnt til fundar og þá í Stykkishólmi og sótti hann fjölmenni. Á öilum fundunum fluttu þau hjón ávarp, Pétur svaraði fyrirspurnum, sagði skoð- anir sínar á starfi forseta og greindi frá starfi sínu. Um 500 sóttu útifund Vigdísar í Breiðholti STUÐNINGSMENN Vigdísar Finnbogadóttur efndu nýlega til funda i Keflavik og Breiðholts- hverfi í Reykjavík. Var fundur- inn i Breiðholti haldinn sl. sunnudag og var ákveðið að halda hann utan dyra þar sem veðurblíða var einstök. Á fundinum í Hafnarfirði þar sem Vilhjálmur Grímsson var fundarstjóri, kynnti Jónas Jónss- on búnaðarmálastjóri Vigdísi og Hlíf Káradóttir söng nokkur lög við undirleik Ragnheiðar Skúla- dóttur. Þá talaði Vigdís og svaraði fjölda fyrirspurna. Um 400 manns sóttu fundinn. Gunnar Gunnarsson fram- kvæmdastjóri greindi frá kosn- ingastarfinu á fundinum í Breið- holti og ávörp fluttu Heimir Pálsson konrektor og Sigríður Hagalín leikkona. Lúðrasveit Ár- bæjar og Breiðholts lék og Vigdís Finnbogadóttir flutti ræðu. Guðlaugur heimsótti fyrirtæki Guðlaugur Þorvaldsson og Krist- ín Kristinsdóttir heimsóttu Siglu- fjörð fyrir nokkru og heimsóttu þau ýmis fyrirtæki og stofnanir, en þangað komu þau fljúgandi frá Vestmannaeyjum. Þá flutti Guðlaugur ávarp á torginu og þakkaði Sverrir Sveinsson raf- veitustjóri þeim hjónum fyrir komuna til Siglufjarðar. Meðal þeirra fyrirtækja er heimsótt voru í Siglufirði má nefna Síldarverksmiðja ríkisins, Siglufirði Hraðfrystihús Þormóðs ramma, Hraðfrystihúsið ísafold, Siglósíld og Húseiningar. Einnig óskuðu þau sérstaklega eftir að heim- sækja vistfólkið á ellideild sjúkra- hússins. Ávarpaði Guðlaugur starfsmenn á flestum stöðum og svaraði spurningum. Þá hélt Guð- laugur einnig fund með stuðnings- mönnum og starfsmönnum á kosningaskrifstofunni í Siglufirði en þaðan var haldið til Grímseyj- ar. Reynir Jónasson við orgeiið. Orgeltónleik- ar í Neskirkju REYNIR JÓNASSON kirkju- orgelleikari efnir á morgun. sunnudag. til orgeltónleika í Neskirkju. Hefjast tónleikar hans kl. 20:30. Reynir Jónasson hefur frá árinu 1973 starfað sem organ- isti i Neskirkju, en auk þess hefur hann stundað tónmennt- akennslu í Álftamýrarskóla. Hefur hann stundað nám í orgelleik hjá Antonio Corveir- ar, organista í Hallgrims- kirkju. i tónskóla þjóðkirkjunn- ar, en þar heíur Reynir einnig kennt. Á efnisskrá eru verk eftir Bach. César Frank, Boellmann og Messiaen. Vinnuslys: Maður fót- brotnaði illa MAÐUR fótbrotnaði illa, þegar hann varð á milli tveggja röra sem verið var að einangra hjá fyrir- tækinu Berki í Hafnarfirði í gærmorgun. Tildrög slyssins voru þau að verið var að hífa upp 15 til 16 tommu rör, sem átti að ein- angra, en það losnaði og féll niður. Lenti annar fótúr mannsins á milli enda rörsins, sem féll niður og annars rörsenda og brotnaði fótleggur mannsins skammt ofan við ökkla. Karlakór Reykjavíkur kom á fund Péturs ÞAU MISTÖK urðu í blaðinu í gær að hluta af frétt frá fundi Stuðningsmanna Péturs J. Thor- steinssonar vantaði. Auk þess, sem sagt var frá í fréttinni, flutti Jóhann G. Jóhannsson, tónlistar- maður, ávarp og frumsamið ljóð. Hannibal Valdimarsson, fyrrver- andi ráðherra, og fundarstjóri afhenti Pétri J. Thorsteinssyni gamlan pening fyrir hönd Magna R. Magnússonar. Þennan pening hafði afi Péturs, Pétur J. Thor- steinsson, látið gera er hann stundaði viðskipti vestur á Bíldu- dal skömmu eftir aldamótin, en þá hafði hann sína eigin myntsláttu. Hannibal lét þau orð fylgja gjöf- inni að þetta væri lukkupeningur, um Ieið og hann óskaði Pétri til hamingju með þessa skemmtilegu Kjöf- Þá kom Karlakór Reykjavíkur óvænt í heimsókn og flutti í lok fundarins nokkur lög, þar á meðal eitt kínverskt, sem kórinn hafði sérstaklega æft í þessu tilefni. Með þessu vildu kórfélagar þakka Pétri fyrir síðast, en það var einmitt í Kína nu í vetur. Aðalfundur Sölustofnunar lagmetis: Albert í Hafnarfirði Þörf á sérstöku sölu- samstarfi framleiðenda FRAMBOÐSFUNDUR stuðn- ingsmanna Alberts Guðmunds- sonar var haldinn i Hafnarfirði fyrir nokkru og sóttu hann um 500 manns. Hófst hann kl. 21 i Hafnarfjarðarbiói. Fundarstjóri var Oliver Steinn Jóhannesson bókaútgefandi. Stutt ávörp fluttu Ólafur Pálsson hús- asmíðameistari, Guðrún Óla Pét- ursdóttir húsmóðir, Erna Krist- indóttir húsmóðir, Gunnlaugur Ingvason framkvæmdastjóri, Jón- as Bjarnason læknir og Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur. Þá skemmtu þau Sigurveig Hjaltested og Sigfús Halldórsson áheyrendum með söng og spili. í lok fundarins töluðu hjónin Bryn- hildur Jóhannsdóttir og Albert Guðmundsson. Fundarstjóri sleit síðan fundi og var í lokin sungið ísland ögrum skorið. Lauk fundin- um laust upp úr kl. 23. AÐALFUNDUR Sölustofnunar lagmetis var haldinn 24. júní sl. eins og frá hefur verið skýrt í Morgunblaðinu. Á fundinum voru kynnt störf sérstakrar nefndar er unnið hefur að endurskoðun laga um Sölustofn- un lagmetis. í fréttatilkynningu Sölustofnunar segir m.a. um störf þessarar nefndar og fleira: í niðurstöðum nefndarinnar og einnig í þeim umræðum, sem urðu á aðalfundinum, kom fram að almennt samkomulag virðist vera um að þörf sé á sérstöku sölusam- starfi lagmetisframleiðenda og að Sölustofnun lagmetis skuli starfa áfram og þá einbeita sér eingöngu að sölumálum. Einnig var almenn samstaða um að framleiðendur taki sjálfir að sér sem mest af ábyrgð og skyldum vegna stofnun- arinnar með sem minnstum af- skiptum ríkisvalds. I hinum nýja hugmyndum um lög fyrir Sölustofnun Lagmetis og þjóunarsjóð lagmetisiðnaðarins kemur fram, að rétt sé að undir- strika nauðsyn þess, að Þróunar- sjóður starfi áfram undir sér- stakri stjórn. Yrði hlutverk hans þá fyrst og fremst að efla lagmet- isiðnaðinn. í því sambandi má benda á að komið hefur í ljós að undanförnu, að það eru fremur heimavandamálin, sem hamla aukinni sölu á lagmeti á erlendum mörkuðum heldur en örðugleikar á sölunni sjálfri. Má þar til dæmis nefna vandamál vegna hráefnis og fjármagnsskort svo eitthvað sé nefnt. I lok þessa mánaðar lætur Gylfi Þór Magnússon af framkvæmda- stjórn Sölustofnunar lagmetis. Hann hóf störf hjá stofnuninni Gylfi Þór Magnússon fram- kvæmdastjóri Sölustofnunar lag- metis lætur af störfum um næstu mánaðamót. árið 1973 og þá sem skrifstofu- stjóri en síðar tók hann við framkvæmdastjórastarfi. Á aðal- fundinum þakkaði Lárus Jónsson stjórnarformaður Gylfa fyrir góð störf fyrir Sölustofnun. Sagði Lár- us að Gylfi Þór Magnússon hefði staðið sig frábærlega og þá tví- eflst einmitt þegar mest blés á móti í starfi, sem stundum hefur ekki verið leikur einn. Fundar- menn tóku undir þessi orð Lárusar Jónssonar með lófataki. LAUGAR9AGSMARKAÐUR DODGE DIPLOMAT 1978 einstakur lúxusbíll ek. aðeins 6500 km. LADA 1500 árg. 1980 ekinn 7 þús. km. LANCER árg. 1977 ekinn 31 þús. km. SIMCA 1100 GLS árg. 1979 ekinn 6 þús. km. SIMCA 1100 GLS árg. 1978 ek. 30 þús. km. VW PASSAT árg. 1976 sjálfskiptur. DODGE ASPEN SE 1979 4 dyra ekinn 10 þús. km. útv.+segulb. CHEVROLET CONCURS 1977 2 dyra ek. 25 þús. km. rafm.rúöur, læsingar o.fl. VW 1200 L ......... 1976 VW 1200 ......... 1971 MAZDA pick up árg. 1977 ek. 47 þús. km. Fallegur. LANCER .......... 1975 CIRTOÉN DS ...... 1971 DODGE DART .... 1976 DODGE ASPEN . .. 1977 BUICK ........... 1974 SIMCA 1508 S árg. 1977 ek. 37 þús. km. mjög vel með farinn bíll. Rauður. DODGE Aspen station 1979 nýr og ónotaður bíll með miklum fylgihlutum. Hag- stætt verð. SIMCA 1100 S .... 1974 CHEVROLET pick up 1972 DATSUN 1200 .... 1973 SIMCA 1100 station 1976 SIMCA 1100 5 dyra 1977 RENAULT 16 1975 FIAT 127 .......... 1974 AUDI 100 LS ....... 1977 FORD Torino ....... 1970 VOLVO 145 1974 SIMCA 1307 GLS árg. 1978 ek. 29 þús. km. Fallegur bíll. Gulur. Opið laugardaga kl. 10 til 17. CHRYSLERSALURINN Suðu: landsbraut 10, sími 83330 — 83454

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.