Morgunblaðið - 28.06.1980, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ1980
29
Edda S. Guðmundsdóttir fóstra:
Tryggjum Vigdísi
sigur 29. júní
Að öðrum frambjóðendum í
forsetakosningunum ólöstuðum
tel ég einn tvímælalaust fremstan
og færastan um að gegna embætti
forseta lýðveldisins. Þessi fram-
bjóðandi er Vigdís Finnbogadótt-
ir, og hef ég ákveðið að styðja
hana til forseta.
Ég styð Vigdísi ekki endilega
vegna þess að hún er kona, heldur
sem manneskju, sem hefur sýnt að
hún býr yfir traustri þekkingu á
sögu okkar, listum og bókmennt-
um og stendur djúpum rótum í
íslenskri menningararfleifð. Þá
styður það einnig þessa ákvörðun
mína að Vigdís hefur árum saman
gegnt erfiðu ábyrgðarstarfi af
glæsileik, lipurð og festu og eign-
ast tiltrú og óskorað traust þeirra
er með henni unnu og best þekktu
il.
Það er sannfæring mín að reisn
forsetaembættisins yrði mest í
höndum Vigdísar Finnbogadóttur,
þeirra sem nú eru í kjöri, og að
hún héldi merki íslands á lofti af
mestum myndarskap bæði innan-
lands og utan.
Islenska þjóðin hefur metið
mjög mannkosti og hæfileika frá-
farandi forseta dr. Kristjáns Eld-
járns, og tel ég að Vigdís muni
sóma sér best sem arftaki hans.
Hinu má heldur ekki gleyma, að
kosning Vigdísar í emþætti for-
seta yrði sögulegur atburður í
jafnréttisbaráttu nútímans og
myndi vekja athygli á íslandi
víðsvegar um heim.
Ég hvet kjósendur til að styðja
Vigdísi í kosningunum, og þá ekki
Edda S. Guðmundsdóttir
síst konurnar, sem nú sækja fram
til jafnréttis í þjóðfélagi okkar.
Kosning Vigdísar Finnboga-
dóttur í æðsta trúnaðarstarf þjóð-
ar okkar yrði merkur áfangi í
þeirri sókn.
Fylkjum okkur því um Vigdísi
og tryggjum henni sigur 29. júní!
Rannveig Löve:
„Maður þjóðarinnar44
Mér er í barnsminni þegar ég
las um afreksmenn og kvenskör-
unga í íslandssögunni. Við höfum
átt því láni að fagna að eiga á
hverjum tíma ótalda afreksmenn
og kvenskörunga, einnig nú.
Af athygli og gagnrýni hefi ég
fylgst með kosningabaráttunni til
forsetakjörs. Allir hafa frambjóð-
endur til síns ágætis nokkuð og
allir treysta þeir sér til starfans,
ella hefðu þeir ekki boðið sig fram
og ættu sér enga stuðningsmenn.
Senn líður að leikslokum. Ég trúi
því ekki að nokkrum blandist
lengur hugur um hver er fyrst og
fremst maður þjóðarinnar eða
„maður fólksins" eins og svo oft
hefur verið komist að orði.
Það er Vigdís Finnabogadóttir.
Einar Ben. hefur ort fleiri fögur
ljóð en Fáka. Hann segir í einu
ljóða sinna:
Rannveig Löve
„I ndir brúnum búa i fridi
hjartar stjörnur kulda og glóðar.
Ættarmerki minnar þjóðar
mærin ber i anda »k sviði.“
Og merkið ber Vigdís Finnboga-
dóttir. Eftir að hafa setið fyrsta
fund með Vigdísi Finnbogadóttur
var ég spurð: Er hún forsetaleg?
Spurningin kom mér á óvart, ég
hafði ekki hlustað eða horft á
Vigdísi til þess að fella mynd
hennar í ákveðinn ramma. Eigi að
síður fór ég í huganum yfir
myndir þjóðhöfðingja okkar, svo
og annarra en fyrst og fremst hún
sjálf, einarðleg, röggsöm, einlæg
og hlý, leiftrandi og frumleg.
„Hún er það sem Stephan G. segir
í einu þekktasta ljóði sínu:
„frænka eldfjalls ox ishafs
sif ji árfosN og hvers,
dóttir lanKhoIts ok lynKmós
landvers ok skers.“
Vigdís Finnbogadóttir brýtur
blað í þróunarsögu þjóðar okkar.
Það gerum við líka 29. júní 1980.
Við kjósum Vigdísi.
Menning Norðurlandanna
kynnt í Bandaríkjunum í haust
Á SÝNINGU, sem haldin verður í
haust í Denver, Colorado í Banda-
ríkjunum, verður menning Norður-
landanna fimm kynnt á sýningu.sem
Alþjóðlega menntamálastofnunin
(IIE) stendur fyrir . Sýningardagar
verða tveir og verður þá ýmislegt á
boðstólum, haldnar verða kvik-
myndasýningar og kynntir verða
hefðbundnir dansar og söngvar frá
Norðurlöndunum fimm með fleiru.
„Hátíð hinna fimm svana" er eitt
þeirra atriða, sem hæst ber á sýning-
unni. Þar verður boðið til kvöldverð-
ar og dansleiks háttvirtum embætt-
ismönnum frá hverju hinna fimm
landa.
Tilgangur Alþjóðlegu mennta-
málastofnunarinnar með sýningunni
er tvíþættur: að kynna íbúum Colo-
rado og nærliggjandi fylkja Norður-
löndin, og í öðru lagi að afla fjár
fyrir Klettafjalladeild Alþjóðlegu
menntamálastofnunarinnar. Stofn-
unin er ekki rekin í ágóðaskyni og er
styrkt með almennum fjárframlög-
um. Hún veitir fólki frá 120 löndum
aðstoð við að fá styrki til náms í
öðrum heimshlutum, hún er einnig
ráðgefandi aðili í menntamálum, sér
um útgáfustarfsemi og síðast en ekki
síst þá annast stofnunin sýningar
eins og þá er hér um ræðir.
íslenzki aðilinn að undirbúnings-
nefndinni er frú Helga McCarthy
sem búsett er í Denver, Colorado.
Fréttatilkynning (rá IIE.
Ingibjörg Alberts-
dóttir — Minningarorð
Fædd 22. desember 1929.
Dáin 19. júní 1980.
Mig langar með fáum orðum að
kveðja mágkonu mína Ingibjörgu
Albertsdóttur, er lést í Borgar-
spitalanum þann 19. júní sl. Inga
eins og hún var ávallt kölluð var
dóttir hjónanna Guðrúnar Guð-
mundsdóttur frá Rauðasandi og
Alberts Sw. Ólafssonar frá Bol-
ungarvík, en þau bjuggu lengst af
að Bergstaðastræti 9, þar sem hún
ólst upp ásamt bróður sínum
Sigmundi Jóhanni. Árið 1950 gift-
ist Inga Sverri Einarssyni, tann-
lækni og eignuðust þau þrjú börn:
Ingibjörgu Hrefnu f. 1947, Einar
Albert f. 1958 og Jónas Sturlu f.
1963, um það leyti hófust kynni
okkar er við bjuggum saman að
Blönduhlíð 14, og á ég góðar
minningar frá þeim árum og æ
síðan. Þau fluttust til Vestmanna-
eyja nokkrum árum síðar og
bjuggu þar, þar til gos hófst, að
þau fluttu aftur til Reykjavíkur. Á
heimili þeirra hjóna var ávallt
gott að koma, enda þau gestrisin
með afbrigðum. Fyrir um sex eða
sjö árum fór Inga að kenna
sjúkdóms þess er hún barðist við
æ síðan. Hafði hún leitað sér
lækninga bæði hér heima og
erlendis og fékk hún enga bót.
Fyrir um tveimur árum slitu þau
Inga og Sverrir samvistum að
hennar ósk. Um leið og ég votta
börnum, tengdabörnum og barna-
barni mína innilegustu samúð, vil
ég sérstaklega þakka Sverri Ein-
arssyni fyrir alla hans aðstoð og
hjálp er hann veitti Ingu í veikind-
um hennar allt til hinstu stundar.
Mágkona.
Þing norrænna st.
Georgs gilda hald-
ið í Reykjavík
Dagana 30. júní til 4. júlí n.k.
verður haldið hér í Reykjavik
þing norrænna St. Georgs gilda.
Þingið verður sett í Neskirkju
mánudaginn 30. júni kl. 10.00
f.h. en þingstörf fara að öðru
leyti fram á Hótel Loftieiðum. í
sambandi við þetta þing munu
um 300 erlendir gestir, gildisfé-
lagar og makar þeirra, heim-
sækja Reykjavik.
St. Georgs gildin eru félags-
skapur eldri skáta og maka
þeirra svo og annarra velunnara
skátahreyfingarinnar. Megin
markmið gildanna er að styrkja
skátahreyfinguna á þann hátt,
sem beztur má vera hverju sinni.
Auk venjulegra þingstarfa
hafa verið skipulagðar skoðunar-
ferðir um Reykjavík og nágrenni,
ferð til Vestmannaeyja, ferð um
Suðurland og að loknu þinginu
lengri ferðir svo sem til Norður-
lands og í Skaftafell, svo nokkuð
sé nefnt.
Meðal efnis, sem rætt verður á
þinginu, sem og öðrum þingum,
er Flóttamannahjálp Aino Marie
Tigerstedt í Nepal. Á vegum
Gildisfélaganna á Norðurlöndum
er séð fyrir skólagöngu ákveðins
fjölda flóttabarna frá Tíbet.
Þá verða rædd málefni Frí-
merkjabankans, en öll frímerki,
sem Gildunum berast á einn eða
annan hátt, eru seld og ágóðinn
notaður til að efla og styrkja
skátastarfið.
Varaforseti alþjóðasamtaka st.
Georgs gildanna, Per Mikkelsen,
mun ræða um alþjóðasamtökin,
en einn íslendingur, Björn Stef-
ánsson, á sæti í stjórn samtak-
anna.
Þing sem þetta eru haldin
annað hvert ár á Norðurlöndun-
um til skiptis. Núverandi Lands-
gildismeistari á íslandi er Hrefna
Tynes.
Fréttatilkynning frá
Landgildisstjórn skáta-
hreyfingarinnar.
Pétur er minn
óskaforseti
Tilefni þess, að ég sting niður
penna er það, að í Dagblaðinu 25.
þessa mánaðar er birt af mér
mynd á tali við Albert Guð-
mundsson og í texta undir mynd-
inni segir, að ég sé pottþéttur
kjósandi hans. Þetta er ákaflega
leiður misskilningur hjá blaða-
manni Dagblaðsins, þó ég meti
Albert mjög mikils, þá er minn
óskaforseti Pétur J. Thorsteins-
son.
Að lokum þetta. Ég vona að
kjósendur þekki kjarnann frá
hisminu. Kjarninn er Pétur J.
Thorsteinsson. Kjósum hann öll.
Hjálmar Júliusson. Dalvik.
Múrviðgeröir sími 84736.
Get tekið að mér
aö leysa út vörur fyrlr innflutn-
ingsfyrlrtæki. Tilboö sendist
Mbl. merkt: „Vörur — 563“.
húsnæöi
i boöi
XjvAJ AAA.
3
Sandgerði.
til sölu 3ja herb. neöri hæö 85
ferm., sér inngangur ásamt
bílskúr. íbúðin er í ágætu
ástandi. Lítiö áhvílandi. laus
fljótlega.
Úrvalið er hjá okkur
Eignamiölun Suöurnesja
Hafnargötu 57, sími 3868.
Heimatrúboðiö
Óöinsgötu 6a.
Almenn samkoma á morgun kl.
20.30.
Allir velkomnir.
UTIVISTARFERÐI
2
Sunnud. 29. júní
kl. 13.
Selatangar, sérstæö strönd
meö gömlum verstöövaminjum.
o.fl. Fararstj. Jón I. Bjarnason,
fcinnig ganga á Stóra-Hrút (375
m.) Verð. 5000 kr. Fariö frá
B.S.I., bensínsölu (í Hafnarf. v.
kirkjug.)
Sumarleyfisferðir.
Hornstrandaferöir:
Hornvfk 11,—19. júlí (eöa 10.—
20.) og 18.—26. júlí (eöa 17,—
27.)
Granlandsferöir, 17. og 24 júlf
og 7. ágúst.
Útivist, s. 14606.
Krossinn
Æskulýössamkoma í kvöld kl.
8.30. aö Auöbrekku 34, Kóp.
Alllr hjartanlega velkomnir.
FERDAFELAG
IÍSLANDS
ÖLDUGÖTU3
SÍMAR11796 og 19533.
Dagsferðir
laugardag 28. júní:
1. kl. 13. Stjórn Reykjanes-
fólkvangs og Feröafélag íslands
efna til kynnisferöar um Reykja-
nesfólkvang. Ekiö inn á
Höskuldarvelli. Gengiö þaöan
upp á Grænavatnseggjar og
niöur á Lækjarvelli, síöan yfir
Móhálsadal um Ketilstíg aö Sel-
túni (hverasvæöinu í Krísuvík).
Leiösögumenn: Eysteinn Jóns-
son fyrrv. ráöherra og Jón
Jónsson, jarófræðingur.
Fariö veröur frá Umferöamiö-
stööinni aö austanveröu. Verð
kr. 5000/— greitt v/ bflinn.
Stjórn Reykjanesfólkvangs og
Feröafélag íslands.
2. kl. 20. Skarösheiöin (1053 m)
— Kvöldganga. Fararstjóri:
Tómas Einarsson. Verð kr.
6000,—
Dagsferðir
sunnudag 29. júní:
1. kl. 10. Hvalfell — Glymur
(852m). Fararstjóri: Siguröur
Kristjánsson. Verö kr. 5000,—
2. kl. 13. Brynjudalur — göngu-
ferö. Fararstóri: Einar Halldórs-
son. Verð kr. 5000 —
EFÞAÐERFRETT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU