Morgunblaðið - 28.06.1980, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ1980
Auður Aðalsteinsdóttir:
Athugasemd við grein
Guðrúnar Egilson í
Morgunblaðinu 12. júní
Mér finnst það einkennilegur
málflutningur að ætla kynsystr-
um sínum að kjósa konu eingöngu
vegna kynferðis hennar og glæsi-
legs útlits. Ég býst varla við að ég
eða jafnvel þú, Guðrún, fengjum
mörg atkvæði í næstkomandi for-
setakosningum þó við séum konur.
Okkur skortir einfaldlega hæfi-
leika Vigdísar til starfsins. Mér
þykir líka þessi „stríðnistónn“
dálítið vafasamur í þessu tilfelli
og heldur ótryggt vopn í höndum
þess er beitir. Sjálfsagt hefur
verið mikið hlegið yfir kryddaðri
síldinni, en vantaði ekki útlist-
ingar á stjórnarfarslegri reynslu
hinna frambjóðendanna inn í
samræðurnar?
Frá mínum bæjardyrum séð
þarf stjórnun endilega ekki að
vera það sama og stjórnmál eða
afskipti af þeim, og býst ég við að
fleiri séu því sammála.
Mér finnst Guðrún Egilsson
þurfa að færa fram betri rök fyrir
sínum málstað. Ég hef enga trú á
að hún haldi í raun og réttu að
konur og karlar kjósi Vigdísi
vegna glæsilegs útlits hennar og
kynferðis. Það hefur hingað til
ekki verið neinni konu til fram-
dráttar. Hins vegar hefur Vigdís
persónutöfra sem hingað til hafa
orðið mörgum þjóðhöfðingjum til
framdráttar. Eða hefur Guðrún
Egilsson heyrt sagt: „Nei, við
kjósum ekki þennan mann, hann
er of sjarmerandi til þess.“
Guðrúnu verður títtrætt um
núverandi aðstæður í íslensku
þjóðlífi og að reynsluleysi Vigdís-
ar komi í veg fyrir að hún valdi
embætti sínu á erfiðum tímum. Er
hægt að dæma slíkt fyrirfram á
svo lélegum forsendum? Þeir sem
styðja Vigdísi gera það vegna
persónuleika hennar, gáfna og
þess hve vel hún hefur staðið sig á
opinberum vettvangi — bæði í
sínu starfi og annars staðar. —
Ekki vegna þess að hún er kona.
Málflutningur Guðrúnar hlýtur
þess vegna að vera „opinn í báða
enda.“
Halldór Þorsteinsson:
Tímamót í sögu
jafnréttismála
Árið 1882 voru sett lög um kosn-
irigarétt kvenna.
Arið 1887 flytur Bríet Bjarnhéðins-
dóttir fyrirlestur, um kjör og
menntun kvenna.
Árið 1899 tók Elín Jakobssen, fyrst
íslenskra kvenna, próf frá Lærða
skólanum.
Árið 1910 tók Laufey Valdimars-
dóttir stúdentspróf frá almenna
menntaskólanum í Reykjavík.
Árið 1980 býður Vigdís Finnboga-
dóttir sig fram til forseta íslands.
Hér er langt stórra högga á milli.
Fyrir það eitt að hafa gefið kost á
sér til framboðs við forsetakjör,
standa ekki aðeins konur heldur
þjóðin öll í stórri þakklætisskuld
við Vigdísi Finngobadóttur, án til-
lits til, hvort hún nær kjöri.
Hún hefir gefið konum tækifæri
til að sýna mátt sinn gegn hinu
áberandi karlaveldi, — og ef þær
nota ekki hið gullna tækifæri, sem
nú býðst, gæti hvarflað að manni
hvort konur hefðu nokkuð við
kosningarétt og kjörgengi að gera,
hvort það sé þeim ekki aðeins
óþarfa munaður.
1 minningu móður minnar, sem
kaus Guprúnu Lárusdóttur fyrst
þegar hún bauð sig fram, þótt
framsókarkona væri, gef ég Vigdísi
Finnbogadóttur atkvæði mitt. Ef til
vill verða einhverjir fleiri til að
minnast móður sinnar á sama hátt.
Sigmar Pétursson veitingamaður:
Oheiðarleg vinnu-
brögð
I gær hófst nýr þáttur í kosn-
ingabaráttunni. Þá byrjuðu stuðn-
ingsmenn Guðlaugs Þorvaldssonar,
með eða án hans vitundar, að
hringja skipulega í kjósendur,
einkum stuðningsmenn Péturs
Thorsteinssonar, til þess að freista
þess að fá þá til þess að skipta um
skoðun. Talsmenn Guðlaugs halda
því blákalt fram í þessum símtöl-
um, að nú sé ekki lengur um að
villast, kosningin snúist eingöngu
um tvo frambjóðendur, tveir komi
ekki lengur til greina.
Það þarf ekki að fara mörgum
orðum um það, að í fyrsa lagi er
þetta alrangt, eins og þeir vita, sem
eitthvað hafa hugsað um kosn-
ingarnar, hvort heldur þeir leggja
trúnað á gildi skoðanakannana eða
ekki, og í öðru lagi er hér vísvitandi
verið að rangtúlka möguleika kjós-
enda, beinlínis verið að blekkja
kjósendur.
En þótt Guðlaugsmenn haldi að
kjósendur láti slíkar símhringingar
blekkja sig, þá á annað eftir að
koma í ljós.
Sigmar Pétursson.
Kjósendur eiga sjálfir síðasta
orðið, og þeir láta ekki skipulagðar
símhringingar, eða annan slíkan
áróður villa sér sýn á kjördegi.
Þá kjósa þeir samkvæmt sinni
eigin sannfæringu.
Helgi Bernódusson:
Skoðanakönnun
— skoðanamyndun
Auður Aðalsteinsdóttir
Dagblaðið Vísir hefur nú birt
skoðanakönnun sína, þá sem gerð
var dagana 21.—23. þ.m. Þegar
niðurstöður hennar eru skoðaðar,
verður ekki hjá því komist að
vekja sérstaka athygli á því, að
notað er sama úrtak og unnið var
eftir við síðustu skoðanakönnun.
Nú er aftur verið að spyrja sama
Geirþrúður Charlesdóttir:
Látið stjórnast af
sannfæringu ykkar
í þessari vorkyrrð er þjóðin að
búa sig undir að velja sér forseta,
sem kjósa á 29. júní n.k.
Öllum er okkur kunnugt, að 3
karlmenn og 1 kona, hafa gefið
kost á sér til að gegna þessu
virðulega embætti.
Ég var stödd fyrir nokkrum
dögum á fundi hjá einum fram-
bjóðandanum til forsetakjörs. Þar
töluðu nokkrir stuðningsmenn
frambjóðandans og töldu hann að
vísu hæfastan til þessa starfs. —
Já, við lifum í lýðræðisþjóðfélagi,
við njótum frelsis og megum
hugsa og framkvæma skoðanir
okkar, samkvæmt okkar eigin
sannfæringu.
Það hefir komið í huga minn
aftur og aftur þessa dagana orðið
sannfæring, — þegar ég geng að
kjörborðinu nú í lok þessa mánað-
ar, ætla ég að kjósa samkvæmt
minni „eigin sannfæringu", og það
vil ég benda ykkur á, að gera líka,
kæru kjósendur.
Á þeim framboðsfundi, sem ég
minntist á áðan, sagði einn af
stuðningsmönnum frambjóðanda í
sinni ræðu í lýsingu sinni á
forsetaframbjóðendum: Pétur
Thorsteinsson hefir unnið mikið
og gott starf fyrir land og þjóð á
erlendri grund, en hann er svo
lítið þekktur hér heima. — Ég finn
ekki rök fyrir þessari skýringu
hins ágæta ræðumanns, en rétt er
það að Pétur Thorsteinsson og
fjölskylda hans hafa verið búsett
erlendis í mörg ár, en þau hafa
ekki verið þar einungis sem
skrautfjaðrir íslenzku þjóðarinn-
ar. Nei, Pétur Thorsteinsson og
frú hans hafa verið verðugir
fulltrúar okkar lands og þjóð
okkar til heilla. Það eru mikilvæg
störf, sem Pétur Thorsteinsson
hefir unnið, má þar nefna við-
skiptasamninga sem átt hafa mik-
ilvægan þátt í efnahagslegu sjálf-
stæði þjóðarinnar.
Ég hef einnig tekið eftir því að
fólk segir, Pétur Thorsteinsson sé
hæfasti maðurinn til að gegna
embætti forseta Islands, en samt á
ekki að fara eftir sinni eigin
sannfæringu og veita honum
brautargengi, heldur velja sér
mann eða konu, sem semur frið
innan þjóðarinnar. Við íslend-
ingar erum ekki í stríði, en
stöndum á tímum mikillar óvissu,
tímum mikillar verðbólgu, — við
semjum ekki um slíka hluti, við
breytum ekki stjórnarskrá ís-
lands, við kosningu forseta nú í
júní.
Forsetaembættið og Alþingi eru
æðstu stofnanir þjóðarinnar. Pét-
ur Thorsteinsson hefur gífurlega
reynslu til að takast á hendur það
starf sem forsetaembættið er. Þar
þarf að vera maður með mikla
þekkingu á þjóðmálum. Þar þarf
mann, sem tekst á við vandann,
sem upp kann að koma, og leysi
þann vanda samkvæmt sinni
þekkingu og reynslu.
Ég vil ekki láta hjá líða að
minnast á frú Oddnýju sem staðið
hefir við hlið manns síns sem kona
sendiherrans og fulltrúi okkar
þjóðar, það hefir verið henni mikil
reynsla. S.l. 11 ár hafa Pétur og
Oddný verið í nánum tengslum við
forsetaembættið, þar sem Pétur
hefir verið ráðuneytisstjóri. Þau
hjón þekkja því gjörla af eigin
reynslu hvert það starf er, sem
þau nú bjóða þjóð sinni að takast
á hendur.
Ég hef ekki hugsað mér að hafa
orð mín öllu fleiri, þessi ágætu
hjón, frú Oddný og Pétur Thor-
steinsson, kynna sig best sjálf,
með einni virðulegu framkomu og
þeirra mikla og margbrotna lífi
sem þau hafa frá að segja.
En að endingu: 29. júní n.k.
göngum við að kjörborðinu og
veljum mann sem skipar virðu-
legasta og ábyrgðarmesta emb-
ætti þjóðarinnar. Veljum þá eftir
eigin sannfæringu. Veljum mann,
sem búinn er mikilli þekkingu og
reynslu í þjóðmálum og hefir
staðið í nánum tengslum við
forsetaembættið í mörg ár.
fólkið. Augljóst er að við slík
vinnubrögð gætir verulegrar
tregðu á því að aðspurðir kjósend-
ur lýsi því nánast opinberlega yfir
að þeir hafi skipt um skoðun.
M.ö.o. það er miklu líklegra að
skoðanakönnun með nýju úrtaki
hefði sýnt meiri sveiflu. Það eina
sem mér virðist að unnt sé að lesa
út úr þessari könnun er það að
Pétur Thorsteinsson sé í stórsókn,
einhver skriður sé á Albert, —
annað ekki! Og það má líka leika
sér með þessar tölur. Sé þeim, sem
ekki höfðu tekið afstöðu, og þeim
sem ekki vildu svara, bætt við í
hlutföllum eftir aukningu, kemur
út athyglisverð niðurstaða.
Auðvitað er allt gott um skoð-
anakannanir að segja, en samt
sem áður eru þær mjög óheppi-
legar við þessar forsetakosningar.
Eins og reglum um forsetakjör er
háttað, og frambjóðendur nú fjór-
ir, hljóta skoðanakannanir eins og
síðdegisblöðin hafa verið með, að
vera mjög varhugaverðar. Þær eru
skoðanamyndandi í þeim skiln-
ingi, að hætt er við að menn gefi
samvisku sína upp á bátinn, hætti
að velta því fyrir sér í alvöru hver
sé hæfastur að þeirra mati, og
leiðist út í spekúlasjónir. Kjósi ég
A gæti ég fellt B, jafnvel þótt mér
finnist C hæfastur og mest að
mínu skapi. Væru forsetakosn-
ingar í tveimur umferðum (eins og
t.d. í Frakklandi) þá væru þessar
skoðanakannanir saklausar.
En við skulum þó vona að
Islendingar séu svo sjálfstæðir að
þeir geti valið sér forseta eftir
góðri samvisku og án aðstoðar
síðdegisblaðanna.
Og það má líka leika sér með
þessar tölur. Sé þeim, sem ekki
höfðu tekið afstöðu, og þeim sem
ekki vildu svara, bætt við í
hlutföllum eftir aukningu, kemur
út athyglisverð niðurstaða.
Gísli R. Stefánsson málari:
Því er ég stuðn-
ingsmaður Alberts
Guðmundssonar?
Þegar ég fyrst heyrði talað um
Albert Guðmundsson var ég ungur
drengur. Ég las grein í blaði með
mynd af honum, þá ungum manni.
Ég hreyfst af þessum unga íslend-
ingi, sem orðinn var einn af
fræknustu knattspyrnumönnum
heims, og gat sér allsstaðar orð
sem sérstakur drengskaparmaður
í leik. Síðan hefi ég ávallt fylgst
með Albert og séð hversu sjálf-
stæður persónuleiki hann er.
Hann hefir lagt fram bæði í
borgarráði á alþingi tillögur oft
einn og fengið samþykktar, svo
sem um uppbyggingu húsnæðis
fyrir aldraða, hjálpað þeim sem
eru undir í lífinu og öðrum
sjúkum. Því veit ég, að margir
hugsa hlýtt til hans.
Eiginkona hans, Brynhildur Jó-
hannsdóttir, ættuð úr Skagafirði
og Húnavatnssýslu. Sæmdar fólk
og ljóðelskt er í hennar ætt. Hún
er gáfaður og litríkur persónuleiki
og einnig er hún falleg og verðug
þess að verða húsmóðir að Bessa-
stöðum.
Skagfirðingar og Húnvetningar,
Gísli R. Stefánsson
sýnið metnað ykkar í að kjósa að
Bessastöðum frændkonu ykkar.
Islendingar, sameinumst um
einn bezta mann og mesta mann,
sem við eigum í dag — og bjóðum
þau velkomin að Bessastöðum.