Morgunblaðið - 28.06.1980, Page 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 1980
Rannveig Jónsdóttir:
Veljum Vigdísi
Vigdís Finnbogadóttir er kona
góðum gáfum gædd, þess vegna er
henni ljóst að hún er ekki alvitur.
Vigdís mun því, ef vanda ber að
höndum, kalla til ráða hverju
sinni vitrustu og hæfustu menn í
máli hverju. Síðan mun hún sjálf
taka ákvarðanir eftir bestu sam-
visku eins og góður dómari gerir,
er hann hefur hlýtt á öll sjón-
armið allra málsaðila. Guð hjálpi
þeim, þótt þekkingu hafi, sem
telja sig geta ráðið fram úr öllum
vanda einir.
I aukunum mæii skella menn nú
skollaeyrum við stjarnspekilegum
grýlusögum um vald forsetans í
varnarmálum og brosa góðlátlega
við þeim öfundlausu konum, sem
eru með vangaveltur um vanga-
veltur nágranna okkar í Nato.
Fólkið veit að það yrði ákvörðun
þjóðarinnar allrar, ef til þess
kæmi að herinn yrði látinn fara úr
landi, en ekki ákvörðun forsetans.
Menn eru jafnframt sannfærðir
um, að það viti nágrannar okkar í
Nato líka.
Við könnumst öll við svipaðar
aðferðir áður. í upphafi kosn-
ingabaráttu núverandi forseta
heyrðust oft raddir um það, að
hann hefði verið hernámsand-
stæðingur, en aldrei hefur hann
flíkað þeim sjónarmiðum í for-
setatíð sinni. Hinsvegar er öllum
ljóst, að hann er þjóðernissinni og
því mega menn ekki rugla saman
við annað. Það er Vigdís líka,
einlægur og sannur þjóðernis-
sinni. Eins og tveir hinna fram-
bjóðendanna, hefur Vigdís dvalist
við nám og störf með öðrum
þjóðum, en það er næsta nauðsyn-
legt veganesti í þetta embætti, og
má minna á það sem stendur í
Hávamálum: „Sá einn veit, es víða
ratar“. Því er ekki að neita að fólk
verður víðsýnna, það lærir að
kynnast menningu og sérkennum
annarra þjóða með því að dveljast
með þeim, en hvað mest verður
auga þess glöggt fyrir sérkennum
síns eigin lands og þjóðar. Þessa
glöggskyggni og yfirsýn verður
maður fljótt var við í fari Vigdís-
ar. Hin góða menntun (hér er ekki
verið að taia um prófgráður eins
og ein löglærð kona virðist skilja
að orðið menntun þýði, því að
greinarhöfundur, eins og svo
margir Islendingar, lítur á það orð
í miklu víðari merkingu) og þekk-
ing Vigdísar á öllu, sem íslenskt
er, hefur sýnilega ennþá betur
skírst í vitund hennar við dvöl
hennar erlendis.
Það er ekki af tilviljun einni, að
fólkið í landinu til sjávar og
sveita, fólk úr öllum hinum mörgu
starfstéttum hér á höfuðborgar-
svæðinu, tók höndum saman og
skoraði á þessa konu hvað eftir
annað að gefa kost á sér til
forsetaframboðs. Vigdís er svo
háttvís kona að hún hefði að
sjálfsögðu aldrei gefið kost á sér
fyrr en dr. Kristján Eldjárn, hinn
mjög virti forseti, hefði lýst yfir
að hann gæfi ekki kost á sér til
endurkjörs, en því miður sýndu
ekki allir frambjóðendur slíka
háttvísi. Vissulega var ekki skorað
á Vigdísi að gefa kost á sér, fyrr
en ljóst varð, að núverandi forseti
yrði ekki áfram, og fólki fannst að
ekkert hinna frambjóðendanna
höfðaði til þess á svipaðan hátt og
framboð Kristjáns gerði á sínum
tíma.
Um hæfni Vigdísar efumst við
stuðningsmenn hennar ekki. Það
hefur sýnt sig að hún fær aukið
fylgi, hvar sem hún fer um, og
yfirfull Laugardalshöllin, svo að
fólk varð frá að hverfa, ber vott
um aukinn stuðning hér í höfuð-
borginni.
Eg sleppi öllu jafnréttistali að
sinni, raunar þarf Vigdís ekkert á
því að halda, enda virðist það tal
allt í einu orðið svo viðkvæmt mál
hjá sumum konum og þær fullyrða
jafnvel að verið sé að spila á
tilfinningar okkar og að við, sem
styðjum Vigdísi, höfum tapað
dómgreindinni. Svo langt getur
þessi rökleysa gengið, að segja
mætti mér, að hjá sumum fyrir-
spyrjendum, sem héldu langar
tölur sjálfir, hafi vopnin snúist í
höndum spyrjanda þeim í vil er
fyrir svörum sat.
Það, sem ég met ekki hvað síst í
fari Vigdísar er hinn næmi og
einlægi skilningur hennar á
manneskjunni í hvaða stétt og
stöðu sem hún er og hin djúpa og
sanna innsýn hennar í lífið allt.
Það getur enginn öðlast í svo
ríkum mæli nema í lífsins skóla,
en í honum hefur Vigdís orðið að
yfirstíga marga þrekraun, en stað-
ið sig þar með sömu ágætum og
öðrum skólum, — vaxið með
vanda hverjum.
Eg vil ljúka þessum línum með
nokkrum rímuðum orðum til Vig-
dísar.
f Hvipmóti ertu fáiíuð og fðgur
íhs þitt ber vitni um uppruna þinn.
Orð þinnar tunxu ok sÍKÍldar söjrur
seiðandi meitlast i huifa vorn inn.
Ætíð með reisn þú höfðinu hcldur
hafin þú ert yfir láxkúru þras.
Utan- ok innanhúss verkunum veldur
ok verður á setrinu laus við allt »hras“.
Að makalaus sértu þeir æðrast nú yfir
ok óttast þér lciðist þar. bara þú sjálf
Nú einungis hjónafólk lífinu lifir
menn lát'i það skína þú sért aðeins hálf.
Duitmikla kona. oss da mi þú gefur
dirfsku að sýna. huifrckki ok þor.
Alla þú kosti svo heillandi hefur.
sem hæfa. er verður þú forseti vor.
Reykjavík. 26. júní 1980.
Kristján P. Guðmundsson apótekari,
Borgarnesi:
Kjósum þann hæfasta
Á morgun göngum við að kjör-
borði og veljum okkur forseta.
Engan betri ráðgjafa getum við
haft við það val en eigin samvisku.
Við hana á ekki að semja, henni
ber að hlýða. Engin skoðanakönn-
un getur leyst hana af hólmi.
Úrslit síðustu alþingiskosninga
urðu á allt annan veg en skoðana-
kannanir sögðu fyrir og leiddu í
ljós að í kjörklefanum kváðu
kjósendur upp úrskurð eftir vand-
legt endurmat.
Pétur J. Thorsteinsson hefur
reynst traustur og öruggur í
ábyrgðarmiklum störfum sinum og
á erfiðum tímum er þjóðinni mest
nauðsyn á slíkum forystumanni.
Þekkingu hans á íslenskum og
alþjóðlegum málefnum dregur
enginn í efa en jafnframt stendur
hann utan hversdagsværinga
tjórnmálanna og sér þau af víðari
sjónarhóli.
Þetta er það sem máli skiptir.
Hins vegar er það óvirðing við
embætti forseta íslands ef kyn-
ferði frambjóðenda á að hafa áhrif
á val til þess.
Sýnum á morgun að við séum ein
þjóð án tillits til kynferðis eða
stjórnmálaskoðana. Verum stolt af
því að vera samvisku okkar trú og
kjósum því þann frambjóðanda
sem samviskan segir okkur að sé
hæfastur — hver sem hann er.
Hans G. Andersen
fulltrúi íslands
í landgrunnsnefnd
UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ hefur
tilkynnt Norðmönnum að Hans G.
Andersen, sendiherra, verði fulltrúi
íslands í landgrunnsnefndinni, sem
ákveðið var að koma á fót í samning-
um íslendinga og Norðmanna um
lausn Jan Mayen-deilunnar. Hvor
þjóð tilnefnir einn fulltrúa í nefnd-
ina og sameiginlega verða þær að
koma sér saman um oddamann.
Norðmenn hafa ekki formlega til-
nefnt sinn fulltrúa en talið er líklegt
að það verði Jens Eventsen, hafrétt-
arfræðingur. Gert er ráð fyrir að
fyrsta verk fulltrúa landanna verði
að gera tillögu um oddamann nefnd-
arinnar.
Valdimar Guðmannsson, Bakkakoti:
Unga fólkið tryggir Vigdísi sigur
29. júní n.k. fær íslenska þjóðin
enn eitt tækifærið til að velja og
hafna. í þetta skiptið veljum við
forseta lýðveldisins, með aðsetri
að Bessastöðum.
Ekki er að efa að kosningar
þessar verða mjög spennandi enda
allir frambjóðendur vel færir um
að taka þetta þýðingarmikla emb-
ætti að sér, og ekki að efa að allir
fari þeir í framboð með því
hugarfari að reynast þjóð sinni vel
og halda við þeirri virðingu, sem
forsetaembættið hefur unnið sér
meðal þjóðarinnar á undanförnum
árum.
Það hefur að sjálfsögðu vakið
verðskuldaða athygli að einn
frambjóðandinn er kona, kona
sem hefur í gegnum starf sitt
unnið sér geysi gott orð, kona sem
hefur alla þá hæfileika sem við
íslendingar krefjumst að forset-
inn hafi og síðast en ekki síst kona
sem þorir. Þetta eru staðreyndir
sem þú ættir að hafa í huga þegar
þú gengur að kjörborðinu 29. júní
n.k.
Eg álít að það sé kominn tími til
að við Islendingar endurskoðum
afstöðu okkar til embættisveit-
ingar og viðurkennum í verki að
konur eru á engan hátt neinn
annars flokks starfskraftur.
Heldur er spurning, hvað hver
og einn vill gera, hvar við viljum
beita hæfileikum okkar burtséð
frá því hvort kona eða karlmaður
á í hlut. Margir vilja líka halda því
fram að þar sem Vigdís er ein-
hleyp sé ekki hægt að kjósa hana,
en ég vil spyrja þá sem þannig
hugsa, hvort þeir ætli að svipta
allt einhleypt fólk á landinu at-
vinnu- og tjáningarfrelsi sínu. Sé
svo, held ég að þeir ættu fyrst að
kanna hvort þetta fólk skili yfir-
leitt verr unnu verki en fólk sem
er i sambýli við hitt kynið.
Nú kunna sumir að halda, að ég
vilji að fólk kjósi Vigdísi Finn-
bogadóttur bara vegna þess að
hún er kona, en svo er alls ekki.
Það sem vakir fyrir stuðnings-
mönnum Vigsídar er, að við telj-
um hana hafa flesta kosti sem
þarf til forsetaembættis af þeim
fjórum frambjóðendum sem í boði
eru, — því kjósum við Vigdísi
Finnbogadóttur, þó að hún sé
kona.
Að lokum hvet ég alla stuðn-
ingsmenn Vigdísar til þess að
hefja nú baráttuna að fullum
krafti. Ég vil líka benda á, að hún
er yngst frambjóðenda, því er hún
fulltrúi unga fólksins, það er því í
okkar verkahring að tryggja kjör
hennar 29. júní n.k.
Berjumst drengilega fram til
sigurs, veljum rétt, veljum Vig-
dísi. 16. júní 1980.
Áslaug Brynjólfsdóttir yfirkennari:
Vigdís er vandanum vaxin
Sameiningartákn
Á kvennaárinu 1975 var í júní
haldin fjölmenn tveggja daga ráð-
stefna á vegum félaga S.Þ. og
helstu kvennasamtaka landsins,
sem hafa um 30.000 félagsmenn
innan vébanda sinna og að stóðu
konur á öllum aldri með ólíkar
'stjórnmálaskoðanir. Á þessari
ráðstefnu var gerð ályktunin um
kvennafrí 24. október. Ráðstefnan
var sett með pomp og pragt í
Háskólabíói að viðstöddu fjöl-
menni með forseta íslands og
ríkisstjórn í broddi fylkingar. Að-
standendum ráðstefnunnar þótti
mikils um vert að fá góðan kynni
við setningarathöfnina, mann sem
hinir sundurleitu pólitísku aðilar,
sem að ráðstefnunni stóðu, gætu
allir sætt sig við. Mörg nöfn voru
nefnd, en ýmist þóttu menn of
langt til hægri eða vinstri og ekki
náðist samkomulag fyrr en nafn
Vigdísar Finnbogadóttur var
nefnt. Þá leystist málið af sjálfu
sér því allir gátu fallist á að biðja
Vigdísi að vera kynni, vegna þess,
að hún var óflokksbundin og stóð
utan við hið pólitíska dægurþras.
Hún varð fúslega við þessari
beiðni og þannig varð Vigdís
Finnbogadóttir með persónu sinni
nokkurs konar sameiningartákn
hinna ólíku hópa sem að ráðstefn-
unni stóðu.
Brautryðjandi
Orð hafa verið látin að því
liggja í kosningabaráttunni, að
Vigdís Finnbogadóttir hafi lítið
sem ekkert gert fyrir konur vegna
þess, að hún hafi ekki tekið virkan
þátt í jafnréttisbaráttu síðustu
ára. Þessu vil ég mótmæla. Vigdís
Finnbogadóttir hefur með for-
dæmi sínu lagt þung lóð á vog-
arskálarnar. Hún hefur rutt nýjar
brautir með því að verða leikhús-
stjóri fyrst íslenskra kvenna og
síðast en ekki síst leggur Vigdís
ómetanlega stóran skerf til jafn-
réttisbaráttunnar með því að vera
fyrsta konan í sögu lýðveldisins
sem gefur kost á sér til forseta-
Áslaug Brynjólfsdóttir
kjörs. í kosningabaráttunni hefur
athygli manna mest beinst að
Vigdísi. Það er kunnara en frá
þurfi að segja, að því hærri og
eftirsóknarverðari sem staðan er
talin, því harðar er barist og þeim
mun erfiðara eiga konur uppdrátt-
ar. Það dylst því engum hvílíkan
kjark, þrek og staðfesu Vigdís
hefur sýnt í kosningabaráttunni.
Makalaus kona
I sjónvarpskynningu forseta-
efna og einnig á öðrum vettvangi
hafa mótframbjóðendur Vigdísar
Finnbogadóttur og stuðningsmenn
þeirra ekki verið sérlega höfðing-
legir í hennar garð. Ef þeir eru
spurðir beint, þá segja þeir að
vissulega eigi að vera jafnrétti,
auðvitað eigi kona að vera kjör-
geng til forsetaembættis. En svo
er strax farið að draga úr þessu
umburðarlyndi með ýmsum hætti.
Til dæmis með þeirri áherslu sem
karlar í framboði leggja á að þeir
séu ágætlega kvæntir menn og að
það sé tveggja manna starf að
fara með lyklavöld á Bessastöðum.
Þar með er vikið að þeirri stað-
reynd sem allir þekkja, að eina
konan i framboði er ógift. Með
þessu er reynt að hafa áhrif á
hugmyndir manna um besta for-
setaefnið með því að kynda undir
nokkrum af þeim fordómum sem
reynt hefur verið að kveða niður í
jafnréttisbaráttu undanfarinna
ára.
Ætli mörgum hefði dottið í hug
að velta vöngum yfir nauðsyn þess
að hjón sætu á Bessastöðum, ef
einhleypur karl væri meðal fram-
bjóðenda? Ætli það hefði ekki þótt
móðgun við karlkynið, að efast
um, að vel kostum búinn karl gæti
gegnt forsetastarfi með sóma án
þess að hafa maka sér við hlið?
Húsfreyjur á Bessastöðum hafa
haft hlutverki að gegna. En það er
mikill misskilningur að ætla, að
ekki sé unnt með skynsamlegri
skipulagningu og þeirri aðstoð
sem forseta stendur til boða, að
leysa alla þá hnúta sem upp kynnu
að koma vegna þess að hann er
makalaus.
Vigdís Finnbogadóttir hefur
margítrekað, að hún vilji ekki að
menn kjósi sig vegna þess eins að
hún er kona. Það er vel mælt og
drengilega. En það er líka rétt,
sem hún hefur sagt, að framboð
hennar sé í þágu dætra okkar.
Það verður til marks um að
margt hefur breyst til hins betra á
íslandi, ef Vigdís Finnbogadóttir
verður kosin forseti.