Morgunblaðið - 28.06.1980, Page 35

Morgunblaðið - 28.06.1980, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ1980 35 Tökum dæmi: í forsetaembættið hefur valist herstöðvaandstæðing- ur og einhvern tíma á valdaferli hans kemst róttækur alþýðu- bandalagsmaður í embætti dóms- málaráðherra, sem jafnframt er innsti koppur í búri innan sam- taka herstöðvaandstæðinga. Sam- tök herstöðvaandstæðinga semja nú djúpa hernaðaráætlun. Þeir ætla að standa fyrir fjölda- samkomu í Reykjavík, sem flugu- menn innan raða múgsins eiga að snúa upp í uppþot. Að vísu nokkuð gömul brella, en áhrifarík samt sem áður. En í þetta skipti fæst leynilegt loforð hjá forseta og dómsmálaráðherra, að almenn sakaruppgjöf fáist fyrir þá, sem brjóta af sér meðan á mótmælun- um stendur. Og viti menn forset- inn kemur fram í sjónvarp daginn eftir mótmælin og lýsir yfir í nafni þjóðareiningar og sögulegra sætta, að öllum, sem brotið hafa af sér í þessu þjóðernislega upp- þoti fái skilyrðislausa sakarupp- gjöf. Enginn gæti stöðvað hann. Það er umhugsunarvert hverju forsetavaldið gæti komið til leiðar í höndum óábyrgra aðila, ekki satt? Forsetinn skipar menn í embætti Ertu æstur í að veita þinginu aukin völd, lesandi góður? Ég fyrir mitt leyti er það ekki, að minnsta kosti ekki fyrr en þingið veitir mér aukin völd með því að gera atkvæðarétt minn jafnan atkvæðarétti allra annarra lands- manna í alþingiskosningum. Og ekki er óeðlilegt að ætla að þú sért sama sinnis ef þú tilheyrir þeim mikla meirihluta landsmanna, sem hefur jafn skertan kosninga- rétt og ég. Það er meðal annars af þessum sökum, sem staða forseta verður svo sterk gagnvart þingmeirihlut- anum og ríkisstjórninni, ef hann tæki upp á að neita að skipa þá menn í embætti sem ríkisstjórnin óskaði. Þingmeirihlutinn gæti að sjálf- sögðu lagt lagafrumvörp fyrir alþingi til að svipta forsetann embættisveitingarvaldi sínu. En sá er galli á gjöf Njarðar að það er tímafrekt að samþykkja laga- frumvörp, en auk þess þarf að fá undirskrift forsetans til að þau haldi gildi sínu, en hún fengist að sjálfsögðu ekki. í slíku tilfelli kæmi til þjóðaratkvæðis um frum- varpið. En er ekki sennilegt, að þjóðinni í ljósi fenginnar reynslu, standi sami stuggur af að auka vald þingsins eins og mér og þér, lesandi góður. Væri þá ekki vænlegra fyrir þingmeirihlutann að fara samn- ingaleiðina í þessum efnum? Þú færð þetta frumvarp samþykkt og þinn mann í embætti ef við fáum okkar. Væri ekki athyglisvert ef þingmeirihlutinn og ríkisstjórnin neyddist til að minnka við sig pólitískar stöðuveitingar. Þingræðið Þingræðið er að vísu tryggt í stjórnarskránni, það er að segja, ef þingið er mátulega samhent og það er vilji forsetans að mynda þingræðisstjórn. En þar sem úlf- úðin og sundurlyndið milli þing- flokka er eins mikið og á íslandi, má spyrja hversu erfitt það væri fyrir forseta að mynda utanþings- stjórn ef honum stæði hugur til þess. Það er vandasamt að mynda starfhæfa þingmeirihlutastjórn jafnvel, þegar forsetinn hefur á því fullan hug. En setjum sem svo, að forsetinn ætlaði sér einmitt að mynda utanþingsstjórn og hefði til þess fulltingi og stuðning fámenns hóps á þingi, sem hugsaði sér gott til glóðarinnar að fá sína utan- þingsmenn í embætti með hjálp forsetans. Það yrði tæplega erfitt að standa í vegi fyrir stjórnar- myndun með því að fá röngum flokkum eða mönnum umboðið á Kári Arnórsson: Kjör Vigdísar lyfti- stöng fyrir þjóðina röngum tíma. Ef við það bættist að nokkrir þingmenn reru öllum árum að því, að sem mest óbilgirni væri sýnd í samningaviðræðum, mætti hæglega búast við að utan- þingsstjórn liti dagsins ljós að endingu. Slík utanþingsstjórn gæti verið forsetanum og minni- hlutahópi á þingi mjög vilholl, ef réttir aðilar veldust í hana. Ráð- kænska forsetans og nokkurra þingmanna gæti því reynst þing- ræðinu erfiður fjötur um fót ef rétt tækifæri byðust. Gæti þingiö losaö sig við forsetann? — Þingið er að sjálfsögðu eigi með öllu varnarlaust í þessu valdatafli. Þyki því forsetinn beita valdi sínu of ötullega, á það tvo kosti á að losa sig við hann og er hvorugur góður. Sá fyrri er að leysa forsetann frá embætti áður en kjörtímabili hans er lokið, en sú krafa þarf samþykki meirihluta við þjóðar- atkvæðagreiðslu, sem til er stofn- að af 3/4 hlutum þingmanna í sameinuðu þingi. En sá er hæng- urinn, að hljóti krafan ekki sam- þykki í þjóðaratkvæðagreiðslu, er þing rofið og stofnað til nýrra kosninga. Eins og vinsældir þings- ins eru um þessar mundir, ráðlegg ég þeim ekki að reyna þessa leið jafnvel þótt ekki finnist á þingi 16 menn til að kæfa kröfuna í fæðingu. Það þyrfti mikil undur og stórmerki til að meirihluti þjóðarinnar veldi þing sitt fram yfir forseta. Síðari kosturinn er sá, að þingib samþykki stjórnskipunarlög, sem takmarka vald forsetans frá því, sem nú er. En slíkar stjórnar- skrárbreytingar hafa í för með sér þingrof og nýjar kosningar hljóti þær samþykki beggja þingdeilda, og síðan þarf að samþykkja þær aftur á nýju þingi. En lögin þurfa staðfestingu forsetans til að halda gildi sínu, og það fengist að sjálfsögðu ekki. Lögin þyrfti því að samþykkja í þjóðaratkvæða- greiðslu, en þar fengju þau án efa óblíðar móttökur. Af þessu sést, að þingmenn eru ekki öfundsverð- ir þurfi þeir að losna við forset- ann. Forsetinn gæti í flestum tilfellum kviðbeygt þingið án þess að það fengi rönd við reist. Goðsögnin mikla Af því sem á undan er ritað má sjá, að allt tal um að forseti íslands sé valdalaus puntfígúra er goðsögn, og það sem meira er um vert, hættuleg goðsögn. Trú al- mennings á þessa markleysu þjón- ar þeim tilgangi einum, að flýta þeim degi að í þetta valdamikla embætti setjist maður, sem beitir valdi sínu þjóðinni til tjóns. Ég ráðlegg því kjósendum að taka með fyrirvara orðum þeirra gasprara, sem vilja telja þeim trú um að forsetinn sé ekkert meira en veislustjóri yfir frauðvínssam- kvæmum á Bessastöðum. Ég vil einnig biðja þá að minnast þess, að forsetinn gæti, ef hann beitti valdi sínu, aðstoðað þjóðina upp úr því fúafeni, sem stjórnlyndir og valdaóðir alþingismenn hafa sökkt henni í með hjálp óhefts þingræðis. Og þessir sömu alþing- ismenn hafa í raun ekkert sið- ferðilegt umboð til að fara með löggjafarvald þjóðarinnar, þar sem réttur stórs hóps þjóðarinnar er fyrir borð borinn sökum mis- skiptingar atkvæða eftir lands- hlutum. En það hvernig forsetinn ætti að beita valdi sínu til að fá fram leiðréttingu á atkvæðaskiptingu þjóðarinnar er efni í aðra grein. Sú grein birtist væntanlega ekki fyrr en eftir kosningar og þá aðeins ef sá maður situr í forseta- embættinu, sem hefur næga rétt- lætiskennd til að skilja, að við þetta ástand í atkvæðamálum þjóðarinnar verður ekki unað deg- inum lengur. Ég bið því kjósendur að vanda val sitt í þessum kosn- ingum. Árni Th. Arnarson Um næstu helgi fæst úr því skorið hver kosinn verður forseti íslenska lýðveldisins fyrir næstu fjörgur ár. Sá forseti sem nú lætur af embætti hefur verið mjög ástæll með þjóðinni. Hinum hefur tekist að setja alþýðlegan virðu- leikablæ á forsetaembættið. Það er mikis virði að sá virðuleiki haldist og að því sé keppt að varðveita þessi viðhorf til emb- ættisins. Núverandi forseti hefur sýnt og sannað að ekki sé það forsenda fyrir því að gegna emb- ætti forseta með sóma að viðkom- andi hafi haft opinber afskipti af stjórnmálum né verið í opinberri stjórnsýslu. Verðugur arftaki Af þeim frambjóðendum sem nú eru í kjöri finnst mér enginn muni viðhalda eins vel þeim arfi sem Kristján Eldjárn lætur eftir sig í embætti, sem Vigdís Finnboga- dóttir. Framboð hennar er fram- komið nokkru seinna en hinna og fyrir það fyrst og fremst að alþýðumanna til sjávar og sveita fannst vanta sinn fulltrúa. í Kristjáni hafði almenningur fund- ið sinn mann 1968 og svipuð tilfinnig er nú gagnvart Vigdísi. Málflutningur hennar hefur mest snúist um að forsetinn sé maður fólksins, maður þjóðarinnar væri aðall forsetans. Samband hans við þjóð sína væri það sem mestu máli skiptir. Mér finnst Vigdís hafa hvort tveggja til að bera að hlíta kalli þjóðar sinnar og geta tekið sjálf- stæða ákvörðun. Hver forseti hlýt- ur að sjálfsögðu að setja sinn svip á embættið. Hann verður að vera sjálfstæður í verkum sínum, þó svo hann þyggi góðra manna ráð. Fulltrúi nýrra tíma Hvar sem Vigdís hefur komið í þessari kosningahríð hefur hún náð hylli almennings og að því er virðist umfram aðra frambjóðend- ur. Fundur Vigdísar á Akureyri minnti um margt á glæsifund stuðningsmanna Kristjáns 1968, í hans heimahéraði þar sem bíla- lestir komu hvaðanæva. Hún var fyrst íslenskra kvenna til að gefa kost á sér til embættis forseta. í þessu framtaki hennar hygg ég að rísi hæst barátta kvenna fyrir jafnrétti. Fátt getur orðið meiri hvatning til kvenna í að sýna að þær telja sig jafningja karla. Því er þess að vænta að konur standi þétt að baki hennar í komandi kosningum. Embætti forseta íslands er virðulegt starf og vandasamt. Það á að vera ópólitískt og á engan hátt háð pólitískri forystu eins né annars flokks. Þjóðinni er nauð- syn á að í embætti forseta veljist sá maður sem hún getur verið Kári Arnórsson óhrædd um að ekki sé undir handarjaðri stjórnmálaflokka eða einstakra stjórnmálamanna. Á Bessastöðum þarf að rækta ís- lenska menningu og hlúa að henni eins og gert hefur verið að undan- förnu. Til þess tel ég Vigdísi Finnbogadóttur best fallna af þeim sem nú eru í kjöri. Það yrði mikil lyftistöng ís- lenskri þjóð næði hún kjöri. Kjör Vigdísar yrði einn hlekkurinn í endursköpun á forystu í íslenskum þjóðmálum sem mikil þörf er fyrir. Er þess að vænta að slík endursköpun leiði til meiri far- sældar en nú er. Með því að kjósa Vigdísi ert þú kjósandi góður að leggja hornstein að nýrri upp- byggingu. Það getur þú gert með góðri samvisku hvar í flokki sem þú stendur. Kári Arnórsson. ^(fvcljumVIGDÍSI SKRIFSTOFUR STUÐNINGSMANNA REYKJAVIK: Laugavegi 17 Símar26114og 26590. Forstööumaður: SVANHILDUR HALLDÓRSDÓTTIR Vesturbergi 199. Sími 76899 Forstöðumaöur: ÁSLAUG BRYNJÓLFSDÖTTIR SELTJARNARNES: Vallarbraut 16. Sími 13206. Forstöðumaður: SVEINBJÖRN JÓNSSON MOSFELLSSVEIT: Verslunin Þverholt. Simi 66960. Forstöðumaður ANNA SIGGA GUNNARSDÓTTIR AKRANES: Húsi slysavarnarfélagsins. Simi 93-2570 Forstöðumaður: HRÖNN RÍKARÐSDÓTTIR BORGARNES: Snorrabúð, Gunnlaugsgötu 1. Sími 93-7437. Forstöðumaður ÓSK AXELSDÓTTIR HELLISSANDUR: Keflavíkurgötu 7. Sími 93-6690 Forstöðumaður ÓMAR LÚÐVÍKSSON GRUNDARFJÖRÐUR: Grundargötu 18. Sími 93-8718 Forstöðumaður JÓNA RAGNARSDÓTTIR STYKKISHÓLMUR: Skúlagötu 14. Sími 93-8317. Forstöðumaður ÞORSTEINN AÐALSTEINSSON PATREKSFJÖRÐUR: Aðalstræti 15. Sími 94-1455 Forstöðumaður: BJARNI ÞORSTEINSSON O FL BOLUNGARVfK: Hafnargötu 79. Simi 94-7418. Forstöðumaður: HERDÍS EGGERTSDÓTTIR. ÍSAFJÖRÐUR: Austurvegi 1. Simi 94-3121. Forstöðumaður: JÓRUNN SIGUROARDÓTTIR HVAMMSTANGI: Melavegi 15. Simi 95-1486 Forstöðumaður: EYJÓLFUR MAGNÚSSON. BLÖNDUÓS: Brekkubyggð 34 Sími 95-4310. Forstööumaður: VIGNIR EINARSSON SAUÐARKRÓKUR: Skagfirðingabraut 8. Slmi 95-5798 Forstöðumaður: HEIÐMAR JÓNSSON SIGLUFJÖRÐUR: Gránugötu 4 Simi 96-71319 Forstöðumaður: HERMANN JÓNASSON ÓLAFSFJÖRÐUR: Túngötu 15. Sími 96-62306 Forstöðumaður: RAGNHEIÐUR BRYNJÓLFSDÓTTIR DALVÍK: Skiðabraut 3. Simi 96-61229. Forstöðumaður: SVANHILDUR BJÖRGVINSDÓTTIR AKUREYRI: Strandgötu 19. Sími 96-25233 og 25980 Forstöðumaður. HARALDUR M SIGURÐSSON HÚSAVÍK: Laugabrekku 22 Sími 96-41731 Forstöðumaður: ÁSTA VALDEMARSDÓTIR VOPNAFJÖRÐUR Kolbeinsgötu 16. Simi 97-3275. Forstöðumaður: BJÖRN BJÖRNSSON SEYÐISFJÖRÐUR: Norðurgötu 3. Simi 97-2450 Forstöðumenn: VIGDÍS EINARSDÓTTIR og ODDBJÖRG JÓNSDÓTTIR EGILSSTAÐIR: Laugavöllum 10. Simi 97-1585 Forstöðumaður: EINAR RAFN HARALDSSON NESKAUPSTAÐUR: Tónabæ við Hafnarbraut. Simi 97-7204 Forstöðumaður: VALUR ÞÓRARINSSON ESKIFJÖRÐUR: Bleikárhlið 59. Sími 97-6435 Forstöðumaður: SIGRÍÐUR KRISTINSDÓTTIR. REYÐARFJÖRÐUR: Kaffistofu Björns og Kristjáns. Sími 97-4271. Forstöðumaður: HELGA AÐALSTEINSDÓTTIR HÖFN í HORNAFIRÐI: Miðtúni 21 (Miðgarði). Simi 97-8620 Forstöðumaður ERLA ÁSGEIRSDÓTTIR VESTMANNAEYJAR: Miðstræti 11. Simi 98-1139. Forstöðumenn EIRÍKUR GUÐNASON og HRAFNHILDUR ÁSTÞÓRSDÓTTIR HELLA: Freyvangi 23. Sími 99-5869 Forstöðumaður: HERMANN PÁLSSON SELFOSS: Þórstúni 1. Simi 99-2251. Forstöðumaður: GRÍMUR BJARNDAL GRINDAVÍK: Heiðarhrauni 44. Simi 92-8494 Forstöðumaöur SÆUNN KRISTJÁNSDÓTTIR KEFLAVfK: Hafnargötu 34. Sími 92-2866 Forstöðumaður: VILHJÁLMUR GRÍMSSON HAFNARFJÖRÐUR: Reykjavlkurvegi 60. Simi 54322. Forstöðumaður: GUÐRÚN EINARSDÓTTIR. GARÐABÆR: Safnaðarheimili Garðabæjar. Sími 45466. Forstöðumaður: ÁSLAUG ÚLFSDÓTTIR KÓPAVOGUR: Auðbrekku 53 Simi 45144 Forstöðumaður: ERLA ÓSKARSDÓTTIR.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.