Morgunblaðið - 28.06.1980, Qupperneq 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ1980
Ingibjörg Norðkvist, ísafirði:
Hugleiðingar um forseta;
kosningar og jafnrétti
Það er víst að bera í bakkafullan
lækinn að fjalla um þessi málefni,
en í trausti þess, að íslendingar
eru vanir leysingum og lækjum,
sem flæða út yfir farvegi sína, læt
ég dropa mína detta.
Hvað forsetakosningarnar varð-
ar erum við íslendingar svo
heppnir, að í framboði eru fjórir
mjög hæfir einstaklingar. Þeir eru
samt frábrugðnir hvor öðrum að
því leyti hvaða störfum þeir hafa
gegnt fram að þessu og á hvaða
vettvangi þeirra lífshlaup hefur
farið fram, en allir eiga þeir það
sameiginlegt að hafa gegnt störf-
um fyrir land og þjóð af stakri
trúmennsku og hæfileikum. Pétur
Thorsteinsson h'efur verið diplóm-
at og hefur töluverða reynslu og
þekkingu á utanríkismálum og
samskiptum Islands við erlendar
þjóðir. Þeim sem þykir það skipta
mestu máli, kjósa hann, geri ég
ráð fyrir. Margir háskólamenn
munu velja Guðlaug Þorvaldsson
vegna kynna við hann sem vinsæl-
an háskólarektor, einnig hefur
hann verið sáttasemjari og ein-
hverjir styðja hann e.t.v. vegna
kynna við hann í því starfi. Albert
Guðmundsson er einlitur stjórn-
málamaður, harður sjálfstæðis-
maður, þó svo hann hafi aldrei
verið flokksþægur. Þeir sem vilja
mann í forsetastól, sem e.t.v. lítur
landsmálin einlitum flokksgler-
augum, þeir kjósa hann. Ég tek
það fram að þetta er ekki sagt
honum til hnjóðs heldur væri
þetta aðeins mannlegt. Vigdís
Finnbogadóttir hefur kennt
frönsku, starfað að ferðamálum og
landkynningu og verið leikhús-
stjóri. Hún er sögufróð, vel
menntuð og hefur átt mikil og
farsæl samskipti við margt fólk.
Þessi atriði, sem ég hef tínt til
eru það helsta, sem frambjóðend-
ur hafa fengist við, og auðvitað er
margt fleira lagt á vogarskálarn-
ar, þegar farið verður að kjósa,
svo sem eins og persónuleg kynni
fólks af frambjóðendum og ýmis-
leg góðvild, sem þeir hafa sýnt
fólki á liðnum árum í sínum
störfum. Aftur á móti er vonandi,
að fordómar, Gróa gamla á Leiti
og oflof hafi engin áhrif í forseta-
kosningunum. Með oflofi á ég. t.d.
við, þegar lýst er yfir, að einhver
sé „maður fólksins". Ef það má
segja þetta um einn af frambjóð-
endum, má segja það um þá alla,
ef byggja á á fyrri samskiptum
þeirra við þjóðina hvers á sínu
sviði. Sömuleiðis að einhver sé
hæfastur, eða að einhver þeirra sé
hæfari en annar til að skapa festu
í þjóðlífinu o.s.frv. En nóg um það.
Nú skal ræða jafnréttið. Eins og
fram hefur komið, hafa frambjóð-
endur sitthvað til brunns að bera,
og helgast það mjög af því hvernig
forsetaembættið er í eðli sínu og
hefur verið. T.d. í síðustu forseta-
kosningum bar fornleifafræðingur
og þjóðminjavörður sigurorð af
einlitum stjórnmálaskörungi (þar
á ég við mann, sem hefur verið í
einum stjórnmálaflokki og gegnt
mikilvægustu störfum þjóðarinn-
ar fyrir þann flokk).
Af þessum ástæðum tel ég, að
mikil breidd sé í framboðunum og
eitthvað við allra hæfi, og er það
skemmtilegt. Einnig er það at-
hyglisvert, að íslendingar vilja
ekki kjósa forsetann pólitískt og
öll flokksbönd riðlast, og er engu
líkara, en fólk njóti þess að losna
af gamla flokksklafanum, þeir
sem þannig er ástatt um, og er það
vel. Ekkert er hægt að gera
forsetaframbjóðanda verra en að
ákveðinn stjórnmálaflokkur beini
tilmælum til fólks um að kjósa
hann. Það er næstum formúlan
fyrir falli hans, ef svo má segja.
Það hefur að undanförnu borið
mikið á því í blaðagreinum, að
tilmæli einstaklinga til kvenna
um að kjósa Vigdísi Finnbogadótt-
ur hafa bæði verið hártoguð og
misskilin. í þessum útúrsnúning-
um hefur þessum einstaklingum
verið borið á brún að hafa skorað
á konur að kjósa hana eingöngu
vegna þess að hún er kona. Þetta
hefur enginn sagt né skrifað og
engum dottið í hug. Hinsvegar
hefur konum verið bent á þetta
tækifæri til að sýna í verki beinan
stuðning við jafnréttishugsjónina
með því að kjósa þann af fjórum
hæfum frambjóðendum sem er
kona.
Það er sannarlega tími til þess
kominn, að konur leggi vanmeta-
kennd sína á hilluna hvað stjórn-
unarstörf snertir og þar með það
að vantreysta kynsystrum sínum
til þeirra. Konur komast t.d. ekki
á þing á meðan konur kjósa
fremur karlmenn, ef um er að
ræða val á jafnhæfum einstakl-
ingum af báðum kynjum. Á meðan
þessir fordómar eru enn við lýði,
er ekki hægt að komast hjá því að
tala um kynferði frambjóðenda,
en í framtíðinni skiptir það von-
andi ekki máli í vali þjóðarinnar á
hæfum einstaklingum til hinna
ýmsu stjórnunarstarfa. Þessir for-
dómar vaða nú uppi því miður, en
ef Vigdís Finnbogadóttir má ekki
njóta þess í komandi kosningum,
að hún er kona, þá má hún heldur
ekki gjalda þess að hún er kona.
Hún hefur sýnt kjark með því
að rísa gegn þessum fordómum og
lagt stórt lóð á vogarskálar jafn-
réttisins með því að bjóða sig
fram til þessa háa embætts og þar
með gert meira fyrir dætur ís-
lands en í fljótu bragði verður séð.
Hulda Bjarnadóttir:
Áfram, stelpur!
Er baráttan um forsetaembætt-
ið komin á trúðleikaplan, og er
virðuleikinn á undanhandi fyrir
græðginni að hreppa hnossið?
Margur er farinn að brosa í
kampinn að ýmsum þeim baráttu-
aðferðum, sem hafðar eru frammi,
því engu er líkara en að tvö
forsetaembætti séu í boði en ekki
bara eitt, og að frambjóðendur til
forsetaembættis séu sjö en ekki
bara fjórir.
Þeir karlar, sem í kjöri eru hafi
mjög hampað eiginkonum sínum
sér til trausts og halds. Þær mæta
með þeim á íramboðsfundum,
sitja fyrir svörum og taka þátt í
ræðuhöldunum. Þetta er allt í
senn hjákátlegt, óréttlátt og ójafn
leikur, þar sem einn frambjóðand-
inn, Vigdís, er einn á báti. Hún
hefir þar af leiðandi sex keppi-
nauta við að glíma í stað þriggja,
eins og ætti með réttu að vera, ef
um fulla jafnréttisstöðu væri að
ræða.
Snúum dæminu við og gerum
ráð fyrir að konurnar væru þrjár,
en karlinn einn og þær allar giftar
en hann einhleypur. Ætli það
þætti ekki heldur óviðfelldið, svo
ekki sé meira sagt, ef þær geystust
á framboðsfundi með eiginmenn-
ina upp á arminn sér til fulltingis
og hjálpar við ræðuhöldin. Hrædd
er ég um að myndi heyrast hljóð
úr horni og ýmsum þykja leikur-
inn ójafn og karlinn ofurliði bor-
inn. Tökum annað dæmi. Hvað
skyldu menn segja við því, að ef
einhver væntanleg þingmannsefni
tækju upp á því að hafa maka sína
með sér til hjálpar við ræðuflutn-
ing á framboðsfundum til Alþing-
iskosninga?
í öllum leikjum og keppnum eru
vissar leikreglur. Það skiptir
miklu máli að þær séu í heiðri
hafðar og ekki hvað sízt þegar
keppt er til forsetaembættis. Ég
vek athygli á þessu af því að þetta
er í fyrsta skipti og vonandi ekki
það síðasta, að fólk af báðum
kynjum er í forsetaframboði. Það
er því mikilvægt atriði, ekki að-
eins núna heldur um aila framtíð,
að afdráttarlausar og heiðarlegar
leikreglur séu markaðar þessu
viðvíkjandi strax, áður en mis-
mununin festir rætur og nær að
sljóvga réttlætiskennd manna.
Ætla mætti að þetta væri í
fyrsta skipti í sögu þjóðarinnar að
gengið væri til forsetakjörs, og
falin hætta lægi í því að einhver
harðsvíraður einvaldur yrði kos-
inn forseti, og þjóðin hefði aldrei
staðið frammi fyrir öðrum eins
vanda og nú að velja sér þjóðhöfð-
ingja, ef marka má alla þá prent-
svertu og öll þau töluð orð, sem
búið er að ausa yfir landslýð til
kynningar og fræðslu á forseta-
embættinu. Allt það væmnis- og
mærðarþrugl um menn og mál-
efni, sem því hefir verið samfara,
er næstum farið að valda manni
klígju. Ég veit ekki hvernig í
ósköpunum við höfum farið að
hingað til. Þó erum við búin að
hafa forseta í 36 ár án alls
fyrirgangs og hávaða. Er öll þjóð-
in komin í kosningaleik, eða hvað?
Ég efast um að fyrirfinnist hér
á landi fólk komið til vits og ára,
að það viti ekki nokkurn veginn í
hverju störf forseta eru fólgin. Og
ég veit ekki betur en að allir
frambjóðendur séu sómafólk, sem
hvert um sig gæti gegnt embætt-
inu með prýði. En hvers vegna öll
þessi læti? Það skyldi þó ekki vera
að allur hamagangurinn stafaði af
því að nú er kona í framboði í
fyrsta sinn og af óttanum við hið
mikla brautargengi hennar?
Vigdís Finnbogadóttir hefir
gengið fram á sviðið og býður sig
fram til forsetakjörs fyrst allra
ísl. kvenna. Vígreif og glöð búður
hún úreltum hleypidómum og
venjum byrginn og hefir djörfung
og dug til þess að ganga fram fyrir
skjöldu og seilast til þess jafnrétt-
is og þeirra mannréttinda, sem
hingað til hafa verið meira í orði
en á borði. Með þessu fordæmi
sínu gefur hún konum byr undir
báða vængi til meira jafnræðis og
mannréttinda.
Við lifum í karlaþjóðfélagi, þar
sem karlveldið er nær algert. Þeir
sitja að öllum helstu embættum
þjóðarinnar og ráða flestu, sem
þeir vilja ráða. Ég held þeir megi
vel við una þótt kona setjist á
forsetastól. Fullum mannréttind-
um er ekki náð meðan konur skipa
hinn óæðri bekkinn og bera skarð-
an hlut frá borði eins og dæmin
sanna. Þrátt fyrir ótvíræðan laga-
bókstaf, sem á að tryggja þeim
jafnrétti til launa og starfa er sá
lagabókstafur æði oft sniðgeng-
inn.
I flestum nefndum eða ráðum
hinna ýmsu stéttarfélaga, sem
fjalla um launakjör eru karlar í
miklum meirihluta. Hinum megin
við borðið eru viðsemjendurnir,
þ.e. atvinnurekendur, eigendur
fyrirtækja, forstjórar og fram-
kvæmdastjórar, flestir karlar.
Þetta segir sína sögu. Ef menn
efast um orð mín er ekki lengra
síðán en á laugardagskvöldið 21.
júní sl. að brugðið var á skjáinn
mynd frá fjölmennri launa- og
kjaramálaráðstefnu. Ekki voru
margar konur í því fríða liði. Ég
kom ekki auga á neina.
Margir hafa haldið fram að sú
kosningabarátta sem nú er háð
hafi verið drengileg en þó með
örfáum undantekningum. Ég er
ekki sammála þessu. Stuðnings-
menn Guðlaugs Þorvaldssonar
hafa rekið þann aulalega og óheið-
arlega áróður að undanförnu,
bæði leynt og ljóst, að baráttan
standi fyrst og fremst milli Guð-
laugs og Vigdísar og því sé
atkvæðum léðum Albert eða Pétri
kastað á glæ. Þessi skoðun byggist
Enginn hinna háttvirtu karl-
frambjóðenda virðist hafa komið
auga á þetta misrétti í þjóðfélag-
inu, eða þá að minnsta kosti þagað
um það þunnu hljóði, mér vitan-
lega, og gáfu þeir þó fögur loforð
og fyrirheit um flest milli himins
og jarðar.
í sjónvarpsviðtalinu á dögunum
voru allir karlarnir sammála um
að hjón þyrftu að vera á Bessa-
stöðum. Vitanlega, sjálfir eru þeir
allir kvæntir. Merkilegt hvað Ind-
iru Gandhi hefir tekist að stjórna
einu fjölmennasta ríki veraldar.
Og þó er hún ekki gift. Mér koma
einnig í hug Golda Meir og
Bandaranaike. Þær gátu verið við
stjórnvölinn eiginmannslausar.
Hver skipar fyrir um eldhús-
störfin á Bessastöðum er algert
aukaatriði. Þar er vitanlega valinn
maður í hverju rúmi.
Við erum búin að eiga 3 karlfor-
seta í röð. Mér finnst kominn tími
til þess að við eignumst kvenfor-
seta. Við eigum margar mikilhæf-
ar konur, sem eru starfi þessu
vaxnar engu síður en karlar. En
það gæti orðið bið á því, að konur
gæfu kost á sér í þetta embætti, ef
illa tekst til nú, og væri það miður
farið. Við skulum ekki átakalaust
gefa körlum eftir forsetastólinn.
Þeir sjómenn, sem urðu til þess
að skora á Vigdísi að gefa kost á
sér til forsetakjörs, eiga þakkir
skildar. Þeir hafa skráð nöfn sín í
Islandssöguna sér til verðugs lofs.
Einnig þeir mörgu frjálslyndu og
víðsýnu karlar, sem hafa stutt að
framboði hennar með ráðum og
dáð, en ég held að hið mikla fylgi
Vigdísar sé ekki hvað minnst
karlþjóðinni að þakka, enn sem
komið er að minnsta kosti. Svo
ekki er þeim öllum alls varnað,
blessuðum, guði sé lof.
Það eru bráðum 5 ár liðin síðan
konur gerðu garðinn frægan og
fyrst og fremst á mjög svo vafa-
sömum skoðanakönnunum sem þó,
ef réttar eru, benda til að þriðj-
ungur þjóðarinnar sé óráðinn.
Jafnvel alþingismenn ganga fram
fyrir skjöldu og hvetja menn til að
„brjóta" hornstein lýðræðisins og
kjósa gegn sannfæringu sinni.
Það hlýtur að verða dapurleg
reynsla fyrir u.þ.b. 70% íslenzku
þjóðarinnar, að vakna til þess á
mánudagsmorgun, að þeir hafi
söfnuðust saman á Lækjartorgi
hinn eftirminnilega dag, 24.
október 1975, og héldu stormandi
útifund með glæsibrag jafnrétt-
ismálum sínum til framdráttar.
Sá fundur vakti heimsathygli, og
vakti konur víða um lönd til
umhugsunar um réttindamál sín.
En síðan ekki söguna meir. Allt
datt í dúnalogn. — Og Þyrnirós-
arsvefninn varir enn —.
Ég fullyrði að engu verulegu
máli skiptir á erlendum vettvangi,
hver hinna háttvirtu karlfram-
bjóðenda yrði kosinn forseti,
hversu mætir og gegnir menn sem
þeir eru allir saman, og ég efa ekki
ágæti þeirra, heldur er það svo
algengt og þykir auk þess alveg
sjálfsagt að karlmaður skipi þenn-
an sess, að það vekur enga sér-
staka athygli. Aftur á móti, ef
kona yrði kosin forseti íslands
yrði það heimsfrétt, sem fara
myndi eins og eldur í sinu um
heilsbyggð alla, og það yrði ekki
einungis íslenzkum konum til
brautargengis til fullra mannrétt-
inda og jafnræðis, heldur og
konum víðs vegar um heiminn, og
myndi skipa ísiandi á fremsta
bekk þjóðlanda.
Vigdísi treysti ég bezt til þess að
verða ástsæll og virtur forseti.
Hún myndi sitja Bessastaði með
fallegu og manneskjulegu látleysi.
Það yrði sómi við konur landsins
og karla einnig, ef fyrsta konan,
sem býður sig fram til forseta-
kjörs, yrði valin forseti. Ég get
líka orðað þetta á annan veg: Það
væri háðung fyrir íslenzkar konur
um langa framtíð, ef hún næði
ekki kosningu.
Og að síðustu: Áfram stelpur!
Tökum höndum saman eins og á
Kvennadaginn 24. október 1975.
Látum drauminn rætast, og velj-
um Vigdísi. Hennar sigur er okkar
sigur.
kastað atkvæði sínu á glæ, já, 70%
því það er ekki nema einn sem
kemst að. Nei, íslendingar ógilda
ekki atkvæði sitt, hvern sem þeir
kjósa, og enginn skal ljúga því að
mér að ég sé að gera órétt, þótt ég
kjósi ekki Guðlaug og komi ef til
vill Vigdísi að. Mig gildir einu,
hvert hinna þriggja kemst að, ef
þjóðin er svo ólánsöm að hafna
hæfasta manninum, Pétri Thor-
steinssyni.
EFÞAÐERFRETT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
VI GLYSINGA
SIMINN KK:
22480
Eiríkur Briem:
Verða 70% atkvæða ónýt?