Morgunblaðið - 28.06.1980, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ1980
37
Helgi Guðjónsson
verkstjóri - Minning
Hinn 13. júní síðastliðinn lést á
Landspítalanum Helgi Guðjóns-
son verkstjóri, til heimilis að
Hvammsgerði 3 í Reykjavík, að-
eins sextíu og þriggja ára gamall.
Hann var jarðsettur frá Foss-
vogskirkju mánudaginn 23. júní,
að viðstöddu geysilegu fjölmenni.
Það verður ekki sagt með sanni
að fráfall Helga hafi komið okkur,
sem fylgst höfum með honum
undanfarið, algerlega á óvart. En
þó verður það oft svo er við
heyrum lát mæts vinar á ágætum
aldri að okkur setur hljóð og við
fyllumst heilagri en vanmáttugri
reiði gagnvart miskunnarlausum
örlögum. Við erum einnig minnt
óþyrmilega á þá staðreynd að í
þessum annars svo ótrygga og
síbreytilega heimi, sem við byggj-
um, er eitt sem við fáum ekki
Fædd 23. september 1892.
Dáin 19. júní 1980.
I dag verður til moldar borin
Málfríður Árnadóttir frá Bjalla í
Landsveit er lést 19. þ.m. 87 ára að
aldri.
Hér er lokið langri og starfs-
samri ævi konu af aldamótakyn-
slóðinni, sem skilað hefur landi
sínu og þjóð drjúgu veganesti.
Þegar litið er til baka yfir
lífshlaup þess fólks, er átti
þroskaár á fyrstu tugum þessarar
aldar og þær miklu breytingar
sem orðið hafa á lifnaðarháttum
þess og þeirra sem nú eru á ungum
aldri, verður manni ljóst hve
mikla þrautseigju fólk hefur þurft
að sýna til að yfirstíga þá erfið-
leika er við var að etja. Húsmóðir
með stórt heimili og mjög tak-
mörkuð lífsþægindi sem kölluð eru
í dag, hefur oft þurft að sýna
mikla útsjónarsemi og fyrir-
hyggju til að hlutirnir gengju
eðlilega fyrir sig. Ég hygg að
Málfríður á Bjalla hafi verið
góður fulltrúi þess hóps er skilaði
sínu hlutverki með sóma.
Málfríður Árnadóttir var fædd
að Skammbeinsstöðum í Holtum,
dóttir hjónanna Árna Árnasonar
og Þórunnar Magnúsdóttur er
síðar bjuggu í Látalæti í Land-
sveit, en þar ólst hún upp í
glaðværum systkinahópi, með
góðum nágrönnum, er hún minnt-
ist síðar á lífsleiðinni með sér-
stakri ánægju. Foreldra sína
missti hún er hún var á ungum
aldri og þurfti því ung að taka á
sig umsjá heimilis þar eð hún var
elst sinna systkina.
Málfríður giftist Ingvari Árna-
syni, sem látinn er fyrir nokkru.
Þau hófu búskap á Bjalla í Land-
sveit og bjuggu þar góðu búi í yfir
60 ár. Þeim varð 5 barna auðið,
þeirra Arnþórs, Þórunnar, sem nú
er látin, Ragnheiðar, Guðríðar og
Svanfríðar. Auk þess ólu þau upp
Þuríði Jónsdóttur.
Heimili þeirra hjóna á Bjalla
bar svipmót þeirra beggja, snyrti-
mennska úti sem inni, bókakostur
talsverður á heimilinu og þjóðleg-
ur fróðleikur í hávegum hafður.
Málfríður hafði mikinn áhuga
fyrir allri ullarvinnu og voru
ýmsir munir, er hún bjó til úr
ullarvörum mjög smekklegir og
báru vitni hagleiks og smekkvísi.
Öll matargerð lá sérlega vel fyrir
henni og geta eflaust margir er
bar að garði hjá þeim hjónum að
Bjalla borið vitni um það.
Það er margs að minnast fyrir
samtíðarmenn, þegar svo fullorðin
kona sem Málfríður á Bjalla er
kvödd, sem búin er að standa fyrir
heimili er staðið hefur í þjóðbraut
í yfir 60 ár. Það verður minnst af
því tíundað hér, aðeins látið í Ijós
haggað, við göngum öll sama
veginn fyrr eða síðar.
Það mun sennilega hafa verið
síðla sumars 1979 að Helgi kenndi
þess sjúkdóms er varð honum að
aldurtila. Hann háði baráttuna
við sjúkdóm sinn af æðruleysi og
karlmennsku — og af slíkum
lífsvilja og lífstrú að allt til þess
síðasta ræddi hann um hvað hann
ætlaði að gera er sér væri batnað.
Helgi var fæddur 24. febrúar
árið 1917 í Reykjavík og ólst þar
upp. Faðir hans, Guðjón Jónsson,
sem látinn er fyrir allmörgum
árum, var austan úr Vestur-
Skaftafellssýslu en móðir hans,
Steinunn Magnúsdóttir, sem enn
er á lífi, er ofan úr Borgarfirði.
Helgi lærði kjötiðn í Danmörku
og Svíþjóð og var meistari í þeirri
iðngrein. Hann útskrifaði fjölda
fyrir þann góða beina, er hún
veitti þeim er að garði bar.
Nánir vinir og ættingjar senda
kveðjur og þakkir á þessum tíma-
mótum og óska hinni öldnu heið-
urskonu fararheillar.
S.J.
kjötiðnaðarmanna og var jafnan
vakandi fyrir öllum nýjungum í
grein sinni og þurfti þá að fara til
útlanda til að endurnýja og auka
við kunnáttu sína. Hann vann um
tuttugu ára skeið í kjötbúðinni
Borg en var svo um langt árabil
verkstjóri hjá Sambandi ísl. sam-
vinnufélaga.
Árið 1947 kvæntist Helgi eftir-
lifandi eiginkonu sinni, Borghildi
Þórðardóttur frá Einarsstöðum í
Stöðvarfirði. Þau eignuðust fjögur
mannvænleg börn sem öll eru á
lífi: Þórð, Guðjón, Þóru og Sól-
veigu.
Kynni okkar Helga hófust
skömmu eftir að við hjónin flutt-
umst frá Siglufirði til Reykjavíkur
1963 — en svo vill til að við
Borghildur höfum þekkst frá
æsku, milli foreldra okkar austur
þar var mikil vinátta og hélst hún
áfram með okkur börnum þeirra,
þótt stundum liði langur tími milli
samfunda.
Ég þykist ekki taka of djúpt í
árinni þótt ég fullyrði að Helgi
hafi verið skarpgreindur hæfi-
leika- og mannkostamaður. í
störfum sinum naut hann mikils
álits og trausts og var hann m.a.
sendur nokkrum sinnum til út-
landa á vegum fyrirtækis þess er
hann vann hjá.
Helgi átti mörg áhugamál og
sýndi aldrei neina hálfvelgju í því
sem hann fékkst við og fáir munu
hafa ræktað garðinn sinn betur en
hann. Skýrast kom þetta fram í
því hvernig hann hlúði að heimili
sínu því að allt lék í höndum hans
og voru Borghildur og hann sam-
hent í því að gera heimili sitt —
jafnt ytra sem innra — að stað
þar sem allir vildu koma. En til að
slíkt megi verða þarf ekki einung-
is hagar hendur — heldur og hlýtt
hjartaþel. Það hefur margt verið
sagt um íslenska gestrisni. Sumir
telja aðal hennar það að setjast að
borði er svignar undan dýrum
krásum. Það er gott og blessað. En
mér finnst hins vegar hin sanna
gestrisni vera í því fólgin að
hverjum finnist hann vera heima
hjá sér þar sem hann kemur sem
gestur. Slík var gestrisnin í
Hvammsgerði 3 enda var þar
löngum mjög gestkvæmt.
Helgi hafði yndi af tónlist og
söng, enda var hann músikalskur,
lék ágætlega á píanó og var
söngmaður góður. Hann var víð-
lesinn og fróður og átti gott
bókasafn. Hversdagslega var
Helgi hæglátur en hann gat einnig
glaðst á góðum stundum og verið
hrókur alls fagnaðar í góðra vina
hópi. Hann fylgdist vel með í
landsmálum og öðrum málum
líðandi stundar og hafði ákveðnar
skoðanir á mönnum og málefnum
en fáa hef ég þekkt réttsýnni og
sanngjarnari í dómum. Hann vildi
láta hvern njóta þess er hann átti.
Er ég lít yfir farinn veg minnist
ég með gleði en þó jafnframt
söknuði allra þeirra ánægju-
stunda sem við hjónin áttum með
Helga og Borghildi þau liðlega
Hún Pálína í Skinnum varð
bráðkvödd 21. júní. Hún hafði
verið sæmilega heilsugóð um
ævina, að undantekinni þungri
legu fyrir rúmlega tuttugu árum.
Þá var henni lengi vel ekki hugað
líf. En Pálina varð rúmlega sjötug.
Og er það ekki sæmilegur aldur?
Pálína var fædd í Skinnum 16.
september 1907. Voru foreldrar
hennar Jón Jónsson bóndi í Skinn-
um, d. 1956, og Guðrún Kristjáns-
dóttir kona hans, d. 1965, þá
komin yfir nírætt. Auk Pálínu
eignuðust þau hjón dæturnar:
Kristjönu og Bergþóru, sem báðar
eru á lífi og eiga heimili sitt í
Skinnum. Sjálf var Pálína þar alla
ævi. Hún var ógift, en eignaðist
fimmtán ár er leiðir okkar lágu
saman. Ég minnist þess er Helgi
var sestur við píanóið i Hvamms-
gerði 3 og allir tóku lagið. Eða
þegar setið var yfir kaffibolla og
rabbað um daginn og veginn. Ekki
hvað síst minnist ég ferðar. — og
raunar fleiri en einnar — er við
hjónin fórum með Helga og Borg-
hildi austur í Vík í Mýrdal í
heimsókn til Magnúsar, bróður
Borghildar. Það var yndislegt veð-
ur — eins og það best getur orðið á
Islandi. Við ókum um slóðir sem
Helga voru kunnar. Mér hefur
aldrei fundist frásagnarhæfileikar
hans njóta sin betur en þegar
hann var að fræða okkur um ýmsa
staði og atburði þeim tengda. Ég
gæti haldið áfram að rifja upp
minningar frá fimmtán ára sam-
vistatíma enn um langa stund en
læt hér staðar numið.
Við hjónin þökkum Helga og
Borghildi fyrir allt. Minningin um
vammlausan dreng lifir.
Borghildur og börn hennar hafa
mikið misst. En þeim má það vera
huggun í harmi að þau gerðu allt
er í þeirra valdi stóð til að létta
ástkærum eiginmanni og föður
stríðið gegn þeim er enginn fær
sigrað — og tíminn leggur græð-
andi smyrsl á flest sár.
Við hjónin vottum Borghildi,
börnum hennar og öðrum vanda-
mönnum dýpstu samúð okkar.
Flosi Sigurhjörnsson
eina dóttur: Báru Sigurjónsdóttur,
sem er búsett í Kópavogi og gift
þar.
Ég var lengi nágranni Pálínu
sálugu. Það nágrenni var gott, og
best þegar mest reið á. Hún var
hjálpsöm kona, gestrisin og af-
skiptalaus um annarra hagi. Hún
mun aldrei hafa lagt stein í götu
annarra manna. Hennar er því
minnzt með þakklæti fyrir allt
sem liðið er.
Far þú í friði, friður Guðs þig
blessi. Hafðu þökk fyrir allt og
allt.
Með innilegum samúðarkveðj-
um frá mér og fjölskyldu minni.
A.B.S.
Guðlaugur
fær okkar atkvæði!
Sverrir Einarsson,
knattspyrnumaður.
Sigurkarl Aðalsteinsson,
knattspyrnumaður.
Leifur Harðarson,
blakmaður.
Halldór Arason,
knattspyrnumaður.
Bjarni Gunnar Sveinsson,
körfuboltamaður.
Hilmar Viktorsson,
körfuboltamaður.
Lovísa Sigurðardóttir,
badmintonmaður.
Steinar Petersen,
badmontonmaður.
Ólafur H. Jónsson,
handboltamaður.
Eggert Steingrímsson,
knattspyrnumaður.
Málfríöur Árna-
dóttir - Minning
Pálína Jónsdóttir
Skinnum - Minning