Morgunblaðið - 28.06.1980, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ1980
45
VELVAKANDI
SVARAR j SÍMA
10100 KL. 13-14
FRÁ MÁNUDEGI
ny tjjAmtoi-aa'ij ir
ur í hug, — að hann væri manna
hæfastur í þetta embætti. Og ég
hef ekki skipt um skoðun heldur
hefur margt orðið til þess að
styrkja þessa sannfæringu mína.
Ég álít að Guðlaugur sé sann-
kallaður mannkostamaður. En
það hafa svo margir fjallað um
kosti hans og vel unnin störf að
þar hef ég litlu við að bæta. —
Einu þó. Hann hefur húmor og
það tel ég góðan eiginleika, sem
allt of fáir hafa. Því húmorslaus
maður er leiðinlegur. Kristín sóm-
ir sér vej hvar og hvenær sem er.
Vilhelmína Böðvarsdóttir
Safamýri 13, Reykjavík.
• Kjósum Pétur
Er þrístyrnið orðið hrætt við
dómgreind þjóðarinnar? Kosn-
ingabarátta forsetaframbjóðenda
virðist mér vera að færast í
óhugnanlegt horf. Svo sem kunn-
ug er eru Albert, Guðlaugur og
Vigdís alþekkt. Albert er alkunnur
sem íþróttamaður, kaupsýslu-
maður og stjórnmálamaður. Mér
Þessir hringdu . . .
• Ósæmilegur
áróður
Maður utan af landi hringdi
og talaði um forsetakosningarnar.
Segist hann hafa verið í Reykjavík
að undanförnu og hafi sér blöskr-
að sá geysilegi kosningaáróður
sem forsetaframbjóðendurnir
hafa í frammi. „Ég á ekki við
neinn sérstakan því að þessu leyti
eru þau öll á sama báti — ég get
bara einfaldlega ekki borið virð-
ingu fyrir fólki sem svona hagar
sér,“ sagði hann. „Ég vil svo stinga
uppá því að svona áróðursherferð-
ir verði bannaðar í forsetakosn-
ingum framvegis — stjórnmála-
mennirnir geta leyft sér svona
lagað því þeir eru að afla málefn-
um fylgis en ekki eingöngu að
hrósa sjálfum sér eða láta hrósa
sér. Forsetaframbjóðanda er þessi
aðferð, að mínu áliti, ekki samboð-
in.“
SKÁK
Umsjón: Margeir Pétursson
Á búlgarska meistaramótinu í
fyrra kom þessi staða upp í skák
Grodanov, sem hafði hvítt og átti
leik, gegn stórmeistaranum Kirov:
18. Rf6+! — gxf6, (Nokkru skárra
var 18. - Rxf6, 19. exf6 - Bxf6,
þó að hvítur hafi samt sem áður
vinningsstöðu eftir t.d. 20. Hxf6 —
gxf6, 21. Hd3 - eð, 22. Dg3+ -
Kgh8, 23. Dh4!) 19. Dg3+ - Kh8,
20. exf6! — (Nú opnast línur á
bæði drottningu og kóng svarts og
hann tapar óumflýjanlega miklu
liði) — Dxg3, 21. fxe7+ og svartur
gaf.
finnst þess vegna lítt skiljanlegt
hvers vegna hann telur sig þurfa
að beita jafn geysilegum áróðri og
hann hefur gert t.d. með glans-
myndum út um allan bæ og
borðum yfir aðalumferðargötur
borgarinnar. Vigdís og stuðn-
ingsmenn hennar telja sig þurfa
að beita svipuðum aðferðum, — og
þá er Vigdís vel þekkt um allt land
af leikstarfsemi sinni og fleiru.
Guðlaugur er einnig flestum vel
kunnur — hann hefur verið rektor
Háskóla íslands og ríkissátta-
semjari. Eini frambjóðandinn sem
raunverulega þurfti að kynna sig
fyrir þjóðinni var Pétur Thor-
steinsson. Hann hefur um langt
skeið unnið stórmikilvægt starf
fyrir íslensku þjóðina erlendis og
var því lítið þekktur hér heima
áður en hann bauð sig fram.
Ég vona af heilum hug að þjóðin
sé farin að sjá í gegn um áróð-
ursmoldviðrið. Þjóðin má ekki við
því að fá mann í forsetastól sem
verður að sækja allt sitt stjórnun-
arvit til annarra. Úrræðaleysi
ríkisstjórnarinnar er algert, —
örlagatímar fara í hönd og standa
reyndar þegar yfir. Við þurfum
forseta sem þorir að taka af skarið
þegar allt logar í ósamkomulagi á
Alþingi og gæti forðað þjóðinni
frá myrkviði kommúnismans. Það
væru sannarlega gleðileg tíðindi
ef Pétur Thorsteinsson næði kosn-
ingu. — Kjósum hann öll.
Ingjaldur Tómasson,
verkamaður, Austurbrún 4
Reykjavík.
Július Jónsson Mosfelli skrif-
ar.
Heiðraði velvakandi!
Ég bið þig að birta þessar vísur
með bestu kveðju til Baldurs
Pálmasonar.
Stjórnkænsku í blóði bar
barðist hart að vonum.
Indíra Gandhi aldrei var
oft í leikhúsonum.
Um leikhúsin aldrei tefldi tafl
traustið vakti í þingsölum.
Golda Meir sitt andlega afl
átti í stjórnmálunum.
Víst er það öllum íslenskum best
að alstaðar leysist þörfin
og Vigdís fái sér fljótan hest
er fer inn í leikhússtörfin.
J.J.
Kveðja frá Keflavík eftir kynn-
ingarfund Oddnýjar og Péturs
Thorsteinssonar í Félagsbíói
þriðjudaginn 23. júní 1980.
Forseta nú fólkið velur
— til forustu þann sem hæfan
telur
Ekkert gera unnt er betur
enn að kjósa og styðja Pétur.
Inn þá gengur kjörs í klefa,
kenn þú ekki víls né efa.
Atkvæði fær þitt — er sú von—
aðeins Pétur Thorsteinsson.
Björgólfur Stefánsson,
Háholti 13, Keflavík.
Velvakanda hafa borist þessar
visur til birtingar.
• „Ég kýs Albert
vegna þess að:
Hann bugast ei þótt braut sthál
og bregðist flokkurinn,
hans hjarta er göfugt, heilbrigð
sál
og hraustur skrokkurinn.
Senn á stöðum Bessa býr
Brynhildur, skáldið slynga,
dugleg, fögur dyggðug, skýr,
drottning Islendinga.
Björg Bjarnadóttir.“
HÖGNI HREKKVÍSI
„É120Ð \>EV BKK\ 0P HAPÐIP ViO
'AK&ROA ,ó/£XJAMDl ?.'*
FRAMBQÐ
GUÐLAUGS ÞORVALDSSONAR
í Reykjavík
Aöalskrifstofan Brautarholti 2, símar 91-39830,
39831, 22900, 29963, 29964.
Skrifstofan í vesturbæ
Sörlaskjóli 3, s. 25635.
Skrifstofan í Breiöholti
Gerðubergi 3—5 s. 77240.
Utan Reykjavíkur
Mosfellssv. Vezlunarmiöstööinni s. 66099.
Akranes Skólabraut 21, s. 93-1915.
Stykkishólmur Lionshúsiö. Sími 93-8456.
Bolungavík Verkalýðshúsinu, s. 94-7425.
Borgarnes Skúlagata 14, s. 93-7610.
Patreksfjörður Aöalstræti 2, s. 94-1470.
ísafjörður Hafnarstræti 2, s. 94-4103.
Skagaströnd Borgarbraut 11, s. 95-4626.
Sauðárkrókur Aöalgata 2, s. 95-5701.
Siglufjöröur Grundargata 5, s. 96-71250.
Ólafsfjöröur Kirkjuvegur 1, s. 96-62373.
Dalvík Jónsínubúö s. 96-61477.
Akureyri Strandgata 7, s. 96-25599.
Húsavík Garöarsbraut 62, s. 96-41879.
Seyöisfjöröur Austurvegi 11, s. 97-2167.
Neskaupsstaður Strandgata 1, s. 97-7339
og 7439.
Eskifjöröur Strandgötu 64, s. 97-6125.
Reyöarfjörður Söluskáli Aðalsteins Eiríkssonar, *
s. 97-4199.
Fáskrúösfjöröur Hamarsgötu 3, s. 97-5117.
Höfn, Hornafirði Höfðavegi 8, s. 97-8650.
Vestmannaeyjar Skólavegi 13, s. 98-2341.
Hella Verkalýöshúsiö s. 99-5028.
Selfoss Austurvegi 38, s. 99-2166 og 2188.
Grindavík Víkurbraut 19, s. 92-8577.
Garður Garöbraut 83, s. 92-7082.
Keflavík og Njarðvík
Hringbraut 106, s. 92-1212.
Hafnarfjöröur Reykjavíkurvegi 66, s. 91-53852.
Garöabær
Skátaheimilið Hraunhólum 12, s. 91-54255.
Kópavogur
Skemmuvegur 36, s. 91-77600 og 7,7700.
Seltjarnarnes Baröaströnd 33, s. 91-29850.
Sjálfboðaliðar látið skrá ykkur.
Gerið skil í happdrættinu.
Kosningaskrifstofur
um allt land