Morgunblaðið - 28.06.1980, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 28.06.1980, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ1980 47 Úlfar Þórðarson, formaður ÍBR Það atriði er vakti hvað mesta athygli fyrsta kvöld iþróttahátiðarinnar var sýninj? eitt hundrað og sjötiu norskra kvenna sem sýndu fimleika. Aliar voru konurnar komnar af léttasta skeiði, en en(?u að siður skein út úr andiitum þeirra kraftur og friskieiki, er þær framkvæmdu æfingar sinar. Ljósm. Kristján. Kirby farinn heim! GEORGE Kirby, þjálfari ÍA i knattspyrnu er farinn heim tii Englands og mun ekki hafa frekari afskipti af Skagaliðinu í sumar. Hörður Helgason mun taka við lið- inu og stjórna þvi það sem eftir er keppnistimabilsins. Ástæðan fyrir hinni skjótu brottför George Kir- by er sú, að 4. deildar félagið sem hann starfar hjá i Eng- landi, Halifax Town, bauð honum starf rekstrarstjóra, en til þessa hefur Kirby einungis verið framkvæmda- stjóri. Varð Kirby að hverfa þegar i stað til Halifax ef hann hygðist þiggja boðiö, sem hann gerði. Hverjir hreppa ALLAR likur eru á þvi, að Sigmar Þröstur óskarsson, hinn sterki markvörður Þórs i Vestmannaeyjum. verði við nám í Reykjavik á komandi vetri. Sigmar er ákaflega sterkur markvörð- ur, lék meðal annars með ungiingalandsliðinu sem náði 7. sæti á síðasta heims- meistaramóti, sem fram fór i Danmörku á siðasta vetri. A.m.k. tvö lið hafa þegar sýnt Sigmari áhuga. en það eru Fram og Ármann. Reikna má fastiega með þvi að fieirí félög bætist i hóp- inn áður en langt um liður. hkj/gg UL-mót íslands í golfi U nglingameistaramót íslands í golfi hefst í dag. Er þetta í fimmta skipti sem þessi keppni fer fram. Kepp- endur verða rúmlega 60 að þessu sinni, og þar á meðal allir bestu kyífingar lands- ins. Mótið fer fram á golf- velli Keilis á Hvaleyrarholts- vclli. Leiknar verða 36 holur laugardag og sunnudag. Keppnin hefst kl. 9.00. Göngu-Víkingar Göngu-Víkingar Takiö þátt í gönguferöum í tilefni af íþróttahátíö ÍSÍ. Auglýstar gönguferöir eru: Laugardag: Kl. 11 og 13 Helgafell, Búrfell, Búrfellsgjá. Kl. 13 Gönguferö frá Höskuldarvöllum um Sog yfir Grænavatnseggjar, Móhálsadal og eftir Ketilstíg yfir í Seltún (hverasvæöi Krisuvík) Geldinganes. Kl. 20 og 21 Sunnudagur: Kl. 11 og 13 Helgafell, Búrfell Búrellsgjá. í allar feröirnar fara bílar frá BSÍ. Keppt er í 17 greinum íþrótta Úlfar Þóróarson endurkjörinn Sumariþróttahátið tSl verður fram haldið af fullum krafti um alla helgina. Alls er keppt í 17 greinum iþrótta á hátiðinni og jafnframt i fjölmörgum flokkum. Þá fara fram mjög fjölmennar fimleikasýningar og kom það glöggt fram á fyrsta degi hátiðarinnar hversu dugmiklir og glsesilegir islensku fimleikafiokkarnir eru orðnir. Flokkar undir stjórn Margrétar Bjarnadóttur og Jóninu Karlsdóttur stóðu sig með mikilli prýði, svo og ungu stúlkurnar sem sumar hverjar voru aðeins sex ára gamlar er sýndu undir stjórn Ágústinu Guðmundsdóttur og Margrétar Kristjánsdóttur. Konuflokkur undir stjórn Ást- bjargar Gunnarsdóttur vakti líka óskipta athygli áhorfenda. í gær- kvöldi fór fram keppni í knatt- spyrnu yngri flokka og var þar um landshlutakeppni að ræða. Keppt var í handknattleik, og frjálsum íþróttum, badminton, borðtennis, blaki, golfi, skotfimi, siglingum, lyftingum, o.fl. Nánar verður greint frá úrslit- um í þessum greinum í íþrótta- blaði Mbl. á þriðjudag. Pósthús Meðan Íþróttahátíðin stendur yfir verður opið pósthús í Laugar- dalshöllinni. Þar verða til sölu póstkort, sem gefin hafa verið út í tilefni hátíðarinnar og sérstakur stimpill notaður. Einnig verður til sölu takmarkað magn 1. dags umslaga frá Íþróttahátíðinni 1970. Vöru- og sögusýning í anddyri Laugardalshallarinn- ar stendur yfir sýning á margvís- legum íþróttavarningi, gömlum og nýjum, svo og ýmsum sögulegum minjum varðandi íþróttastarfið á liðnum áragutum. Viðurkenningarskjöl Allir þátttakendur íþróttahát- íðarinnar, svo sem þeir er verða með í inngöngunni á Laugardals- leikvanginn, keppendur, starfs- menn, nefndarmenn o.s.frv. hljóta allir sérstök litprentuð viðurkenn- ingarskjöl til minningar um Íþróttahátíðina 1980. Þessi viður- kenningarskjöl verður hægt að fá innrömmuð í Laugardalshöllinni samdægurs gegn sérstakri greiðslu. Úlfar Þórðarson var endur- kjörinn formaður íþrótta- bandalags Reykjavikur á þingi þess dagana 20. og 24. júní sl. Auk Úlfars voru kjörnir i stjórn bandaiagsins þeir ólafur Jóns- son, Sæmundur Gíslason, Gunnar Sigurðsson, Haukur Bjarnason, Ásgeir Guðlaugsson og Haukur Tómasson. Guðjón Oddsson og Ari Guðmundsson voru kjörnir varamenn tii tveggja ára. A þinginu voru fjögur ný félög tekin í samtökin, íþróttafélagið Björk, en markmið þess að stuðla að íþróttaiðkun vangefinna. Iþróttafélag Heyrnadaufra, mark- mið þess að efla útivist og íþrótta- iðkun hjá heyrnardaufum, Iþrótta- félagið Ösp sem hefur það mark- mið að efla útivist og íþróttaiðkun fyrir þroskahefta og Karatefélag Reykjavíkur. Samþykkt var að heimila stjórn ÍBR að selja Reykjavíkurborg eignarhlut sinn í Laugardalshöll- inni. Einnig var samþykkt tillaga þess efnis að 3% aðgangseyris sundstaða borgarinnar renni til Sundráðs Reykjavíkur. Þá var samþykkt ályktun þess efnis að skorað er á íþróttaráð borgarinn- ar að sjá svo um að viðunandi aðstaða skapist til iðkunar frjáls- íþrótta í borginni. „Bréfið frá Skíðaráði Akureyrar var dropinn sem fyllti mælinn" EINS OG fram kom á iþróttasiðu Mbl. í gærdag hefur Sæmundur óskarsson sagt af sér for- mennsku i Skiðasambandi ís- lands. Mbl. innti hann eftir því hver ástæðan hefði verið. — Ég tók að mér formennsku í SKÍ til þess að vinna að framgangi ýmissa áhugamála minna aðallega vildi ég efla stuðning Skíðasam- bandsins við landsliðsmenn okkar, sem aldrei hefur verið meiri en í stjórnartíð minni undanfarin tvö ár. Enda mikið til þess kostað bæði af tíma og fjármunum. Kröfur til landsliðsmanna hafa einnig vaxið eins og eðlilegt verð- ur að teljast. Þeir eiga ekki einungis að ná góðum árangri í íþrótt sinni, heldur einnig að vera öðrum keppendum til fyrirmyndar í hvívetna. Nokkrir þeirra hafa ekki staðist þessar kröfur, og hef ég gagnrýnt það opinberlega eins og kunnugt er. Mörgum varð mikið um gagnrýni mína. Jafnvel forystumönnum sem vel þekktu til. Varla er unnt að kenna viðbrögð þeirra og blaðaskrif við sannan íþróttaanda en það er mál þeirra við eigin samvisku. Það var eingöngu fyrir tilmæli flestra forystumanna skíðamála í landinu og meðstjórnarmanna minna að ég sagði ekki af mér strax eftir þessi blaðaskrif í vor. En segja má að bréf Skíðaráðs Akureyrar hafi verið dropinn sem fyllti mælinn. Ég hef ekki skap í mér til að starfa fyrir fólk sem þannig kemur fram. Og hef því sagt af mér formennsku SKÍ enda hefur áhugi minn á starfinu farið sídvínandi að undanförnu og er nú að engu orðinn. Velunnurum mínum vil ég þakka gott samstarf og ég vona að aukaþing SKÍ, sem nú hefur verið boðað til takist að mynda styrka forystu á ný. Það má geta þess að stjórnar- menn í SKI fóru þess á leit við Sæmund að halda áfram en hann varð ekki við þeirri ósk. _ j,r

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.