Morgunblaðið - 28.06.1980, Síða 48

Morgunblaðið - 28.06.1980, Síða 48
Síminn á afgreiðslunni er 83033 JWerjjimblaíiib Síminn á ritstjórn og skrifstofu: 10100 Lítri af benzíni hækkar um 51 kr. Ríkið fær 23.50 kr. af hækkuninni LÍTRI af benzíni hækkar í dax úr 430 krónum í 481 krónu eða um 51 krónu hver litra. Þá hækkar lítri af tcasdlíti úr kr. 155.20 i kr. 190.40. Af bensínhækkuninni koma 23.50 kr. í hlut ríkisins ok má því j?era ráð fyrir að þessi hækkun færi ríkissjóði um 2.4 mijljarða króna á ári. Astæður benzínhækkunarinnar eru hratt genKÍssig undanfarna mánuði, aukinn dreifingarkostn- aður og vegaskattur eða benzín- gjald, sem nú bætist við. Verðlags- ráð heimilaði hækkun benzíns upp í 470 krónur en síðan ákvað ríkisstjórnin að nýta heimiid í lögum til að hækka benzíngjald í samræmi við hækkun byggingar- vísitölu, sem varð 1. apríl. Er benzíngjaldinu hafði verið bætt við varð verðið á Iítra 481 króna. 5 milljóna vagn í verðlaun EINSTAKLEGA glæsileg verðlaun verða í Toyota- golfkeppninni, sem háð verður á golfvelli Keilis á Hvaleyri í Hafnarfirði 19. og 20. júlí næstkomandi. Toyota-verk- smiðjurnar hafa ákveðið að gefa bifreið af gerðinni Toyota Corola DeLuxe til keppninnar, en söluverð slíkrar bifreiðar er nú um 5.5 milljónir króna. Reglur um verðlaunin hafa enn ekki verið ákveðnar, en bifreið- in skal ganga út án skilyrða. Áður hefur verið hægt að vinna nýjar bifreiðar í golf- mótum fyrir að fara holu í höggi. Verðlaun þessi eru gefin af aðalverksmiðjum Toyota í Jap- an, en 10 ár eru liðin frá því að Toyota-golfkeppnin var fyrst haídin hér á landi og sömuleið- is er Toyota-umboðið hér á landi 10 ára um þessar mundir. I tilefni þessa móts er væntan- leg til landsins sendinefnd frá aðalskrifstofu Toyota í Evrópu, en hún er í Brússel. Mikið tjón aí eldi á Kirkju- lundi í Keflavík ELDUR kom upp í safnaðarheim- ilinu í Keflavík, Kirkjulundi, í gærkvöldi og urðu miklar skemmdir á húsinu. Kirkjulundur er gamalt járnklætt timburhús. Tilkynning um eldsvoðann barst lögreglunni í Keflavík klukkan 20.20. LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ1980 Ólafur Jóhannesson á NATO-fundi: Engin kjamorkuvopn á KeflavíkiirflugveUi Biskupinn lætur af embætti á næsta ári BISKUP íslands herra Sigur- björn Einarsson, lætur af störfum á næsta ári, en ná- kvæmlega hvenær er ekki ljóst. Hr. Sigurbjörn staðfesti þetta i samtali við Morgunblaðið i gær, en hann verður sjötugur 30. júní 1981. Séra Sigurbjörn Einarsson hefur verið biskup íslands i 21 ár. Á prestastefnu sem haldin var í Reykjavík í vikunni, var rætt meðal presta um hvern þeir teldu æskilegastan í emb- ætti biskups. Munu þeir sr. Ólafur Skúlason, dómprófastur í Reykjavík og sr. Pétur Sigur- geirsson, vígslubiskup á Akur- eyri hafa verið nefndir m.a. „VIÐ Muskie hittumst að máli, en ég vil ekkert tíunda úr okkar viðræðum,44 sagði ólafur Jóhannesson, utanrik- isráðherra, er Mbl. ræddi við hann i London í gær á heim- leið af utanríkisráðherra- fundi NATO í Ankara. Mbl. spurði ólaf, hvort umræður um kjarnorkuvopn á Kefla- víkurflugvelli hefði borið á góma milli hans og Muskie. „Það er ekki óliklegt að ýmislegt hafi borið á góma í okkar samtali," svaraði ólaf- ur. „Og sjálfur gaf ég í ræðu minni yfirlýsingu um, að kjarnorkuvopn væru ekki á Keflavíkurflugvelli. Við leyfðum það ekki og ég teldi, Flugmenn boða vinnu- stöðvun FÉLAG islenzkra atvinnuflug- manna og Félag Loftleiðaflug- manna hafa boðað vinnustöðvun hjá Flugleiðum laugardagana 5. og 12. júli n.k. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Mbl. aflaði sér í gærkvöldi eru vinnustöðvanir þessar boðaðar til að knýja á um að íslenzkir flugmenn hafi forgang að verkefnum, sem Flugleiðir annast. Ákvörðun um vinnustöðvunarboðunina var tekin af trúnaðarmannaráði FÍA og á félags- fundi hjá Félagi Loftleiðaflugmanna. að engin íslenzk rikisstjórn myndi samþykkja það.“ ólafur sagði, að hann hefði einnig rætt sérstaklega við Carrington lávarð utanríkis- ráðherra Breta, sem hefði viljað að þeir hittust, en þeir höfðu ekki hitzt sem utanrík- isráðherrar áður. Ekki vildi ólafur skýra frá efni við- ræðna þeirra. Um ráðherrafundinn sagði Ölafur, að hann hefði verið reglu- legur fundur utanríkisráðherra NATÓ-landanna og allir utanrík- isráðherrarnir mætt, nema sá portúgalski, en aðstoðarráðherra hans hefði mætt í hans stað. „Það ríkti góður andi á þessum fundi og mér virtust menn sammála í höfuðmálum, þótt alltaf megi finna einhver blæbrigði á máli manna,“ sagði utanríkisráðherra. Ólafur Jóhannesson var vænt- anlegur heim í nótt. Kaupa 5 þús. t. af freðfiski til viðbótar: „Þessi samningur liðkar mjög fyrir“ — ÞESSI viðbótarsala til Sovét- rikjanna hefur geysilega mikla þýðingu fyrir hraðfrystiiðnað- inn, sagði Árni Benediktsson, framkvæmdarstjóri samtaka frystihúsa Sambandsins, um sölu á 5 þúsund tonnum af frystum fiskflökum til Sovétrikjanna á þessu ári. I viðræðum um 5 ára viðskipta- samning íslands og Sovétríkjanna lýsti formaður sovésku nefndar- innar því yfir að heimiluð yrðu kaup á þessu magni til viðbótar fyrri samningum í ár og gætu samningar um þetta magn hafist fljótlega. Fyrir nokkrum vikum fóru íslenzku sölusamtökin þess á leit við Sovétmenn, að þeir keyptu 7500 tonn til viðbótar af frystum fiski héðan í ár, en því tilboði var þá hafnað. — Heildarframleiðslan á fryst- um fiski hér á landi í ár gæti orðið í kringum 140 þúsund tonn og þessi 5 þúsund tonn eru því aðeins lítill hluti heildarframleiðslunn- ar, sagði Árni Benediktsson. — Eigi að síður er þessi sala mjög mikilvæg, en hún er einmitt á þeim tegundura, sem mest veður væntanlega veitt af á næstunni, þ.e. karfa, en einnig grálúðu. Nú þegar er að mestu búið að fram- leiða upp í þessa sölu, en þessi samningur liðkar mjög fyrir, sagði Árni Benediktsson. A miðopnu blaðsins er greint frá helztu atriðum í 5 ára við- skiptasamningi íslands og Sov- étrkjanna, sem gengið var frá í Reykjavík í gær. Þar kemur fram, að næstu fimm árin verður ekki um aukningu að ræða í útflutn- ingi frystra sjávarafurða til Sov- étríkjanna, en hins vegar veruleg aukning í útflutningi á lagmeti, saltsíld og ullarvörum. Gunnar Júlíusson með kúna sina framan við gröfuna. (LjúKm. KrlHtján). „Maður fær aldrei að vera í friði“ 1 GÆRMORGUN hófu starfsmenn Reykjavíkurborgar skurðgröft á túni Gunnars Júlíussonar bónda á Laugarbóli i Laugardal án þess að gera honum viðvart og þrátt fyrir, að hann teldi sig hafa fengið loforð um, að hann fengi að vera i friði með tún sitt í sumar. I samtali við Mbl. í gær, sagðist Gunnar ekki alveg átta sig á því hvað væri að gerast. „Starfsmenn borgarinnar mættu hér í morgun og byrjuðu þegjandi og hljóðalaust að grafa skurð á túninu hjá mér. Sigurður Tómasson bæjarfulltrúi hafði gefið mér loforð fyrir því, að ég fengi að vera í friði með túnið mitt, svo ég átti því ekki von á þessu. Þá hafa þeir einnig tekið upp á því að aka mold inn á túnið hjá mér upp við Laugarásveg. Mér finnst að þeir hefðu að minnsta kosti getað látið mig vita, svo ég gæti slegið túnið áður en þeir eyðileggja það,“ sagði Gunnar. „Mér finnst einkennilegt ef borg- inni leyfist að vaða inn á þinglesna eign mína og róta þar og eyði- leggja. Ég hafði samband við lög- regluna og bað hana að fjarlægja skurðgröfuna, en hún sagðist ekki geta það. Ég þykist viss um, að ef ég tæki upp á því að fara inn á lóð hjá einhverjum og byrjaði að eyði- leggja hana, yrði lögreglan fljót á vettvang og teldi sér fært að fjarlægja mig. En þetta er nú einu sinni svona, maður fær aldrei að vera í friði,“ sagði Gunnar Júlíus- son að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.