Morgunblaðið - 02.07.1980, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.07.1980, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ1980 Bókastuldur Á árunum 1977—1980 hafa horfiö nokkrar bækur úr einka- bókasafni hér í Reykjavík. Bæk- ur þessar eru t.d. 1. útgáfur af eftirtöldum ritum eftir Halldór Laxness: Barn náttúrunnar, Undir Helgahnúk, Dagleió á fjöllum, Sjálfstætt fólk, Vet- vangur dagsins, Atómstööin og ef til vill fleiri eftir sama höfund. Bækurnar eru merktar Halldóri Kolbeins og með áritun höfund- ar. Þeir sem gætu gefiö upplýs- ingar um ofantaldar bækur eru oeönir aó hafa samband vió Eyjólf Kolbeins í síma 29407 í Reykjavík. NÝ KYNSLÓÐ Snúmngshraöamætar maö raf- eindaverki engln snerting eöa tenging (fotocellur). Mælisvið 1000—5000—25.000 á mín- útu. Einnig mælar fyrir allt aö 200.000 á mínútu. Rafhlööudrif léttir og einfaldir í notkun. <@t Vesturgótu 16, sími 13280. KIENZLE Úr og klukkur hjá fagmanninum. 111 joA\arp kl. 21.1 T>: Um menn- ingu Inúíta Þátturinn „Norðurhjara- fólk“ er á da^skrá hljóð- varps kl. 21.15. Bjarni Th. Rögnvaldsson flytur erindi um atvinnuhætti og menn- ingu Inúíta. Morgunblaðið innti Bjarna eftir efni þáttarins og sagði hann þá m.a.: „í maí síðast- liðnum flutti ég í útvarpi erindi um listsköpun meðal Inúíta sem eru frumbyggjar á norðurströnd Kanada og eyjanna þar útifyrir. Þetta erindi fjallar fyrst og fremst um atvinnuhætti og menn- ingu þeirra. Ég mun rekja menningarsögu þeirra í stór- um dráttum og gera grein fyrir hvaðan álitið er að þeir séu upprunnir. Fjallað verð- ur, með völdum dæmum, um ýmsa minniháttar siði sem Bjarni Th. Rögnvaldsson liðið hafa undir lok hjá þessu fólki við tilkomu tæknialdar og aðra sem hafa haldist óbreyttir um aldir og haldast enn.“ Bjarni dvaldist þrjú og hálft ár við fornleifafræði- nám í Norður-Kanada og kynnti sér þá málefni Inúíta með viðtölum við fólk sem var upprunnið úr byggðum þeirra. Erindið er að nokkru leyti byggt á þessari rann- sókn hans. Sumar í sveit Litli barnatíminn er á dagskrá hljóðvarps kl. 17.20. Sigrún Björg Ing- þórsdóttir verður með þátt- inn að þessu sinni og er efnið annað en auglýst hef- ur verið í dagskrá. Morgunblaðið hafði sam- band við Sigrúnu og sagði hún eftirfarandi um efni þáttarins: „Að þessu sinni fjallar þátturinn um sumar í sveit. í byrjun segi ég lítil- lega frá aðalvinnu sveit- afólks á þessum árstíma, heyskapnum. Það verður greint frá þeim aðferðum sem tíðkast við heyskap nú á dögum en einnig um vinnu- brögðin áður fyrr, þegar slegið var með orfi og ljá en rakað með hrífu. Þá les Oddfríður Steindórsdóttir úr bókinni Sumardvöl í sveit. í þeirri sögu fylgjumst við með tveim börnum frá því að þau eru á leið í sveitina með afa og ömmu og þar til í síðari hluta ágústmánaðar en þá fer að styttast í skólann. í sveitinni taka þau þátt í heyskap, bæði á túni og engjum, fara í berjaferð og fleira. — Þá mun ég lesa kvæðið Sumarósk eftir Margréti Jónsdóttur og sög- una Heyannir eftir Herselíu Sveinsdóttur." IIljóAvarp kl. 22.1 Slökunaræfingar Á dagskrá hljóðvarps kl. 23.15 í kvöld eru slökunaræfingar. Geir Viðar Vilhjálmsson leið- beinir og leikin verður róandi tónlist. „Þetta slökunarkerfi er eftir þýska geðlækninn J.H.Schultz,“ sagði Geir Viðar, þegar hann var spurður um efni þessa þáttar. „Það byggir á ímyndun- araflinu — menn ímynda sér hitatilfinningu í einhverjum útlim og þannig er hægt að komast stig af stigi í dýpra og dýpra slökunarástand. Nokkra ástundun þarf til að ná góðum tökum á þessari slökunarað; ferð, en það er á allra færi. 1 þættinum mun ég leika róandi músík til að kyrra hug og tilfinningar. Þessi tónlist er sérstaklega valin. — í þættin- um í kvöld verður leikinn annar kafli úr Keisarakonsert Beet- hovens og „I Paradís", úr sálu- messu eftir Gabriel Fauré.“ Geir Viðar Vilhjálmsson sál fræðingur. utvarp Reykjavlk /MIENIKUDkGUR 2. júlí MORGUNINN 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Tónleikar. 7.20 Bæn. 7.25 Tónleikar. Þul- ur velur og kynnir. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbi. (útdr.). Dagskrá. Tónleikar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Keli köttur yfirgefur Sæ- dýrasafnið“. Jón frá Pálmholti heldur áfram lestri sögu sinnar (2). 9.20 Tónleikar. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Tónleikar. 10.25 Kirkjutónlist i Danzig Bettina Cosack sópransong- kona, Walter Raninger bassasöngvari, Franz Kessl- er organleikari, kórinn BUntheimar Kantorei og kammersveit undir stjórn Hermanns Kreuz flytja tón- list eftir 17. aldar tónskáld i Danzig. 11.00 Morguntónleikar Filharmoniusveitin i Brno leikur Tékkneska dansa eftir Bedrich Smetana; Frantisek Jílet stj. / Konunglega fíl- harmoniusveitin i Lundún- um leikur Sinfóniu nr. 4 i a-moll op. 63 eftir Jean Sibelius; Loris Tjeknavorjan stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. SÍÐDEGID 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tónleikasyrpa Tónlist úr ýmsum áttum, þ.á m. léttklassísk. 14.30 Miðdegissagan: „Ragn- hildur“ eftir Petru Flage- stad Larsen Benedikt Arnkelsson þýddi. Helgi Eliasson les (2). 15.00 Popp Dóra Jónsdóttir kynnir. 15.50 Tilkynningar. 16.00 Fréttir. Tónleikar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Siðdegistónleikar Rut Magnússon syngur „Fimm sálma á atómöld“ eftir Herbert H. Ágústsson; Jósef Magnússon, Kristján Þ. Stephensen, Pétur Þor- valdsson og Guðrún Krist- insdóttir leika með / Fil- harmoniusveitin i Lundún- um leikur Serenöðu í e-moll op. 20 eftir Edward Elgar; Sir Adrian Boult stj. / Wern- er Haas og Óperuhljómsveit- in i Monte Carlo leika Kon- sertfantasíu fyrir pianó og hljómsveit eftir Pjotr Tsjai- kovský; Eliahu Inbal stj. 17.20 Litli barnatíminn Stjórnandinn, Oddfríður Steindórsdóttir, lítur inn i lögreglustöðina við Hlemm- torg i fylgd nokkurra barna. 17.40 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvoldsins. KVÖLDIÐ 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.35 Einsöngur i útvarpssal: Margrét Bóasdóttir syngur lög eftir Hugo Wolf og Arn- old Schönberg; Hrefna Egg- ertsdóttir leikur á pianó. 20.00 Af ungu fólki. (Áður útv. 18. f.m.). Valgerður Jónsdóttir á und- irbúningsfundi fyrir tilvon- andi skiptinema. Upptaka frá Hliðardalsskóla 31. mai. 20.30 Misræmur Tónlistarþáttur i umsjá Ástráðs Haraldssonar og Þorvarðs Árnasonar. 21.15 Norðurhjarafólk Bjarni Th. Rögnvaldsson flytur erindi um atvinnu- hætti og menningu Inúita. 21.35 „Næturljóð 1“ eftir Jónas Tómasson Bernard Wilkinson, Harald- ur Arngrimsson og Hjálmar Ragnarsson leika á flautu, gítar og pianó. 21.45 Útvarpssagan: „Fuglaf- it“ eftir Kurt Vonnegut Hlynur Árnason þýddi. Anna Guðmundsdóttir les (14). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.35 Þýzki baráttusöngvarinn og skáldið Wolf Biermann syngur eigin lög og ljóð og leikur undir á gítar. Hann svarar, einnig spurningum Jóns Ásgeirs Sigurðssonar og Tómasar Ahrens, sem standa að þættinum. 23.15 Slökunaræfingar — með tónlist Geir Viðar Vilhjálmsson seg- ir fólki til; — síðari þáttur. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.