Morgunblaðið - 02.07.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.07.1980, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR 145. tbl. 67. árg. MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Carter til Japans Tókýó. 1. júlf. AP. UTANRÍKISRÁÐHERRA Jap- ana. Saburo Okita. sagði i dag. að Jimmy Carter. Bandaríkjafor- seti, yrði þ. 12. júlí nk. viðstadd- ur minningarathöfn um Masa- yoshi Ohira. forsætisráðherra. sem lést í síðasta mánuði. Mike Mansfield, sendiherra Bandaríkjanna í Japan, tilkynnti Masayoshi Ito, forsætisráðherra, þessa ákvörðun Carters, sem að- eins ætlar að staldra við í einn dag. Forsætisráðherrar ýmissa Asíu- ríkja, ásamt lægra settum emb- ættismönnum frá Vesturlöndum, munu verða við minningarathöfn- ina en talið er að fulltrúi Sovét- ríkjanna verði sendiherra þeirra í Japan, Dimitri Polyansky. Kín- verjar hafa enn ekki tilkynnt um, hver verði fulltrúi þeirra. Begin á batavegi Brezhnev vildi engu lofa um Afganistan Jerúsalem. 1. júll. AP. MENACHEM Begin, forsætisráð- herra ísracls, var sagður vera við góða líðan í dag eftir hjartaáfall, sem hann fékk í gær. Varaforsæt- isráðherrann, Yigael Yadin, mun gegna störfum Begins i veikind- um hans. Einkalæknir Begins sagði, að hann yrði á sjúkrahúsi næstu tvær eða þrjár vikurnar til rannsóknar, en að þeim tíma liðnum sagðist hann telja, að Begin gæti tekið að fullu við starfi sínu og gegnt því enn um langan aldur. Yigael Yadin, varaforsætisráð- herra og leiðtogi hófsamari arms samsteypustjórnarinnar, hugði á fund með ráðherrum stjórnarinnar við sjúkrabeð Begins í dag og ef hann heldur uppteknum hætti frá fyrri veikindum Begins, mun hann ráðfæra sig oft við hann en taka fáar sjálfstæðar ákvarðanir. Talið er að Yadin, sem mun stýra fundum ísraelsku stjórnarinnar næsta mánuð, muni geta slegið á frest ýmsum ákvörðunum, sem Beg- in hefði tekið, en hins vegar mun hann lítil áhrif geta haft á sjálfa stjórnarstefnuna. Teheran, 1. júlí. AP. NÝSKIPAÐUR yfirmaður bylt- ingarvarðarins í íran, Kazem Bojnourdi, þingmaður og hóf- samur félagi i íslamska lýðveldis- flokknum. sagði af sér í dag, aðeins tveimur dögum eftir að Bani-Sadr forseti hafði skipað hann i embættið. I afsagnarbréfi sínu sagði Bojn- ourdi, að hann hefði sagt af sér vegna þess, að þeim skilyrðum, sem hann hefði sett í upphafi, hefði ekki verið fullnægt. Hann gat ekkert frekar um það hver þau hefðu verið. Bani-Sadr forseti varaði við því í gær í ræðu, sem hann hélt í Teheran, að írönsku byltingunni væri „ógnað að innan" eins og hann komst að orði. Hann sagði, að á Moskvu, 1. júlí. AP. OPINBERRI heimsókn Helmuts Schmidt. kanslara V-Þýskalands, til Sovétríkjanna lauk í gær. Fyrr um daginn hafði Schmidt átt annan fund með Leonid Brez- hnev, forseta Sovétríkjanna, og æðstu yfirmönnum hermála í Sovétríkjunum. V-þýskir embættismenn til- kynntu, að gengið yrði frá 25 ára samstarfssamningi V-Þýskalands og Sovétríkjanna um efnahags- mál, en tóku fram, að Helmut Schmidt kanslari eða Genscher utanríkisráðherra myndu ekki undirrita hann heldur sendiherra Þjóðverja í Moskvu. Talið er, að með þessu vilji V-Þjóðverjar mót- dögum keisarastjórnarinnar hefðu eignir og atvinnutæki fólks verið einskisvirt þegar stjórnvöldum hefði boðið svo við að horfa, og nú væri það sama uppi á teningnum undir því yfirskini, að verið væri að berjast gegn „gagnbyltingaröfl- um“. Bani-Sadr sagði ennfremur, að tilgangur byltingarinnar hefði ekki verið sá að leiða hungur og harð- rétti yfir fólkið heldur að sjá fólkinu fyrir fæði og klæði og þaki yfir höfuðið. Ayatollah Khomeini erkiklerkur hefur oft látið eftir sér hafa, að íranska byltingin væri eingöngu fyrir guðs sakir, ekki fyrir efna- hagslífið. „Vor íslamska þjóð hristi ekki af sér okið fyrir melónur," sagði hann fyrir nokkrum mánuð- um. mæla innrás Rússa í Afganistan. Sovétmenn ákváðu að leyfa ekki v-þýskum fréttamönnum að vera viðstaddir undirritun samstarfs- samningsins um efnahagsmál og einnig voru þeir útilokaðir frá fréttamannafundi við upphaf lokafundur þeirra Schmidts, Genschers og Brezhnevs. Litið er á þessa ráðstöfun sem andsvar Rússa við þeirri ákvörðun Schmidts að rita ekki sjálfur undir samninginn. í gær átti Helmut Schmidt tveggja stunda fund með rússn- eska varnarmálaráðherranum, Dmitri F. Ustinov, og varavarn- armálaráðherranum, Nikolai Ogarkov. Schmidt sagðist hafa gert þeim grein fyrir áhyggjum V-Þjóðverja af rússnesku SS-20 eldflaugunum, sem komið hefur verið fyrir í Mið-Evrópu og er beint gegn stórborgum á Vestur- löndum. Einnig var fjallað um Backf ire-sprengj uf lugvélina. Helmut Schmidt sagði á frétta- mannafundi í gær, að hann hefði fengið litlar undirtektir hjá Brez- hnev við þeirri kröfu sinni, að Rússar héldu áfram brottflutningi herja sinna frá Afganistan. Hann sagði, að sú ákvörðun Rússa að flytja á brott eina herdeild og 108 skriðdreka, væri spor í rétta átt ef á því yrði framhald, sem lyki með algjörum brottflutningi alls rússnesks herliðs. í ræðu, sem Helmut Schmidt flutti í kvöldverðarboði, sem hald- Snow látinn London. 1. júlft. AP. RITHÖFUNDURINN, leikrita- skáldið og visindamaðurinn Snow lávarður, betur þekktur sem C.P. Snow, lést í London í | dag. Hann var 74 ára að aldri. ið var honum til heiðurs á mánu- dag, gerðist hann nokkuð harðorð- ur og krafðist tafarlauss brott- flutnings rússnesks herliðs frá Afganistan og að Rússar kæmu með því í veg fyrir „hættuástand". í svarræðu sinni vék Brezhnev engu orði að Afganistan. Helmut Schmidt kanslari lýsti árangri viðræðnanna við rússn- Jimmy Carter Bandarikjaforseti hefði fyrirskipað tafarlausa hergagnaflutninga til Thailands. Kemur sú ákvörðun í kjölfar árása Vietnama á landamærahér- uð í Kambódíu. Vopnin, sem flutt verða til Thailands. eru einkum létt vopn og stórskotavopn og er vopna- sendingin metin á 3,5 milljónir dollara. Ákvörðunin um hana var tekin vegna eindreginna óska Thailendinga. Hernaðaryfirvöld í Thailandi sögðu í dag, að hermenn Víetnama og stjórnarinnar í Phnom Penh hefðu að mestu lokað landamærum Thailands og Kambódíu, til að koma í veg fyrir, að flóttamenn frá Kamhódíu kæmust aftur inn í landið. Talsmaður thailenska hers- ins sagði, að bardagar héldu enn áfram við landamærin. Vestrænir hernaðarsérfræðingar draga í efa, að Víetnamar geti lokað landamærunum, sem eru um 800 km löng, einkum þar sem hermenn Pol Pots hafa komið sér eska ráðamenn með orðinu „við- unandi", og lagði áherslu á, að hann hefði ekki farið til Moskvu fyrr en eftir ítarlegar viðræður við ráðamenn í Bandaríkjunum og öðrum vestrænum ríkjum um þau mál, sem tekin yrðu fyrir. Tass-fréttastofan sagði, að Brezhnev teldi viðræðurnar „nauðsynlegar og gagnlegar". vel fyrir, en eru þó sammála um, að þeir hafi girt af um 60 km norður af Aranyaprathet, þar sem 200.000 Kambódíumenn eru í flóttamanna- búðum. Thailendingar hafa ákveðið að leyfa aftur alþjóðlegum hjálpar- stofnunum að flytja mat og lyf um Thailand til Kambódíu en flutn- ingarnir höfðu verið bannaðir vegna árásar Víetnama á l.anda- mærahéruð í Thailandi. Þeir áskildu sér þó allan rétt til að stöðva flutningana að nýju ef „öryggi Thailands væri ógnað". Lögreglan í Bangkok hafði mik- inn viðbúnað, eftir að þrjár sprengjur höfðu sprungið í höfuð- borginni og slasað fjölda manns. Útlagastjórn Pol Pots, fyrrv. forsætisráðherra í Kambódíu, hélt því fram í dag, að hermenn hennar hefðu fellt rúmlega 12.000 Víet- nama og hermenn stjórnarinnar í Phnom Penh í bardögum í maí sl. Haft er eftir heimildum í Moskvu, að háttsettir embættis- menn víetnömsku stjórnarinnar og stjórnarinnar í Phnom Penh, séu komnir til borgarinnar og hafi haldið með sér einn fund. Yfirmaður í íran biðst lausnar Carter sendir Thailandi vopn Washinnton. 1. júlí. AP. TILKYNNT var í kvöld. að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.