Morgunblaðið - 02.07.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.07.1980, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ1980 Þorskveiðibann í 36 daga frá 1. júlí — 15. ágúst SKUTTOGURUM og togskipum. scm eru lenjfri en 39 metrar. eru bannaðar þorskveiðar i 36 daga á 46 daga tímabili, sem hófst i gær, eða frá 1. júlí til 15. ágúst. Auk þess er þessum skipum gert að vera i 5 daga samfellt frá öllum veiðum á tímabilinu frá 20. júli til 4. ágúst. Fyrir önnur skip eru ákvæði um það í reglugerð sjáv- arútvegsráðuneytisins, að þorsk- veiðar í net eru bannaðar frá 16. júli til 15. ágúst. Öðrum skipum en skuttogurum og stórum tog- skipum eru bannaðar þorskveið- ar frá 26. júlí til 4. ágúst. í gær gaf sjávarútvegsráðuneyt- ið út reglugerð, sem breytir ákvæði reglugerðar um þorsk- veiðitakmarkanir skuttogara og togskipa á tímabilinu frá 1. júlí til 15. ágúst. Lýtur breytingin að siglingum togara með fisk til sölu erlendis, reynist þorskur yfir 15% af heildarafla. Samkvæmt breyt- ingu þessari, gildir nú sú regla, að þorskveiðibann er talið hefjast er togari heldur úr íslenzkri höfn með fisk til sölu erlendis. Kristján Jóhannsson tenór: „Algjör upplifun að syngja í Scala ... “ „ÞETTA gekk Ijómandi vel hjá mér í Scala-óperunni í Mílanó,“ sagði Kristján Jóhannsson söngvari. i samtali við Morgun- blaðið i gær, en hann söng sem kunnugt er fyrstur íslendinga í þessu fræga sönghúsi á Ítalíu sl. sunnudag í Verdi-söng- keppni. „Þetta var algjör upplifun og ég var klappaður fjórum sinnum fram á sviðið eftir sönginn. Eg lenti í 5. sæti í keppninni, en það var ekki í hlutfalll við fagnaðar- lætin, því það má með sanni Kristján Jóhannsson segja, að ég hafi átt húsið og ég held, að margir hafi verið sam- mála um það, að ég hefði átt að lenda eitthvað ofar í röðinni. Eg hafði hins vegar komið eitthvað við rófuna á yfirdómaranum daginn fyrir tónleikana, þar sem ég neitaði að syngja prógram, sem hann hafði sett saman fyrir mig án þess að tala við mig, en það gerði hann við hina söngvar- ana. Maður verður víst að passa sig á þessu, en ég er engu að síður mjög ánægður og er t.d. búinn að gera samning við svissneska sjónvarpið um mik- inn sjónvarpsþátt þar sem ég syng ásamt söngkonunni sem varð númer eitt í Verdi-keppn- inni í Scala, en hún er frá Portúgal, sópran og mikið skip, var eiginlega sjálfskipað flaggskip söngvaraflotans þarna. Við munum syngja með 100 manna hljómsveit í Sviss í útileikhúsi í Luganó og verður því sjónvarpað fyrir Eurovis- ion.“ Kristján kvað marga þekkt- ustu söngvara Ítalíu hafa verið á Scala-tónleikunum, m.a. Renötu Tebaldi og Carlo Bergonzi, en á næstunni mun Kristján syngja víða á tónleikum, bæði einn og með öðrum söngvurum. Að mörgu þarf að hyggja i erli dagsins Kolmunn- inn finnst ekki á mið- um eystra SÍÐARI hluta síðustu viku fund- ust kolmunnagöngur úti af Aust- urlandi. Fengu skipin, sem ætla að reyna fyrir sér á þessum veiðum þá nokkurn afla á skömmum tima. en síðan ekki söguna meir. Þannig fékk Börk- ur NK hátt i 100 tonn á föstudag- inn, fljótlega eftir að skipið kom á miðin, en síðan hvarf kolmunn- inn af þessum slóðum og hefur ekki fundist siðan. Börkur hélt inn til Neskaup- staðar, en Grindvíkingur til Eski- fjarðar með 150-200 tonn. Krón- borgin frá Færeyjum er hins vegar úti af Austurlandi enn og leitar kolmunnans. Undanfarið hefur sézt til rússn- eskra skipa djúpt úti af Austur- landi, en þar var t.d. stóran hluta síðasta árs stór floti veiði- og verksmiðjuskipa. Vigdís Finnbogadóttir í útvarpsviðtali: „Það sem ég er á móti er herstöð í landi okkar“ Frá Önnu Bjarnadóttur í Washington í kut: GREINT var frá kjöri Vigdísar Finnbogadóttur í emba*tti forseta Islands i bandariskum blöðum á þriðjudag. Mest áherzla var lögð á andstöðu Vigdísar við bandarísku herstöðina i Keflavik. í frétt The New York Times sagði, að „vinstri sinnaður and- stæðingur áframhaldandi aðildar íslands að NATO“ hafi verið kjörinn fyrsti kvenforseti lands- ins. The Washington Post sagði í frétt sinni: „Vigdís Finnbogadótt- ir, andstæðingur NATO og mál- svari margra vinstri sinnaðra skoðana, er fyrsta konan, sem kjörin er forseti. Hún vann naum- an sigur yfir þremur karlfram- bjóðendum i forsetakosningunum á íslandi...“ 1 fréttaþættinum „All Things Considered" í NPR útvarpsstöðinni á mánudag var fluttur hluti við- tals, sem Peter Ruff, fréttamaðuY brezku útvarpsstöðvarinnar BBC, átti við Vigdísi eftir sigurinn. Þar sagðist Vigdís vera mikill friðar- sinni og hlynnt afvopnun stórveld- anna. Hún var spurð, hvort kjör hennar þyrfti að vekja óróleika hjá yfirmönnum NATO. Hún kvað nei við og sagðist vona, að Bandaríkja- menn skildu, að hún hefði ekkert á móti Bandaríkjamönnum. „Það, sem ég er á móti,“ sagði Vigdís „er herstöð í landi okkar og mér finnst, að við íslendingar ættum að mót- mæla þessu, því það er svo auðvelt að sofna á verðinum ... ég neita að láta landið í hendur næstu kynslóð- ar, barna okkar, þannig að þau hafi sofnað og gleymt að það er herstöð í landinu." Flugleiðir og flugmenn: Deilt daglangt um for- gang að flugverkefnum SÁTTAFUNDUR i kjaradeilu flugmanna og Flugleiða stóð yfir frá klukkan 9 í gærmorgun og var ekki lokið seint i gærkvöldi. þegar blaðið hafði tal af samningamönnum. Samningaviðra*ðurnar fara fram undir stjórn dr. Gunnars G. Schram. prófessors, sem er sáttasemjari í deilunni. Lítil ásókn í verð- tryggðu reikningana Á fundinum í gær var nær eingöngu rætt um forgang Flug- leiðaflugmanna að verkefnum á vegum Flugleiða innanlands og utan, og gerðu Flugleiðir flug- mönnum tilboð um ákveðna at- vinnutryggingu þeim til handa, gegn því að þeir féllu frá boðaðri vinnustöðvun sinni næstu tvo laugardaga. í gærkvöldi voru ekki horfur á að flugmenn féllust á þetta tilboð Flugleiða. Stéttarfélög flugmanna hafa sem kunnugt er boðað til vinnu- stöðvunar hjá Flugleiðum næstu tvo laugardaga til að leggja áherslu á þá kröfu félaganna, að flugmenn Flugleiða hafi forgang að flugverkefnum, sem um er að ræða á hverjum tíma á vegum Flugleiða í áætlunarflugi og leigu- flugi innanlands og utan. Vinnu- stöðvun þessi tekur ekki til leigu- flugverkefna félagsins erlendis og mun því ekki hafa áhrif á leiguflug Flugleiða með John R. Anderson. í frétt frá stéttarfélögum flug- manna er tekið fram að vinnu- stöðvun þessi sé ekki boðuð til að ná fram launahækkun. Þá segir í fréttinni að á sama tíma og Flugleiðir séu að segja upp fjölda starfsfólks, yfirfæri félagið í vax- andi mæli flugverkefni sín til dótturfyrirtækja. Þrotabú Jóns Franklíns: Kröfur að upphæð 115 millj. kr. fengust ekki greiddar í GÆR var í fyr.sta sinn hægt að stofna við banka og spari- sjóði verðtryggða innlánsreikn- inga. Að sögn þeirra hanka- manna. sem Morgunblaðið ræddi við. var nokkuð um að slíkir reikningar væru stofnað- ir í gær, en þó var það misjafnt eftir hönkum og útihúum. Sigurður Eiríksson hjá Landsbankanum í Austurstræti sagði, að það væru ýkjur að segja, að mikið hefði verið stofnað af slíkum reikningum þar, en fólk hefði komið jafnt og þétt og allmargir reikningar hefðu verið stofnaðir. Sigurjón Finnsson hjá Útvegsbankanum við Lækjartorg sagði, að þar hefði ekki verið mikil aðsókn í þessa reikninga og aðeins hefðu verið stofnaðir um 10 slíkir reikningar hjá þeim. í Verslunarbankanum fengust þau svör að nokkur hreyfing hefði verið varðandi þessa reikninga, og það væri helst gamalt fólk og börn, sem stofn- aði þá, en innleggin væru oft nokkuð há. Þá kom fram hjá statfsmanni Verslunarbankans, að áberandi væri að fólk segði nú upp vaxtaaukareikningum til að fá þá lausa eftir ár, en sem kunnugt er, fást innstæður á bundnum bankareikningum ekki lausar til að leggja þær inn á verðtryggðu reikningana. Sig- urður Eiríksson hjá Landsbank- anum sagðist þó líta svo á, að heimilt væri að losa innstæður á 1 og 10 ára sparisjóðsbókum, þegar ætlunin væri að leggja innstæðurnar inn á verðtryggða reikninga. Hjá starfsmanni Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis feng- ust þau svör, að ekki hefði verið mikið um innlegg á verðtryggða reikninga hjá þeim í gær, en meira hefði verið um fyrir- spurnir. Alls hefðu verið stofn- aðir þar um 10 reikningar yfir daginn. LOKIÐ er skiptameðferð á þrota- búi Jóns Franklíns Franklínsson- ar, Keldulandi 21, Rcykjavík, en kröfur. sem lýst var í búið, námu alls 115.199.629 kr. Af kröfunum námu svonefndar forgangskröfur alls rúmlega 1,2 milljónum króna, en upp í þa*r fengust greiddar rúmar 116 þúsund krónur. Að öðru leyti fengust lýstar kröf- ur í búið ekki greiddar, en meðal krafna, sem ekki fengust greiddar, voru ýmsar launakröfur, opinber gjöld að upphæð 15,3 milljónir króna og krafa frá skipamiðlun Gunnars Guðjónssonar að upphæð 14,8 milljónir króna. Þær 116 þús- und krónur, sem fengust til greiðslu á kröfum í búið voru eftirstöðvar af uppboðsandvirði flutningaskipsins Suðra, en það var á sínum tíma kyrrsett í Hollandi og boðið þar upp. Jón Franklín rak um tíma farskipa- útgerð og gerði þá meðal annars út Suðra. Áttu að lenda í Kulusuk — gistu á Laugarvatni FLUGVÉL frá SAS-flugfélag- inu með 33 farþega gat í gær ekki lent í Kulusuk á austur- strönd Grænlands vegna sla*ms veðurs. Var vélinni þá snúið til Kefla- víkur og áformað að reyna aftur að lenda í Kulusuk í dag. Far- þegunum var ekið til Reykjavík- ur, en ekki reyndist unnt að fá inni á hótelum borgarinnar, þar sem þau eru yfirfull. Var þá brugðið á það ráð að fara með hópinn til Laugarvatns, og þar gisti hann í nótt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.