Morgunblaðið - 02.07.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.07.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 1980 5 Fálkaungarnir sem eftir lifa hressir FÁLKAUNGARNIR eru hressir, þ. e. þessir sem eftir lifa. sagði Ævar Petersen hjá , Náttúru- fræðistofnun íslands í gær, en eins og kom fram í Mbl. í gær voru þrír Austurríkismenn hand- teknir á Reykjavíkur- flugvelli með fimm fálka- unga og fjóra smyrils- unga í farangri sínum.og ætluðu þeir að smygla þeim úr landi. Einn fálkaunginn var það illa farinn að honum varð að lóga og smyrilsungarnir eru það ungir, að þeim er vart hugað langra líf- daga að sögn Ævars. Fálkaungunum höfðu Austurríkismennirnir rænt úr tveimur hreiðr- um í Þingeyjarsýslu og gripið smyrilsungana með á svipuðum slóðum. Austurríkismennirnir við- urkenndu brot sitt og hefur þeim verið vísað úr landi. Viðurlög við slíku broti eru alls ekki nægilega ströng sagði Ævar. Reyndar fá þess- ir aðilar ekki að koma til landsins í nokkur ár og vegna samnorræns samnings gildir það ákvæði um öll Norður- lönd, en fjársektir eru litlar sem engar. Lögin eru frá árinu 1966 og við ákvörðun fjársekta var ekki tekið tillit til verðbólgunnar. Lögin liggja þó endurskoðuð fyrir alþingi og er þar gert ráð fyrir hækkun sekta og mun strangari viðurlögum. Er það von okkar að alþingi afgreiði mál þetta hið fyrsta. Þá sagði Ævar að ekki væri nákvæmlega vitað um fjölda fálkapara á landinu, það færi nokkuð eftir rjúpnastofnin- um, ekki væri heldur vitað hversu stuldur á ungum og einnig eggjum sjaldgæfra fugla væri mikill. „Það er enginn sem fylgist með þess- um hlutum sérstaklega og tilviljunum háð þegar við komumst að þessu. Það er Þeir voru varir um sig en þó forvitnir fálka- ungarnir í gær. þegar Emilía Björg tók þessa mynd af þeim. Sá þriðji kúrði sig niður, enda hafði hann verið hálflasburða, en var þó óðum að hress- ast. •Æárf- i Stórauka þarf eftirlit og herða viðurlög — sagði Ævar Petersen hjá Náttúrufræðistofnun t.a.m. mjög auðvelt að koma eggjum undan og lítil áhætta því mjög auðvelt er að koma þeim í lóg ef upp um viðkom- andi kemst." Ævar sagði margar fuglategundir verpa hér, sem ekki verptu annars staðar í Evrópu eða ekki væri hægt að komst að annars staðar og nefndi einnig amer- ískar fuglategundir, s.s. straumönd og húsönd sem mjög óaðgengilegt væri að nálgast nema hér. Náttúruverndarráð hefur verið með mál þetta í athugun og það má nefna það hér, að ég fór til dómsmálaráðherra fyrir um mánuði síðan og ræddi þetta vandamál við hann, sagði Ævar. Það má t.d. búast við að tilkoma Smyrils hafi opnað tiltölulega auð- velda leið fyrir fólk til að hafa á brott með sér ýmsa náttúru- gripi, steina, fugla og plöntur. Ævar sagðí í lokin að sér sýndist hér helst til ráða, að eftirlit yrði aukið verulega, viðurlög hert og einnig væri mikil hjálp í því að almenn- ingur hefði augun opin fyrir óeðlilegum mannaferðum og snéri sér til lögreglunnar eða náttúruverndarmanna, ef það teldi minnstu ástæðu til. Maður í gæsluvarðhaldi: Kærður fyrir að véla fólk til að samþykkja víxla MAÐUR UM fertugt hefur að undanförnu setið í gæsluvarð- haldi vegna rannsóknar á kær- um á hendur honum um meint fjársvik. Er þarna um að ræða nokkrar ka'rur, sem ganga í meginatriðum út á, að kærendur telja. að maðurinn hafi vélað þá Flugumferðar- stjórar falla frá kröfum sínum og yfir- vinnubanni FLUGllMFERÐARSTJÓRAR hafa ákveðið að falla frá frekari yfir- vinnuhannsaðgerðum. og var í ga“r gengið frá óbreyttum sumarsamn- ingum þeirra og ríkisins frá' í fyrrasumar. í síðustu viku var efnt til alisherjaratkvæðagreiðslu með- al flugumferðarstjóra um þetta mál og var framangreind ákvörð- un tekin i framhaldi af niðurstöð- um alkvæðagreiðslunnar. að sögn Haldurs Ágústssonar, formanns fé- lags flugumferðarstjóra. Flugumferðarstjórar höfðu áður gert kröfur vegna sumarsamninga sinna um. að svonefnt álag yrði greitt á alla yfirvinnu. Þeir hafa nú fallið frá þessari kröfu sinni og verður því eins og áður aðeins greitt álag á þá yfirvinnu flugum- ferðarstjóra, sem unnin er vegna orlofs og veikinda. til að samþykkja víxla. Rann- sóknarlögregla rikisins vinnur að rannsókn málsins og sagði Erla Jónsdóttir deildarstjóri í gær. að rannsókn málsins væri umfangsmikil og seinunnin. en maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald 21. júní sl. og rennur ga'sluvarðhaldstíminn út i dag. Kærurnar á hendur manninum eru ekki allar af sama toga, en í þremur tilvikanna hafði maður- inn ferðast um landið og fengið fólk til að taka ýmsar vörur, svo sem smávarning, leikföng og skrautmuni, í umboðssölu, að sögn kærenda. Lét maðurinn fólkið samþykkja víxla, en fólkið telur sig hafa tekið vörurnar í umboðssölu með því skilyrði, að það mætti skila þeim aftur, ef þær seldust ekki, og það fengi þá aftur víxlana. Þegar vörurnar seldust ekki og fólkið ætlaði að skila þeim og fá víxlana aftur, reyndist maðurinn vera búinn að nota víxlana. Maðurinn heldur því hins vegar fram, að hann hafi selt fólkinu vörurnar og víxlarnir hafi verið greiðsla fyrir þær. Þá liggja fyrir kærur á hendur manninum, þar sem kærendur telja hann hafa vélað sig til að samþykkja víxla upp í væntanleg viðskipti, sem aldrei urðu. Alls nema þau viðskipti, sem kært er vegna, milli 20 og 30 milljónum, en ekki liggur enn fyrir hvað málið kann að snúast um miklar fjárhæðir. Danskar peysur, bolir og vesti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.