Morgunblaðið - 02.07.1980, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.07.1980, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ1980 EITT fyrsta atriöiö á Laugardalsvellinum eftir setninguna á fimmtudagskvöldiö var hópsýning 6—9 ára fimleikastúlkna. Einbeitni skein úr hverju andliti þegar þær _stuttu“ marseruöu inn á völlinn íklæddar hvítum kjólum, og var því líkast aö fiörildahópur léki listir sínar á grænu grasinu. Blm. haföi hraöann á eftir sýninguna og tókst aö króa nokkur „fiörildi” af í horni leikfimisalarins inni í Höllinni Og ná af þeim mynd áöur en þær skiptu um föt. Sú yngsta, Ásrún Halla Finnsdóttir, 6 ára, var aö vísu komin í íþróttagallann og sagöi aö sér heföi veriö svolítiö kalt þarna úti í golunni. En hinar, þær heita Björg Ársælsdóttir, 10 ára, María Kristín Gylfadóttir, 9 ára og Sigrún Karlsdóttir, 8 ára, svöruöu spurningu hins kulvísa blaöamanns neitandi. Stelpurnar sögöu allar aö þaö væri mjög gaman aö vera í fimleikum, en þær Ásrún og María æfa hjá Björk í Hafnarfiröi, en Björg og Sigrún eru í Fylki. Næst gripum viö afsíöis þær Alydu Jakobs- dóttur, 10 ára og Margréti Rósu Dagbjartsdóttur, 11 ára. En þjálfari þeirra var í óöa önn aö leggja hópnum sínum lífsreglurnar þegar okkur þar aö garði. Alyda og Margrét eru þáöar í Fylki og sögöust hafa æft nokkuö lengi, Alyda í 3 ár og Margrét í 4, en hún er líka í rytmiskum fimleikum. Fyrir hátíðina núna eru þær búnar aö æfa síöan í maí. Þær voru á því aö halda áfram aö æfa af krafti og sögöust gjarnan vilja verða fimleika- stjörnur þegar fram liðu tímar. Viö erum svo ung- ar og hressar! Þórveig Gísladóttir og Halldóra Nielsdóttir voru glaöar aö fá aö vera meö í mótinu. Þær hafa æft í tvo mánuöi fyrir þessa hátíö. Ðlaöamaöur spuröi hvort þær hyggðust halda áfram leikfimisæfingum, og þær svöruöu því til aö þær væru svo ungar og hressar, aö auövitaö héldu þær áfram. Ljósm. Kristján. Langskemmtilegast að synda Þroskaheftir kepptu á íþróttahátíö Í.S.Í. sem lauk á sunnudag. Keppnin fór fram í KR húsinu á laugardaginn, og þar hittum viö aö máli Hólmfríöi Ósk Jónsdóttur. Hún sagöi blm. að hún myndi keppa í langstökki, hástökki og hlaupi. Þau hafa æft einu sinni í viku fyrir keppnina, en auk þess aö keppa þarna, keppti Hólmfríöur í sundi í Árbæjarlaug á föstudaginn. Hún tjáöi okkur aö lokum aö henni fyndist þetta allt ofsalega spennandi og gaman, en lang skemmtilegast væri aö synda. Ljósm Rax. Vel heppnuð sumaríþrótta- hátíð ISI GLÆSILEGRI íþróttahátíð ÍSÍ lauk á Laugardalsvellin- um á sunnudagskvöld. Sumaríþróttahátíðin var í alla staði vel heppnuð og þátttakendur nú um 12.000. Keppt var í 17 greinum íþrótta og tókst keppni í öllum greinum mjög vel enda veöur hagstætt til keppni. Skipulag íþróttahátíöarinnar var gott, en enginn leikur er að skipuleggja stórhátíðir sem þessa. Gífurlega mikil sjálf- boöaliðsvinna liggur aö baki. Þaö sem vakti einna mesta athygli á íþróttahátíðinni voru hinar glæsilegu fim- leikasýningar. Fimleikasamband íslands undir forystu Ásbjargar Gunnarsdóttur getur verið stolt af framlagi sínu. Fimleikahópar frá Gerplu, ÍR, Björk, Ármanní, Fylki og Akureyri voru allir með sérlega vel æföar sýningar. Jafnframt fjölmennur flokkur kvenna undir stjórn Ásbjargar. Erlendu fimleikaflokkarnir frá Noregi og Danmörku vöktu líka mikla athygli. Blaöamenn Morgunblaðsins fylgdust meö íþróttahá- tíðinni og reynt er aö gera henni eins rækileg skil og kostur er á. í blaöinu í gær voru úrslit birt í flestum þeim greinum sem keppt var í og hér fylgja viðtöl við ýmsa keppendur sem tóku þátt í hátíðinni. íþróttahátíðin sem fram fer á 10 ára fresti er ómælt stærsti íþróttaviðburður íslenskrar æsku hverju sinni og veröskuldar því nákvæma umfjöllun í fjölmiðlum. í K.R. húsinu var aö hefjast íþróttamót þroskaheftra er blm. og Ijósm. litu þar inn á laugardaginn. Þaö var eftirvænting í loftinu, enda mótiö rétt í þann mund aö hefjast. Vinirnir Reynir Pétur Ingvarsson og Kristján Már Ólafsson áttu aö keppa í hlaupi og stökki, og Kristján einnig í hástökki. Þeir voru báöir mjög ánægöir meö mótiö og sögöust endilega vilja hafa meira þessu líkt. Þaö leyndi sér heldur ekki aö gleöi hinna þátttakendanna yfir því aö vera meö var mikil. „Því sjaldnar, því hátíðlegri“ Á áhorfendapöllunum í Laugardalshöllinni hittum viö aö máli þrjá íþróttakennara, Ósk Óskarsdóttir, Ingveldi Bragadóttur og Hilmar Pálsson. Þeim fannst mótiö í heild eða hátíðin mjög góö og einstaklega vel skipulögö. Þeim fannst aftur á móti aðsóknin aö mótinu skammarlega lítil, og sögöu aö hún þyrfti aö vera helmingi betur sótt. Aö lokum spuröum viö þau hvort þau myndu vilja hafa hátíö eins og þessa oftar, en þau svöruöu því til aö svona væri þetta gott og því sjaldnar sem hátíöirnar væru því hátíölegri væru þær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.