Morgunblaðið - 02.07.1980, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.07.1980, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ1980 Seitjarnarnes: Áfengisútsölu var hafnað Grundarfirði 27. júní — Slík skörð, sem sjást á myndinni, er að finna í veginum yfir Búlandshöfða. Eru þau bæði ómerkt og hafa ekki verið snert af vegagerðarmönnum í sumar. Ljósm. (Bæring). Dansleikjahald í Borgarfirði Eitt af samkomuhúsum Borgfirðinga er að Logalandi. LjÓNm.: Carsten KristinsHun Á SELTJARNARNESI var kosið um það á sunnudag, hvort leyfa ætti rekstur áfengisútsölu þar í bæ, en bæjarstjórnin bar fram ósk um kosningu þessa, vegna mið- bæjarskipulags, sem nú er unnið að þar. Atkvæði greiddu 1.450 manns og sögðu 897 nei og 499 voru samþykkir opnun áfengisút- sölunnar. Auðir seðlar voru 42 og ógildir 12. Andvígir opnun áfeng- isútsölu voru því rúm 61% þeirra Kvenyogi í heimsókn HÉR Á landi var nýlega á ferðinni á vegum Ananda Marga-hreyf- ingarinnar kvenyogi, Acaiya Maniita frá Paraguay. Ananda Marga-hreyfingin hef- ur nú starfað hér á landi í u.þ.b. fimm ár og hefur á þeim tíma skotið nokkrum rótum, rekur m.a. matvöruverslun og barnaheimili, auk þess að gefa út ýmis rit. Hreyfingin hefur nokkrum sinn- um á undanförnum árum fengið hingað fólk til að kenna hugleiðslu og halda fyrirlestra. Kom Acaiya Maniita hingað í þeim tilgangi, en hún er forsvari Evrópudeildar hreyfingarinnar. Blm. hitti kven- yogann að máli, ásamt Sigmari Arnórssyni starfsmanni. Taldist Sigmari til að u.þ.b. 1000 íslend- ingar hefðu lært hugleislu eftir kerfí Ananda Marga, tantra-yoga, á undanförnum árum. Tantra- yoga er ein grein af mörgum á meiði hugleiðslufræða og flokkast, að sögn Sigmars og Maniita, undir „hagnýtt" yoga. Þau vildu taka fram að ekki væri um neinn sem tóku afstöðu og 34,4% voru henni fylgjandi. Sigurgeir Sigurðsson bæjar- stjóri sagði, að bæjarstjórn hefði einungis viljað fá úr því skorið hvort opna skyldi áfengisútsölu í bænum vegna miðbæjarskipulags- ins, en hún hefði enga afstöðu tekið til þess hvort það væri æskilegt eða ekki, vilji meirihlut- ans réði í þessu efni. átrúnað að ræða, heldur hug- leiðslukerfi sem allir gætu tileink- að sér. Væri ástundun þess hug- víkkandi og hefði auk þess í för með sér aukna ást til mannkyns- ins. „Tilgangur Ananda Marga er tvíþættur; annars vegar að þroska sjálfan sig, hins vegar að þjóna samfélaginu." AÐ VANDA hefur verið úthlutað dögum til dansleikjahaids í sam- komuhúsum Borgarfjarðar. Er það sýsiumannsembættið, sem út- hlutar. Er það gert til þess að mörg samkomuhús séu ekki með dansleik sömu helgina og til að koma í veg fyrir að þau séu að berjast um sálirnar. Hér fer á eftir listi yfir dans- leikjahald í sumar: 5. júlí, Brún, 12. Brautartunga, 19. Lyngbrekka, 26. Hlaðir, 9. ágúst Hreðavatns- skáli, 16. Borgarnesbíó, 23. Valfell, 30. Logaland, 6. sept. Hlaðir, 13. Brautartunga, 20. Brún, 27. Borg- arnesbíó, 4. okt. Valfell, 11. Hlaðir, 18. Hreðavatnsskáli og 25. Borg- arnesbíó. Þar með er listinn tæmdur eins og hann liggur nú fyrir. En þar sem Ungmennasamband Borgar- fjarðar hefur verslunarmanna- helgina fyrir dansleikjahald er hún ekki talin upp hér. Geta menn nú skipulagt sumarsamkundur sínar með tilliti til þessa, — og vitað nákvæmlega hvenær kaupa- konurnar koma á dansleikina. Fréttaritari. Sýning íslenzkra arkitekta Framlag íslenzkra húsameist- ara til Listahátíðar 1980, er sýnishorn á ýmsu því athyglis- verðasta er þeir telja, að gert hafi verið á sviði húsagerðarlist- ar sl. 20 ár. Sýningin er til húsa í Ásmundarsal við Mímisveg og er svo til allt veggrými hússins hagnýtt til hins ítrasta. Þrátt fyrir það, kom greinilega fram takmörk hússins varðandi slíka yfirlitssýningu, það er alltof þröngt um myndirnar og þá ekki síst í ljósi þess að heil sveit húsameistara kynnir hér verk sín, eða 29. talsins. Þá hefur maður séð ýmsar tillögurnar áður og jafnvel fjallað um þær í listrýni. — En að sjálfsögðu er það góðra gjalda vert að koma upp slíkri sýningu en umfang hennar hefur þurft að vera miklu meira og húsakynnin stærri. Mér gæti dottið í hug, að slík sýning yrði eitt af aðalatrið- um næstu listahátíðar vegna þess, að húsbyggingar í nútíð og fortíð eru mjög í brennidepli. Aldrei hefur verið skrifað meira um þessi mál né skeleggar um þau fjallað í hljóðvarpi og sjón- varpi og er hér um ómælda framför að ræða. Eins og svo margt annað, er þetta ekki séríslenzkt fyrirbæri heldur eru húsa og umhverfisvernd mjög í sviðsljósinu austan hafs sem vestan. Þá hefur þeim er leggja fyrir sig húsagerðarlist fjölgað gífurlega undanfarin ár, þannig hefur orðið helmingsfjöldi í stéttinni á sl. áratug og verður það vafalítið á þessum nýbyrj- aða áratug í ljósi þess hve mikill fjöldi er við nám erlendis. Aukin samkeppni verður vonandi til þess, að útlitsgæði — og fjöl- breytni húsa verði meiri og auk þess manneskjulegri hið innra. Almenningur er að rísa upp gegn þessum stöðluðu búrum og húsa- sílóum er hvarvetna rísa upp í þéttbýli. Til að sporna við þessu er víða meira hugsa fyrir list- rænu hliðinni í námi við húsa- gerðarháskóla en áður og sum- staðar er ætlast til að útskrifað- ir húsameistarar leggi fyrir sig frjálsa skapandi myndlist í 1—2 ár áður en þeir fara að „praktis- era“. Vel á minnst, svo sem undirritaður hefur margsinnis bent á, þá þykir honum margur arkitektinn of bráðlátur í því atriði að hefja umsvifalaust full- gild störf að loknu námi. Nafn- toguðustu arkitektar veraldar þjálfuðu sig einmitt í mörg ár á viðurkenndum teiknistofum áð- ur en þeir hófu að vinna sjálf- stætt. Svo sem læknisfræðin, er húsagerðarlistin orðin að alltof miklu hreinu og beinu tækni- starfi og innan hennar rúmast of lítið af hugsjónum. Rétt er að taka það fram, að við höfum eignast fjölda ágætra arkitekta á undanförnum ára- tugum er rutt hafa brautina fyrir nýjum viðhorfum og hug- myndum en ennþá þykir mér mikið skorta á manneskjulegu hliðina. Hér eru heilu hverfin stöðluð, hæð húsa er t.d. ákveðin eftir vissum staðli, — útkoman verða steindauðar húsaraðir og er það lítið augnayndi að ráfa um þau hverfi. Þessar hugleiðingar eiga ekki endilega við umrædda sýningu og nú spyrja sjálfsagt margir stórmóðgaðir, — af hverju fjall- ar maðurinn ekki um sjálfa sýninguna í heild. Því er til að svara, að hér yrði þá að gera viðamikla úttekt og erfitt er að gera upp á milli sýnenda vegna þess hve smár hlutur hvers og eins er, — þá er því einnig haldið fram, að ungum og frískum húsameisturum sé haldið niðri og þeir eigi of fá verk á sýning- unni og er það ljótt til afspurnar og bindur hendur mínar. Persónulega var ég mjög hrif- inn af ýmsu á sýningunni og hún sannar áþreifanlega, að við eig- Myndllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON um arkitekta á heimsmæli- kvarða og þeir hafa náð langt, sem fengið hafa að njóta sín til fulls erlendis, svo sem Högna Sigurðardóttir og Jón Kristins- son. Hinir berjast líkt og við myndlistarmenn við að gera sitt besta í litlu og takmörkuðu þjóðfélagi þar sem fáfræði og fordómar blómstra ásamt til- hneigingunni til að liggja mar- flatur fyrir tímabundnum alls- herjarlausnum er ganga líkt og logi yfir akur, en er svo fyrir- varalaust varpað fyrir róða sem úrelt, óalandi og óferjandi ásamt því að vera tákn heimsku fyrir- rennara og hámarks ljótleika! Ég vil vekja sérstaka athygli á þessari sýningu og þróttmiklu starfi húsameistara og félags- skapar þeirra en miðstöð hans er einmitt í Ásmundarsal. Sem fyrr sakna ég mjög hug- myndarissa er sýna þróun hug- myndar allt til endanlegrar út- færslu. Um endanlegu útfærsl- urnar er nóg ásamt reglustiku- og teiknistofuvinnu. Ég hef þessi orð ekki fleiri að sinni en lofa heildarúttekt er tími gefst til um stöðu og framtíð íslenzkrar húsagerðar- listar. Sýningin stendur til 30. júní. Bragi Ásgeirsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.