Morgunblaðið - 02.07.1980, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 1980
13
Miðstöð
§káta á
Islandi
TEKIN hefur verið íyrsta skóflu-
stungan að nýrri byggingu við
Snorrabraut, miðstöð fyrir skáta-
starfið á íslandi. Mikill fjöldi
skáta fylkti liði á lóð hússins og
tók hver og einn skóflustungu.
Bygging þessi er langþráður
draumur skátahreyfingarinnar á
íslandi um veglega miðstöð fyrir
starfið.
EBE:
Samið við
Júgóslava
Brilssel. AP.
ÞRIÐJUDAGINN 1. júlí gekk í
gildi til bráðabirgða samningur
Efnahagsbandalagsins og Júgó-
slava um viðskipti og aðstoð og
er það einn hagstseðasti samning-
ur, sem nokkurt ríki hefur gert
við EBE.
Samningurinn fylgir í kjölfar
samkomulags EBE við Rúmena
um kaup á iðnaðarvörum en með
því eru Rúmenar settir skör hærra
en aðrar A-Evrópuþjóðir. Sam-
komulagið við Júgóslava er svo
víðtækt, að það verður að bera
undir þing EBE-þjóðanna níu til
endanlegrar staðfestingar.
Svk. samkomulaginu verða toll-
ar á júgóslavneskum iðnaðarvör-
um felldir niður í áföngum fram
til 1. jan. 1984 að undanskildum
sérstökum samkeppnisvörum í
vefjar- málm- og olíuiðnaði. Litlar
hömlur verða settar á innflutn-
ingsmagn.
Tollar á júgóslavneskum land-
búnaðarafurðum verða einnig
lækkaðir og Evrópski fjárfest-
ingarbankinn mun lána Júgó-
slövum 284 millj. dollara til fimm
ára. í samkomulaginu er einnig
kveðið á um víðtækt samstarf í
efnahags- og atvinnumálum.
Það kemur sér alltaf vel að hafa sýnt fyrirhyggju í fjármálunum.
Óvænt fjölgun í fjölskyldunni er flestum gleðiefni en hefur
þó í för með sér margs konar fjárútlát sem koma illa við budduna.
Þá er gott að eiga von á Safnláni sem leggur til það sem upp á vantar.
Það er aldrei of seint að vera með í Safnlánakerfi Verzlunarbankans.
Prófið sjálf t. d. í 9 mánuði.
WRZUJNfiRBflNKINN
BANKASTRÆTI 5, LAUGAVEGI 172, ARNARBAKKA 2, UMFERÐARMIÐSTÖÐ,
GRENSASVEGI 13 og VATNSNESVEGI 14, KEFL.