Morgunblaðið - 02.07.1980, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.07.1980, Blaðsíða 32
Síminn á afgreiöslunní er 83033 Bfor0unbIat>ib MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 1980 Síminn á ritstjórn og skrifstofu: 10100 Sexmannanefnd í efnahagsmálin RÍKISSTJÓRNIN hefur falið sex manna n< fnd aö kanna leiðir otc Kera tillögur varöandi lausnir í efnahagsmálum. Formaður nefndarinnar er Jón Ormur Halldórsson, aðstoðarmað- ur forsætisráðherra, og aðrir nefndarmenn eru alþingismenn- irnir Eggert Haukdal, Guðmundur G. Þórarinsson, Halldór Ás- grímsson, Geir Gunnarsson og Olafur Ragnar Grímsson. Vestmannaeyjar: Fjögur stærstu frystihúsin segja upp starfsfólki Vfstmannapyjum. 1. júlá. 1980. VERIÐ ER að senda út ábyrgð- arbréf til starfsfólks fjögurra stærstu frystihúsanna hér í Eyjum, þar sem þvi er sagt upp störfum. Fyrirtæki þessi eru Vinnslustöðin, Fiskiðjan, ísfé- lagið og Frystihús F.I.V.E. og einnig hefur verið sagt upp öllu starfsfólki Fiskimjölsverk- smiðju Vestmannaeyja. Upp- sagnirnar eru miðaðar við 1. júií og taka gildi 1. ágúst en siðar hjá fastráðnu fólki. Upp- sagnarhréfin eru mjög sam- hljóða og segir í þeim að þetta sé gert vegna mikilla erfiðleika í rekstri fyrirtækjanna. Menn eru mjög uggandi því þó svo síðasti löndunardagur sé 21. júlí þá er hætt við að búið verði að vinna upp allan fisk fyrir mánaðamótin og því alls óvíst að hægt sé að halda út allan mánuðinn, því tapreksturinn er orðinn það geigvænlegur. Ef til slíks kemur mun það fyrst koma niður á skólafólki og þeim sem stytzt hafa unnið, því þeir hafa aðeins viku uppsagnarfrest. Það eru á milli sex og sjö hundruð manns sem fá uppsagn- arbréf í hendurnar nú, en ótalið er það sem óhjákvæmilega kem- ur á eftir, því hér byggist allt á sjávaraflanum og er algjör löm- um atvinnulífsins framundan, ef ekki koma til einhverjar ráðstaf- anir. Sigsntir Búnaðarbanki íslands 50 ára: Viðskiptavinum boðið í afmæliskaffi VIÐSKIPTAVINUM Uúnaðarbankans. sem erindi áttu i bankann i gær var boðið upp á afmæliskaffi i tilefni af 50 ára afmæli bankans. Þá afhenti formaður bankaráðs, Stefán Valgeirsson, formanni Skógræktarfélags íslands, Jónasi Jónssyni, kr. 10 millj., sem varið skal til eflingar trjáræktar. Einnig voru Starfsmannafélagi Búnaðarbankans afhentir til eignar tveir sumarbústaðir og 5 millj. kr. i námssjóð og aðrar 5 millj. í utanfararsjóð starfsmanna. Samningamál BSRB og f jármálaráðherra: Ljóst verður annað kvöld hvort samningar takast ANNAÐ kvöld. fimmtudag. á að liggja fyrir, hvort félögin innan Bandalags starfsmanna rikis og bæja, geta sætt sig við samninga við ríkisvaldið. þar sem rætt er um grunnkaupshækkanir á bilinu 2 til 4%, samning til eins árs og þær félagslegu umbætur, sem um hefur verið rætt í fréttum. Samninga- nefnd BSRB hefur verið hoðuð saman til fundar á morgun, en hlé hefur verið gert á samningaumleit- unum milli ríkisvaldsins og samn- inganefndarinnar á meðan á könn- Ríkisstjórnin synjar um verðhækkanir umfram 9% - þrátt fyrir samþykktir Verðlagsráðs RÍKISSTJÓRNIN synjaði í gær um staðfestingu á fjórum sam- þykktum Verðlagsráðs um hækk- anir umfram 9% og er þetta í fyrsta sinn, sem ríkisstjórnin neit- ar að staðfesta samþykktir Verð- lagsráðs. Samþykktir þær, sem hér um ra*ðir eru 12% hækkun á verði fiskbolla og fiskbúðings. HSÍ stefnir ríkisútvarpinu vegna skulda Samþykkt var á stjórnarfundi HSÍ, i fyrrakvöld að stefna Ríkis- útvarpinu fyrir vangoldnar skuld- ir vegna sjónvarpsútsendinga á landsleikjum í handknattleik. Skuld Ríkisútvarpsins við HSÍ nemur rúmum þremur milljónum króna. Að sögn Júlíusar Hafstein formanns HSI, mun lögfræðingur sambandsins Jón Magnússon þing- festa málið næstu daga. 12% hækkun á aðgöngumiðum kvikmyndahúsa. 10% ha-kkun á steypu án sements og 12% hækkun á flugfargjöldum í innanlands- flugi. Hins vegar samþykkti ríkis- stjórnin á þessum fundi 8% hækk- un á verði sements og 9% hækkun á farmgjöldum i oliuflutningum innanlands. Tómas Árnason, viðskiptaráð- herra, sagði í gær, að ástæðan fyrir þessari synjun ríkisstjórnarinnar væri sú, að stjórnin hefði ákveðið að leyfa ekki hækkanir umfram 9% og væri það í samræmi við þá niðurtalningarleið, sem fara ætti í efnahagsmálunum. Tómas sagði, að ríkisstjórnin hefði að undanförnu rætt, við hvaða mörk ætti að miða í þessu sambandi en í stjórnarsáttmálan- um væri talað um að heimila ekki hækkanir umfram 7%. „Niðurstaðan varð sú að miða við 9% og við þau mörk ætlum við að miða á næstunni. Það verður þó sjálfsagt tekið tillit til þess, ef um sérstakar ástæður er að ræða fyrir hækkunarbeiðnunum. Og þar á ég við erlendar hækkanir og hækkan- ir, sem hægt er að rekja til ihnlendra kostnaðarhækkana, eins og fiskverðshækkunar. í öðrum til- vikum munum við ekki heimila hækkanir umfram 9% á næstunni," sagði Tómas. un í félögunum stendur yfir. Tilboð fjármálaráðherra fjallaði um sérstaka meðhöndlun verðbóta, þar var bæði „þak“ og „gólf“. I þeim samkomulagsdrögum, sem nú eru til umfjöllunar, er þakinu sleppt, þ.e. hlutfallslegar verðbætur koma á öll laun ofan við 15. launaflokk, en í tilboði fjármálaráðherra var kveðið á um sömu krónutölu á þá launa- flokka. Hins vegar mun BSRB hafa tekið jákvætt undir „gólfið“, þ.e. að öll laun undir 5. launaflokki taki sömu verðbótakrónutölu og sá flokkur. Fjármálaráðherra og ríkis- stjórn mun hafa fallið frá þessari tillögu um „þakið". Fái þessi samkomulagsdrög já- kvæðar undirtektir í aðildarfélögum BSRB, mun verða gengið til samn- inga og stefnt að allsherjaratkvæða- greiðslu meðal félagsmanna BSRB um samkomulagið eftir 3 til 4 vikur. Verði hins vegar um neikvæð við- brögð að ræða, mun slitna upp úr samningaviðræðum og málið bíða til hausts. Er þá jafnvel gert ráð fyrir því, að verkfall opinberra starfsmanna verði boðað um miðjan ágúst með mánaðar fyrirvara eins og lög gera ráð fyrir. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins telja ýmsir forystumenn BSRB mjög vænlegt nú að gera slíkan samning til eins árs, ásamt sérkjarasamningum, sem ávallt veita opinberum starfsmönnum ein- hverjar kjarabætur einnig, og síðan annan samning að ári. Krafa opinberra starfsmanna er um allt að 39% grunnkaupshækkun. Akstur um hringveginn: Bensínkostnaður 67 þúsund þar af 36 þúsund í ríkissjóð VERÐ á bensínlitra er nú kr. 481 eftir síðustu hækkun nú fyrir mánaðamótin. Af þeirri uppha'ð renna kr. 256,73 til rikisins sem er tollur, vegagjald og söluskatt- ur, en 224,27 til olíufélaganna sem er innkaupsverð, flutningur, dreifing, vátrygging o.fl. Hlutur ríkisins í bensínverði er því 53,4%. Dæmi um bensínkostnað bíls er ekur allan hringveginn, um 1400 km, og eyðir 10 I á hundraðið er 67.340 kr. Þar af renna 35.960 til ríkissjóðs og 31.380 til olíufélag- anna. Segja má því að það kosti rúmar 31 þúsund krónur í bensíni að aka hringveginn og um 36 þúsund til viðbótar í skattheimtu, m.a. fyrir að fá að aka um þjóðvegina, en hluti þessarar upp- hæðar rennur til vegagerðar. Sovéskar æfingar á Noregshafi SAMKVÆMT frétt i Daily Tele- graph eru Sovétmenn um það bil að hefja meiri háttar flota- og flugheræfingu á Noregshafi. Ber blaðið fyrir sig tilkynningu yfir- stjórnar norska hersins sl. sunnu- dag. Samkvæmt henni eru nú fjögur eða fimm sovésk herskip, þar á meðal flugvélamóðurskip, á haf- svæðinu milli Skotlands og íslands. I flotadeild, sem siglir úr norðri er beitiskip búið þyrlum, sem og tundurspillar og birgðaskip. Talið er að um 20 sovésk skip taki þátt í æfingunni. Fyrir nokkrum vikum skýrði Mbl. frá því að sovésk herskip hefðu safnast saman milli íslands og Skotlands, og var þá talið að um venjubundnar voræfingar sovéska flotans væri að ræða. Virðist því sem hér sé um óvenjubundna æf- ingu að ræða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.