Morgunblaðið - 02.07.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.07.1980, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ1980 Tvær söl- ur ytra Á MÁNUDAG seldu tvö íslenzk fiskiskip afla sinn erlendis, ann- að i Þýzkalandi og hitt í Bret- landi. Gott verð fékkst fyrir aflann i Þýzkalandi og eins og oft undanfarið fékkst hærra verð fyrir karfa og ufsa þar heldur en fyrir þorsk og ýsu i Bretlandi. InKÓlfur GK seldi í Cuxhaven 113,3 tonn fyrir 57,9 milljónir króna, meðalverð 511 krónur. Ölduljón VE seldi G2,3 tonn í Grimsby fyrir 30,5 millj- ónir, meðalverð 485 krónur. Nokkuð hefur verið um það síðustu daga, að útgerðarmenn hafi hætt við fyrirhugaðar sigl- ingar skipa sinna eða frestað þeim og mun það einkum vera vegna lítils afla síðustu daga. Kosning Vigdísar vckur athv^Ii í Danmörku: „íslendingar kunna að velja sér forseta“ Frá Gunnari KyttKaard. frcttaritara Mbl. i Kaupmannahofn, 1. júli. FRÉTTIN „Oddviti íslendinga er nú kona" var á forsíðum danskra blaða í gær, þrátt fyrir það að þriðjudagsblöðin skrifuðu mikið um hneykslismál innan dónsku rikisoliufyrirtækjanna. Kosn- ingarnar hafa vakið ennþá meiri athygli vegna þess, að íslend- ingar hafa orðið fyrstir allra þjóða i heiminum til þess að kjósa sér kvenforseta. Framhjá því er ekki hægt að ganga, þótt Jyl- landsposten skrifi i dag að „sá timi er löngu liðinn að því var haldið fram að konur væru mönnum undirgefnar". Berlingske Tidende sendir Vig- dísi Finnbogadóttur og íslensku þjóðinni hamingjuóskir í leiðara sínum í dag, sem skrifaður er undir fyrirsögninni „Hennar há- tign forsetinn". „Islendingar kunna að velja sér forseta, sem persónugerir hið besta meðal þjóðarinnar og ís- lenskrar menningar. í þrjú kjör- tímabil, 12 ár, hefur Kristján Eldjárn verið forseti íslands. Svo geöþekkan, hógværan og tilkomu- mikinn þjóðhöfðingja hefði ekkert annað land getað kosið sér. Þegar Kristjáni Eldjárn fannst tími til kominn að helga sig fornleifafræði að nýju, völdu íslendingar sem arftaka hans aðra persónu, sem stendur framarlega í menningar- málum, Vigdísi Finnbogadóttur. Samhliða því var brotið blað í sögu jafnréttis kynjanna á íslandi. Það er nokkuð tilkomumikið að karlmannaþjóðfélag sem hið ís- lenska skuli vera það fyrsta í heiminum, sem kýs konu í sæti þjóðhöfðingja. Þetta gefur til kynna óskir um breytingar og eflaust hefur það haft áhrif á ákvarðanir margra kjósenda, en einnig vissan um að Vigdís Finn- bogadóttir væri þess verðug, manneskjulega og menningarlega - segir Berlingske Tidende séð, að taka við af Kristjáni Eldjárn. Samkeppnin af hálfu karl- manna sem voru í framboði, var mikil. Þeir voru: Fyrsti atvinnu- knattspyrnumaður íslands og nú- verandi stjórnmálamaður, og tveir af hinum sígildu máttarstólpum þjóðfélagsins, einn fremsti maður utanríkisþjónustunnar og sátta- semjari ríkisins. Samkeppnin var um vinsældir og virðingu, um hæfileika og framkomu, og olli því að kjósendur skiptust í ýmsa hópa. En flestir þeirra völdu bók- menntafræðinginn, þann sem kennt hefur frönsku í íslenska sjónvarpinu, leikhúsfræðinginn og leikhússtjórann, Vigdísi Finn- bogadóttur. Þrátt fyrir það að hún er einstæö móðir, en ef til vill einnig vegna þess. Því það, að hún er einstæð móðir sem hefur ætt- leitt barn, varð til þess að kosn- ingabaráttan varð að nokkuð snarpri deilu um fjölskyldumál í þess orðs breiðustu og þrengstu merkingu. Mikið hefur verið rætt um það, hvort nú sé rétti tíminn til þess að einhleyp kona taki við völdum á „Kosning Vigdísar sýnir afstöðu hóps Islendinga til vestrænnar sam- vinnu,“ segir Jyllandsposten Bessastöðum. íslendingar eiga hrós skilið fyrir það að hlusta ekki á fordómafullar raddir í kosn- ingabaráttunni og veija Vigdísi. Nú stendur hún með pálmann í höndunum og íslenskir kjósendur hafa sigrað aðrar þjóðir, hvað dómgreind snertir," segir að lok- um í Berlingske Tidende. „Afstaða til utanríkismála vekur athygli heimsins“ Jyllandsposten finnst það vera aukaatriði að forsetjnn skuli vera kona. „Það er munum áhugaverð- ara,“ segir í leiöara blaðsins, „að manneskja sem ekki er vitað hvar stendur i stjórnmálum og því augsýnilega óháð stjórnmála- flokkum, skuli hafa verið kosin oddviti íslensku þjóðarinnar. Þetta undirstrikar nefnilega, að ísland er í mótsögn við sjálft sig. Þótt forsetinn ákveði ekki, hvort ísland sé meðlimur í Atlantshafs- bandalaginu eða daðri fyrir Aust- ur-Evrópuríkjum, eins og það ger- ði fyrir nokkrum árum, þá sýna forsetakosningarnar ákveðna af- stöðu þjóðarinnar." Þetta útskýrir blaðið á eftirfarandi hátt: „Þegar Vigdís Finnbogadóttir nú er í forystu fyrir um 200.000 íbúa landsins, má ekki gleyma þvi, að í kosningabaráttu sinni tók hún neikvæða afstöðu, svo ekki sé meira sagt, til setu bandaríska herliðsins á Keflavíkurflugvelli. Herliðið hefur siðan í seinni heimsstyrjöldinni verið eina vörn Islands. Forsetinn sýnir að vissu marki afstöðu fólksins i landi. Og það er utanríkispólitík íslands sem vekur fyrst og fremst áhuga heimsins. Kosning Vigdísar Finnbogadótt- ur sýnir því afstöðu viss hóps íslendinga til samstarfsins við Vestur-Evrópu og lönd Norður- Atlantshafsins," segir Jyllands- posten að lokum. Vf'V - . ^tmálnlDi) -ÍAU.T HÚSID UTAN OGíHÍ^ Alifugla- og svína- bændur fá 25% af kjarnfóður- kaupum sínum 1979 með 50% skatti næstu þrjá mánuði FRAMLEIÐSLURÁÐ landbún- aðarins samþykkti í gær, að fram- leiðendur eggja, fuglakjöts og svinakjöts fái á næstu þremur mánuðum afgreitt kjarnfóður. sem sé að magni allt að 25% af því, er þeir keyptu af slíkri vöru á árinu 1979. Verði vara þcssi afgreidd á verði, sem sé með 50% fóðurbætis- skatti. Þeir sem ala upp lifunga fá hliðstæða fyrirgreiðslu. Af fóðri, sem framleiðendur fyrr- nefndra vörutegunda kaupa um- fram þessi 25%, verða þeir að greiða fullan fóðurbætisskatt eða 200%. Einnig var samþykkt, þar til annað verður ákveðið, að fella niður innheimtu fóðurbætisskatts af fiskafóðri og loðdýrafóðri, enda sé þetta fóður greinilega merkt. Með þessari samþykkt Fram- leiðsluráðs hefur fóðurbætisskattur á innfluttu kjarnfóðri til alifugla- og svínaræktar verið lækkaður í 50% á kjarnfóðri, sem svarar til 25% af því kjarnfóðri, er þessir framleiðendur keyptu á síðasta ári. Þessi 50% skattur á fóðrið mun láta nærri að svara til niðurgreiðslna Efnahagsbandalagsins á fóðrinu. AlCLVSINf.ASIMIN’N KK: «... ©> JWúreiinblnbib

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.