Morgunblaðið - 18.07.1980, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 18.07.1980, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 1980 llya Dzhirkvelov, fyrrverandi starfsmaöur sovésku leyniþjónustunnar KGB, fréttaritari hjá TASS og starfsmaöur á vegum Sovétríkjanna hjá Alþjóöaheilbrigöisstofnuninni í Genf, ákvaö í aþríl á þessu ári aö snúa baki viö Sovétríkjunum. Hann sótti um hæli fyrir sig og fjölskyldu sína í Bretlandi, eftir aö efasemdir hans um sovéska kerfiö höföu leitt til þess, að starfsbræöur hans í sovéska sendiráðinu í Genf voru farnir aö beita hann bolabrögöum. Breska blaöiö The Times fékk einkarétt á viötölum viö Dzhirkvelov eftir aö hann kom til Bretlands og birti þau í fimm hlutum undir lok maí s.l. Morgunblaöiö hefur fengiö rétt til birtingar á þessum viötölum hér á landi. Af lestri þeirra kynnast menn hugarheimi manns, sem hefur veriö tannhjól í sovésku valdavélinni, sem er innilokuö og gætir hagsmuna sjálfrar sín jafnvel betur en ríkisins. Þróttleysi og vonleysi einkennir mat KGB-mannsins fyrrverandi á framtíö sovéska þjóðfélagsins. Mistökin, sem framkvæmd hafa veriö, eru svo mörg, aö aöeins gjörbreyting getur oröiö til bjargar. En KGB og herinn eru öflugustu máttarstólþar valdavélarinnar og þeir aðilar þrífast aöeins fái þeir tækifæri til aö sýna vígtennurnar. í fjórða viðtalinu lýsir Dzhirkvelov þeim breytingum, sem oröið hafa í Sovétríkjunum síðan Stalín var allur. Söknuður hans eftir „röð og reglu“ Stalínstímans er greinilegur, því að þar er að finna rætur stjórnkerfisins, sem hann þjónaði. Honum finnst allir eftirmenn Stalíns einskonar uppskafn- ingar, sem ekki séu störfum sínum vaxnir. Ilya Dzhirkvelov er ekki andófs- maöur. Sem fyrrverandi starfs- maöur KGB hefur hann haft lítinn tíma til mótmælaaögeröa í þágu mannréttinda í Sovétríkjunum. í viötölum sínum viö The Times skýröi hann frá æsku sinni og ævi fram til þessa dags og velti fyrir sér þeim breytingum, er orðiö hafa í Rússlandi síöustu 30 árin, meö hugarfari sem gaf til kynna aö hann heföi litla samúð meö „lýö- ræðishreyfingunni" í Rússlandi. Þaö sem hann og kynslóð hans — hann er á sextugsaldri — vilja, segir Dzhirkvelov, eru viðunandi lífskjör og takmarkað þersónulegt frelsi, en einnig sterka forystu, reglu og aga Dzhirkvelov, sem var félagi í Kommúnistaflokknum í 34 ár, lítur meö vissum söknuöi aftur til Stal- minnsta vafa um aö ég væri aö gera þaö sem rétt var.“ Dzhirkvelov segir The Times svo frá aö efinn hafi byrjaö aö sækja á hann, þegar hann tók aö gera sér Ijóst hyldýþiö milli þeirra hugsjóna, sem stjórnin hélt á loft, og þeirrar kuldalegu sérhyggju, sem réö ferö- inni. Jafnvel á unga aldri í Georgíu tók hann til þess, aö þeir sem sátu aö völdum fluttu fjölskyldu sína til írönsku landamæranna þegar Þjóðverjar sóttu fram og skildu hina minni megandi eftir til aö mæta örlögum sínum. Hann tekur fram að Georgía sé einstaklega spillt miöaö viö önnur sovésk lýðveldi og njóti jafnframt þess heiöurs aö hafa aliö tvo af mestu glæþavörgunum, þá Stalín og Lavrenty Beria, yfirmann leyni- lögreglu Stalíns. Dzhirkvelov LANDFLÓTTA KGB-MAÐ- UR SEGIR ÁLIT SITT Á VELDI KREMLVERJA Mynd þessi er tekin af einræöis- herranum Stalín 1938. Stjórnkerfiö sem hann skipu- lagói er enn við lýói en KGB finnst skorta á haró- stjórnina og því allt stefna til rangrar áttar. ákæruatriöin gegn yfirboöara sín- um. Aö sögn Dzhirkvelovs var Bería sakaöur um aö hafa veriö „njósnari fyrir alþjóöaheimsvalda- stefnu". Jafnvel KGB-mönnum þótti þetta fjarstæöukennt. Þeir voru vanir aö Ijúga upp sakargift- um sem bendluöu sakborninga viö einhverja einstaka leyniþjónustu á Vesturlöndum, en aö skjóta Bería fyrir aö vera á mála hjá þeim öllum var fullmikiö aö þeirra mati. Viöhorf Dzhirkvelovs til Stalíns og Bería mótast af þeirri staöreynd aö þeir voru þáðir Georgíumenn eins og hann sjálfur. Hann segir aö Bería hafi yfirleitt veriö „illa liöinn" af Georgíubúum, sem álitu hann „grimman", jafnvel á þeirra mæli- kvaröa. Viöhorf þeirra til Stalíns var tvíbentara. Þegar Krútséff hélt „leyniræöu" sína árið 1956 og fletti ofan af Stalín fóru af stað íriösam- legar mótmælagöngur fjölaais í höfuöborg Georgíu, Tblisi. Mót- mælendur vildu fá aö vita hvers vegna „þeirra eigin“ Stalín var steypt af átrúnaöarstalli sínum. Yfirvöld uröu óttaslegin og sendu herlið á vettvang sem hóf skothríð og skildi tugi manns eftir í valnum. Vegna þess sem Dzhirkvelov kallar hina „átakanlegu atburði” fengu óeiröirnar á sig yfirbragö þess aö vera and-rússneskar. Hann var sendur af KGB til Tblisi — heima- borgar sinnar — til að komast að hverjir væru upphafsmennirnir og refsa þeim. KGB tók 400 manns höndum, en þaö fundust ekki eninir „hvatamenn", þar eö við- brögð Georgíubúa viö smán Stal- íns höföu verið algerlega ósvikin og óundirbúin. Að öllu samanlögöu ber Dzhir- kvelov enn vissa viröingu fyrir Stalín sem jaörar jafnvel viö aö- dáun. Samfara henni örlar einnig á fyrirlitningu á forystu Krútséffs Guðinn sem reyndist bófi og skelfingin innan KGB ínstímans, jafnvel enn í dag. hann er þrekvaxinn, sólbrúnn Georgíu- maöur meö snöggklippt grátt hár, og hann minnist þess meö hrifn- ingu, þegar hann gekk í KGB — sem þá hét NKVD — áriö 1944 fullur af ákafa æskumannsins. í hugum margra bæöi innan Sovétríkjanna og utan vekja upp- hafstafirnir KGB eöa NKVD ótta og skelfingu. En í augum hins unga llya Dzirkvelovs var sovéska ör- yggislögreglan aö hans eigin sögn fyrirtaksstofnun, sem jafnvel stóö nokkur Ijómi af. Hún var ríkinu til varnar meö ströngum en réttlátum aögeröum í anda byltingarmanns- ins Cheka. Auk þess bauö hún upp á tækifæri til forréttinda og valda. Þaö var ekki fyrr en síöar, aö því er Dzhirkvelov segir að honum skild- ist aö fórnarlömb leynilögreglunn- ar voru þeir sem saklausir féllu fyrir grimmilegri og handahófs- kenndri haröstjórn. Fyrsta verkefni hans var aö aðstoöa viö aö safna saman sí- gaunum af Krímskaga, en sumir þeirra höföu barist meö Þjóöverj- um í stríöinu. Flestir þeirra hötöu gengiö nauöugir í her Hitlers til aö foröa sér frá vísum hungurdauöa í fangabúöum nasista. En þetta nægöi þó ekki til aö foröa þeim frá jafnvísum dauödaga fyrir hendi sovéskra aftökusveita. Þeir sí- gaunar sem eftir lifðu voru fluttir nauöungarflutningum til Síberíu og Miö-Asíu af hermönnum NKVD, en í þeirra hópi var hinn 17 ára gamali llya Dzhirkvelov Margir létu lífið á leiöinni. Afkomendur þeirra er liföu af hafa enn ekki fengið leyfi til aö snúa aftur til átthaga sinna. Þessir allsherjarflutningar á sí- gaunum eru einhver illræmdasti glæpur Stalíns. En þaö er ekki fyrr en nú, aö Dzirkvelov gerir sér grein fyrir aö hann átti þarna hlutdeild í ómanneskjulegum verknaði. „Þegar þetta geröist," segir hann „fannst mér sígaunaþjóöin vera svikarar. Ég var ekki í komst í návígi við Stalín ásamt þeim Churchill og Roosevelt, þeg- ar honum var faliö aö vera öryggis- vöröur fulltrúanna á Jalta-ráö- stefnunni í febrúar 1945. Fyrir ungan metnaöargjarnan mann var þaö eins og aö taka þátt í sjálfri mannkynssögunni aö vera vöröur „risanna þriggja". Og aö vera í nánd viö Stalín var sama og aö vera í návist hálfguðs: „Okkur fannst hann vera almáttugur, meiri en sólin og voldugri en keisarinn.” Samt sátu efasemdirnar eftir. Áriö 1947 var Dzhirkvelov sendur til Rúmeníu til aö fást viö „sam- verkamenn nasista" alveg eins og hann haföi gert á Krímskaganum áöur. En í Rúmeníu var mótspyrna gegn Sovétmönnum opinská og óhindruö. Á götum úti var ýtt viö rússneskum herforingjum og för þeirra heft. Þaö þurfti tvo sovéska varömenn meö vélbyssur til aö sannfæra rúmenska húsmóöur, sem var treg til aö láta Dzhirkvelov og unga eiginkonu hans fá hús- næöi á leigu. , Þegar tvö bandarísk skip birtust úti á höfninni í Constanta og buöu amerískt korn kom til illúöugra andsovéskra mótmælaaögeröa. Þegar kommúnisma var komiö á í Rúmeníu myndaöist andúö á Rússlandi, sem er enn viö lýöi, eins og Dzhirkvelov varð sjálfur var viö á tíöum feröum sínum til landsins síöar fyrir KGB eöa Tass. Út í frá var Dzhirkvelov þó fyrirmyndarþegn. Hann kvæntist samstarfsmanni sínum hjá KGB. (Þau skildu síöar, seinni kona hans og dóttir þeirra eru meö honum á Vesturlöndum). Sem endurgjald fyrir dygga þjónustu fékk Dzhir- kvelov stöðu í Fyrstu aðalstjórn- stöö KGB, sem vinnur aö njósnum og gagnnjósnum erlendis. Hann sérhæföi sig í málefnum Tyrklands og írans, og honum voru falin leynlleg verkefni í þessum löndum, sem fólust í aö efla undirróö- ursstarfsemi þeirra er voru vin- veittir Sovétríkjunum. Þó var KGB ekki meö öllu laust viö innbyröis erjur á þessum árum, aö því er Dzhirkvelov skýrði frá í viötali sínu viö The Times. Hann segir frá samstarfsmanni sínum, sem á KGB-fundi geröi gys aö þeirri venju aö rannsaka feril frambjóöenda til æösta ráösins. Ef aöeins væri um einn frambjóöanda aö velja og sá hinn sami þyrfti samþykki KGB, væri svo sannar- lega ekki mikið gefandi fyrir „lýö- ræðiö“ í sovéska kerfinu. „Andófs- maöurinn“ var rekinn úr KGB fyrir „trotskýisma og hentistefnu” og Dzhirkvelov var sjálfur víttur fyrir „skammsýni" er hann dirföist aö ræöa málið viö starfsfélaga sína. Atvikiö haföi einnig í för meö sér hættu fyrir verndara „andófs- mannsins" innan KGB, en hann var Fyodor Bykovsky, faöir sovéska geimfarans, sem eins og Dzhir- kvelov var KGB-njósnari í Iran. En andlát Stalíns 1953 og hand- taka Bería í kjölfarið sköpuöu mestu hræringarnar innan leyni- þjónustunnar KGB. Þegar harð- stjórinn lést óttuðust margir starfsmenn KGB, aö kerfiö sem hann haföi mótaö myndi líöa undir lok, en þaö var kerfi sem byggði tilveru sína á leyniþjónustunni. í valdabaráttunni sem sigldi í kjöl- fariö sátu samstarfsmenn Bería í æöstaráöinu á svikráöum gegn honum, þar eö þeir óttuöust aö yfirmaöur leyniþjónustunnar myndi reyna aö hrifsa völdin. Þeir létu til skarar skríöa gegn honum og tóku hann fastan á sameiginlegum fundi ráöherranefndarinnar og miö- stjórnarflokksins. Svo magnaöur var ótti þeirra viö KGB, að sovésk- ir leiötogar kvöddu herinn til aö- stoöar og hann kom meö skriö- dreka út á götur Moskvuborgar til aö koma í veg fyrir valdatöku KGB. Leyniþjónustan var gerö óvirk og yfirmaöur hennar tekinn af lífi eftir stutt „réttarhöld“. Dzhirkvelov minnist þess er hann og aörir KGB-liöar sátu í aöalstöövunum viö Dzerzhinsky torgiö í Moskvu og hlýddu á sem viö tók. Hann viöurkennir aö Krútséff hafi fært meö sér kær- komiö „ferskt loft“ í hina innilok- uöu og ofsóknarkenndu veröld stalínismans. En Stalín, segir hann, var a.m.k. sterkur leiötogi. „Per- sónudýrkun" hans var raunveruleg og ógnvekjandi, en sjálfsupphafn- ing þeirra Krútséffs og Brezhnevs hafi veriö daufgerö og fáránleg eftirlíking. Dzhirkvelov segir aö Stalín hafi innt af hendi „mikla þjónustu“ viö sovéska ríkiö — nokkuö athyglis- verö yfirlýsing af munni manns sem sjálfur átti fööur, varakomm- issar í Svartahafsflotanum, er hvarf í hreinsunum Stalíns á fjóröa áratugnum. Eigi aö síöur var dauöi Stalíns „upphafiö að endalokun- um“ fyrir „þá sem höföu þjónaö Sovétveldinu lengi og af trúmennsku". KGB haföi enn hlut- verki aö gegna sem fólst í aö skapa byltingaranda erlendis og bæla niður andóf heima fyrir. En leyniþjónustan tók því illa aö völd hennar voru takmörkuö undir stjórn Krútséffs og hún saknaöi líka fööurímyndarinnar sem hún haföi átt í Stalín. „Viö héldum aö Stalín væri guö: hann reyndist ótíndur þorpari. Og viö hugsuöum meö sjálfum okkur: hvers vegna ættum viö aö treysta þessum Krútséff? Ef til vill reynist hann vera þorpari líka.“ Þaö sem Dzhirkvelov þráöi — og hann segir, „þaö eru margir sem hugsa eins og ég“ — er Rússland meö sterka miöstjórn, en þar sem visst persónufrelsi ríkir og leyfilegt er að tjá skoöanir sínar. Hann lítur meö söknuði aftur til þriöja áratugarins í Sovétríkjunum, þegar hann telur aö þetta tvennt hafi veriö ríkjandi samtímis. Aö KGB, sem hann er sumu leyti stoltur yfir að hafa þjónaö, skuli starfrækt til að kæfa í fæöingu þá ögrun, sem frelsið býöur alræöinu, viröist ekki vera nein þversögn í hans augum. Lavrenty P. Beria yfirmaöur leyni- lögreglunnar ó Stal- ínatímanum. Æöstaráöió bruggaði honum launráó að Stalín gengnum af ótta við valdatöku hans í krafti KGB.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.