Morgunblaðið - 18.07.1980, Side 16

Morgunblaðið - 18.07.1980, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 1980 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 5.000.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 250 kr. eintakiö. Sameinumst gegn sósíalistum! E ijíinn Kftur mælt á móti því, aö Alþýðubandalatíiö efur komist til þeirra áhrifa í íslensku þjóðfélagi, sem raun ber vitni, á þeirri f rrsendu, að í ríkisstjórnarsamstarfi færi það vinnufriðinn með sér á silfurbakka. Valdaaðstaðan byggist sem sé á því, að með forkólfa í verkalýðshreyfing- unni að bakhjalli, hafa stofukommúnistar og félagar í „gáfumannahópi" Alþýðubandalagsins verið leiddir til hinna æðstu metorða. Það er svo í samræmi við annað á þeim bæ, að aldrei er öngþveitið eða óvissan um afkomu manna meiri, en þegar Alþýðubandalagið á menn í ríkisstjórn. I ræðu sinni á Bolungarvík um helgina vék Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, að miklum áhrifum sósíalista og sagði: „Nú verðum við sjálfstæðis- menn að horfast í augu við þann veruleika að leiðir sumra okkar hefur skilið um skeið. Við höfum ekki borið gæfu til að standa saman. Afleiðingin blasir við. Vinstri öflin eru nú áhrifameiri en þau nokkru sinni hafa verið frá lýðveldis- stofnun. Sósíalistar seilast til áhrifa um allt þjóðlífið. Þeir sitja í stjórnarráðinu. Þeir ráða ferðinni í höfuðborginni. Þeir stjórna verkalýðshreyfingunni. Þessa valdaaðstöðu nota þeir til þess að treysta stöðu sína um þjóðlífið allt. Sundrung í Sjálfstæðisflokknum þýðir sterkari stöðu sósíalista. Ef við berjumst innbyrðis koma þeir sér betur fyrir í valdastólunum. Haldi svo fram sem horfir, kemur að því innan tíðar, að sósíalistar og aðrir vinstri menn þurfa ekki á neinum sjálfstæðismanni að halda til þess að tryggja völd sín og áhrif.“ I þessu mati formanns Sjálfstæðisflokksins felst áminn- ing til allra þeirra, sem unna lýðræðislegum stjórnarháttum á Islandi og hafa í heiðri þær menningarlegu og kristilegu forsendur, sem íslenskt þjóðfélag byggir á. Hvarvetna þar sem sósíalistar með marxísk grundvallarsjónarmið, eins og kjarni Alþýðubandalagsins, hafa náð völdum, hefur það verið sérstakt keppikefli þeirra að ráðast að rótum þjóðfélagsgerðarinnar í því skyni að umbylta henni. Þetta er einnig yfirlýst markmið Alþýðubandalagsins, þótt því sé varla hampað nú orðið nema á sellufundum. En yfir því verður ekki þagað af flokknum lengur en hann telur sér það henta miðað við valdaaðstöðu sína. Geir Hallgrímsson minnir réttilega á þetta í Bolungarvík- urræðu sinni, þegar hann segir: „Sósíalistar og aðrir vinstri menn eru óvandir að meðulum til þess að komast í valdastólana og leggja allt í sölurnar til að halda þeim.“ Sósíalistar á Islandi hafa notað verkalýðshreyfinguna til að komast til valda og þeir hika ekki við að hafa baráttumál hennar að engu, þegar þeir hafa náð völdunum. Dæmin undanfarna mánuði og misseri þessu til staðfestingar eru mýmörg. Þeim mun hróplegri sem svik Alþýðubandalagsins við málstað verkalýðshreyfingarnar verða þeim mun veikari ætti staða þess innan hreyfingarinnar að verða. Og það hefur einnig komið í ljós nýlega, að ekki er lengur um þýlyndan hóp þar að ræða, þegar beinir flokkshagsmunir Alþýðubandalagsins eru annars vegar. Lýðræðissinnar í verkalýðshreyfingunni verða nú að blása til orrustu. Þeir verða að sameinast um kynningu á þeim hörmungum, sem yfir hreyfinguna hafa dunið í stjórnartíð kommúnista. Aldrei fyrr hefur það verið liðið möglunar- laust af verkalýðsrekendum Alþýðubandalagsins innan BSRB og ASÍ, að mánuðir og jafnvel ár liðu án þess að gengið væri til lausnar á kjaradeilum þessara aðila. Sú óvirðing ein að virða kröfugerðina ekki viðlits um margra mánaða skeið er í hróplegri andstöðu við glamur komma- forkólfanna í stjórnarandstöðu. Verkalýshreyfingin er í senn styrkur Alþýðubandalagsins og Akkillesarhæll. Án hreyfingarinnar yrði flokkurinn eins og loftlaus biaðra. Og það er sannarlega tími til þess kominn, að hleypt verði loftinu úr þeirri blöðru, sem Alþýðubandalagið er í raun og veru utan um ómengaðan kjarna harðsvíraðra marxista, sem gera allt til að ná völdum í því skyni að útrýma núverandi þjóðfélagsgerð á íslandi. Anna Bjarnadóttir skrifar frá landsþingi repúblika Ronald Reagan útn ur forsetaefni repúb Fréttaritari Mbl. í Handarikjunum. Anna Bjarnadóttir. skrifar frá Detroit. STJÓRNMÁLAKERFIÐ i Banda ríkjunum hefur sína kosti ok Kalla. Frelsis- ok lýðræðissinnar eru þó flestir sammála um. að einmitt það tvennt, freisi ok lýðræði. sé hver_KÍ meira en i Bandaríkjunum. An þess að kosninKakerfi þjóðarinnar sé hallmælt á nokkurn hátt. er því ekki að neita, að kvöldin sem frambjóðendur stjornmálaflokk- anna í eitt mikilvæKasta embætti heimsins alls eru útnefndir, breyt- ast landsþinK flokkanna í hrein- asta sirkus. Margar vikur eru síðan Ijóst var, að Ronald Reagan myndi hljóta útnefningu repúblikanaflokksins. Þó umturnaðist þingið allt, þegar það varð loks að veruleika. Jafnvel áður en nokkru atkvæði var kastað, klappaði allt þingið saman höndun- um, stappaði niður fótunum, vagg- aði sér í lendunum og sneri sér í hring af einskærum fögnuði og ánægju með Ronald sinn. í upphafi kosningabaráttunnar í janúar sl., kepptu 10 menn um útnefningu flokksins. Þeir heltust úr lestinni hver á fætur öðrum, þar til Reagan var loks einn eftir. Atkvæði féllu þannig á landsþing- inu á miðvikudagskvöld, aö Ann Armstrong, fv. sendiherra í Bret- landi, hlaut 1 atkvæði, George Bush, harðasti keppninatur Reagans í forkosningabaráttunni 13 atkvæði, John Anderson, sem nú býður sig fram sjálfstætt til forseta, 37 at- Simamynd AP. Ronald Rcagan og kona hans, Nancy, veifa til fulltrúa á landsþingi repúblikana eftir að Reagan hafði formlega verið útnefndur forsetaefni flokksins. Reagan útnefnir sem varaforsetae Fréttaritari Mbl. í Bandaríkjunum. nna Bjarnadóttir. skrifar frá Detroit. 17. júli. RONALD Reagan. sem hlaut for- setaútnefningu repúblikana- flokksins í kvöld. braut tvo siði. þeKar utnefningin var yfirstaðin. Hann heimsótti landsþingið og nefndi varaforsetaefni sitt. Venjan er. að forsetaefni flokksins láti ekki sjá sík fyrr en daginn eftir útnefninguna. flytjl þá þakkar- ra*ðu sína ok nefni varaforsetaefn- ið. GeorKe Bush varð fyrir valinu ok var þingið ánægt með það. Ástæðan fyrir því, að hann nefndi Bush þegar í kvöld er sú, að allt kvöldið gengu sögur fjöllunum hærra um, að Gerald Ford yrði fyrir valinu og að hann myndi taka boðinu. Ford sagði í viðtali við Walter Cronkite, fréttaþul CBS sjónvarpsstöðvarinnar snemma, um kvöldið, að það hefði verið lagt hart að honum að taka boði Reagans og hann hefði hugsað alvarlega um það. Hann hefði sett Reagan ýmis skilyrði, sem Reagan virtist um tíma vera tilbúinn að ganga að. Meðal þeirra, að því að sagt er, vildi hann fá að vera virkur þátttakandi í stjórn landsins og hafa Henry Kissinger með í ráðum varðandi utanríkismál. Talið var, að repú- blikanar myndu vinna kosningarn- ar í nóvember auðveldlega, ef Ford yrði með Reagan í framboði. barðist lengi á móti Reagan í forkosningabaráttunni og dró sig ekki í hlé fyrr en Reagan hafði hlotið yfir 998 fulltrúa á landsþing- ið, en hann þurfti svo marga til að hljóta útnefningu flokksins við fyrstu atkvæðagreiðslu. Hann dró sig í hlé um hvítasunnuna skömmu fyrir fjölmennustu forkosningarn- ar, sem voru í Kaliforníu, Ohio og New Jersey 3. júní, en hann hafði lengi sagt, að það yrði mikilvægasti dagur forkosningabaráttunnar fyrir sig. Jack Kemp, fulltrúadeildarþing- maður frá New York, ávarpaði landsþingið á þriðjudagskvöld. Honum var fagnað mjög og ótrú- lega mörg spjöld báru nafn hans við hlið Reagans. En George Bush ávarpaði þingið í kvöld og allt ætlaði um koll að keyra, þegar nafn hans var nefnt og fundarstjóri þurfti margsinnis að skipa þing- fulltrúum og gestum að hætta látunum og setjast niður og hlusta á Bush. Bush sagði, að þetta væri mjög mikilvægt kvöld fyrir flokkinn. því sigurvegari kosninganna í nóvem- ber yrði fljótlega útnefndur. Hann sagðist vita manna bezt hversu góður frambjóðandi Reagan og sagðist styðja útnefningu hans heilshugar. Hann vissi ekki, þegar hann flutti ræðu sína, að nokkrum Reagan sagði á þinginu, að hann og Ford hefðu komizt að samkomu- lagi um, að Ford myndi hjálpa flokknum meira, ef hann yrði ekki í framboði, og hann væri sannfærður um einlægan stuðning Fords. George Bush var einn af átta mönnum, sem oftast voru nefndir undanfarnar vikur sem hugsanleg varaforsetaefni Reagans. Hann Nancy, Bei Fróttaritari Mbl. i Bandarikjunum. Anna Bjarnadóttir skrifar frá Detroit. 17. júli í BANDARÍKJUNUM tíðkast sá siður að gera mikið úr konum stjórnmálamanna. Áður fyrr stóðu þær aðeins við hlið manns sins, brostu sinu blíðasta og lögðu blessun sina yfir sjálfboðavinnu annarra kvenna. Nú fcrðast þær á eigin vegum út um aliar trissur. boða boðskap manna sinna og reyna að sannfæra kjósendur um gáfur þeirra og hæfni til að stjórna landinu. giftast á morKun. En þau hittusl Hollywood fyrir 31 ári, þc^ar þt voru bæði leikarar. Ronald vi fyrsta flokks leikari í annai flokks myndum, en Nancy vi tilbúin að hætta að vinna úti t fara heidur að hugsa um karl c krakka. Nancy Reagan. eiginkona Ron- alds Reagan. kýs helzt að fylgja manni sinum hvert sem hann fer. Hún horfir á hann aðdáunaraug- um á hverjum fundinum á fætur öðrum og helzt mætti halda. að þau heföu hitzt i Kær og ætluðu að Reagan segir reyndar þá skemmtisögu af ferðum sínum í Suðurríkjunum, að eitt sinn, þegar hann og Nancy hefðu komið í einhvern smábæ, hefðu þau átt erfitt með að gera fólki ljóst hver þau væru. Hann hafði byrjað á að segjast vera stjórnmálamaður, síð- an að þau hefðu verið kvikmynda- leikarar og að lokum, að fangamark hans væru RR. Þá hafði kviknað á peru viðmælanda hans, hann hafði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.