Morgunblaðið - 22.07.1980, Side 1
MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 48 SÍÐUR
162. tbl. 67. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚLÍ1980
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Methiti
í New York
New York.21.júlí. AP.
KÆFANDI hiti er enn víða í
Bandarikjunum og virðist ekkert
lát á hitabylgjunni, sem geisað
hefur i landinu undanfarnar vik-
ur. GífurloKa heitt er cnn í Suður-
og Suðausturrikjum Bandarikj-
anna og i dag mældist hæsti hiti
sem mælst hefur i New York i
háifa öld, tæplega 40° C.
Talið er að 1167 manns hafi
látið lífið með einum eða öðrum
hætti af völdum hitans, sem verið
hefur óbærilegur í húsakynnum,
sem ekki eru loftkæld. Þjóðvarð-
liðar hafa farið um nokkur ríki og
dreift viftum í hús, þar sem ekki
er loftkæling. Tuttugu og þrír
létust af völdum hitans í Kansas
City á sunnudag og hafa nú 111
látist af orsökum, sem rekja má til
hitans undanfarnar fjórar vikur.
Tillaga um
hvalveiði-
bann af-
greidd í dag
BrÍKhton, 21. júlí. AP.
JAPANIR, Sovétmenn, Ísiend-
ingar og fjórar aðrar hvaia-
veiðiþjóðir bundust í dag
óformlcgum samtökum á ráð-
stefnu Alþjóðahvalveiðiráðsins
í Brighton um að standa gegn
„harðstjórn” þeirra þjóða, sem
vilja koma á algeru hvalveiði-
banni um allan heim.
Bretar, Frakkar, Bandaríkja-
menn og fleiri þjóðir hafa lagt
til að hvalveiðar verði algerlega
bannaðar til verndar hvala-
stofnunum, sem þessir aðilar
telja í hættu. Búizt er við mjög
hörðum átökum á ráðstefnunni
um þessi mál.
Mörg hundruð mótmælendur
voru saman komnir við hótelið,
þar sem ráðstefnan er haldin,
þegar hún hófst í morgun.
Þurfti lögregla að bera burt
fjölda manns, sem setzt hafði
niður og neitaði að færa sig.
Einn maður var handtekinn.
Ákveðið var á ráðstefnunni í
dag að fresta umræðum um
hvalveiðibannið til morguns og
ræða í þess stað, hvort heimila
beri eskimóum, sem hafa hval-
veiðar að lífsviðurværi, að
halda þeim áfram. Bandaríkja-
menn og Bretar hafa lýst sig
fylgjandi því en þó aðeins í
takmörkuðum mæli.
Fremur ólíklegt þykir að til-
lagan um algert hvalveiðibann
nái samþykki á ráðstefnunni,
þar sem til þess þurfa þrír
fjórðu þátttakenda að greiða
henni atkvæði.
Ráðherra myrtur
FYRRVERANDI forsætisráðherra
Sameinaða Arabíska Lýðveldisins
var skotinn tii bana í Paris i
morgun. Salah Eddin al-Bitar var á
leið til skrifstofu sinnar þegar
óþekktur maður skaut hann i höf-
uðið af stuttu færi. Árásarmaður-
inn komst undan.
Al-Bitar, sem var 68 ára Sýrlend-
ingur, var ritstjóri blaðs um máiefni
Araba, sem gefið er út í París. Hann
stóð framarlega, í röðum Sýrlend-
inga, þegar sambandsríki Sýrlands
og Egyptalands var stofnað fyrir um
tuttugu árum, en flúði land, þegar
upp úr því siitnaði og hefur síðan
búið í París.
Framkvæmdir í fullum gangi
Framkvæmdir við Hrauneyjafossvirkjun eru i fullum gangi. Bygging stöðvarhússins er hafin og gerð aðveituskurðarins og
aðveitulagnarinnar. Fallha'ðin er 88 metrar og er töluvert hærri en i Sigöldu. Nú er unnið fyrir um 2 milljarða króna á mánuði en
heildarkostnaður við gerð orkuversins er áætlaður 52 milljarðar króna.
„I>eir búa í Afganistan
og munu búa þar áfram“
Moskvu, 21. júli. AP.
A.M.K. TVEIR iþróttamenn í
ólympiuliði Afganistans hafa
gefið sig á tal við vestræna
fréttamenn og látið í ljós óskir
um að fá hæli sem pólitiskir
flóttamenn í vestrænum sendi-
ráðum i Moskvu. Talsmaður
handaríska sendiráðsins í borg-
inni sagðist vita til þess að
afganskir íþróttamenn hefðu lát-
ið þessar óskir i ljósi, en sendi-
ráðið gæti ekkert aðhafzt til að
koma þeim til aðstoðar.
Liðsstjóri afganska íþrótta-
fólksins efndi í dag til blaða-
mannafundar til að kveða niður
Reyna afganskir
íþróttamenn að
flýja frá Moskvu?
orðróm um að íþróttamennirnir
vildu flýja. „Þessir menn eiga
heima í Afganistan og munu
halda áfram að búa þar,“ sagði
liðsstjórinn, Gholam Hassani, á
fréttamannafundinum.
Nokkur hópur afganskra
íþróttamanna flúði frá Kabul
skömmu áður, en hópurinn átti að
leggja af stað til Moskvu. I
hópnum voru m.a. körfuknatt-
leiksmenn og keppendur í fjöl-
bragðaglímu. Er talið að þeir hafi
flúið til Pakistans.
ítalskur kynvillingur, sem
hugðist mótmæla því á Rauða
torginu í Moskvu í dag, að troðið
væri á réttindum kynvillinga i
Sovétríkjunum, var handtekinn
áður en hann gat hlekkjað sig
fastann á torginu. Nokkrir vest-
rænir blaðamenn og myndatöku-
menn, sem toru á Rauða torginu,
þegar þetta gerðist og hugðust
taka myndir af atvikinu, urðu
fyrir áreitni sovézkra öryggis-
varða, sem tóku af þeim mynda-
vélarnar. Þrír blaðamannanna
voru handteknir um hríð, en síðan
látnir lausir.
Yassir Arafat, leiðtogi PLO-
samtakanna, spókaði sig í
Ólympíuþorpinu um helgina í sér-
stöku boði Sovétstjórnarinnar.
Vladimir Popov, varaforseti
Ólympíunefndarinnar í Moskvu,
varði í dag heimsókn Arafats og
sagði hann enga ábyrgð bera á
atburðunum í Múnchen árið 1972,
þegar Palestínuskæruliðar drápu
11 ísraelska íþróttamenn í
Ólympíuþorpinu. Popov bætti þvi
við að engin hætta væri á því að
hryðjuverk yrðu framin á leikun-
um í Mosk\ u, öryggisgæzlan væri
þar til mikillar fyrirm.vndar.
Ekkert lát á blóðugum átökum
Tfhcran. London. 21. júli. AP.
RÚSSNESKUR skriðdreki og herflutningabíll sprungu í loft upp í
vesturhluta Afganistans í morgun eftir að þeir óku yfir jarðsprengju.
Með þeim fórust 10 sovézkir hermenn. að því er iranska fréttastofan
Pars skýrði frá í dag. Pars sagði einnig. að tveir afganskir
uppreisnarmenn hefðu látið lifið í átökum við sovéska hermenn annars
staðar i landinu i dag.
Sovézkir skriðdrekar á ferð í Afganistan.
Karmal forseti Afganistans hef-
ur endurskipuiagt stjórn sína frá
grunni, að því er franska blaðið Le
Monde heldur fram í dag. Hefur
Karmal tekið sér meiri völd en áður
og endurskoðað ýmsa stjórnar-
hætti, sem hann tók í arf frá
fyrirrennurum sínum.
Ungir Iranar réðust í dag inn í
skrifstofur kommúnistaflokks ír-
ans í Teheran og hrópuðu vígorð
gegn Sovétríkjunum og innrás
þeirra í Afganistan. Talið er að 200
ungmenni hafi tekið þátt í árásinni
á aðalstöðvar flokksins, en hún
kom í kjölfar harðorðra ummæla
hins nýkjörna forseta íransþings í
garð Sovétríkjanna og kommún-
istaflokksins í íran, Tudeh, sem
þykir handgenginn Rússum.