Morgunblaðið - 22.07.1980, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 22.07.1980, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚLÍ1980 Frá lundi þingmanna Rrykjavikur ok borKarlulltrúa. Ljósm. Rax. Ekki ástæða til bjart- sýni fyrir Hitaveituna - segir Davíð Oddsson um fund þingmanna og borgarfulltrúa um málefni Hitaveitunnar Tilrauna- vinnsla með súpukraft úr klóm humars RANNSÓKNARSTOFNUN fiskiðnaðarins hefur að und- anförnu unnið að tilraunum með humarkraft. þ.e. að vinna súpukraft úr klóm og öðrum úrgangi humars sem nú er ekki nýttur til vinnslu. Björn Dagbjartsson for- stöðumaður Rannsóknarstofn- unarinnar ságði að fyrir nokkrum árum hefðu svipaðar tilraunir verið í gangi og litið vel út með sölu á nokkur hundruð kílóum af slíkum súpukrafti. Tæki hefði þó vant- að til að hefja framleiðslu, en nú væru þau fengin og hefst tilraunaframleiðsla á næst- unni. Er smám saman verið að safna hráefni til vinnslunnar og sagði Björn að gengi til- raunavinnslan vel væri líkiegt að einhverjir aðilar myndu hafa áhuga á að hefja fram- leiðslu. Kvaðst hann vita til að slíkar afurðir væru framleidd- ar í Bandaríkjunum og Evrópu. Sáttafundur ASI og VMSS Sáttasemjari hefur boðað full- trúa alþýðusambands tslands og Vinnumálasamhands samvinnu- félaganna til fundar i dag. Ilefst hann klukkan 14. — ÉG tel eðlilegt að ráðherra veiti loðnuflotanum ákveðna hlutdeild i sildveiðunum í haust. en ég álít hins vegar ekki skyn- samlegt að svo stöddu að veita leyfi til siglinga. þótt til greina kæmi að endurskoða það síðar. sagði Matthías Bjarnason alþing- ismaður er hann var spurður álits á þeirri hugmynd að loðnu- 17 ölvaðir SELFOSSLÖGREGLAN hafði um helgina afskipti af 17 ökumönnum er hún grunaði um ölvun, en sex þeirra óku bílum sínum útaf og veltu. Mikil umferð var um Suður- landið og 11 gistu fangageymslur. — ÉG tel að llitaveita Reykjavik- ur eigi að reyna að fresta einhverj- um framkvæmdum sínum. t.d. við Nesjavelli og jafnvel taka lán til þess að fjármagna framkvæmdir við að leggja hitaveitu i ný hús, enda er það siðferðileg skylda hennar sem styðja má lagarökum. sagði Gunnar Thoroddsen forsæt- isráðherra I samtali við Mbl. í gær. Gunnar Thoroddsen kvað umræð- ur á fundi þingmanna og borgar- fulltrúa hafa verið gagnlegar og málin skýrð frá báðum hliðum. Hann sagði mörg atriði mæla gegn því að Hitaveitan fengi nú 60% hækkun eins og hún hefði sótt um. Færi svo hefði hún fengið um 111% hækkun á árinu, sem hann taldi ÞINGMENN Reykjavikur og borgarfulltrúar komu í gær sam- an til fundar i Höfða þar sem rædd voru málefni Ilitaveitu Reykjavikur. Fundinn sátu einn- ig Valdimar Kr. Jónsson formað- ur stjórnar veitustofnana. Jó- hannes Zoega hitaveitustjóri. Gunnlaugur Pétursson borgar- skipum yrði leyft að veiða sild til að sigla með á erlendan markað. Matthías Bjarnason kvað þetta ekki nýja hugmynd, hún hafi komið upp er síldveiðar voru leyfðar að nýju, en hann hafi hafnað henni þegar hann var sjávarútvegsráðherra. Sagði hann að ekki veitti af þeirri atvinnu sem hægt yrði að fá með síldar- söltun og frystingu, búið væri að fjárfesta víða til að geta unnið síld hér heima og betur væri að koma henni á markað saltaðri eða frystri. Þá kvað hann það geta skemmt fyrir ef vitað væri á hinum erlendu mörkuðum að von væri á ferskri síld þangað, þá gætu fyrri kaupendur saltsíldar beðið með kaup sín þar til hún kæmi fersk og sjálfir látið salta vera alltof mikinn útgjaldaauka fyrir borgara og með því yrðu alltof mikil áhrif á efnahagslíf landsins með 5—6fnilljarða útgjaldaauka og kvað hann það verða að vera samkomulagsmál við launþega- samtök ef taka ætti hitaveituna úr vísitölunni. — Mér finnst nú þetta tal um að fresta framkvæmdum vera eins og að heimta að kýr gefi fulla nyt, en taka jafnframt frá henni heyið, sagði Jóhannes Zoega hitaveitu- stjóri í samtali við Mbl. í gær er borin voru undir hann ummæli Gunnars Thoroddsen. — Það virðist helzt eiga að fresta öllum fram- kvæmdum, en við erum of oft búnir að fresta nauðsynlegum fram- kvæmdum við Nesjavelli vegna lögmaður og Egill Skúli Ingi- bergsson borgarstjóri. Davíð Oddsson bar fram ósk um fund þennan í borgarráði fyrir nokkru og sagði hann í samtali við Mbl. að sér hefði fundizt rétt að kalla hann saman til að kynna stöðu Hitaveitunnar eins og hún væri í dag. Var gerð grein fyrir henni og hækkunarbeiðni sem nú ytra. Kvaðst hann því af atvinnu- og markaðsástæðum vera andvíg- ur því að siglt yrði með ferska síld á erlendan markað. MUN minni mjólk heíur að und- anförnu borizt mjólkursamlögun- um á Akureyri og Selfossi og lítur út fyrir 10—14% minna innvegið mjólkurmagn i júli i ár en á sama tima i fyrra. Rekja mjólkurbússtjórar þessa minnk- fjárskorts í mörg ár. Við erum ekki að tala um nokkur hús í Hafnarfirði heldur í Reykjavík einnig og okkur vantar nú 800—900 milljónir króna til að standa við þá verksamninga, sem við höfum þegar gert, og til að geta leyst út efni sem er á leið til landsins og allt þetta verður að gera áður en hægt verður að gera nokkuð fyrir þau hús sem nú bíða eftir úrlausn. Með því að tala um ótímabærar hækkanir tel ég menn vera að reyna vísitöluleikinn, en staðreyndin er eigi að síður sú, að Hitaveitan hefur frá því l.maí 1979 fengið rúma 30% hækkun og því teljum við nauðsyn á 60% hækkun nú ef okkur á að takast að halda í við verðbolguna, en í raun ætti hún að vera heldur meiri. liggur fyrir og útskýrðar röksemd- ir hennar. Davíð Oddsson kvaðst ekki vera mjög bjartsýnn á fram- vindu mála Hitaveitunnar eftir þennan fund, sagði að fram hefði komið ákveðin tortryggni í garð Hitaveitunnar, einkum frá þeim þingmönnum er aðild ættu að ríkisstjórninni. Sagði hann að allsnarpar umræður hefðu orðið og skoðanaskipti og kvað hann forsætisráðherra hafa bent á þá lausn að Hitaveitan leitaði eftir framkvæmdaláni hjá þeim hús- byggjendum er sótt hefðu um hitaveitu, en Davíð kvaðst ekki hrifinn af þeirri hugmynd. Niðurstöðu fundarins sagði Davíð Oddsson hafa verið þá, að sameiginleg fjárhagsnefnd Reykjavíkur og Alþingis skyldi fjalla um það strax eftir 24. júlí, en í nefndinni eiga sæti Jóhanna Sigurðardóttir, Gunnar Thor- oddsen, Birgir ísleifur Gunnars- son og Sigurjón Pétursson. un m.a. til minni fóðurbætisgjaf- ar vegna fóðurbætisskatts. Vernharður Sveinsson mjólkur- bússtjóri hjá KEA sagði 4,8% minni mjólk hafa borizt í lok júní miðað við sama tíma í fyrra, en í júlí virtist enn stefna í sömu átt, allt upp í 10—12%. Kvað hann um að kenna lélegri beit í vor og lítilli sprettu, en einnig mætti án efa kenna fóðurbætisskattinum að nokkru. Sagði hann mjólkurskort hugsanlegan í haust í Reykjavík og á Vestfjörðum, en líklega ekki á sölusvæði KEA. Grétar Símonarson fram- kvæmdastjóri Mjólkurbús Flóa- manna kvað um 14% minni mjólk hafa borizt nú en á sama tíma í fyrra. Sagði hann að strax fyrstu vikuna eftir að fóðurbætisskattur var settur á hefði minnkað inn- vegið mjólkurmagn. Óttaðist hann mjólkurskort í haust og vetur, mjólkurbúið mætti ekki við því að fá minni mjólk en verið hefði til að anna eftirspurn. Kvað hann minnkandi mjólk þýða minni framleiðslu mjólkurvara, en hann sagði að reynt yrði að láta ekki vanta neyslumjólk. Ólafur Stefánsson ráðunautur kvað hugsanlegt að rekja minni mjólk til mjólkurbúanna til lækk- andi nytar vegna minni fóðurbæt- isgjafar, en taldi þó aó þar spilaði kvótakerfið einnig inn í. Taldi Ólafur að fara yrði varlega að minnka fóðurbætisskammtinn við nytháar kýr, en kvað það að öðru leyti skaðlaust ef beit væri góð. Tel óskynsamlegt að sigla með f erska síld - segir Matthías Bjarnason Eins og að heimta fulla nyt en taka frá kúnum heyið - segir hitaveitustjóri um þá hugmynd forsætisráðherra að fresta framkvæmdum Hitaveitunnar Minnkandi mjólkur- f ramleiðsla vegna fóðurbætisskatts Brenni- vargur í gæzlu- varðhald vegna íkveikju- tilraunar MAÐUR einn var um helgina úrskurðaður í gæzluvarðhald í sakadómi Reykjavíkur vegna íkveikjutilraunar. Kveikti maðurinn í rusli og tunnum við húsið Laugaveg 32, og munaði litlu að eldurinn læsti sig í húsið, því eldtungurnar teygðu sig upp eftir veggjum þess. Maðurinn viðurkenndi brot sitt en eigi að síður þótti nauðsyn- legt í þágu rannsóknar málsins að hneppa manninn í gæzlu- varðhald á meðan rannsóknin færi fram. Falsari í gæzlu- varðhald SAKADÓMUR Reykjavíkur úrskurðaði á laugardag 17 ára pilt í 39 daga gæzluvarðhald eða til 27. ágúst fyrir ávísana- fals. Leikur grunur á að hann hafi falsað ávísanir fyrir millj- ónir króna. Pilturinn var ný- lega handtekinn fyrir sams konar brot og úrskurðaður í gæzluvarðhald og hafði hann aðeins verið laus í tæpa viku er hann var handtekinn á nýjan leik. Þjófur í gæzlu- varðhald UM helgina var brotist inn í hús við Laufásveg í Reykjavík, en í húsi þessu er að finna mörg verðmæt listaverk. Þjóf- urinn vann þar nokkrar skemmdir og hafði svo á brott með sér verðmæta klukku. Þjófurinn náðist og var hann úrskurðaður í gæzluvarðhald í eina viku á meðan rannsókn fer fram á málinu. Klukkan er enn ekki komin til skila. Lagður á gjörgæzlu- deild ef tir bílveltu Það slys varð á Þingvallavegin- um skammt frá Grafningsveg- amótum um tíuleytið á sunnu- dagskvöld að fólksbifreið valt útaf veginum. Ökumaðurinn, 31 árs gamall, var einn í bifreiðinni. Hann var fluttur til Reykjavíkur í skyndi og lagður inn á Borgarspítalann. Reyndist hann hafa hlotið alvarleg höfuðmeiðsli og var hann lagður á gjörgæzludeild spítalans að lokinni aðgerð. Miklar annir voru hjá lög- reglunni í Árnessýslu um helg- ina enda mikil bílaumferð í sýslunni. Ekki gekk umferðin áfallalaust því alls urðu séx bílveltur og útafkeyrslur í um- dæminu um helgina en ekki urðu slys nema í einu tilfelli, því sem að framan er getið. 17 ökumenn voru handteknir vegna gruns um ölvun við akstur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.