Morgunblaðið - 22.07.1980, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚLÍ1980
5
Veiðipallar fyrir
f atlaða við
Helluvatn
Á LAUGARDAGINN afhentu fé-
lagar úr kiwanisklúbbnum Kötlu
Veiðifélagi Elliðavatns þrjá palla
sem ætlaðir eru fötluðum til að
veiða af. Félagar úr Kötlu smíð-
uðu þessa palla og komu þeim
fyrir við Helluvatn, en það til-
heyrir Elliðavatni. Lionsklúbbur-
inn Þór og Veiðifélag Elliðavatns
hafa styrkt þetta málefni og
Veiðifélagið hefur veitt Sjálfs-
björgu og íþróttafélagi fatlaðra
leyfi til að fatlaðir geti veitt
þarna endurgjaldslaust, fólk get-
ur komið að vatninu og veitt þar
án þess að kaupa veiðileyfi, skv.
upplýsingum sem Mbl. fékk hjá
Jakob Hafstein fiskiræktar-
fulltrúa Reykjavíkurborgar.
„Það er frekar auðvelt að kom-
ast að þessum pöllum, en á sínum
tíma beitti veiði- og fiskiræktar-
ráð sér fyrir því að sérstakar
brautir voru gerðar til að auð-
velda fólki í hjólastólum að kom-
ast að vatninu. Meiningin er nú
að fólkið geti keyrt svo til alla
leið að pöllunum og verða fljót-
lega sett upp skilti sem veita
fötluðu fólki heimild til að leggja
bílum sínum við þessa staði.
Ég bæði vona það og trúi
fastlega að eftir eigi að lagfæra
veiðiaðstöðu og útivistaraðstöðu
fyrir fatlaða í borginni enn frek-
ar en nú er gert,“ sagði Jakob
Hafstein.
Athugasemd
frá Sigurði
Helgasyni
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi athugasemd frá Sig-
urði Ilelgasyni. forstjóra Flugleiða:
Vegna fréttar á baksíðu Morgun-
blaðsins laugardaginn 19. júlí þar
sem undirritaður er sagður „ekki
kannast við neina fyrirhugaða sölu á
vélum félagsins" bið ég Morgunblað-
ið að birta eftirfarandi:
Ég man ekki eftir að hafa tekið
þannig til orða að ég kannaðist ekki
við neina sölu, enda kemur fram
síðar í tilvitnuninni að verið sé að
reyna að selja eina flugvél en hafi
ekki tekist. Þetta er rétt eftir haft og
ennfremur það, að engin sala á
flugvél hefur enn átt sér stað.
Það er skoðun mín, að þegar um
kaup og sölu er að ræða, sé fátt
fréttnæmt fyrr en búið er .að skrifa
undir samninga og greiða a.m.k.
hluta kaupverðs.
Það skal upplýst að hingað til
lands hafa komið umhoðsmenn frá
ýmsum löndum til þess að leita
upplýsinga og skoða þá flugvél sem
félagið setti á söluskrá s.l. haust.
Slíkar heimsóknir eru að mínum
dómi ekkert fréttaefni — þar til kaup
eru gerð og gengið frá málum.
Mótmæla
ónákvæmum
Að veiðum í Ilelluvatni.
Þröstur Jónsson formaður kiwanisklúbbsins Kötlu afhendir Ólafi
G.E. Sæmundssen framkvæmdastjóra Veiðifélags Elliðavatns
veiðipalla fyrir fatlaða. Ljósm. Mbi. Ól.K.M.
þ.e. að vísa henni til afgreiðslu við
gerð fjárhagsáætlunar fyrir
næsta ár, en gerð hennar hefst
eftir sumarleyfi borgarstjórnar,
enda ætlar hljómsveitin ekki í
fyrirhugaða för fyrr en að ári
liðnu og er því nægur tími til
stefnu. Upphlaupi og órök-
studdum fullyrðingum Inga R.
Helgasonar vísa ég á bug sem
óþörfum með öllu og eru þær til
þess eins fallnar að spilla fram-
gangi málsins.
fréttum
Félag ísl. atvinnuflugmanna mót-
mælir ónákvæmum fréttaflutningi
blaðafulltrúa Flugleiða er fram kom
í frétt í Mbl. sl. sunnudag þar sem
sagt er aö engum flugmönnum hafi
verið sagt upp. Hið rétta er að
einum fastráðnum flugmanni hefur
verið sagt upp og kemur uppsögnin
til framkvæmda hinn 1. október n.k.
F.h.FÍA,
Árni Sigurðsson.
Styrkbeiðnin fái
sömu afgreiðslu og
aðrar styrkbeiðnir,
segir Sjöfn Sigur-
björnsdóttir
Á borgarráðsfundi s.l. föstudag
var m.a. rætt um ósk Sinfóníu-
hljómsveitar íslands um styrk að
upphæð 2,6 milljónir til hljóm-
leikaferðalags á n«‘sta ári. af-
greiðslu þess máls í borgarráði
og blaðaskrif í kjölfar hennar.
Davíð Oddsson borgarfulltrúi.
talsmaður sjálfstæðismanna
opnaði umræðurnar með eftirfar-
andi bókun og Sjöfn Sigurbjörns-
dóttir borgarfulltrúi Alþýðu-
flokksins óskaði eftir að gera
bókun, sem einnig birtist hér á
eftir.
Bókun Daviðs Oddssonar var
svohljóðandi:
Fulltrúi borgarráðs í stjórn
Sinfóníuhljómsveitar íslands, Ingi
R. Helgason hrl., ritaði langa
grein í Morgunblaðið 17. þ.m. Eitt
atriði snertir borgarráð sérstak-
lega. Ingi fullyrðir, að borgarráð
hafi meinað honum aðgang að
fundi borgarráðs, til þess að gera
grein fyrir erindi sínu varðandi
hljómsveitina.
Vegna þessa er nauðsynlegt að
taka eftirfarandi fram: Borgar-
ráði var aldrei sagt frá slíkri ósk
Inga R. Helgasonar og var aldrei
um hana rætt á fundi þess. Það
mun rétt, að borgarstjóri mun, að
beiðni Inga, hafa brugðið sér fram
í gang til þes að ræða við hann, en
ekki vék borgarstjóri að því einu
orði, hvað þeim fór á milli.
Borgarráði var því ókunnugt um
af hvaða ástæðum Ingi R. Helga-
son var mættur á staðinn.
Hafi Inga R. Helgasyni verið
meinaður aðgangur að fundi borg-
arráðs, þá hafa þeir, sem að því
stóðu, ekki gert það í umboði þess.
Bókun Sjafnar Sigurbjörnsdótt-
ur er svohljóðandi:
Að gefnu tilefni, þ.e. vegna
blaðaskrifa Inga R. Helgasonar Ég tel að styrkbeiðni Sinfóníu-
óska ég eftir að færa eftirfarandi hljómsveitarinnar eigi að fá sömu
til bókar: afgreiðslu og aðrar styrkbeiðnir,
UTSÖLUSTAÐIR Karnabær Laugavegi 66 - Karnabær Glæslbæ
Eyjabær Vestmannaeyjum - Hornabær Hornafirði - Eplið Akranesi - Eplið Isafirði -Cesar Akureyri
Component (ar Stereo ■ •
kilometrum a undan
>egar kemur að hljómgæðum
hafa PIONEER bíltækin þá yfirburði,
að við getum fullyrt að þau eru mörgum
kflómetrum á undan öðrum bíltækjum
þ\
tiiiiifiiimin
w-m
CöPIOMGEn
I iim|HHirul I ar ntrmi
t
HLJÓMTÆKJADEILD
KARNABÆR
LAUGAVEG 66 SlMI 25999
Bókun Davíðs Qddssonar:
Borgarráði ókunnugt um hvers
vegna Ingi var mættur á staðinn