Morgunblaðið - 22.07.1980, Side 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚLÍ1980
Pétur Sigurðsson, alþm.:
The Spike
- Athyglisverð og spennandi skáldsaga
Nafn þessarar bókar mun
dregið af notkun þess í röðum
blaðamanna í enskumælandi
löndum og þýðir að frétt fáist
ekki birt, vegna þess að rit-
stjóra eða öðrum ráðamanni
fjölmiðils líkar ekki þau póli-
tísku sannindi eða viðhorf sem
koma fram í henni.
Það getur líka þýtt að hallað
er til eða breytt efnislegri
þýðingu fréttar með þvi að
sleppa úr henni eða fellá niður
og breyta þar með þýðingu
hennar.
Það þýðir að pólitískar
skoðanir þeirra sem ráða fjöl-
miðlinum, ráða einnig þeim
fréttum sem birtast. I skáld-
sögunni The Spike er einmitt
fjallað um fjölmiðla og pólitík.
Sagan spannar yfir tímabil-
ið frá 1967 þegar mótmæli
stúdenta í Bandaríkjunum
gegn styrjöldinni í Viet Nam
stoðu sem hæst og nokkuð
fram yfir nútímann eða fram
á stjórnartíð næsta (?) forseta
Bandaríkjanna. í sögunni má
hæglega sjá fyrir sér fyrir-
myndir höfunda sem sóttar
eru til manna sem við sögu
hafa komið á siðustu árum svo
og atburði sem voru að gerast
allt fram á þetta ár.
Efnisþráðurinn er í stórum
dráttum á þessa leið: Robert
Hockney, ungur frjálslyndur
blaðamaður verður frægur í
starfi sínu fyrir rannsóknar-
fréttamennsku, er sem svipa á
Nixon, stjórnarfar hans og
þátt CIA í því.
Hann verður elskhugi rót-
tækrar leikkonu sem er kyn-
tákn í Bandaríkjunum. Hann
er hrakinn úr starfi við blað
sitt þegar hann snýr sér að
rannsókn á óvenjulegu efni,
eða hvernig sumir fjölmiðlar
halla til fréttum að undirlagi
„Stjórnardeildar A“ innar
K.G.B. í Moskvu, til að deyfí
viðbúnað og aðgát vestrænna
ríkja við heimsvaldastefnu
Rússa. En í bókinni kemur það
berlega fram að sú stefna er
enn í hávegum höfð þótt nú sé
að henni unnið með nútíma-
legum aðferðum og þá notað
m.a. það prent- og skoðana-
frelsi sem íbúar hinna vest-
rænu ríkja búa við. R.H. fylgir
spori sem hann kemst á í Víet
Nam, til stöðva hermdar-
verkamanna í Hamborg og
Róm, í samkvæmi hinna betur
megandi í París þar sem
kynsvall er megin skemmti-
atriði — og til uppgötvunar á
„moldvörpu" K.G.B. sem hefur
grafið sig allt inn í Öryggisráð
Bandaríkjanna í Washington.
Sú hættulega leið sem R.H.
fylgir og lýst er fyrir lesend-
um segir þeim eitt og annað
sem þeim er máski dulið í dag
en öðrum er ljóst að á sér stað
— jafnvel hér á íslandi.
The Spike er vel skrifuð og
spennandi skáldsaga, sem
fjallar um skipulagða
fréttamisnotkun, ef ekki föls-
un. Hún fjallar um hvort
Sovétrikin, sem breytt hafa
yfir kenningu kommúnista um
alheimsbyltingu, geti brotið
niður og eyðilagt þjóðskipulag
vestrænna ríkja innanfrá og
náð því sem byltingarkenning-
in stefnir að, völdum í þessum
ríkjum innanfrá, án þess að
hieypa af skoti.
Slík spennu-skáldsaga er að
sjálfsögðu jafnhliða frásögn
af njósnum og njósnurum,
moldvörpum, mútum, embætt-
is- og stjórnmálamönnum sem
tökum er náð á með sérhæfð-
um (og æfðum) kynbombum af
báðum kynjum. Sérstakir út-
sendarar sjá um og setja á
svið morð, fjárkúganir,
sjálfsmorð og dularfull hvörf
manna. Þessi skáldsaga segir
frá því sem er að gerast á
bakvið tjöldin í dag, hún
fjallar um nýliðna atburði og
afleiðingar þeirra, sem sumar
eru þó enn ekki komnar í ljós.
Hún er þannig skrifuð að
erfitt er að gera sér grein fyrir
því hvað er skáldskapur og
hvað raunveruleiki.
Víða hefur mátt lesa full-
yrðingar um að afskipti Sov-
étríkjanna af innanlands-
málum Iran hafi verið meiri
en upp hafi komist, einnig að
stefna þeirra sé yfirtaka og
yfirráð ýfir olíulindunum í
Miðausturlöndum, sem yrði
stærsta skrefið sem þau, sam-
kvæmt kenningum kommún-
ista, gætu stigið til heimsyfir-
ráða. Um það sem þegar er
skeð á þessu sviði er fjallað í
bókinni, einnig um næstu
skref, sem kannski ef verið að
stíga í dag.
Höfundar bókarinnar The
Spike eru tveir, Arnaud De
Borchgrave, aðalfréttamaður
erlendra frétta tímaritsins
Newsweek og býr hann í Sviss.
Hinn er Robert Moss, ritstjóri
Foreign Report, sem gefið er
út af hinu áhrifamikla tíma-
riti Economist í London og býr
hann þar.
Báðir eru höfundarnir
þekktir í blaðamannaheimin-
um og njóta álits sem slíkir.
Að undirritaður vekur at-
hygli á þessari bók er ekki
eingöngu til að mæla með
skemmtilegu lesefni, heldur
einnig að benda á skyldleik-
ann við eitt og annað í okkar
eigin þjóðfélagi, sem getur
verið til marks um, að sumt
það sem á er bent í henni, sé
að ske hjá okkur Islendingum.
Eins og áður segir, má í
bókinni þekkja í lítt falinni
mynd frægar persónur. í
henni eru einnig tekin upp
varnaðar- og aðvörunarorð
merkra stjórnmálamanna við
óbreytanlegri stefnu Sov-
étríkjanna að heimsyfirráð-
um. Þegar hafa aðvaranir
þeirra sannað réttmæti sitt í
fjölda tilfella. Sameiginleg
viðbrögð þeirra sem ganga
erinda kommúnista hafa ver-
ið, að stimpla þessa menn sem
æsingamenn, sem vilji ástand
kalda stríðsins að nýju, og
pólitískar ofsóknir McCharty
áranna aftur í hávegu. Undir-
ritaður er hvorugu fylgjandi.
En kemur ekki á óvart þótt
borinn verði slíkum sökum
fyrir að vekja athygli á um-
ræddri bók.
Pétur Sigurðsson
3ja herb. einbýlishús
á Eyrarbakka til sölu. Verö: tilboö.
Uppl. í síma 99-3437.
P31800 - 318011
FASTEIGNAMIÐLJUN
Sverrir Krisljánsson heimasími 42822.
HREYFILSHÚSINU -FELLSMÚLA 26, 6.HÆO
Vesturberg
Til sölu mjög vönduð 2ja herb.
íbúð á 2. hæö. íbúöin er skáli,
stofa og eldhús með mjög
vandaörl Innréttingu. Þvotta-
herb. er innaf eldhúsi. Allt
flísalagt. Vandaö baö. Rúmgóö
sérgeymsla. Mikiö útsýni.
Blikahólar
Til sölu mjög góð 97 ferm 3ja
herb. íbúö á 2. hæö, ásamt ca.
30 ferm bílskúr. Laus fljótt.
Álagrandi
Til sölu 3ja herb. ca. 75 ferm
íbúö á jaröhæð. íbúðin er
rúmlega tllbúin undir tréverk.
Laus strax.
Háaleitisbraut
Til sölu góð 117 ferm 5 herb.
íbúð á 2. hæð ásamt bílskúr.
Suöurhólar
Til sölu sérlega vönduö og vel
frágengln 4ra herb. ca. 110
ferm íbúð á 2. hæð. Miklar
Innréttlngar. Laus fljótt.
Blöndubakki
Til sölu góö 4ra herb. íbúö á 1.
hæð ásamt rúmgóöu herb. í
kjallara og stórri geymslu. Laus
í okt. nk.
Álftahólar
Til söiu rúmgóö 4ra herb. íbúö á
6. hæð í lyftuhúsi. Suðursvalir.
Fokheldur bílskúr. íbúöin er
laus strax. Skipti möguleg á
2Ja—3ja herb. íbúö.
Hæðargaröur
Til sölu raöhús í smíöum. Af-
hent strax tilbúiö undir tréverk.
Ljósheimar
Til sölu 4ra herb. íbúö á 8. hæö
i lyftuhúsi. Mikiö útsýni.
Kleppsvegur
Til sölu 4ra herb. 115 ferm
endaíbúö á 8. hæö í lyftuhúsi.
Laus fljótt.
Vesturbær
Til sölu 3ja—4ra herb. risíbúó á
góöum staö á Högum. Laus
fljótt viö góóa útborgun.
Æsufell
til sölu 160 ferm mjög góö 7
herb. íbúð á 3. hæö.
Vesturbær
Til sölu vönduö húseign 3x100
ferm meö nýstandsettri mjög
vandaöri 2ja herb. íbúö í kjall-
ara. (Sér inngangur). Á 1. hæð
er forstofa, skáli, 3—4 stofur og
eldhús. Á efri hæð eru 4—5
svefnherb. og baö. Yfir allri efri
hæöinni er mjög rúmmikiö
geymsluris, sem gefur mikla
möguleika. Bílskúr. Lítil, en góö
lóð meö stórum trjám. Húsiö
getur verið laust fljótt.
Einbýlishús í smíðum
á Arnarnesi
Ca. 150 ferm ásamt stórum
bflskúr. Afhent fokhelt fljótt.
Miðvangur raöhús
Tll sölu mjög rúmgott raöhús
viö Miövang ásamt innbyggöum
bflskúr.
Esjubraut Kjalarnesi
Til sölu hús sem er ca. 170
ferm. Steyptur kjallari. Lofthæö
2,40. Þar er innbyggður tvöfald-
ur bílskúr o.fl. Á hæöinni er 125
ferm timburhús frá Siglufiröi
(Vinkilhús). Fokhelt aö innan en
frágengiö aó utan. Skipti á
2j—3ja herb. íbúö koma til
greina. Húsiö er laust til af-
hendingar strax.
Hef kaupanda
aö góöri 2ja herb. íbúð innan
Elliöaáa.
MÁLFLUTNINGSSTOFA
SIGRÍDUR ÁSGEIRSDÓTTIR hdl
HAFSTEINN BALDVINSSON hrl.
Hafnarfjörður
Hjallabraut
Tvær 3ja herb. 96 ferm íbúöir á
2. og 3. hæö í fjölbýlishúsi.
Vandaöar innréttingar. Suöur
svalir, góðar eignir. Útb. 26
millj.
Strandgata
3ja herb. 97 ferm íbúö á 2. hæö
í littu fjölbýli. Verö 37 millj.
Smyrlahraun
Raöhús 5 herb. ca. 150 ferm. á
tveimur hæöum ásamt rúmgóö-
um bflskúr. Verð 65 millj. Skipti
á minni eign koma til greina.
Stekkjarkinn
5—6 herb. hæö og ris í tvíbýlis-
húsi, ca. 170 ferm. Útb. 35 millj.
Bergþórugata Rvík
2ja herb. 62 ferm íbúö í fjölbýl-
ishúsi. Útb. 18 millj.
Ljósheimar Rvík
Góð 3ja herb. 90 ferm íbúö í
litlu fjölbýlishúsi. Útb. 26 millj.
Ólafsvík
Einbýlishús ca. 130 ferm. Hlað-
iö hús á tveim hæðum. Verö 23
millj., útb. 15 millj.
Árni Grétar Finnsson hrl.
Strandgötu 25, Hafnarf.
sími 51 500
43466
Gaukshólar — 3 herb.
verulega góö íbúö, suöur svalir.
Verö 33 m.
Kársnesbraut — 3 herb.
60 fm í risi í þríbýli.
Álfaskeið — 4 herb.
110 fm endaíbúö á 4. hæð,
bftskúrssökklar.
Digranesvegur
100 fm jaröhæö í þríbýli
Eyjabakki — 4 herb.
110 fm á 1. hæö, suöur svalir.
Fannborg — 4 herb.
verulega góð íbúð á 2. hæö,
stórar suöur svalir.
Seljahverfi
Einbýli alls 350 fm. 2 hæöir og
kjallari ásamt bflskúr, rúmlega
tilbúið undir tréverk.
Tilbúið undir tréverk
4ra herb. íbúð á 1. hæö í blokk
viö Furugrund.
jr
Fasteignasalan
EIGNABORGsf
MWBORG
fasteignasalan í Nýja bióhusinu Reykjavik
Símar 25590,21682
Jón Rafnar sölusti. h. 52844.
Hraunstígur
Hafnarf.
2Ja herb. ca. 50 ferm íbúð á jaröhæö í
þríbýlishúsi. Rólegur staöur. Verö 24
millj.. útb. 18—19 millj.
Þingholtsstræti
2ja herb. ca. 40—45 ferm. risíbúö ósam-
þykkt. Verö 16—17 mlllj., útþ. 12 mlllj.
Þorlákshöfn
Elnþýlishús ca. 110 ferm. 3 svefnherb. I
húsinu, ekki fullfrágengiö. Verö 28—29
mlllj., útb. 20 millj.
Barðavogur
3ja—4ra herb. ca. 90 ferm risíbúð. Verð
34 millj.. útb. 25 millj.
Álfaskeið
Hafnarf.
5 herb. ca. 125 ferm íbúö í fjölbýlishúsi.
íbúöin er í enda. Ðílskúrsréttur. Verö
40—42 mlllj.. útb. 30—31 mlllj.
Furugrund
Kóp.
2ja herb. þlús herb. í kjallara. Ákveölö f
sölu. Laus fljótlega. Verö 29—30 mlllj.
Athugiö, fleiri eignir á aWuakré. Vin-
umbgail haflö aamband viö Upplý*.
ingaþjónuatuna.
Quömundur Þóröaraon hdL