Morgunblaðið - 22.07.1980, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.07.1980, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIDJIIDAGUR 22. JÚLÍ 1980 Þessar ungu dömur heita í.v.: Rannveig, Lísa og Björg. Þær eru færar í flestan sjó en sárafáar stelpur taka þátt i siglingunum á Nauthólsvík. Hvers vegna? Rannveig segir, að stelpur séu svo miklar pempíur, að þær leggi ekki í sjómennskuna og Lísa bætir því við, að sumar séu jafn- vel hræddar við að blotna. Semsé afleit sjómannsefni. Þær báðu okkur að koma því á framfæri við kynsystur sínar, „að taka nú jafnréttið alvarlega og drífa sig á sjóinn, — karl- ar hafi nógu lengi haft heimshöfin út af fyrir sig“. I Fjölbreytt sumarstarf Æskulýðsráðs Reykjavíkur Sumarstarf Æskulýðsráðs Reykjavíkur er fjölbreytt að venju og fer það fram bæði innan borgarmarkanna og utan. Starfsemin er með tvennu móti, — skipulegt námskeiða- starf að deginum en starf byggt á frjálsri þátttöku á kvöldin. brjár félagsmiðstöðvar eru starfandi á vegum Æskulýðs- ráðs i borginni, Bústaðir. Fella- hellir og Þróttheimar. Fjórða féiagsmiðstöðin er að risa i Árbæjarhverfi og nýlega var ákveðið að breyta Tónabæ i félagsmiðstöð. Þá stendur Æskulýðsráð fyrir siglingar- námskeiðum i Nauthólsvík og reiðskóla i Saltvík. Nýlega efndi Æskulýðsráð til kynningar á starfsemi sinni og gafst þá blaðamönnum kostur á að kynna sér starfsemina á hverjum einstökum stað. Siglingar í Nauthólsvík í Nauthólsvík fara fram byrj- enda- og framhaldsnámskeið í siglingum. Kennd er meðferð og sigling á seglbátum, siglingar- reglur, viðbrögð við óhöppum á sjó og umhirða búnaðar. Opið starf er í Nauthólsvík yfir sumarið og er siglingaklúbbur- inn opinn öllum fyrstu fjóra daga vikunnar frá kl. 17—19 en á laugardögum frá kl. 13—16. Hægt er að fá leigða róðrar- og seglbáta og sigla um Fossvog. Umsjónarmaður siglingaklúbbs- ins er Guðjón Bjarnason. Félagsmiðstöðin Bústaðir Félagsmiðstöðin Bústaðir er í kjallara Bústaðakirkju. Á dag- inn, frá kl. 10—16, eru þar leikja- og starfsnámskeið fyrir 6—12 ára börn. Hvert námskeið tekur eina viku og standa þau frá 1. júní til 1. september. Um 60 þátttakendur geta verið á hverju námskeiði. Á námskeiðunum starfa leið- beinendur með börnunum að skipulagningu leikja og allskon- ar útistarfs á útivistarsvæðum hverfisins. Auk þess er farið í gönguferðir, skoðuð söfn og fyrirtæki þegar vel viðrar, en föndur og leikir innandyra í siæmu veðri. Kvöldstarf fyrir unglinga f. ’67 og eldri er frá kl. 20—23 alla virka daga. Er þá opið hús og hafa unglingarnir aðgang að ýmsum leiktækjum. Þá er diskó- tek einu sinni í viku og útivist, — hjólreiðar, gönguferðir o.fl., þeg- ar veður leyfir. Forstöðumaður Bústaða er Hermann Ragnar Stefánsson. Félagsmiðstöðin Fellahellir Fellahellir er stærsta og jafn- framt elsta félagsmiðstöð Æsku- lýðsráðs. Þar er góð aðstaða fyrir börn og unglinga í hverfinu til leikja og félagsstarfa. Starf- semin þar er með svipuðu sniði og í Bústöðum. Útistarf fyrir börn er frá 1. júní til 8. ágúst og er daglegt hámark 60 börn. Mikil aðsókn er að Fellahelli og er álitið að heimsóknir í húsið hafi verið um 50 þús. á síðasta ári. Forstöðumaður Fellahellis er Sverrir Friðþjófsson en umsjón með sumarstarfi hefur Elísabet B. Þórisdóttir. Félagsmiðstöðin Þróttheimar Félagsmiðstöðin Þróttheimar við Sæviðarsund tók til starfa 4. júní sl. Æskulýðsráð og Knattspyrnufélagið Þróttur hafa haft samvinnu um upp- byggingu félagsheimilisins og hefur borgin efri hæð hússins til umráða. Aðstaða í Þróttheimum Frá Nauthólsvík. Þarna hefur Lisa náð tangarhaidi á „niunni“ — nú F.v.: Einar Sverrir, Hrönn ósk, Glæsir og Sigurlaug Kristin. Þau eru öll í reiðskólanum. mega strákarnir vara sig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.