Morgunblaðið - 22.07.1980, Page 13

Morgunblaðið - 22.07.1980, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚLÍ1980 13 að ræða þessi mál við. Ungur maður var til i að svara nokkrum spurningum eftir að hann hafði fullvissað sig um að enginn heyrði hvað okkur fór á milli. í stuttu máli var þetta kjarni samræðna okkar: Astæðan fyrir því að fólkið innan stöðvarinnar hafði verið svo hrætt sem raun bar vitni var að þeim hafði verið sagt að allir útlendingar sem sjást í nágrenni við hvalstöðina hafi það eitt markmið að sprengja hana í loft upp, og þeir væru því stórhættu- legir, auk þess sem bæri að gera vart við þá svo fljótt sem auðið væri. Ég spurði hann hvers vegna allir þessir Japanir væru við vinnu í stöðinni og fékk þau svör að einn af hverjum þrem starfsmönnum þar væri Japani, og þeim væri ætlað að hafa eftirlit með vinnsl- unni. Hann sagðist þó efast um að það væri nauðsynlegt að hafa einn Japana til þess að líta eftir hverjum tveim spænskum starfs- mönnum. Við ræddum um það hvers vegna veiddum hvölum væri aldrei landað á öðrum tíma en nóttunni og komumst að þeirri niðurstöðu að þannig fengist há- marksnýting veiðiskipa auk þess sem orð Juan Massó; „Hvalveiði- menn mínir drepa hvern einasta hnúðbak og bláhval, sem þeir sjá vegna þess hversu hættuleg dýr þetta eru“, gætu skýrt að nokkru þá hulu sem þarf að hvíla yfir veiðunum. Þessi myrkraverk renna einnig stoðum undir það að stærð veiddra hvala við Spánar- strendur geti verið töluvert undir því sem þolir dagsljós. Ég fékk staðfestingu á því sem þessi mað- ur sagði mér hjá öðrum einstakl- ingum í Cancas, svo það reyndist ekki ástæða til þess að dvelja þar lengur, enda hafði ég verið hepp- inn að sleppa úr hvalstöðinni án teljandi óþæginda, að sögn þeirra sem til þekkja. Þeir sögðu mér einnig að ef ég væri þarna mikið lengur að spyrja spurninga sem þessara þá myndi það enda með handtöku annað hvort mín og/eða viðmælenda minna. Ég dreif mig því til Vigo og fór til La-Coruna sama kvöld, en frá La-Coruna er ágætt að leggja upp til hinnar hvalstöðvarinnar sem, eins og áður sagði, er ekki fjarri Corcubion/Zee. I stuttu máli er sú stöð stærri en stöðin í Cancas og betur gætt og fullkomlega von- laust að komast þangað óséður, svo ég varð að virða hana fyrir mér úr fjarlægð. Stöðin er vel falin á bak við hæðir og búið er að brenna allan skóg af stóru svæði til að enginn komist þangað óséður. Aðeins er lítið svæði í kringum stöðina sjálfa skógi vaxið. Sama er uppi á teningnum hér og í Cancas, aflan- um er landað að næturlagi, starfs- fólk býr í húsum inni á svæðinu, sem er í eigu fyrirtækisins og hundar eru til taks ef einhver skyldi álpast inn á hið forboðna svæði. Ég ákvað að reyna ekki sama leikinn hér og í Cancas. Hafði ég verið varaður við af vinum mínum að gera það ekki, enda viðbúið að þeir hefðu frétt af heimsókn minni þangað. Eftirlitslausar veiðar Alþjóða hvalveiðiráðið hefur orðið að áætla það magn, sem Spánverjar veiða, vegna þess að ekki liggja neinar skýrslur fyrir. Það „álítur" að veiðarnar hafi aukist úr 224 hvölum á ári 1974 í 582 hvali 1978. 1979 héldu þessar veiðar áfram algerlega án tak- markana, og er „álitið" að hátt á sjöunda hundrað hvalir hafi verið veiddir við strendur Spánar það ár. Fyrir árið 1980 var þeim úthlutað 143 Fin-hvölum sem kvóta en þá sagði spænski full- truinn að 250 hvalir væru lág- mark. Ekkert eftirlit er með veiðunum af hálfu A.H. svo ekkert er hægt að vita með vissu um það hversu fylgt er þeim reglum sem hafa verið settar. Veiðarnar eru stundaðar frá því í byrjun maí til loka október ár hvert, svo það ætti ekki að vera erfiðleikum háð að fylla þann kvóta sem þeim var ætlaður. Við íslendingar veiðum hvali úr sama stofni og Spánverjar en þeir hvalir sem við veiðum eru slæð- ingur sunnan úr höfum, þannig að við erum háðir framferði Spán- verja á miðunum „ef“ við ætlum að stunda veiðar á hvölum í framtíðinni. Við höfum alltaf álit- ið okkur í fararbroddi hvað þekk- ingu á veiðum og verndun þeirra dýra sem lifa í sjónum snertir og getum því varla átt mikla samleið með þjóðum, sem ekkert tillit vilja taka til þess, sem virðist nauðsyn- legt til að tegundum þar fækki ekki til óbætanlegs tjóns um ókomna framtíð. Hvernig geta vesturveldin brugðist við þessum ógnunum? í fyrsta lagi verðum við að horfast í augu við raunveru- leikann án allrar óskhyggju og viðurkenna þær hættur, sem hvarvetna blasa við. í öðru lagi verðum við að efla okkar eigið sjálfstraust. Við eigum að trúa á þjóðfélög okkar, sem berjast fyrir frelsi einstaklinganna á sem flestum sviðum. Með því að trúa á okkar eigin getu getum við mætt öllum ögrunum að utan. í þriðja lagi ættum við í náinni samvinnu hverjir við aðra að treysta hernaðarmátt okkar og styrkja efnahags- kerfi okkar. A þennan hátt getum við verið sterkir, varð- veitt með því friðinn og um leið búið aukinni velmegun í löndum okkar skilyrði. Á því leikur enginn vafi, að ísland er mjög mikilvægur aðili í vestrænni samvinnu. íslendingar trúa á lýðræðis- skipulagið og landfræðileg lega þess veitir því ákaflega mikilvægan sess í varnarkeðju Vesturlanda. Sú staðreynd, sem ekki verður komist framhjá, er, að öll lönd í Vestur-Evrópu, þar með talið Island, eru ávallt og óhjákvæmilega hugsanleg skotmörk Sovétríkjanna. Eg er því þeirrar skoðunar, að hagsmunir Islendinga fari saman við hagsmuni vestur- veldanna í þessu máli, og það sé okkur öllum til hagsbóta að vinna eins náið saman og frekast er kostur. Að mínu mati ætti það að vera sameiginlegt markmið lýðræðisríkja að vinna saman að raunverulegum friði, vel- megun og réttlæti. Enginn vafi er á því, að vinátta milli íslands og Bandaríkjanna varðar mjög miklu í því efni. Símablaöiö Símablaðið komið út Annað tölublað Símablaðsins, sem gefið er út af Félagi íslenzkra símamanna, er komið út. En F.Í.S. er 65 ára um þessar mundir. Ritstjóri Símablaðsins er Helgi Hallsson og eru að vanda í blaðinu greinar um hin ýmsu málefni, s.s. samningamálin, sagt frá aðal- fundi F.Í.S., grein um tölvutækni framtíðarinnar og fjallað er um sameiginlega baráttu fyrir jafn- rétti og jafnréttisráð. Þá er í blaðinu sagt frá trúnaðarmanna- námskeiði og birtar eru fréttir utan af landi. Bræóraborgarstig 1 - Simi 20080 (Gengió inn frá Vesturgötu)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.