Morgunblaðið - 22.07.1980, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚLÍ1980
MOSKVULEIKARNIR
SÍÐARI GREIN
SÍÐAN Rússar hóíu
þátttöku í alþjóðloKum
íþróttamótum eítir síðari
heimsstyrjöld, haía þeir
alltaí reynt að tengja
íþróttasigra sína og
meinta yfirburði þjóðfé-
lags- og stjórnmálakerf-
is Sovétríkjanna.
Það mikilvæga hlut-
verk, sem sovézkir for-
ystumenn telja Ólympíu-
leikana í Moskvu gegna,
kemur bezt fram í
r.Handbók flokksstarfs-
manna“ 1980, þar sem
segir, að ákvörðunin um
að halda leikana í
Moskvu sé „sannfær-
andi sönnun þess, að
sögulegt mikilvægi og
kórrétt utanríkis-
stefna lands okkar, það
mikla starf sem Sovétrík-
in hafa unnið í friðarins
þágu, njóti almennrar
viðurkenningar ...“.
Þetta brýtur vitaskuld
í bága við ákvæði
stofnskrár Ólympíu-
hreyfingarinnar, þar
sem allar ólympíu-
nefndir eru hvattar til
að láta ekki stjórnast af
pólitískum. trúarlegum
eða efnahagslegum
sjónarmiðum.
Skrúðganga íþróttamanna á
barnaíþróttamóti á Krím-
skaga
Umhverfið fegrað fyrir
gesti á Moskvu-leikunum
hugsjónafræðilegar og pólitískar
hliðar íþrótta- og leikfimi-
kennslunnar. Raunveruleg yfir-
stjórn íþróttamála og skipulagn-
ing þeirra er í höndum íþrótta-
og leikfiminefndar, sem heyrir
undir ríkisstjórnina. Markmiðið
er sagt að framfylgja „vísinda-
legri íþróttakennslu" alls al-
mennings, fá fólk úr öllum
aldurshópum til þátttöku í leik-
fimi og íþróttum og þjálfa fyrsta
flokks íþróttamenn. Undirnefnd-
ir starfa í öllum lýðveldunum.
Þaulskipulagt
Raunveruleg skipulagning er í
höndum 39 íþróttafélaga. í
hverju hinna 15 Sovétlýðvelda
eru tvö íþróttafélög — annað
fyrir borgarbúa, en hitt fyrir
sveitamenn — og níu alríkis-
íþróttafélög eru starfandi með
undirdeildum víðs vegar í land-
inu. Verkalýðsfélög stjórna
íþróttafélögunum með fjórum
undantekningum, en þær eru
íþróttafélag heraflans, DOSA-
AF-félagið, sem er tengt herafl-
anum, varalið verkalýðshreyf-
ingarinnar og Ðinamo, félag
KGB og lögreglunnar. í Sovét-
ríkjunum starfa um 220.000
íþróttaklúbbar og þeir tilheyra
einhverju hinna stóru íþrótta-
félaga eftir búsetu eða vinnu-
stöðum félagsmanna.
Leikfimikennsla fer fram
tvisvar í viku í öllum sovézkum
skólum, en hún er ekki á háu
stigi og aðstaða er léleg nema í
nýbyggðum skólum. Börn, sem
hafa íþróttahæfileika, geta
gengið í einn af 4.000 barna-
íþróttaskólum, sem taka við
nemendum á aldrinum níu til
átján ára, og þar geta þau fengið
þjálfun utan venjulegs skóla-
tíma. íþróttaskólarnir, sem búa
nemendur sína undir hugsanlega
þátttöku í kappliði tiltekinnar
borgar eða lýðveldis eða í lands-
lið Sovétríkjanna, hafa betri
ÍÞRÓTTIRNAR í ÞÁGU
STJÓRNMÁLASTEFNU
Sundlaug ólympíuleikanna í Moskvu
Tengt pólitík
Eftir byltingu bolsevíka 1917
fengu herþjálfunarsamtökin
„Vsevobuch" í hendur yfirstjórn
allra íþróttafélaga og klúbba, en
meginhlutverk þeirra var að
útvega nýliða í Rauða herinn.
Smátt og smátt varð hefðbundin
íþróttastarfsemi að þoka fyrir
menningarskrúðgöngum, hóp-
sýningum og öðru slíku. Arið
1923 skipaði Kommúnistaflokk-
urinn Æðstaráð leikfimimála.
Tveimur árum síðar samþykkti
flokkurinn fyrstu stefnuskrá
sína í íþróttamálum, og þar
sagði, að íþróttir ættu ekki
aðeins að efla hreysti og heil-
brigði, heldur fylkja verkamönn-
um og bændum um flokkinn og
verkalýðshreyfinguna. Sam-
kvæmt yfirlýsingunni var ákveð-
ið að pólitísk kennsla skyldi
fylgja íþróttakennslu og að öll
íþróttasamtök heyrðu undir
flokkinn.
Ungherjasamtökin Komsomol
stofnuðu árið 1930 samtökin
GTO til að auka almenna hreysti
og bæta frammistöðu íþrótta-
manna. Vinsælar keppnisgreinar
eins og knattspyrna, körfuknatt-
leikur og blak komu til sögunn-
ar. En lítið samstarf var haft við
erlendar íþróttahreyfingar fyrir
styrjöldina. Rússar vildu ekki af
hugsjónafræðiástæðum tengjast
alþjóðlegum íþróttasamböndum
eða taka þátt í mótum þeirra.
Einangrun Rússa í íþróttum
rofnaði eftir síðari heimsstyrj-
öld og þeir sóttust eftir aðild að
langflestum alþjóðasamböndum
íþróttamanna. Þegar kalda
stríðið hófst, uppgötvuðu Rússar
gildi íþrótta til hugsjónafræði-
legrar baráttu. Þeir urðu stað-
ráðnir í því að tryggja sovézka
yfirburði í íþróttum eins og
glöggt kom fram í sérstakri
ályktun, sem Miðstjórnin sam-
þykkti í desember 1948. Þar
sagði, að tryggja yrði að sovézk-
um íþróttametum fjölgaði svo á
næstu árum, að Rússar settu
heimsmet í flestum greinum.
Þess vegna var því heitið að
bæta aðstöðu íþróttamanna og
þjálfara, bæta starf íþróttaskóla
æskunnar og þar fram eftir
götunum.
Asakanir
Árangurinn lét ekki á sér
standa, en þessi tilraun, sem var
runnin undan rifjum Flokksins
og studd af honum, leiddi til
ásakana um, að Sovétstjórnin
veitti einstökum íþróttamönnum
svo víðtækan stuðning, að það
jafngilti ríkisrekstri atvinnu-
íþróttamanna og því ætti að
meina þeim þátttöku í alþjóðleg-
um íþróttamótum. Afburða-
íþróttamenn fá námsstyrki í
menntastofnunum, þar sem þeir
geta verið að minnsta kosti einn
áratug, eða foringjastöður í her-
aflanum til að gera þeim kleift
að æfa sig við beztu skilyrði.
íþróttafélag heraflans og Din-
amo (auðugasta íþróttafélagið
sem er undir verndarvæng lög-
reglunnar og KGB) ráða lögum
og lofum í sovézku íþróttalífi;
jafnt inn á við sem út á við. I
„Stóru sovézku alfræðiorðabók-
inni“ segir, að eitt af markmið-
um sovézkra íþrótta sé að búa
borgarana undir starf að undir-
stöðuatvinnuvegunum og varnir
fósturjarðarinnar. Þrettán af ní-
tján ísknattleiksmönnum Rússa
á vetrarleikunum 1972 voru úr
landhernum og í sumarleikunum
sama ár, voru íþróttamenn úr
Dinamo þriðjungur sovézku
sveitarinnar.
Sérstök deild í áróðursstjórn
miðnefndar Kommúnistaflokks-
ins fer með yfirumsjón íþrótta-
mála. En flokksstarfsmenn, sem
bera ábyrgð á íþróttum og leik-
fimikennslu, sjá einkum um
aðstöðu en gengur og ^erist og
kennsluliðið er gott. Arið 1978
starfaði rúmur helmingur sov-
ézkra þjálfara og leiðbeinenda
við íþróttaskólana og auk þeirra
kenndu við þá þjálfarar, sem
unnu hálfan vinnudag.
- O -
Rússar tóku þátt í stofnun
ólympíuhreyfingarinnar 1896.