Morgunblaðið - 22.07.1980, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚLÍ 1980
Geir Hallgrímsson í ræðu í Varðarferð:
Gerum tæmandi úttekt á tæki-
f ærum okkar í orkuf rekum iðnaði
ÁKætu VarðarfélaKar og aðrir ferðafélagar
Við erum nú í áningarstað við þjóðveldisbæ,
sem byggður var í minningu 1100 ára Islands-
byggðar. Eg þakka Steinþóri Gestssyni hlý orð,
en Steinþór Gestsson, alþm. var einmitt
formaður byggingarnefndar og þegar hann
afhenti mannvirkið þáverandi ríkisstjórn 1977
lét hann í Ijós þá von, að þjóðveldisbærinn yrði
til þess að þjóðin fengi dýpri skilning á högum
og hátterni fortíðar okkar og þeim arfi, sem
við höfum tekið við til varðveizlu og ávöxtunar.
Þessi húsakynni eru dæmi um höfðingjaset-
ur fyrri tíma, þótt þau væru sjálfsagt dæmd
heilsuspillandi nú, ef til lengri dvalar væru
notuð.
Menn geta gert lítið úr hagvexti og efnis-
legum lífsgæðum og haft á orði afturhvarf til
náttúrunnar og fornra einfaldari lífshátta, en
sannleikurinn er sá, að þeir sem svo tala, eru
gjarnan mestu kröfugerðarmennirnir og
mundu sízt af öllu sætta sig við slík lífskjör,
sem þeir sjálfir boða öðrum þræði.
Við höfum nú í morgun farið með nærri
hafnlausri suðurströnd landsins. Hafnleysi
kom þó ekki í veg fyrir að menn fóru á sjóinn
til að sækja björg í bú. Vandamálið er ekki nú
að komast á sjó heldur takmarkað veiðiþol
fiskistofna.
Við höfum farið um ein blómlegustu land-
búnaðarhéruð landsins, þar sem tæknin hefur
verið tekin í þjónustu fólksins. Vandamálið er
ekki lengur skortur, heldur offramleiðsla og
sölutregða afurða.
Landbúnaður og sjósókn hefur ásamt þjón-
ustugreinum, verzlun og viðskiptum, skapað
okkur þau lífskjör, er við nú njótum, en síðustu
áratugina hefur iðnaðurinn tekið við auknu
hlutverki. Og víst er, að þegar fiskimið og
gróðurlönd eru fullnýtt, þá er hagnýting
orkulinda, fallvatna og jarðvarma og vaxandi
iðnaður forsenda bættra lífskjara.
Muna menn ekki
úrtöluraddirnar?
Þegar við fórum framhjá Búrfellsvirkjun,
stærstu virkjun landsins og skoðuðum Sigöldu-
virkjun og virkjunarframkvæmdir við Hraun-
eyjafoss, þá er ánægjulegt að minnast þess, að
viðreisnarstjórnin undir forystu sjálfstæð-
ismanna hafði forgöngu um samningana um
byggingu álversins í Straumsvík. En sala
rafmagns til þess var skilyrði til að unnt væri
að ráðast í Búrfellsvirkjun.
Alþýðubandalagið og framsókn greiddu at-
kvæði gegn álsamningunum. Muna menn ekki
enn úrtöluraddirnar? Tæknileg vandamál við
rekstur Búrfellsvirkjunar vegna ísmyndunar
áttu að sýna áhættuna að ráðast í virkjunina.
Spiiling umhverfisins, mengun, stóraukin er-
lend áhrif og lág laun áttu að fylgja í kjölfar
álsamninga.
Reynslan sýnir, að vandamálin voru leyst,
hvergi sér stað auknum erlendum áhrifum og
störf í álverinu eru með þeim bezt launuðu í
landinu.
Ef stefna Alþýðubandalags og Framsóknar
hefði ráðið fyrir 15 árum, hefði leið smávirkj-
ana verið farin og Islendingar byggju nú við
mun hærra rafmagnsverð og færri og fábreytt-
ari atvinnutækifæri en nú. Þá var líka
ríkisstjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins
1974—1978, sem leiddi samningana um Járn-
blendiverksmiðjuna við Grundartanga til
lykta. Þeir samningar voru skilyrði þess, að
unnt var að ráðast í Sigöldu- og síðan
Hrauneyjafossvirkjun í beinu framhaldi og
með hagkvæmasta hætti. Þá tókst sjálfstæðis-
mönnum að hafa vit fyrir Framsókn, en hefði
Alþýðubandalagið fengið að ráða væru nú
útflutningstekjur okkar 20% minni en raun
ber vitni. Þegar mestu afturhalds- og úrtölu-
flokkar landsins, Alþýðubandalag og Fram-
sókn, fara saman með ríkisstjórn stöðvast
framfarasóknin.
Enginn undirbúningur
í gangi
Haustið 1978 var það fyrsta verk ríkisstjórn-
ar Ólafs Jóhannessonar að leggja stóriðju-
10—15 starfsár
færustu manna
og nokkur hundr-
uð milljónir þarf
til að ljúka því
verki á tveimur
árum
Ein virkjun og
eitt fyrirtæki í
gangi á 3—5 árum
Hér þarf gerbreytta stefnu í orkumálum. Við
þurfum að kanna alla möguleika á orkufrekum
iðnaði hér á landi, til þess að vera sjálfir í
stakk búnir til að semja við erlenda aðila og
tengja einn möguleika við annan, njóta
hámarks arðs og gæta vel umhverfis og
vistkerfis okkar. Mér er sagt, að 10—15
starfsár færustu manna okkar þurfi til að gera
eins tæmandi úttekt á möguleikum okkar i
orkufrekum iðnaði og unnt er. Við eigum að
setja okkur það mark að ljúka þessari úttekt
innan tveggja ára. Sú úttekt kostar ef til vill
nokkur hundruð milljón krónur, en fæst vel
endurgreidd við fyrstu framkvæmd.
Lágmark er, að eitt fyrirtæki í orkufrekum
iðnaði og ein stórvirkjun séu í framkvæmd á
hverju 3—5 ára tímabili til aldamóta. Við
eigum að ganga til samstarfs við erlenda aðila
og nýta fjármagn þeirra með opnum huga og
mati hverju sinni og stefna að því að
Islendingar eignist fyrirtækin síðan smám
saman.
Stórvirkjanir eru nauðsyn. Við eigum
margra kosta völ. Valið hlýtur að ráðast af
hagkvæmni en án hreppasjónarmiða. Engu að
síður hljóta iðju- og orkuframkvæmdir að vera
þáttur byggðastefnu.
Geir Hallgrímsson og Steinþór Gestsson njóta
veðurblíðunnar í Þjórsárdal.
nefnd niður og Hjörleifur Guttormsson, iðnað-
arráðherra, skrifaði Landsvirkjunarstjórn
beiðni um að hægt yrði á framkvæmdum við
Hrauneyjafossvirkjun. Það er Landsvirkjunar-
stjórn að þakka, en ekki núverandi iðnaðarráð-
herra, ef við þurfum ekki að búa við almenna
rafmagnsskömmtun næstu tvo vetur, en
skömmtun á rafmagni til orkufreks iðnaðar
hefur þegar dregið úr útflutningstekjum
okkar.
Nú er enginn undirbúningur í gangi undir
framkvæmdir í orkufrekum iðnaði. Stöðnun og
aðgerðarleysi ríkisstjórnar liggur eins og
mara, þar sem ryðja ætti vaxtabroddi almenns
iðnaðar og stóriðju braut. Þessu til viðbótar
virðist stefnan vera að koma traustustu
orkufyrirtækjum landsmanna, bæði Lands-
virkjun og Hitaveitu Reykjavíkur í greiðslu-
þrot, svo aö þau eru vanmegnug að takast á við
nauðsynlegar framkvæmdir. Bæði þessi fyrir-
tæki eru byggð upp fyrir forgöngu sjálfstæð-
ismanna í borgarstjórn Reykjavíkur. Það er
sorglegt, ef aftur verður að hita hús á
höfuðborgarsvæðinu með olíu — og lánstraust
og framkvæmdageta Landsvirkjunar verður
eyðilögð. (En Landsvirkjun hefur verið rekin
með 600 millj. kr. tapi 1978, nær 1000 millj. kr.
tapi 1979 og í ár horfir í 2200 millj. kr.
rekstrartap.)
LJóhih. Mbl. Ol. K. M.
Nú eru Blönduvirkjun og Fljótsdalsvirkjun
einu umtalsverðu virkjunarkostir utan Þjórs-
ársvæðisins, en ágreiningur heimamanna í
fyrra tilvikinu og skortur á fyrirhyggju um
orkufrekan iðnað í síðara tilvikinu kunna að
seinka ákvörðunum, en ekki andstaða Reykvík-
inga eða Landsvirkjunar.
Nýtt, verulegt
átak í stóriðju-
málum
Það er mikill misskilningur ef einhverjir
halda að áframhaldandi misvægi atkvæða eftir
kjördæmum sé hagsmunum strjálbýlis til
framdráttar t.d. í orkumálum. Þvert á móti ber
slíkt misvægi í sér hættu á aukinni tortryggni
og sundurlyndi meðal Islendinga, sem ekki er á
bætandi.
Á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins
var einmitt áréttað „Kosningaréttinn verður
að jafna, tryggja jafnrétti milli stjórnmála-
flokka og rétta hlut þeirra kjördæma, sem
hafa færri þingmenn en kjósendafjöldi þeirra
veitir rétt til.“
Ég hef hér í dag nefnt tvö mikilvæg málefni
í þjóðmálum okkar um þessar mundir, stór-
virkjanir og stóriðju annars vegar og
kjördæmamálið hins vegar.
Það er sanngjörn krafa, að við Sjálfstæðis-
menn komumst að sameiginlegri niðurstöðu
um það, hvernig og með hvaða hætti við viljum
vinna að nýju verulegu átaki í stóriðjumálum á
næstu árum. Það er einnig nauðsyn, að við
Sjálfstæðismenn getum unnið saman að
stefnumörkun í kjördæmamálinu, leiðrétta
vægi atkvæða með þeim hætti, að réttlætið nái
fram að ganga í þéttbýlinu en strjálbýlið haldi
sanngjörnum hlut.
Vinnum saman að
þeim málum, sem
við getum
sameinast um
í ræðu, sem ég hélt í Bolungarvík um síðustu
helgi komst ég svo að orði, að við yrðum að
skapa skilyrði innan Sjálfstæðisflokksins fyrir
sáttum og nýrri fylgisaukningu.
Mætir flokksmenn hafa spurt mig. „Hvað
áttu við, þegar þú talar um að skapa skilyrði til
sátta í Sjálfstæðisflokknum?" Svar mitt er
þetta: Við náum ekki samkomulagi um það að
styðja núverandi ríkisstjórn — ekki fyrst og
fremst vegna þess hvernig hún varð til —
heldur vegna hins, að stefna hennar og störf
ganga þvert á grundvallarstefnu Sjálfstæðis-
flokksins og þjóðarheill. Þess vegna hljótum
við að halda uppi harðri, málefnalegri og
sanngjarnri stjórnarandstöðu.
En við skulum hins vegar vinna saman að
þeim málum, sem við getum sameinast um.
Með því móti vinnum við að því að skapa það
andrúmsloft í Sjálfstæðisflokknum, sem gerir
okkur kleift, að taka höndum saman á ný,
þegar núverandi ríkisstjórn hefur farið frá
völdum. Samstaða okkar, þegar þar að kemur,
er forsenda þess að við getum aukið fylgi
Sjálfstæðisflokksins á ný. Sú samstaða verður
ekki til á einni nóttu. Þess vegna verðum við að
búa í haginn fyrir framtíðina.
Viðbrögð andstæðinganna við Bolungarvík-
urræðunni eru okkur Sjálfstæðismönnum
nokkur vegvísir. Viðbrögð andstæðinganna
sýna að þeir óttast ekkert meir en það, að
okkur takist að setja niður deilur í flokki
okkar. Hvers vegna óttast þeir ekk'ert meira en
það? Vegna þess, að þeir vita, að valdastaða
þeirra byggist á sundurlyndi í Sjálfstæðis-
flokknum. Þeir vita, að samstaða í Sjálfstæðis-
flokknum þýðir áhrifaleysi þeirra sjálfra.
Viðbrögð andstæðinganna sýna, að þeir
munu gera allt, sem í þeirra vaídi stendur til
þess að koma í veg fyrir að samkomulag takist
innan Sjálfstæðisflokksins. Er ekki kominn
tími til að við tökum höndum saman á þann
veg, að við tryggjum óumdeilanlega forystu
Sjálfstæðisflokksins í málefnum lands og
þjóðar?
Með þessum orðum hef ég svarað spurning-
um, sem til mín hefur verið beint síðustu daga.
Mér er það ljóst að við Sjálfstæðismenn eigum
vandfarna leið fyrir höndum. En við skulum nú
hefja þá vegferð með bjartsýni og kjarki og trú
á, að við getum yfirunnið þá erfiðleika, sem að
okkur steðja nú, ekki síður en fyrr á tímum í
viðburðarríkri sögu flokks okkar.
Ágætu Varðarfélagar, við túnfót þjóðveldis-
bæjar og mestu orkumannvirkja landsins er
okkur ljós skylda, sem á okkur hvílir að
varðveita og ávaxta þann arf, sem við höfum
fengið frá forfeðrum okkar og ber að skila
niðjum okkar.
„Sá veglegi arfur hvers íslendings þarf
að ávaxtast gegnum vort líf og vort starf
sem sterkasti þáttur alls þjóðarbandsins
við þrautirnar stríðu og lífskjörin blíð,“
eins og Einar Benediktsson, komst að orði, en
hann vildi einmitt fyrstur manna leggja
kraftsins ör á bogastreng Þjórsár til að bæta
kjör lands og lýðs.
Við ferðafélagarnir þökkum þeim, sem veg
og vanda hafa haft af þessari ferð, stjórn
Varðar, ferðanefnd, fararstjórn og leiðsögu-
manni og óskum hvert öðru áfram góðrar
ferðar og heimkomu.