Morgunblaðið - 22.07.1980, Page 17

Morgunblaðið - 22.07.1980, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚLÍ1980 17 Hvað er að gerast í Kína? KOMMÚNISTASAMTÖKIN efna til fræðslu- ok umræðufundar í Reykjavik með yfirskriítinni Ilvað er að gerast i Kina? Fram- sötjumenn eru m.a. Arnþór IlelKason. Árni Bergmann ok Kristján Guðlaugsson. Fundurinn hefst kl. 20:30 í kjallarasal Hótels Heklu við Rauðarárstíg og verða kaffiveit- ingar á boðstólum og þar fer einnig fram bóksala. Tvær sölur ÞRJÚ íslenzk fiskiskip seldu afla sinn í erlendum höfnum i gær. t Grimsby seldi Gullberg VE 118,5 tonn fyrir G3 milljónir og var meðalverðið 532 krónur fyrir kilóið. f Fleetwood seldi Suðurey VE 88 tonn fyrir 46,4 milljónir króna og var meðalverðið 528 krónur. Eitt skip seldi i Þýzka- landi en ekki höfðu borizt fréttir af sölunni. INNLENT Hafir þú lítinn tíma, eöa leiöist aö standa lengi yfir matargerð er örbylgjuofninn frá SHARP svariö. Með örbylgjuhitun tekur örstund aö hita. sjóöa eða steikja matinn án þess aö bragö eða ilmefni tapi sér. Snúningsdiskur íofninum tryggir jafna hitun. Sjálfvirk tölvustilling ákveöur eldunaraöferö þar sem hægt er aö samtengja fleiri eldunarstig. Ofninn hefur þrjár stillingar: Detrost/Þyðir: Þýðir djúpfrystan mat t.d. 200 g. kjötstykki á 4 mín. steikir eggjarétti. Slmmer/ Smásuða: Hitun á osta- samlokum og upphitun rétta. Full power/Fullur styrkur: Kartöflur steiktar á 5 niín. Kótilettur steiktará7 min. TWáT^TTFá LAUGAVEG 66 SIMI 25999 SHARP ÖRBYLGJUOFN meö snúningsdiski gerir matargerð fljótari.. betri.. og hollari. Þrír sóttu um embætti borgarfógeta RUNNINN er út umsóknarfrest- ur um embætti borgarfógeta í Reykjavík en embætti þessu hef- ur Sigurður M. Helgason gegnt. Ilann lætur nú af störfum fyrir aldurs sakir. Umsækjendur eru þrír og eru þeir allir fulltrúar við embætti yfirborgarfógetans i Rcykjavik. Þeir eru: Olafur Sigurgeirsson, sem starf- ar við lögtök. Ragnar Hall, sem starfar við skiptarétt. Þorkell Gíslason, sem starfar við þinglýsingar. Embættið veitist frá 1. október n.k. Frá kvöldskemmtun. Ljósm. Kristinn. Skátamót í Viðey um helgina VERÐ FRÁ KR. 311.000.- „Mótið var sett á föstudags- kvöldið, haldinn var varðeldur og tjaldbúðir reistar. Það var farið snemma á fætur á laugardags- morguninn og tekið til við „Pósta- leik“, en hann gekk út á að þátttakendum var skipt í 5—7 manna hópa, sem síðan reyndu með sér ýmiskonar þrautir víða um eyna, svo sem bjargsig og siglingu á knerrinum Erni. Á skemmtipósti var ætlast til að hóparnir semdu stutt leikrit eða skemmtiþátt. Á athyglispósti voru þátttakendur spurðir um ýmislegt sem tengdist mótinu svo sem umhverfislýsingu, útlit fararstjóra og fleira j)ess háttar. Alls var 15 póstum dreift um eyna og áttu hóparnir að koma við í sem flestum. Hópunum voru síðan gef- in stig fyrir árangur þeirra og þeir þrír efstu, Dróttskátaflokkurinn „ÞETTA MÓT tókst nokkuð vel, þátttaka mikil og menn almcnnt áhugasamir,“ sagði Benjamín Árnason, á skrifstofu Skátasambands Reykjavíkur og Bandalags íslenskra skáta, í samtali sem Morgunblaðið átti við hann vegna skátamóts í Viðey um helgina. Sammi, Pílur og Shavanoar, kepptu síðan til úrslita á sunnu- dagsmorguninn. Að loknum Póstaleiknum var hafist handa við leik sem heitir „í leit að eldinum" og áttu þátttak- endur að ímynda sér að þau væru stödd einhvern tíma í forneskju í leit að eldinum. Til þess höfðu þau kort af eynni og á það var merktur kross þar sem eldinn var að finna. Einnig áttu þau að búa til ýmis tákn og áhöld frá þeim tíma. Um kvöldið var keppendum skipt i tvennt í svokallaðan „Næt- urleik" og áttu keppendur að finnt fimm rakettur sem faldar voru í eynni og skjóta þeim upp. Sá hópurinn sem fyrri varð til að skjóta þrem rakettum sigraði, og máttu andstæðingar rtfa borða hver af öðrum sem var festur á upphandlegg allra keppenda, og var þá hinn sami úr leik. Fyrir hádegi á sunnudag voru síðan úrslit í „Póstaleiknum, en eftir hádegi var félagakeppni, en þá kepptu félögin í hinum ýmsu leikjum, svo sem pokahlaupi og hand-fótbolta o.fl. Mótinu var síðan slitið um kl. 14.00 á sunnudaginn og verðlaun afhent. Verðlaun fyrir bestu tjaldbúðirnar hlutu Árbúar í Ár- bæjarhverfi, en þeir hlutu einnig verðlaun fyrir góðan skátaanda. Þátttakendur komu víða að, svo sem Akranesi, Njarðvík, Keflavík og Keflavíkurflugvelli, auk flestra skátafélaga í Reykjavík, en alls munu þátttakendur hafa verið um 140, auk fararstjóra og annarra gesta,“ sagði Benjamín að lokum. Finnskur stúlkna- kór í Þorlákshöfn Þorlákshöfn 21. júlí. PUDAS, unglingakór frá Tornio í Finnlandi söng, hér í félags- heimilinu sl. sunnudagskvöld undir stjórn Reima Tuomi. Söngskráin var fjölbreytt og fög- ur og söngur stúlknanna eftir þvi góður. Aðsókn var góð og hrifn- ing áheyrenda mikil. Kórinr. er sem kunnugt er á söngför um landið og á því eflaust eftir að gleðja marga hér með hinum tæra og hreina söng sínum. Eyjólfur Ólafsson, skólastjóri Tónlistarskólans í Grindavík, en hann hefur alla umsjón með ferðum kórsins hérlendis, sagði i stuttu viðtali, að næst væri ferð- inni heitið til Akraness og þaðar til Siglufjarðar. Eyjólfur bað mig sérstaklega að geta um eftirfar- andi: Það snart okkur þægilega a? sjá þorpið ykkar fánum prýtt í tilefni af komu okkar. Ég vil þakka og róma viðtökur sem við höfum fengið í Þorlákshöfn. Þær voru frábærar svo og undirtektir allar. Kórinn söng á Selfossi sl. laugardagskvöld. Hafi iistafólkið innilega þökk fyrir komuna til Þorlákshafnar. Ragnheiður. Engir samningar milli Flugleiða og Kreditkorta MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatil- kynning frá Flugleiðum: Vegna þess að Flugleiðir eru á lista yfir þau fyrirtæki sem Kreditkort hf. gefa út fyrir væntanlega viðskiptavini skal það tekið fram að Flugleiðir eru ekki aðili að slíkum við- skiptum. Það sama gildir um hótel félagsins og bílaleigu. Milli Flugleiða og Kredit- korta eru engir samningar og mun félagið því ekki taka á móti greiðslum sem inna á af hendi með greiðsluspjöldum frá Kreditkortum hf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.