Morgunblaðið - 22.07.1980, Page 21

Morgunblaðið - 22.07.1980, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚLÍ1980 21 I íftrtwir I Staðan í1. deild ÞEGAR tíu umíerðum er lokið í 1. deildarkeppninni í knattspyrnu er deildin opin í báða enda og allt virðist geta skeð. Aðeins þrjú stig skilja að efsta liðið og liðið í sjötta sæti. Það verður því hart barist í næstu umferðum þar sem svo mörg lið eiga góða möguleika á meistaratitlinum í ár. Spennan sem sé í hámarki. Jafnara gæti það ekki verið. Staðan í 1. deild að loknum 10 umferðum er nú þessi: Valur 10 6 1 3 22-10 13 Akranes 10 5 3 2 17-10 13 Fram 10 5 2 3 11-13 12 Víkingur 10 3 5 2 11 — 10 11 Breiðablik 10 5 0 5 18-14 10 ÍBV 10 4 2 4 17-18 10 KR 10 4 2 4 10-11 10 Keflavík 10 2 4 4 9-14 8 Þróttur 10 2 3 5 7-10 7 FH 10 2 2 6 14-27 6 • Víkingurinn Lárus Guðmundsson sem hér sést í baráttu um boltann átti góðan leik með liði sínu í gærkvöldi þrátt fyrir að hann skoraði ekki mörk úr góðum tækifærum sínum. Sjá allt um leiki helgarinnar á bls. 23. 24 og 25. Knútur hreppti bílinn - og úrslit urðu óvænt í meistaraflokki karla KNÚTUR Björnsson skurð- læknir vann til einhverra glæsi- legustu verðlauna sem um get- ur á íslandi, er hann tryggði sér glænýja Toyota bifreið. Hann sló kúlu sinni 75 senti- metra frá sjöundu holu i fyrsta skoti og þar sem að enginn lék það eftir honum. hreppti hann bifreiðina. Knútur varð auk þess i öðru sæti í 1. flokki karla á 78 höggum. Annars urðu úrslit fremur óvænt í meistaraflokki karla, en þar sigraði Jóhann Benediktsson á 75 höggum. Júlíus R. Júlíusson varð annar á 76 höggum og Jónas Kristjánsson þriðji á 77 höggum. I meistaraflokki kvenna sigr- aði Ásgerður Sverrisdóttir. Lék hún á 71 höggi. Það gerði einnig Guðfinna Sigurþórsdóttir og léku þær níu holur í bráðabana áður en að úrslit réðust. ívar Hauksson sigraði í ungl- ingaflokki, lék á 75 höggum og Jóhann Eyjólfsson sigraði í öld- ungaflokki á 78 höggum. Tryggvi Traustason sigraði í 1. flokki karla á 76 höggum, Rafn Sig- urðsson varð hlutskarpastur í 2. flokki karla á 83 höggum og loks sigraði Magnús Guðmundsson sigurvegari í 3. flokki karla á 85 höggum. Enn tapaði Austri Austramenn þóttu heldur óheppnir að tapa stigi gegn Völsungi, er síðarnefnda liðið sótti það fyrrnefnda heim. Lokatölur leiksins urðu 2—2, en Austramenn komust í 2—0 i fyrri hálfleik. Stutt er síðan að Austri og Ármann skildu jafnir með sömu markatölu. Þá komst Austri einnig í 2—0. Staða Austra á botni deildarinnar er allt annað en fögur og liðið hefur ekki ráð á því að kasta svona frá sér stigunum. Austramenn voru mun sterkari aðilinn framan af og á 25. mínútu skoraði Bjarni Kristjánsson fyrra mark liðsins, eftir að markvörður Völsunga hafði fært honum knöttinn í dauðafæri á silfurfati. Bjarni hljóp af sér vörn Völsunga og skoraði enn nokkrum mínútum síðar og voru áhorfendur á Eskifirði heldur en ekki kátir. En sjálfsmark á versta tíma, nánar tiltekið á lokamínútu fyrri hálfleiks, kom Völsungi á bragð- ið, liðið hresstist mjög og á 60. mínútu tókst Helga Benedikts- syni að jafna með goðu marki. Tvö heimsmet AUSTUR-þýskar sundkonur settu tvö ný heimsmet í undan- rásum i sundi á Ólympíuleikun- um i Moskvu um helgina. Fyrst var á ferðinni Barbara Krause og setti hún met i 100 metra skriðsundi. Synti hún á 54,98 sekúndum. Siðan stóð sveit Austur-Þýskalands i metaslætti í 400 metra fjórsundi. Tími sveitarinnar var 4:06,67 minút- ur. Snilldartaktar í fimleikunum NADIA Comaneci frá Rúmeniu greinum skylduæfinganna og 9,5 keppninnar hafði rússneska og sovéska stúlkan Natalía Shap- fyrir aðrar æfingar. Stálu þessar sveitin fengið 197,75 stig. Aust- osnkova sýndu snilldartilþrif er stúlkur algerlega senunni. Sov- ur-þýzka sveitin var i öðru sæti keppni hófst í fimleikum kvenna éska sveitin tók forystuna í stig- með 196.80 stig. einum tiunda úr á Olympíuleikunum í Moskvu. akeppninni, enda meiri breidd í stigi meira heldur en rúmenska Báðar fengu 10,0 fyrir eina af þeirra liði. Eftir fyrri hluta sveitin. • Hörður óskarsson afhondir Inga Þór sundmanni frá Akranesi verðlaun á meistaramóti íslands í sundi sem fram fór um helgina. Ingi Þór stóð sig mjög vel á mótinu og setti tvö ný ísl.-met. Sjá bls 28. Dortmund tapaöi Svíi tók gullið í baksundi Svíinn Bengt Baron varð óvænt sigurvegari í 100 metra baksundi á Olympíuleikunum í Moskvu í gær. Tími hans var 56,53 sekúndur. Telj- ast þetta afar óvænt úr- slit. Rossi kætist ítalskur dómstóll mild- aði um helgina 3 ára banninu á knattspyrnu- snillingnum Paolo Rossi, sem varð uppvís að hafa þegið mútufé. Þarf Rossi aðeins að sitja í kuldan- um í tvö ár í stað þriggja og er það strax í áttina fyrir kappann. Borussia Dortmund. nýja lið Atla Eðvaldsson- ar, tapaði fyrir hollenska liðinu Go Ahead Eagles Deventer í fjögurra liða keppni sem haldin er í Nijmegen í Ilollandi og er reyndar lokið með sigri Deventer-liðsins. Tapaði Dortmund 1—3. en gerði síðan jafntefli við Nec Nijmegen. Celtic er fjórða liðið í keppn- inni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.